Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 59 Svar til Páls Her- steins- sonar Rjúpan og ungarnir hennar 13 í hlaðvarpanum á Skjaldfónn. Frá Krístbjörgu Lóu Árnadóttur: ÉG GERI mér ekki alveg grein fyrir því hvað fer svona fyrir brjóstið á þér í grein minni frá 24. febrúar sl. Hvergi í greininni segi ég að þú hafir haldið því fram að refir héldu sig á sínum heimaslóðum. Hins vegar má svo sem lesa það út úr ljóði Indriða sem ég ætlaði nú eingöngu til að gleðja lesendur, þar sem mér finnst ekki of mikið af kveðskap á síðum dagblaðanna. Því þykir mér þú taka þessa frétt allt of nærri þér og varla vert að svara ásökunum þínum í minn garð. Vissulega hefði ég getað gert þessa grein stærri og ýtarlegri en ég gerði og þá hefði ég sjálfsagt átt að ræða við þig um málið, en í staðinn valdi ég að halda mig á minni heima- þúfu enda tel ég það vera hlutverk mitt sem fréttaritara staðarins. Vegna fullyrðingar þinnar um að ég komi með of margar fréttir af Ind- riða, vil ég aðeins taka það fram að miðað við umfang míns umdæmis sem fréttaritara, sem nær frá Snæ- fjallaströnd að Steingrímsfjarðar- heiði þ.e. Nauteyrarhreppur hinn fomi, reyni ég að skrifa frétt um það sem gerist, þó það sé af eigin heima- fólki. Og þykir mér spakmælið „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“ hafa sannað sig hér. Hins vegar er þetta fyrsta fréttin sem ég skrifa um Ind- riða og tófuveiðar hans. Þykir mér því undrun sæta hversu vel þú fylg- ist með skrifum mínum héðan. Hvað varðar útburð Indriða á æti skal tekið fram að á þessum tíma hafði ég aðeins hellt niður soði af hangikjöti og saltkjöti á hlaðvarpann ásamt kartöfluskræli og slíku sem til féll handa smáfuglunum og varla getur það talist til tófufæðu. En tóf- an er það soltin að slíkur ilmur laðar hana greinilega að. Hins vegar tel ég að hvorki Indriði né aðrir bændur hér í kring beri út æti fyrir tófu, sem þeir jú gera, nema þær séu í kring- um þá í einhverju mæli. Ekki datt mér í hug að þú værir svo grænn að halda að tófurnar finndu lykt af æt- inu alla leið á Homstrandir. Þó ég sé nýflutt hingað vestur of- býður mér að heyra og sjá tófur hér allt um kring jafnt að vetri sem sumri og það innan um lambféð. Ég skil vel að bændur vilji vernda búfé sitt sem þeir hafa viðurværi af. En það er ekki aðeins búféð sem er í hættu. I vor sem leið var hér á hlað- inu nær daglega rjúpa með 13 unga og tel ég miklar líkur á að hún hafi verið að leita skjóls undan tófunni. Öllu vinalegra finnst mér nú að heyra fuglasöng og rjúpnarop en tófiigagg, spurningin er bara hvort ég fæ að njóta þess öllu lengur. KRISTBJÖRG LÓAÁRNA- DÓTTIR, fréttaritari Morgunblaðsins á Skjaldfönn. Til varnar öryrkjum og Garðari Sverrissyni Kennd ergerð og uppsetning auglýsinga blaða ogbæklinga. Vinnuferlið er rakið. allí fiá hugmynd að fullunnu verki. Námiö er 104 klsteða 156 kennslustundir. J I ► Myndvinnsla í Photosliop ► Teikning og hönnun í I reelianti ► Umbrot í QuarkXpress ► Ueimasídvigerð í l’rontpage ► Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla ► Meðferð leturgerða ► Meðböncllun lita ► Lokaverkefni Örfá sæti lauis á kvöld- og belgar námskeiði sem byijar 8. april. J Upplýsingar og innritun i simum 544 4500 og 555 4980 Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 HafnarfirtH - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Töivupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is Frá Rúnarí Þór Hallssyni: ÉG UNDIRRITAÐUR hef undanfar- ið lesið greinaskrif nokkuira manna í Morgunblaðinu um Garðar Sverrisson og forsætisráðherra. Það eru aðstoð- armaðm’ forsætisráðherra og fleiri sem hafa skrifað þær. Aðstoðarmað- urinn þarf greinilega að lesa sér betur til um kjör öryrkjanna og fá 4 út úr 2x2 áður en að hann fer að veija yfir- mann sinn. Hann myndi þá kannski skilja hvers vegna við öryrkjamir teij- um okkur fá hungurlús og þaðan af minna frá Tryggingastoftiun. Til upplýsingar þessum blessaða manni skal ég segja honum og öðrum sem áhuga hafa á frá mínum kjörum í dag. Undirritaður hefur um 36.000.- á mánuði auk 5.000,- fyrir bensíni svo að hann geti farið um bæinn. Af hverju ætli ég, undirritaður, fái ekki meiri styrk frá Tryggingastofnun? Jú, ég er nefnilega giftur. Ef ég væri ógiftur fengi ég um 56.000 krónur á mánuði auk fimm þúsund króna fyrir bensíni. Ég hef aldrei skilið hvers við hjón- in eigum að gjalda fyrir að vera gift. Það er engin furða að Garðari og fleirum gremjist þegar forsætisráð- herrann og ýmsir aðrir, meðal ann- ars fólk innan Tryggingastofnunar, halda því fram að við séum ágætlega settir með það sem við fáum. Til frekari upplýsingar fyrir að- stoðarmanninn skal ég geta þess að fjölmargir, þæði öryrkjar og aðrir, njóta miklu verri kjara en ég. Og enn vil ég segja honum að ég er einn af þeim heppnu í þessum hópi, ég hef ekki verið öryrki nema þrjú ár og verð ekki nema til æviloka, en fullt er af öryrkjum sem hafa verið það meiri hluta ævinnar og haft lúsar- kjör vegna lélegra forystumanna í þeirra hópi og slakra þingmanna. Núna fyrst kemur bardagajálkur fram á sjónarsviðið sem þorir að tjá sig og stinga á kýlunum, en þá á að drepa hann niður með orðagjálfri. Við þig Davíð vil ég segja þetta: Þú, sem ert næstum því landsfaðir þjóðarinnar, átt ekki að haga þér svona við þá sem eru minnimáttar í þjóðfélaginu. Það sæmir þér ekki. Þú og Garðar eigið að taka höndum saman og bæta kjör þeirra verst settu og hætta þessu karpi og fýlu. Mér dettur í hug Kai-vel Pálmason sem reif kjaft á Aiþingi og Bjami Guðnason sem kallaði þingmenn einu nafni „rumpulýð". Þeir voru báðir lamdir niður með harðri hendi af samþingmönnum. Við aðra þing- menn vil ég segja þetta: I fljótu bragði man ég eftir þremur þing- mönnum og einum ráðherra sem ekki hafa staðið við yfirlýsingar sín- ar vegna þeirra minnstmegandi. Þið ættuð ekki að fara fram sem þingmenn aftur, þið hafið ekkert þarna að gera. Menn eiga nefnilega að standa við það sem þeir segja. RÚNAR ÞÓR HALLSSON, Búðavegi 47A, Fáskrúðsfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endui'birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Það er fullt af skemmtilegum tækifæru * Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þinar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. ' teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA lilEHD Fást í apótekum og snyrti- k ” , * > vöruverslunum um land allt. v J Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Vor naglalökkin eru komin i 6 nýjum bláum litum Þýskar förðunarvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt (einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og L . snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskaril. Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Frábærar vörur á frábæru verði Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roil-on“ eða borið á með spaða frá byly Laboratorios bylv: S.A. Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Alfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauðárkróks Apólek, Stykkishólms Apótek, Finar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.