Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 50
^ÍO ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bíldudal, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðviku- daginn 29. mars kl. 13.30. Börn, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTÍN HJARTARDÓTTIR GRÖNDAL, Rósarima 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 18. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MND-félag Islands. Ragnar S. Gröndal, Jakobína Jakobsdóttir, Ragnhildur Gröndal, Örn Berg Guðmundsson, Jakobína H. Gröndal, Eiríkur Ragnarsson, Dagrún Gröndal, Magnús Gylfason, Sigurður Gröndal, barna- og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andiát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU DAGNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Hólavegi 38, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar fyrir frábæra umönnun. Eiríkur Sævaldsson, Jóna Gígja Eiðsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Haraldsson, Hreiðar Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS MARKÚSSONAR frá Dísukoti, Þykkvabæ. Drottinn blessi ykkur öll. Guðrún Hafliðadóttir og fjölskylda. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU BJARNFRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Hæðargarði 16, Reykjavík. Fyrir hönd tengdasonar, barnabarna og barna- barnabarna, Sigríður Ruth, Eva Ólöf og Ásta Benny Hjaltadætur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HÓLM RANDVERSSONAR fyrrverandi lögregluvarðstjóra. Katrín Sigurðardóttir, Jóhann Frímann Gunnarsson, Randver Páll Gunnarsson, Gyða Jóna Gunnarsdóttir, Júlíus Þór Tryggvason, Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Garðar Hallgrímsson og barnabörn. RA GNHEIÐ UR BRIEM kunnagjöf. Með úrlausninni fylgdu tvö blöð frá Ragnheiði. Á öðru var svonefnd „spátafla“. Þar voru á grundvelli reynslu fyrri árganga reiknaðar út líkur á því, að nemandi með tiltekna einkunn í upphafi þriðja bekkjar næði prófi í lok vetr- ar. Nemendur með mínus fimmtán áttu ekki mikla möguleika sam- kvæmt „spátöflu“ Ragnheiðar. En það fylgdi líka annað blað, þar sem hún gaf upp heimasíma sinn og hvatti foreldra til að hafa við sig samband ef ástæða væri til. Ég, sem horfði framan í það að sonur minn þyrfti að bæta við sig nítján heilum í einkunn til að ná prófi, tók áskorun Ragnheiðar og hringdi heim til hennar. Og þannig kynntist ég henni. í samtölum okkar og í gegnum heimaverkefni Bolla kynntist ég ein- lægum áhuga hennar á kennslu og kennsluaðferðum, en ekki síður vel- ferð og vegferð nemendanna. Áhuga sem ekki lét sitja við orðin tóm eins og oft er eða varpaði ábyrgð einvörð- ungu á nemandann. Hún virtist staðráðin í að koma sem flestum bekkjarsystkinum Bolla í gegnum prófin. Þau slökustu voru strax sett í heymar- og les- blindupróf og fengu í kjölfarið sér- meðferð hjá Ragnheiði. Haldin voru skyndipróf í bekknum einu sinni til tvisvar í viku. Vönduð kennslubók Ragnheiðar í stafsetningu, með ítar- legum reglum og skýringum á rit- hætti orða og önnur einnig eftir hana, í setningafræði voru lagðar til grundvallar kennslunni. Sjálf lagði hún á sig ómælda (og oft ólaunaða) vinnu við vikulega stfla- og verk- efnayfirferð, kennslugagna- og leið- beiningasmíð, viðtöl og ráðgjöf við nemendur jafnt sem foreldra. Við mig, hina uggandi móður, sagði hún, að hér sem annars staðar, ef ná ætti árangri, dygði ekki annað en þrotlaus vinna og æfing nem- andans. Á mínu heimili var eftir það lesin upphátt og skrifuð ein réttrit- unaræfing á dag, auk þess sem Bolli þuldi málfræði- og réttritunarreglur í tíma og ótíma. Yfir öllu vakti Ragnheiður Briem óspör á ráðleggingar og loks hól þegar staglið fór að bera árangur. Meðan á þessu stóð velti ég oft fyrir mér hve mikill tími grunnskólaára sonar míns hafi farið fyrir lítið vegna þess að kennarar hans gerðu hvorki nægar kröfur til hans, né mín. Þeir voru ekki slæmir kennarar, öðru nær, en mælikvarðar þeirra á frammistöðu og nauðsynlega heima- vinnu nemendanna voru ekki réttir. Þakklæti okkar Bolla í garð Ragn- heiðar Briem þennan vetur og æ síð- an er mikið og þess má geta að stigin nítján sem uppá vantaði í upphafi vetrar náðust og rétt rúmlega það. Afburðakennarar eins og Ragn- heiður Briem eiga að vera öðrum kennurum íyrirmyndir og læri- meistarar. Það á að umbuna þeim í samræmi við frammistöðu, en slíkt tíðkast því miður ekki í íslensku skólakerfi, hvorki því opinbera né í svo nefndum einkaskólum. í heimi þar sem afkoma þjóða og einstaklinga ræðst öðru fremur af þekkingu og menntun, eigum við að leiða kennara, erfið og vandasöm störf þeirra til öndvegis. í höndum þeirra, hæfileikum, ást og áhuga á viðfangsefninu, sem og einurð og út- haldi í kennslu, eru ekki síst falin ör- lög barna okkar. Megi minning og ævistarf Ragn- heiðar Briem verða þar öðrum til eftirbreytni. Fjölskyldu hennar og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Margrét S. Björnsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Briem bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HORST ELMAR HOEFGES + Horst Elmar Hoefges fæddist í Berlín í Þýskalandi 28. mars 1920. Hann lést í Köln í Þýska- landi 6. janúar síð- astliðinn. Hinn 6. janúar sl. lézt í Köln í Þýzkalandi íslandsvinurinn Horst Elmar Hoefges eftir stutta legu. Hann fæddist 28. mars 1920 í Berlín og hefði því orð- ið áttræður í dag. Því langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. 19 ára að aldri var hann kallaður til herskyldu í þýzka herinn og sendur til vígstöðvanna, lenti í rússneskum fangabúðum og var ekki sleppt úr haldi fyrr en í árs- lok 1949. Það má því með sanni segja, að hann hafi misst tíu ár úr ævi sinni. Við heimkomuna til Köln lagði hann stund á bankastarfsemi og gerðist að námi loknu starfsmað- ur hjá Oppenheim & Cie, sem er virt- ur einkabanki þar í borg. Árið 1955 stofnuðu nokkrir áhugasamir Þjóð- verjar félag til að kynna íslensk má- lefni í Þýzkalandi. Flestir þeirra höfðu kynnst íslandi í gegnum Nonna-bækurnar, en eins og kunn- ugt er hvflir séra Jón Sveinsson í Melaten-kirkjugarðinum í Köln. Fé- lagið hlaut nafnið Þýzk-íslenska fé- lagið í Köln. Einn stofnendanna var Horst Elmar Hoefges, sem tók að sér starf gjaldkera og gegndi því hlutverki allt til dauðadags. Dr. Max Adenauer, elzti sonur kanslarans, var kosinn forseti félagsins og H.G. Esser, blaða- maður að menntun, tók að sér framkvæmda- stjórnina. Starfsemi fé- lagsins jókst með ári hverju. 1957 var hafin samvinnavið Germaniu í Reykjavík og íslands- vinafélagið í Hamborg um útgáfu árbókarinn- ar ISLAND, sem hefur komið út óreglulega síðan, en 11. bindið sá dagsins ljós í ársbyrjun 1997. Að auki gefa félögin í Köln og Hamborg út sameiginlega tímaritið Island, sem kemur út tvisvar á ári undir ritstjórn dr. Gerd Kreutzer, prófessor í norrænu við háskólann í Köln. Árlegur viðburður í Köln er að halda málþing um íslensk málefni einn laugardag í nóvembermánuði. Kynning þessi hefst árla morguns og stendur fram eftir degi. Fjórir fyrir- lestrar eru haldnir og flokkast þeir undir efnahags- og samgöngumál, landa- og jarðfræði, listir og bók- menntir, málfræði og sögu. Að venju er einn fyrirlesarinn Islendingur og njóta þessir fyrirlestrar mikilla vin- sælda og eru vel sóttir. Samhliða þessu eru sýndar bækur um Island og þýzkar þýðingar á íslenskum verkum. Til að halda uppi svo fjöl- breyttri starfsemi, er nauðsynlegt að + Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður, systur og ömmu, GUÐBJARGAR SIGRÍÐAR PETERSEN „Bauký", Sogavegi 72, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Emil Petersen, Ásdís Emilsdóttir Petersen, Adolf Hóim Petersen, Ásdís Ósk Jóelsdóttir, Stefán E. Petersen, Erla Gígja Garðarsdóttir, Hólmfríður Björg Petersen, Atli Sturluson, Ásta Hansen, Guðbjörg Sigríður, Hörður, Emil Hjörvar, Víðir Smári, Bryndís Freyja, Hans Emil og Emilía Björg. afla fjár til hennar, en þar sem fé- lagsgjöldum er mjög stillt í hóf, geta þau engan veginn staðið undir slík- um kostnaði. Horst Elmar Hoefges var mjög ötull við að afla fjár til fé- lagsstarfseminnar, fékk t.d. bein framlög frá þýzka utanríkisráðun- eytinu og safnaði fjölda auglýsinga í tímarit félagsins. Hann átti drjúgan þátt í því að skipuleggja hin árlegu málþing, en það fyrsta var haldið 1972, og áður fyrr, þegar mikið var um íslenska námsmenn í Köln, Bonn og Aachen hélt íslenski ræðismaður- inn, dr. Otto Löffler, og kona hans, frú Beatrix, árlega jólagleði fyrir Is- lendinga búsetta á svæðinu. Einnig þar var Hoefges potturinn og pann- an í öllum undirbúningnum. Hoefges kom nokkrum sinnum til Islands og dáðist að landi og þjóð. Hann var í eðli sínu Evrópusinnaður, átti góða vini bæði í Frakklandi og á Ítalíu, sem hann heimsótti iðulega. Hann hafði einkum fagra rithönd og skrautritaði mörg skjöl í þágu fé- lagsins. Vinnuveitandi hans naut einnig þessarar sérgáfu hans, þar sem hann var iðulega fenginn til að skrautrita boðskortin, sem bankinn sendi út við sérstök tækifæri. Fékkst hann við þessa iðju allt til dauða- dags. Hoefges var göngugarpur mik- 01 og hlaupari góður og má geta þess, að sl. sumar tók hann þátt í maraþonhlaupi á eyjunni Juist í Norðursjó, 79 ára að aldri! Hlaut hann mai'gar viðm'kenningar fyrir og var vel að þeim kominn. Horst Elmar Hoefges kvæntist Margret Sanders 1956 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust soninn Hartmuth og dótturina Gabriele. Hoefges var ljúf- menni í allri umgengni, vann störf sín af samviskusemi og í kyrrþey. Við vottum konu hans, dóttur og syni innilega samúð okkar og þökkum honum fyrir mikið framlag hans til að kynna land okkar erlendis. Sverrir Schopka. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvai- og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.