Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM Soderbergh við tökur á Limey, sem íslenskir kvikmynda- Feðgarnir, firna vel leiknir af Hesse Bradford og Jer- James Spader og Andy McDowell í Sex, lies and videotape. húsagestir fá að berja augum í næsta mánuði. oen Krabbé í hinni tilfinningaþrungnu King of the Hill. ÞAR kom að því að Steven Soder- bergh, einn eftirtektarverðasti leik- stjórinn vestra af yngri kynslóðinni, festi sig endanlega í sessi sem lista- maður sem höfðar ekki aðeinst til þröngs hóps vandlátari kvikmynda- húsgesta heldur alls almennings. Soderbergh vakti heimsathygli með sex, lies and videotapes (’89), sinni fyrstu, leiknu mynd, aðeins 26 ára gamall (jaftialdri Orson Welles er hann lauk við Citizen Kane). Engin furða þótt hann lýsti því yfir, eftir að rnyndin hans vann Gullpálmann og verðlaun fyrir bestan leik á Cannes það árið, að framvegis yrði allt niður í móti. Að nokkru leyti hefúr það ræst þvi' Soderbergh hefur ekki tekist að endurtaka þá hylli sem sex, lies..., vakti jafnt lya almenningi sem gagn- rýnendum. Reyndar hvarf Soder- bergh næstum því af sviðinu í tæpan áratug en því má kenna verkefna- vali næstu ára, ekki síst Kaíka ('91) sem kom í kjölfar verðlaunamyndar- innar. Svo geysilega frábrugðin að hún er almennt álitin mistök, sem er ekki alveg sanngjarnt. Kafka er hins vegar á allt öðrum nótum og að flestu leyti svo gjörólík forvera sín- um að gagnrýnendur kváðu hana gjaman í kútinn sem ólánleg leiðindi og áhorfendur létu vitaskuld ekki sjá sig. Nú siglir Erin Brockovich (’OO), hins vegar seglum þöndum. Þessi nýjasta mynd hans fór beint f efsta sætið á vinsældalistanum og menn segja að hún sé besta mynd hinnar vinsælu leikkonu, Juliu Roberts. Soderbergh er sem sé far- inn að leikstýra „venjulegri mynd- um, allir verða jú að lifa og flestir á því að hann hafi aldrei gert betur. Soderbergh er fæddur f Atlanta, Georgíu en ólst upp í Baton Rouge i' Louisiana, þar sem faðir hans var háskólarektor. Hóf nám við teikni- myndadeild skólans, gerði talsvert af 16 mm stuttmyndum en hélt síðan til Hollywood og vann fyrir sér sem íhlaupamaður við klippingar. Soder- bergh hafði stuttan stans á vestur- ströndinni íþað skiptið, sneri heim til Louisiana og hélt áfram gerð stuttmynda og skrifaði handrit. Eitt af verkefnum hans var gerð heimild- armyndar um hljómsveitina Yes. Af- raksturinn lofaði góðu og Soder- bergh var ráðinn til að gera hljómleikamynd um þessa eðalpopp- ara. títkoman, 9012 Live, lukkaðist heldur betur og vann til Grammy- verðlauna 1986. Að konsertmyndinni lokinni gerði Soderbergh stuttmyndina Winston, um kvennamennsku sem hann nýtti síðan til grundvallar í Sex, Iies... Að sigurfor hennar lokinni sneri hinn ungi Soderbergh sér strax að öllu al- varlegra viðfangsefni, Kafka, og fékk stórleikarann Jeremy Irons til að fara með titilhlutverk hins tékkn- eska rithöfúndar og bölsýnismanns. Myndin féll fáum í geð, leikum sem lærðum, og var hinum efnilega leik- stjóra síst til framdráttar. Næsta verk hans, King of the Hill (’93), var mun aðgengilega en þungbúin og lít- ið sótt. Næsta verkefni var The Und- crneath (’95), endurgerð Criss Cross (49), vel þekktrar Blm noir, en þótti STEVEN SODERBERGH ekki hafa neinu við að bæta og fékk snöggt andlát. Sama var uppi á teningnum hvað snerti tvær næstu myndir Soder- berghs, Schiziopolis og Gray’s Ana- tomy, báðar gerðar ’96. Sú fyrri þykir hughmyndarík skoðun á flóknu eðli mannlegra samskipta, hin er kvikmyndað cinsmanns sviðs- verk leikarans og rithöfundarins Spaldings Gray, þar sem hann fer á kostum. Þrátt fyrir undarlegt, óaðlaðandi en metnaðarfullt verkefnaval, í hartnær áratug, voru menn samt ekki búnir að gleyma undrabarninu sem gerði sex, Iies... Altént ekki leikarinn og kvikmyndaframleið- andinn Danny De Vito, sem réð Soderbergh til að leikstýra Out of Sight (’98), útkoman næst besta mynd leikstjórans frá upphafi og sú mest sótta. Á siðasta ári Iauk Soder- bergh við The Limey, með Terence Stamp í hlutverki fyrrum bófa sem fer aftur á stúfana er dóttir hans er myrt undir dularfullum kringum- stæðum. Myndin hefur hlotið góða dóma og verður frumsýnd í S AM- bíóunum í apríl. Með Erin Brockovich verða hins vegar mestu straumhvörfin í lífi Soderberghs. Hér er hann að fást við efni sem flokkast undir hrein- ræktaða afþreyingu, með vinsælasta kvenleikara samtímans og fleira góðu fólki. Þykir skila hlutverki sínu með eindæmum vel, skipar sér því á bekk með eftirsóttustu leikstjórum kvikmyndaheimsins. Næsta mynd, Trafic, sem fjallar um eitur- lyfiabaróna og þý þeirra, er farin í gang með hersveit gæðaleikara. Nú vilja allir vinna með Soderbergh. Hann er orðinn einn af þeim stóru. OUTOF SIGHT 1998 ★★★% Soderbergh breytir um stefnu og dregur bráðskemmtilega og vel gerða afþreyingarmyndinni fram úr erm- inni einsog ekkert sé, eftir magurt, þyngslalegt tímabil. Byggð á einni af gráglettnum sögum Elmores Leon- ard um undirmálsmenn í landvimi- ingum í trássi við lög og reglu. Og uppskeran eftir því. Söguhetjan, Jack Foley (George Clooney), er seinhepp- inn bankaræningi með íjölda mistaka og fangelsisdóma á herðunum. Nú er hann að undirbúa flótta úr fangelsi á Flórída og allt gengur óvenju vel að því undanskildu að lögreglumaður (Jennifer Lopez), lendir óvænt í fang- inu á honum. En ástin fer þá að blómstra, einsog Leonard sæmir. Löggan hyggst þó stöðva næstu ráns- áætlanir Foleys. Fín saga sem Soder- bergh keyrir áfram með spennu og skilar jafnframt kunnri kfrnnigáfu Leonards með aðstoð óaðfinnanlegra leikara (Wing Rhames, Don Cheadle, Sígild myndbönd Luis Guzman og óborganlegun Steve Zahn, svo nokkrir séu nefndir auk að- alleikaranna tveggja). Upphafsatrið- ið er snilld. Úrvalsskemmtun. Sex, lies and videotape 1989 ★★★ Fyrsta mynd leikstjórans og marg- fræg verðlaunamynd frá hátíðinni í Cannes ’89, rekur margsnúin og vandasöm mannleg samskipti. Aðal- persónumar bamlaus hjón, lausgyrt mágkona, furðulegur skólabróðir húsbóndans, svo ofantekinn af lýsing- um kvenna á kynferðislífi þeirra að hann tekur viðtöl við þær upp á myndbönd. Athyglisverð og frumleg mynd sem hristi upp í kvikmynda- gerðarmönnum án þess þó að valda straumhvöríúm. Forvitnileg en mál- glöð nærskoðun á leyndari hliðum sálarlífsins sem gjósa hressilega upp á yfirborðið. Athyglisvert er að stjömumar em allar nánast gi-afnar og gleymdar, þótt þau standi sig öll mæta vel; Peter Gallagher og Andie McDowell sem hjónin ungu, Laura San Giavomo, sem mágkonan munaðsblíða, og síðast en ekki síst James Spader sem vídeómaðurinn. Kannske er myndin líka orðin úrelt. KING OF THE HILL 1993 ★★★ Sterk og tilfinningarík, byggð á endurminningum rithöfundarins AE. Hotcheners af erfiðum uppvaxt> arámm í kreppunni miklu í St. Louis. Sögumaðurinn er 13 ára strákur sem á í útistöðum við velviljaða en örvænt- ingarfulla foreldra sína (sem era ekki síður vel leiknir af Lisu Eichorn, og ennfrekar hollenska stórleikaranum Jeroen Krabbé). Engu að síður mynd Bradfords (sem tæpast hefur sést síð- an), sem gefur persónu drengsins eft- irminnilega dýpt undir traustri leið- sögn Soderberghs, sem sýnir Ijóslega hvers hann er megnugur. Hann hefði þó mátt kæla örlítið tilfinningamar. Sæbjörn Valdimarsson V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Simi 525 2000. ^ .......—-.... Gleraugnaverslunin Sjónarhóll wunv.sjonarholl. is Kálbögglar, gult karrý, kjötbúðingur, ýsa með kartöflum og smjöri. Ert þetta þú? Vonandi ekki því okkur vantar flottan matreiðslumann og einn aðstoðarmafreiðslumann. Við tökum á móti umsóknum í dag og á morgun á milli klukkan tvö og fimm. Eldhúsið er flott líka. Aústurslræti 9 • Sími 551 9111 Alltaf yfir striki5í Tilraunaeldhúsiö og IHenningarborgin 2000 hgnna: ¥4 Klúbbur matreiðslu- meistara kokkar framúrstefnulegan rétt og barþjónar Iðnó hrlsta nýstðrteg f rescalwnastéL Huort tveggla fœst gegn uægu verti og verður hægt o< gæéa sér á fyrir tónleikana. Fresca Það verður gaman I bólinu f Iðnð þrtðjudaglim 28. marskL 21:00.1000 Raftilraunir og kammertónlist meetast í hðlfspunna uerhinu Ueltipúnkti eftir Hilmar Jensson og Úlfar Inga Haraldsson. kalt Inn — Forsala í 12 Tðnum Tfllsmenn fð 20S afsiátt af miða. Flutt af Caput hópnum, Hitmari Jenssyni, Úlfari Inga Haraldssyni og Jóhanni Jóhannssyni. Einnig: Hilmar Örn Hilmarsson steikir skífur og Tal- Simgjörninginn Teletónfuna undir stjórn Curuers. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.