Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabba- stund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Bamastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára böm, kl. 15.30 íyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára böm. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Lestur passíusálma kl. 12.15. t Langholtskirkja. Langholtskirkja er opin til bænagjörðar í hádeginu. Lestur passíusálma kl. 18. Sorgar- hópurkl. 20.30-21.30. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdsur Halldórsson leiðir söng, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sr. Bjami Karlsson flytur guðs orð og bæn. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. * Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Æf- ingar v. fermingar á skírdag. Kl. 17 TTT10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- -i. stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf íyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æskulýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20- 22. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Kirkju- krakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7- 9 ára börn. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldra kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbæn- astund í dag kl. 12.30. Fyrirbænaefn- um má koma til prests eða kirkju- varðar Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirlga. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8- 9 ára böm kl. 17-18.30. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Keflavíkurkirkja. Fermingarund- irbúningur kl. 13.40-15 í Kirkju- lundi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar 7-9 ára krakkar í leik og lofgjörð. Áfram unnið í umhverfisverkefninu. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgameskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17- 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Ffladelfía. Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20. Allar konur eru innilega velkomnar. INNLENT Fynrlestur um íslenskan j arðveg VÍSINDAFÉLAG íslendinga held- ur fyrirlestur miðvikudaginn 29. marz kl. 21 í Norræna húsinu. Dr. Ól- afur Arnalds flytur erindið: Islensk- ur jarðvegur - frá ögn til ær. I fréttatilkynningu segir: „Jarð- Fræðslufundur um birki og lúpími SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN áhöfuð- borgarsvæðinu halda opinn fræðslu- fund í sal Ferðafélags íslands, Mörk- • ' inni 6, þriðjudaginn 28. mars kl. 20.30. Þessi fundur er í umsjón Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar. Þetta er ann- ar fræðslufundur ársins í fræðslu- samstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Islands hf. Aðalerindi kvöldsins flytur Ása L. Aradóttir, vistfræðingur, hjá Land- græðslu ríkisins og nefnist það Birki og lúpína. Fjallar Asa í máli og mynd- um um þessar tegundir sem eru mik- ilvægar í ræktunarstarfinu. Undan- farin ár hefur hún fengist við rannsóknir á þessum tegundum og mun á fundinum kynna ýmsar athygl- isverðar niðurstöður. Meðal annars mun Ása fjalla um ræktun og land- nám birkis í lúpínubreiðum. Á undan erindi Ásu munu listamenn koma fram. Allir áhugamenn um skóg- og trjá- rækt eru hvattir til að mæta og fræð- ast um þetta efni. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og verður boðið upp á kaffi. vegur á íslandi er um margt sérstak- ur og sumar gerðir hans finnast vart annars staðar í veröldinni. Hann telst að langstærstum hluta til „eld- fjallajarðar" sem á fræðimáli nefnist „andosol“. Slíkur jarðvegur hefur sérstæða eiginleika sem hann fær af smæstu einingum sínum, örsmáum leirögnum og þá einkum þeirri teg- und sem nefnd er „allófan". Margt af því sem mótar íslenska náttúru má að einhverju leyti rekja til sérstakrar gerðar jarðvegsins, t.d. þúfnamyndun, frjósemi, en ekki síst það hve viðkvæmur hann er fyrir jarðvegsrofi. I fyrirlestrinum verða rakin helstu einkenni íslensks jarð- vegs og jarðvegsgerða. Eitt af því sem er einstakt fyrir ís- lenskan jarðveg er mikil útbreiðsla auðna, en þær eru afar sjaldgæfar við þau loftslagskilyrði sem hér þekkjast. Jarðvegur auðnanna er um margt athyglisvert rannsóknarefni. “ Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. -------------------- LEIÐRÉTT Eru með sjálfstæðan rekstur í fréttatilkynningu í blaðinu á sunnudag var sagt frá listmeðferðar- fræðingunum Önnu Rögnvaidsdótt- ur, Fjólu Eðvarðsdóttur, Irisi Ingv- arsdóttur og Rósu Steinsdóttur. Kom fram í fyrirsögn að þær væru að hefja störf hjá Þerapeiu. Þetta er ekki rétt heldur eru þær með sjálf- stæðan rekstur í sama húsnæði. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skiptistöð Kópavogs ÉG ÁTTI leið um skiptistöð Kópavogs um daginn. Þama er sóðaskapurinn þvílíkur, að það nær ekki nokkru tali. Það er alveg hrikalegt að bjóða fólki upp á þessa aðstöðu. Þama er enginn hiti og fólk býður þama í ískulda. Heilbrigðis- eftirlit Kópavogs ætti að leggja leið sína þarna og skoða aðstöðuna. Þetta er tii háborinnar skammar fyrir Kópavogsbæ. Vonandi verður gert eitthvað í þess- um málum hið snarasta. Birgitta Aradóttir. Dýrt fískroð ÉG GET ekki orða bundist vegna auglýsingar sem birtist í Morgunblaðinu 24. mars sl. frá Hagkaupi. Þar var auglýst ódýr ýsa og verð með roði var 449 kr. en roðiaus á 599 kr. Mismun- urinn er 150 kr. Hér er smáleikur að tölum vegna þessar auglýsingar. Ég er um það bil 10 sek. að roð- fletta og get klárað sex flök á mínútu. Það gerir 900 kr. á mínútu. 54.000 kr. á klst. 432.000 kr. á dag og fimm dagar gera rúmar 2 mil- ijónir. Mánuðurinn gerir 8 milljónir að roðfletta fyrir Hagkaup. Guðbrandur. Frábær þáttur á Skjá einum Skýrslumálaþátturinn á Skjá einum er alveg frábær þáttur. Sýnir okkur seina- ganginn í kerfinu og hvern- ig kerfið virkar. Þetta er einmitt það sem fólk er að gh'ma við í þjóðféiaginu. Frábær þáttur. Hafliði Helgason. Hneisa Morgunblaðsins MIG langar til að taka und- ir greinina sem birtist í Vel- vakanda fóstudaginn 24. mars sl. um Hnignun sið- gæðis. Að sjálfsögðu ber Morgunblaðið ábyrgð á því, sem fólk fær sent heim með blaðinu. Það er verið að misbjóða fólki. Alis konar drasi fylgir blaðinu, sem við þurfum að taka innan úr og erum í fullri vinnu við að henda. 24-7 er Morgun- blaðinu tii hneisu. 24-7 grefur undan heilbrigðu líf- erni, friðhelgi einkalífsins, flekar og melluvæðir ís- lenskt kvenfólk. Kynlífs- játningum, hommalífsjátn- ingum og lesbíutali er troðið inn á landsmenn. Morgunblaðið hefur ekki leyfi til þess að gera fólki þetta. Hvers á fólk að gjalda? Ég trúi því ekki að ritstjóri sé að verja þetta. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. (Aths. Vegna síðustu setningarinnar má það enn koma fram að ritstjórar Morgunblaðsins hafa ekk- ert með 24-7 að gera.) Dýrahald Pomeranian-tík týndist KONÍAKSGUL Pomerani- an-tík, átta mánaða, fauk út í veður og vind í rokinu sem var austur á Skeiðum fimmtudaginn 23. mars sl. Það er talið að hún hafi kannski hrakist í átt að þjóðveginum. Það voru þrjár tíkur sem fuku og tvær eru fundnar. Tíkar- innar er ákaflega sárt sakn- að af heimilinu og er fólk beðið að hafa augun hjá sér. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar um tíkina er hann beðinn að hafa samband við Hrafnhildi í síma 486-5640. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR, gul- grænn að lit, kom á glugga- silluna á Breiðuvík 22 í síð- ustu viku. Upplýsingar gefur Helena í síma 698- 5466. Páfagaukur týndist frá Grafarvogi GRÆNN páfagaukur týndist frá Grafarvogi fimmtudaginn 23. mars sl, Uppiýsingar í síma 586- 1202. Tapað/fundið Nokia 5110 GSM-sími týndist BLÁR Nokia 5110 GSM- sími týndist á Kringlu- kránni eða í nágrenni sl. laugardagskvöid. Skilvís finnandi hafi samband í síma 586-1047. Víkverji skrifar... NÚ ætlar Víkverji að nöldra svo- lítið, aldrei þessu vant. Hann langar oft til að fara til útlanda og skoðar stundum auglýsingar í blöð- um um sólarlandaferðir. Hann sá í blaðinu sínu auglýstar nokkrar ferðir hjá Plúsferðum. I fljótu bragði virtist vera boðið upp á ódýrar ferðir á vin- sæla ferðamannastaði, en þegar Vík- verji fór að skoða betur, það er þetta eilífa smáa letur, sem segir þér að það sem fullyrt er í feita letrinu, sé í raun ekkert að marka, þá nennti hann ekki lengur að lesa meira. Það stóð til dæmis í auglýsingunni „Beni- dorm-stórsparnaðar Plús. 34.975 kr*. Víkverja leist vel á þetta. Hann hugsaði sér gott til góðarinnar og velti því fyrir sér í alviiru að skjótast í sólina með ástinni sinni, en svo fór hann að velta því fyrir sér hvað þetta * þýddi. Þá kom í Ijós að til að vera gjaldgengur í ferðir af þessu tagi, nægir ekki að vera maður sjálfur, það nægir ekki einu sinni að vilja fara út með konunni sinni. Nei, nei, þú skalt fara út með tvö böm tveggja til ellefu ára, hvort sem þú átt þessi börn eða reynir að fá þau leigð til að fá þessi kostakjör. Af hverju í ósköp- unum er aldrei auglýsing um þessar unaðsferðir á kostakjörum sem segja hvað það kostar einn mann eða hjón að fara á þessa margumtöluðu unaðs- staði? Víkveiji er sannfærður um það að auglýsingar af þessu tagi standast hvorki lög né reglur. xxx VÍKVERJI ætlar að halda áfram að nöldra, en á öðrum nótum. Hann ekur á hverjum degi eftir götu sem heitir Listabraut og fer þá oftast í vesturátt. Á þeirri leið er götunni skipt í tvær akreinar, annarri er skylt samkvæmt mjög svo áberandi merkingum að beygja til hægri niður Kringluna, hinni er ætlað að halda beint áfram. Það er undantekning að þeri bílstjórar, sem kjósa að halda sig á hægri akreininni, fari eftir því sem öll umferðarskilti og merkingar á götunni sjálfri segja til um. Víkverji lendir hvað eftir annað í því að þurfa að bjarga sér frá þeim sem ekki fara að reglum til þess að valda ekki tjóni á bflnum sínum og þegar hann reynir að leita réttar síns og lætur jafnvel í ljósi vanþóknun sína á framferði um- ferðarlagabrjótanna fær hann ann- aðhvort ljótan fingur eða ljótt flaut sem merkir það sama. Víkverji hefur ekið oft og mörgum sinnum í útlandinu og þar er farið að reglum. Hér virðist það ekki gert nema í undantekningatilfellum. Það er ekki nema von að það sé dýrt að tryggja bfla á þessu guðsvolaða landi. Það fer helst enginn eftir reglum og er ekki refsað fyrir það eins og rétt væri. Þegar menn komast upp með það er ekki von á góðu. Hvemig væri að taka á þessu spyr Víkverji bæði tryggingarfélög og þá, sem eiga að sjá til þess að lögum sé framfylgt. xxx NÚ ER Víkverji búinn að nöldra nóg í bili og ætlar að Ijúka þess- um pistli á jákvæðari nótunum. Hann langar til að geta þess að honum finnst ekki bara gaman að fara frá landinu, honum finnst líka gaman að gera sér dagamun hér heima og fara út að borða. Hann er reyndar ekki mikið fyrir svokallaða betri staði. Þar sem hann er rúinn inn að skyrtunni, en telur sig vera fundvísan á góðan stað þar sem hann fær góðan mat á hóflegu verði. í því tilfelli vill hann nefna Kringlukrána, sem býður upp á alveg frábæra fiskrétti á verði sem setja ekki fjárhag hans á slig. Vík- verji vill einnig nefna lítinn stað í Austurstræti sem heitir Kabarett. Þar fær hann líka venjulegan, góðan mat við vægu verði. Vonandi hættum við að láta okra á okkur, að minnsta kosti er Víkverji hættur að nenna því. Reyndar fær hann besta matinn heima hjá sér, á besta verðinu, fram- reiddan eins og hann kýs og það er al- veg þess virði að vaska upp á eftir kræsingamar, áður en maður hallar sér eftir matinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.