Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN LÚTHERSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík, Básbryggju 51, Reykjavfk, sem lést miðvikudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. mars kl. 13.30. Bogga Sigfúsdóttir, Eydís Rebekka Björgvinsdóttir, Þröstur Ólafsson, Rikharð Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson, Sigurður Lúther Björgvinsson, Steinar Björgvinsson, Sólrún Björk Björgvinsdóttir, Ásta Björgvinsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Auðunn Þór Almarsson, Gunnar Steinn Almarsson, Sigurður S. Almarsson, barnabörn og barnabarnabörn Kristín Hjartardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Kristín Röver, Michael L. Hunt, Páll Heiðar Jónsson, Halldór Þorsteinsson, Þórey Eyjólfsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNARJÓNASSON, Lokastíg 3, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 14. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Dóróthea Sigurfinnsdóttir, Jónas G. Ragnarsson, Marsibil K. Guðmundsdóttir, Gerður S. Ragnarsdóttir, Guðrún H. Ragnarsdóttir, Kari Váhápassi og barnabörn. + Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÞÓRUNN RAGNA TÓMASDÓTTIR, Kleppsvegi 106, Reykjavík, sem lést laugardaginn 18. mars sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 29. mars kl. 13.30. Ólafía Guðbjörnsdóttir, Ólafía Kr. Sigurðardóttir, Lúðvík R. Kemp, Jónína G. Sigurðardóttir, Witek Bogdanski, Björn Tómas Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Guðmundur Tómasson, Elsa Elíasdóttir, Sigurður Tómasson, Kristbjörg Þórarinsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, K. HAUKUR PJETURSSON mælingaverkfræðingur, Sólvallagötu 22, Reykjavík, lóst á Droplaugarstöðum sunnudaginn 26. mars. Jytte Lis Ostrup. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐBRANDUR JÓN FRÍMANNSSON fyrrv. slökkviliðsstjóri, Grenihlíð 28, Sauðárkróki, sem lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 20. mars sl., veröur jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 1. aprfl kl. 15.00. Hallfríður Rútsdóttir, Frímann V. Guðbrandsson, Auður Valdimarsdóttir, Margrét S. Guðbrandsdóttir, Stefán R. Gíslason, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og barnabörn. ÁSBJÖRG ÁSBJÖRNSDÓTTIR + Ásbjörg Ás- björnsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. mars síðastliðinn. Foreldr- ar Ásbjargar voru hjónin Ásbjörn Guð- mundsson, einn af stofnendum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, og Ingi- björg Pétursdóttir og eignuðust þau átta börn: Pétur, f. 1898; María, f. 1908; Valdimar, f. 1903; Bjarni, f. 1904; Guðmundur, f. 1905; Randver, f. 1907; Ásbjörg, f. 1909 og Laufey, f. 1914, og eru þau öll látin. Ásbjörg giftist Jóhannesi Gunn- ari Einarssyni, sjómanni, 17. júlí 1927. Foreldrar Jóhannesar Gunnars voru hjónin Einar Ein- arsson, bóndi og oddviti í Efri-Ey í Meðallandi, og Guðlaug Hákonar- dóttir. Ásbjörg og Jóhannes Gunnar hófu búskap í Reykjavík en fluttu síðar til Hafnarfjarðar þar sem Jóhannes Gunnar stund- aði sjósókn stóran hluta ævi sinn- ar. Jóhannes Gunnar lést 17. júlí 1970. Ásbjörg og Jóhannes Gunn- ar eignuðust sex börn: 1) María Petra, f. 30. september 1927, gift Herluf Poulsen vél- virkja frá Færeyjum og eignuðust þau fimm börn: Herluf lést árið 1985. 2) Jón Kristján, trésmíða- meistari, f. 31. októ- ber 1929, kvæntur Kristínu Þoi-varðar- dóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Vil- hjálmur, rak hjól- barðaverkstæði í Reykjavík, f. 6. júlí 1931, kvæntur Lilju Jónsdóttur og eign- uðust þau fjögur börn. Vilhjálmur lést 7. desember 1983. 4) Sigursveinn Helgi, mál- arameistari, f. 3. janúar 1933, kvæntist Önnu Laufeyju Árna- dóttur og eignuðust þau þrjú börn. Anna lést árið 1977. Seinni kona Sigursveins er Kolbrún Kristjánsdóttir. 5) Ingibjörg, f. 14. maí 1934, gift Sveini Þ. Siguijóns- syni, skipstjóra í Grindavík, og eiga þau fjögur börn. 6) Bjarni, flugvirki, f. 21. mars 1947, kvænt- ist Eygló Einarsdóttur og eignuð- ust þau fjögur börn. Bjarni lést 8. nóvember 1983. Afkomendur Ásbjargar og Jóhannesar Gunn- arseru nú áttatíu. Útför Ásbjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur systkinin langar til að segja nokkur orð, nú þegar við kveðjum þig, elsku amma okkar. Það eru svo ótal margar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til baka og finnst okkur sem það hafi verið í gær þegar þú komst til okkar á Breiðvanginn um helgar og gistir hjá okkur. Stundum fengu mamma og pabbi að skreppa frá og þú passaðir okkur á meðan. Þá dekraðir þú við okkm-, gafst okkur sælgæti og leyfðir okkur að vaka fram eftir við sjón- varpið. Við munum líka eftir því að þú varst alltaf að stinga að okkur aur og sagðir ævinlega „Æ, þetta er svo lít- ið.“ Þú þreyttist ekki á að spila eða leika við okkur krakkana og hafðir alltaf nægan tíma fyrir okkur. A af- mælisdaginn þinn 17. júní, komu bömin þín, barnabörn og barna- barnaböm lengi vel saman á Reykja- víkurveginum. Slegið var upp pylsu- partýi fyrir okkur krakkana þegar við komum úr bænum og alltaf var glatt á hjalla. Síðar féllu þessar sam- komur niður, en áfram höfum við haldið að hittast á jóladag, fyrst á Reykjavíkurveginum og síðustu árin í Gúttó þar sem allur þessi fjöldi komst ekki lengur fyrir í litlu íbúðinni þinni. Um síðustu jól var engin und- antekning frá þessu og varst þú þar með okkur, elsku amma, og varst al- veg ótrúlega hress. Við emm þess fullviss að þú hafir vitað hvað var um að vera og sáum að þú naust þess að fylgjast með yngstu afkomendum þínum. Þú varst mjög dugleg kona og vinnusöm og vannst erfiðisvinnu í fiski allt fram á efri ár. Þú varst líka dugleg að drífa þig út í göngutúra og allt fram á síðustu ár fórst þú gang- andi niður í bæ og við vitum að þú ÖRLYGUR ÞORÐARSON + Örlygur Þórðar- son fæddist í Reykjavík 8. október 1965. Hann lést á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörg Benedikts- dóttir, f 31.12. 1934 frá Landamótsseli í Köldukinn S-Þing og Þórður Sigfússon, f. 30.11. 1937 frá Geir- landi á Síðu. Albróðir hans er Gylfí Þórðar- son, f. 12.2. 1968, maki Kari'tas M Jóns- dóttir, f. 2.7. 1969. Synir þeirra eru Benedikt Gísli, f. 11.5.1997 og óskírður, f. 29.10.1999. Sonur Gylfa er Gústaf Reynir, f. 17.3. 1988. Hálfbróðir Örlygs var Benedikt Ingi Jóhannsson, f. 22.5. 1962, d. 9.1.2000. Örlygur ólst upp í Reykjavík og bjó um tíma með foreldrum sínum og bræðrum við Búrfellsvirkjun. Hann bjó í Reykjavík alla tíð eftir það. Útför Örlygs fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar við frændsystkinin kvöddum Benna frænda okkar fyrir skömmu, grunaði okkur ekki að Örlygur bróðir hans yrði svo skjótt kvaddur til nýrra heim- kynna. Stórt er höggvið í fjölskyldu Guðbjargar frænku okkar. Eftir stöndum við og skiljum ekki til- ganginn. Við sem þekktum Örlyg sem lít- inn dreng munum hann sem fjör- ugan og fallegan strák sem við trúðum að björt framtíð blasti við. Hann hlaut góðar gáfur og gjörvi- leik í vöggugjöf, en sitthvað er gæfa og gjörvileiki og ekki bera allir gæfu til að vinna úr þeim hæfileikum sem þeim hlotnast. Örlygur frændi okkar var táp- mikill og knár strákur og við viljum muna glettnina og grallarasvipinn sem svo oft einkenndi hann. Hann var sem ungur piltur fríður sýnum og karlmannlegur en leitandi og viðkvæmur í lund. En nú er hann farinn til Benna bróður síns og saman munu þeir vaka yfir móður sinni og Gylfa litla bróður og fjöl- skyldu hans. Við biðjum Guð að styrkja Guð- björgu frænku okkar og gæta Gylfa vel sem nú er einn eftir af bræðrunum. unnir bænum þínum og vildir hvergi annars staðar búa. Elsku amma, það er óhætt að segja að þú hafir lifað tímana tvenna og ekki hefur alltaf verið auðvelt hjá þér. Þannig lifðir þú bæði hann afa og syni þína, Villa og pabba, og erum við viss um að það hafa orðið fagnaðarfundir er þeir tóku á móti þér. Við erum þakklát íyrir að hafa átt þig að og fyrir að eiga allar þessar góðu minningar um þig. Hvíldu í friði elsku amma, Þín Guðbjörg, Einar, Amar, Ingi- björg Bjamey og Eva. Elsku amma. Tímamir hafa liðið svo hratt síð- ustu ár, mér finnst vera svo stutt síð- an þú varst að passa mig þegar ég var lítil. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur, við spiluðum, lituðum, saumuðum eða gerðum eitthvað skemmtilegt og alltaf varst þú með í öllum leikjunum. Svo á kvöldin ef ég gat ekki sofnað, þá sast þú hjá mér þangað til ég sofnaði, last bók, sagðir mér sögu eða straukst á mér magann, svona í hringi eins og mér fannst svo gott. Þegar égvarð aðeins eldri fannstmér svo gaman að fara hjólandi tO þín og innan skamms var ég búin að koma með allar vinkonur mínar með mér. Alltaf tókstu vel á móti okkur með kóki, kökum og öðru góðgæti og skemmtum við okkur vel. Heima í eldhúsinu á Breiðvanginum áttir þú þér stað sem þú sast alltaf á og minn- ist ég þín alltaf sitjandi í hominu þínu í gömlu lopapeysunni með kaffibolla og heklaðir. Og núna þegar þú ert komin til afa og pabba þá veit ég að þið vakið yfir mér og öllum sem ykk- ur þótti svo vænt um. Elsku amma, ég mun geyma þessar minningar í hjarta mér þangað tO við hittumst á ný. Þín Ingibjörg Bjamey. Elsku yndislega langamma mín, mig langar að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég kveð þig með þessum orðum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, þó svíði sorg mitt hjarta, þá saelt er að vita af því, þú laus ert úrveikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Sveinn D. Arnarson. Og fyrir mörgum árum einu sinni sem ungur sveinn þú stóðst við garðsins hlið, og fannst, að eitthvað féll úr hendi þinni, sem farsæld þín og heill var bundið við. Það hvarf, það birtist, byrgðist aftur sýn, skein bjart mót sólu, huldist dimmum mekki. Hvað hjálpar vit og hreysti og dirfska þín: Þú hleypur ævilangt og nærð því ekki. (Steinn Steinarr) Örlygur frændi, vertu Guði fal- inn og blessuð sé minning þín. Ninna, Klara og Haukur. Elsku Örlygur okkar. Langri og þjáningarfullri bar- áttu er lokið. Þú ert lagður upp í nýtt ferðalag og við þökkum þér samverustundirnar í Vin. Þegar veturinn kom sat ég og horfði á fuglana fljúga suður. Svo komu vindar og þutu yfir fjöllin og hafíð úfíð. Snjótittlingarnir flugu með mér og gáfu mér styrk til að upplifa ævintýri á ný. Komdu og hlustaðu á vindana og leitaðu svarsins sitjandi á skýi. (Ólöf Þorsteinsdóttir) Hvíl þú í friði Gestir og starfsfúlk Vinjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.