Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frestur lengdur til að stuðla að fjölgun rafrænna framtala „VIÐ töldum rétt að framlengja frestinn, það hafa reyndar verið ágæt skil, við höfum þegar fengið inn með rafrænum hætti rúmlega 25% fleiri framtöl en í fyrra. En við sáum hins vegar á tölunum um helgina að miðað við fækkun á pappírsframtölum að ennþá ætti eftir að skila sér drjúgur hluti, enn væri eitthvað í pípunum svo við töldum rétt að lengja frestinn," sagði Indr- iði Þorláksson ríkisskattstjóri í samtali við Morgunblaðið um þá ákvörðun embættisins að framlengja framtalsfrest á Net- inu um tíu daga. „Við sjáum að á sjötta þús- und manns hefur opnað framtöl sín og tekið til við að telja fram án þess að hafa lokið því. Við vildum kappkosta að fá sem mest af þessum óskiluðu fram- tölum inn. Til að dreifa álaginu á lengri tíma töldum við rétt að framlengja frestinn. Þá var sú ákvörðun og tekin með tilliti til þess að því miður voru ákveðnir tæknilegir hnökrar af og til; einhverjir stirðleikar í vefþjón- um er gerðu mönnum erfítt íyr- ir. Það er okkur og kappsmál að fá sem flesta til að telja fram á Netinu. Að því er visst hagræði og léttir. Það sparar bæði skráningu hjá skattstofunum og þar að auki verður úrvinnsla og yfirferð þessara rafrænu framtala hagað með öðrum hætti. Hún verður auðveldari þar sem við beitum tölvutækni við hana, keyrum ákveðin forrit yfír þau sem uppgötvar m.a. villm- og annað. Þess vegna viljum við örva þessa framtalsleið eins og hægt er og verðum með upplýsinga- þjónustu hér líka svona til þess að auðvelda mönnum leikinn. Hægt er að senda hingað inn fyrirspumir. Þær hafa þegar borist í stórum stíl og það tekur tíma að sinna því öllu,“ sagði Indriði. AEs höfðu 21.448 manns talið fram til skatts á Netinu á mið- nætti í fyrrinótt að því er fram kemur á heimasíðu ríkisskatt- stjóra. Upphaflega átti frestur til að telja fram á Netinu að renna út í gærkvöldi en að því er fram kemur á síðunni hefur ríkisskattstjóri framlengt fram- talsfrestinn um 10 daga, eða til 10. apríl. Hús gjör- ónýtt eftir eldsvoða EINBÝLISHÚS við Mávanes 2 á Arnarnesi gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Húsið var mannlaust en í upphafi var óttast að einhver væri inni í brennandi húsinu og voru reykkafarar því sendir inn til leitar. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði fer með rannsókn á til- drögum brunans, en samkvæmt frumrannsókn á vettvangi bendir ekkert til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 4 í fyrrinótt og var Slökkvilið Hafnarijarðar kvatt á staðinn og var húsið þá alelda. Onn- ur hús voru ekki í hættu vegna brunans. Allt tiltækt lið var kallað út og hjálp fengin frá Slökkviliðinu í Reykjavík. Slökkvistörfum lauk á áttunda tímanum og vakt, höfð við rústirnar fram til hádegis. Dómsmálaráðherra kynnt smíðalýsing nýs 105 metra varðskips Smíðatími áætlaður 3-5 ár Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra tók í gær við smíðalýsingu nýs varðskips. Frá hægri á myndinni eru Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, skipherrarnir Sigurður Steinar Ketilsson og Halldór Nellett og Haukur Óskarsson skipaverkfræðingur. DÓMSMÁLARÁÐHERRA var í gær afhent smíðalýsing að nýju 105 m varðskipi sem fullbúið mun kosta um 2,4 milljarða króna. Nefnd var skipuð í árslok 1997 til að semja forsendur og hafa umsjón með smíði nýs varðskips sem ríkis- stjómin hafði þá samþykkt að skyldi byggt. Hefur nefndin starfað síðan undir forsæti Hafsteins Hafsteins- sonar, forstjóra Landhelgisgæslunn- ar og notið ráðgjafar Ráðgarðs - skip- aráðgjafar ehf. Nefndin skilaði smíðalýsingu nýs skips í gær, 105 m og 3.000 tonna varðskips sem búið verður fullkomn- asta búnaði til gæslu- og björgunar- starfa. Kostnaðaráætlun nefndarinn- ar vegna nýs varðskips hljóðaði upp á ríflega 2,4 milljarða kr., en nefndin telur æskilegt að fjárfest verði einnig í viðbótarbúnaði fyrir um 380 milljón- ir og heildarkostnaður yrði því um 2,8 milljarðar. Hún gerir þó ekki tillögu um slíkt og ráðherra dómsmála upplýsti í gær að farið yrði yfír óskir um viðbótar- búnaðinn með sérfræðingum á næst- unni áður en ákvörðun yrði tekin. Skynsamlegt að byija sem íyrst Fram kom á blaðamannafundi í gær að smíðatími slíks skips yrði væntanlega þijú til fimm ár, eftir því hvar smíði skipsins færi fram. Þar af myndi taka eitt ár að vinna smíða- teikningar að skipinu eftir að samn- ingar hafa tekist um smíði þess. Fram kom í máli Sólveigar Péturs- dóttur, dómsmálaráðherra á fundin- um, að varðskipið Óðinn, sem er 910 brúttótonn, væri orðið 40 ára gamalt og þyrfti að gera á því kostnaðarsam- ar endurbætur, ef til áframhaldandi reksturs ætti að koma, endurbætur sem vafasamt væri að svöruðu kostn- aði. Því virtist skynsamlegra að ráð- ast sem fyrst í smíði nýs varðskips sem kæmi í stað Óðins. Það þyrfti að vera mun stærra en fyrri varðskip sökum gæslustarfa á djúpmiðum og aðstoðar við fiskiskipaflotann, en sí- fellt bættust stærri skip í hann. Ráðherra benti á að hin tvö varð- skipin, Týr og Ægir, væru einnig komin til ára sinna, þau væru um og innan við 70 m að lengd og því væri ljóst að hið nýja skip yrði aðalskip Landhelgisgæslunnar - með ellefu mánaða úthald á ári. Gert er ráð fyrir að skipverjar í nýju skipi verði 27, eða átta fleiri en í Oðni og aukinn kostn- aður vegna þess nemi ríflega þremur milljónum á mánuði. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að til- koma slíks skips yrði bylting fyrir Landshelgisgæsluna og myndi stór- auka öryggi sjófarenda. Hann lagði áherslu á að nefndin hefði haft til hlið- sjónar áherslu á öryggi, en jafnframt að öllu væri þó stillt í hóf. Smíði nýs varðskips verður boðin út á næstunni, að sögn dómsmálar- áðherra. Ákveðið hafði verið að ís- lenskar skipasmíðastöðvar myndu sjá um smíðina, en eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemdir við þá ákvörðun þar sem þetta bryti að hennar mati gegn EES-samningnum. Kom fram í máli ráðherra að unnið væri við að leysa úr þeim ágreiningi við Eftirlits- stofnunina og vonandi yrði fljótlega unnt að greina frá niðurstöðunni. Frábært fermingartilboð Orðabók og spil saman í pakka Mél og monnlng|kÆl malogmennlng.is I Wn I Fullt verð: 10.970 kr. Tilboðsverð: 6.980 kr. Laugavegl 18 • Simi 515 2500 • Sföumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson afliendir Sveini Guðmundssyni, forstöðulækni Blóðbankans, skjal um alþjóðlega vottun starfsemi bankans. Sigríður Þormóðsdóttir náttúrufræðingur fylgist með. Blóðbankinn hlýtur alþjóðlega gæðavottun FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær Sveini Guð- mundssyni, forstöðulækni Blóð- bankans, skjal um alþjóðlega vott- un starfsemi Blóðbankans en frá árinu 1997 hefur verið stefnt að vottun blóðsöfnunar og blóðhluta- vinnslu bankans samkvæmt svo- kölluðum ISO 9002 staðli. Með út- tekt British Standards Institute (BSI) í febrúar sl. hlaut svo Blóð- bankinn staðfestingu á vottun starf- seminnar. Blóðbankinn er fyrsti blóðbankinn á Norðurlöndum til að hljóta ISO 9002 vottun á starfsemi sinni en slík vottun nær til að mynda til skipulags gæðaeftirlits, verkferla, verklagsreglna, ábyrgð- ar stjórnenda og fullgildingar nýrra tækja svo dæmi séu nefnd. I tilkynningu frá Blóðbankanum segir að starfsmenn og stjórnendur bankans telji að með alþjóðlegri vottun starfseminnar sé mikilvæg- um áfanga náð og að þátt askil hafí orðið í starfsemi blóðbankaþjónust- unnar. I framhaldi af vottuninni verði úttektaraðilinn með reglu- lega eftirlitsskoðun til að tryggja að gæðakerfinu sé haldið við með eðlilegum hætti og aukið þar sem það er talið þurfa. Erlend vottun starfseminnar marki því ekki lok gæðastarfs hjá Bankanum heldur miklu fremur upphaf áframhald- andi starfs og nýrra markmiða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.