Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Aumkunarvert yfirklór Á SÍÐUM Morgun- blaðsins sl. miðviku- dag birtist svar eins af yfirmönnum Landsvirkjunar og reyndar í Degi líka. Eins og áður þá er engu svarað, heldur farið út í aðra sálma og tekin upp þekkt vinnubrögð stjórn- málamanna. Reynt er að gera málflutning RSÍ ótrúverðugan m.a. með því að reyna að telja lesendum blaðsins í trú um að form. RSI sé að ráð- ast á íslenska rafiðn- aðarmenn eða með barnalegum tengingum við yfirstandandi kjara- samninga. Staðreyndir standa Á heimasíðu eru ljósmyndir sem sanna þær ásakanir að erlendir rafiðnaðarmenn komast upp með mun lakari vinnubrögð en krafist er af íslenskum og það þarf að stöðva virkjunina til þess að lag- færa það. Það er óhrekjanleg stað- reynd að skápar sem hafa komið hingað monteraðir af erlendum fyrirtækjum eru ófullnægjandi og það þarf að skipta þeim út. Sá sem er að reyna að klóra yfir skammir sínar í blöðunum í dag kom á skrifstofur RSÍ í gærmorgun, hann vildi ekki ræða þessi mál heldur snerist allt hans tal um hverjir hefðu sagt RSÍ frá þessu, hvort það væri þessi eða hinn. Það er umtalað innan rafiðnaðargeir- ans að menn og fyrirtæki eru sett á svartan lista ef þau voga sér að setja út á svona vinnubrögð. Forkastanleg vinnubrögð í öryggismálum f haust hélt RSÍ fund á Sultar- tanga þar kom m.a. fram að örygg- ismálum væri verulega ábótavant. Rafiðnaðarmenn höfðu ítrekað og ár- angurslaust bent á það, m.a. umræddum starfsmanni Lands- virkjunar. Stór göt á gólfum sem buðu upp á allt að 12 m fall. Ekkert rennandi vatn var í virkjunarhúsinu þrátt fyrir að rafiðn- aðarmenn væru að setja upp geyma- stöðvar og væru að störfum við sýru. Starfsmenn RSÍ fóru í málið og vöktu at- hygli á þessu og þá fyrst var þessum mál- um kippt í liðinn, en því fylgdi að frá umræddum starfsmanni Landsvirkjunar að RSÍ væri með óþarfa læti! RSÍ hótað fyrir að standa með íslenskum fyrirtækjum í vetur kom upp sú staða að ís- lenskt fyrirtæki varð að hætta störfum við virkjunina sakir þess að erlent fyrirtæki hafði ekki greitt reikninga sína og hafnaði að standa við gerða samninga. ís- Ienska fyrirtækið var komið fram brún gjaldþrots og gat ekki staðið við launaskuldbindingar sínar. RSÍ vakti athygli á þessu því var svarað af hálfu Landsvirkjun- ar, að RSÍ væri að skipta sér af viðskiptadeilum og okkur var hót- að tuga millj. kr. skaðabótakröfum ef við myndum gera eitthvað í mál- inu sem tefði byggingu virkjunar- innar! Síðan var erlenda fyrirtæk- inu heimilað að koma hingað með erlenda rafiðnaðarmenn sem gengu í störf íslensku rafiðnaðar- mannanna og umræddur starfs- maður Landsvirkjunar gaf út þá penu jrfirlýsingu að form. RSÍ væri skæruliði og væri að vasast í málum sem honum kæmu ekkert við. Guðmundur Gunnarsson Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöid milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 __________Orator, félag laganema (SmTíTHIúffiTm Erum með sérsniðið þjálfunarnámskeið fyrir samræmt próf í stærðfræði í 10. bekk. Farið er yfir samræmt próf og algeng verkefni leyst. Nánari upplýsingar: Sími 551 5593 eða www.tolst.com Tðtiiii- og stærðfræðlþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. Rafiðnaðarmenn Það er umtalað innan rafíðnaðargeirans, segír Guðmundur Gunnarsson, að menn og fyrirtæki eru sett á svartan lista ef þau voga sér að setja út á svona vinnubrögð. „I Iike living in Iceland“ Að lokum, það er engin ástæða að vera með þennan sleikjuhátt gagnvart erlendum aðilum og stað- festa hann með því að þýða öll gögn á erlend mál. Það er ekkert sem segir til um að Landsvirkjun þurfi að gera það. Ég vissi með hvaða hætti mér yrði svarað og ég fékk staðfestingu á því í blöðunum. Er Landsvirkjun ekki íslenskt fyr- irtæki? Hvar væri Landsvirkjun ef ekki væru til íslensk heimili og ís- lensk fyrirtæki til þess að kaupa orkuna. Eigum við kannski að virkja allt sem hægt er að virkja og setja allt á bólakaf í lónum og leggja síðan streng yfir hafið og flytja alla orkuna út. Þá rætist spá forsætisráðherra og íslendingar yrðu að flytja utan og tala sömu tungumál og útboðsgögn Lands- vii-kjunar eru á. Einungis myndu búa hér nokkrir starfsmenn Landsvirkjunar, sem myndu vinna við að færa til betri vegar það sem úrskeiðis fór við uppbygginguna. Gullfoss „will be a very nice power station". Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambands Islands. ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 43 Verkfræðingar - verkfræðingar Aðalfundur Verkfræðingafélags fslands Aðalfundur Verkfræðingafélags íslands fyrir starfsárið 1999-2000 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2000 í Verkfræðihúsi að Engjateigi 9, Reykjavík. Dagskrá: kl. 16:00 Setning, Hákon Ólafsson. kl. 16:15 Fjármögnun nýsköpunarverkefna. Erindi, Páll Kr. Pálsson. kl. 17:00 Venjuleg aðalfundarstörf. Aðloknum aðalfundi síld meðöllu. Stjórn VFÍ Verkfræðingafélag íslands —PASTAPOTTAR- Pasta-og gufusuðupottur kr. 7.900 7 itr. 18/10 stál. Pastavél kr. 4.500. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 I Orðabækumar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ................... 1.390 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul............................... 1.890 kr. Ensk-íslensk (34.000 uppflettiorð) rauð . ....................2.190 kr. íslensk-ensk (35.000 uppflettiorð) rauð.......................2.190 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar tilboð .................. 3.990 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju ..............4.590 kr. Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul.............................2.400 kr. Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ............................2.400 kr. Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul........................... 3.600 kr. Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa...............2.990 kr. Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul .......................... 1.790 kr. Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa...................2.990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan 9072000 Hringdu núna!!! Við drögum út nýjan Toyota bíl á hverjum fimmtudegi í DAS 2000 þættinum. ^ Síðast var það YARIS og þar áður AVENSIS. Verður það Land Cruiser næst? Tryggðu þér þátttöku með því að hringja strax í 907 2000! 'yfa Auktu sigurlíkurnar og hringdu oft! t*T«YMTiTá J\JI L\J\J\J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.