Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 1

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IHtfittttiUiiMh Ghana-búi til liðs við FH-inga EFNILEGUR knattspymumaður frá Ghana, sem einnig er með bandarískt ríkisfang og er búsettur vestanhafs, kemur til reynslu hjá 1. deildarliði FH næsta miðvikudag. Hann fer með Hafnaríjarðarliðinu í æfingabúðir í Portúgal viku síðar og eftir það verður tekin ákvörðun um framhaldið. „Þessi piltur er aðeins 19 ára en hefúr verið kallaður í æfingabúðir með 21- árs landsliðum Ghana og Bandaríkjanna, þann- ig að hann getur valið um fyrir hvora þjóðina hann spilar. Það gefur vísbendingar um að hann ætti að vera nægilega sterkur til að leika með okkur. Hann er sóknarmaður, sagður hlaupa 40 jarda á 4,2 sekúndum og er sam- kvæmt því geysilega sprettharður," sagði Logi við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst ekki geta staðfest fyllilega nafn leikmannsins en Mondele Opuku væri ekki fjarri lagi. Rönd- unum fækkar ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um nýjan búning knattspyrnuliðs KR, en fyrirætlanir KR-inga um breytt útlit hans komu fram í Morgunblaðinu á dögunum. Einn þekktasti einkennisbúningur íslensks íþróttafélags mun skarta færri röndum en hann hefur gert, en litirnir verða þeir sömu. KR mun leika í búningum frá íþróttavöruframleiðandanum Reebok á komandi keppnistímabili, en ekki frá Lotto, eins og liðið hefur gert síðustu ár. Forsvarsmenn knattspyrnunnar í KR höfðu gefið til kynna að útliti búninga félagsins yrði breytt fyrir sumarið og að þeir yrðu „ekki eins röndóttir“. Það hefur komið í ljós, eins og myndin hér til hliðar ber með sér, og því virðist einn allra þekktasti _ einkennisbúningur íþróttafélags á Islandi hafa runnið sitt skeið. Við tekur nýtt og breytt útlit KR- liðsins. KR á sér fjölmarga fylgis- menn og ekki er víst að einhugur ríki um breytinguna. Þormóður Egils- son, fyrirliði KR, sem hampaði Islandsbikamum síðastliðið haust eftir 31 árs bið KR-inga, mun leiða sína menn til sóknar eftir öðrum meistaratitli í nýjum búningi. Þor- móðtu- hefur aldrei leikið í öðru en hefðbundnum búningi félagsins, með svörtu og hvítu röndunum, sem allir þekkja. Rendurnar em enn til staðar og em jafnbreiðar, nema hvað þær em um helmingi færri og þekja að- eins um hálfa treyjuna. „Vissulega em þetta mikil viðbrigði, alltént fyrst um sinn. Það á sérstaklega við um mig. Eg er vanur gamla búningnum, en ég er fullviss um að við venjumst þessu fljótt og við erum svo sem ekk- ert að spá allt of mikið í hvernig bún- ingarnir okkar líta út þegar við emm að spila,“ sagði Þormóður. Opið hús í Frostaskjóli í tilefni af hinu breytta útliti standa KR-ingar fyrir sýningu í íþróttahúsi félagsins við Frostaskjól í dag, sem hefst kl. 11. Þar verður nýi aðalbúningurinn og varabúningur kynntur formlega auk þess sem eldri búningar félagsins verða til sýnis fyrir almenning auk fjölmargra ljós- mjmda. Annar KR-varningur verður einnig kynntur, til dæmis pennar, treflar og fleira, sem samræmist allt nýju útliti og ímynd félagsins, sem fagnaði aldarafmæli sínu á síðasta ári. Sýningin stendur yfir eftir því sem aðsókn leyfir og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, í nýja búningnum. Kríslján mætir líklega þeim besta Kristján Helgason, atvinnumað- ur í snóker, gerði sér lítið fyrir í gær og lagði Jamie Bumett 5-3 og er þar með kominn í 32 manna úrslit á Opna skoska meistaramótinu. I 32 manna úrslitum mætir hann trúlega Mark nokkrum Williams, sem er efstur á heimslista snókerspilara og því besti spilari heims um þessar mundir. „Það verður bara gaman og ffinn undirbúningur fyrir heims- meistaramótið síðar í mánuðinum," sagði Kristján í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Sýnt verður frá 32 manna úrslit- unum í sjónvarpi víða um heim þann- ig að Kristján hefur fengið talsvert verðlaunafé íyrir að ná þetta langt. „Ég hugsa aldrei um það fyrr en ég er fallin út úr keppninni þannig að ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Kristján spurður um verðlaunafé. Mai-k Williams og John Lardner leika á þriðjudaginn og sigurveg- arinn mætir Kristjáni daginn eftir. „Ég hef leildð ágætlega í þessu móti en þó ekki alveg eins vel og í mótinu um daginn, en einbeitingin hjá mér hefur tekið stökkbreyting- um og mér finnst ég velja skotin miklu betur en áður,“ sagði Kristján og sagði hann leikinn í dag hafa tekið verulega á því hann stóð lengi, mikið lagt upp úr vamarleik. Það gekk ýmislegt á í mótinu í Skotlandi í dag og meðal annars bar það til tíðinda að Skotinn Jimmy White, sem hefur leikið sex sinnum til úrslita um heimsmeistaratitilinn, tapaði óvænt 5:4 fyrir Marcus Campbell. Hann á nú á hættu að detta nokkuð langt niður á heimslist- anum en þar var hann í 18. sæti fyrir mótið og virðist kominn út af topp-16 listanum í einhvern. ÍSLENDINGAR FIMM SINNUM Á WEMBLEY? / B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.