Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 B 3 HANDKNATTLEIKUR Ágúst Jóhannsson þjálfari um úrslitaleiki ÍBV og Gróttu/KR Hallast að sigri Gróttu/KR „ÉG hef trú á því að Grótta/KR taki þriðja leikinn í einvíginu og innsigli sigurinn á heimavelli í fjórðu viðureign og vinni 3-1," seg- ir Ágúst Jóhannsson, þjálfari bikarmeistara Vals, aðspurður um úrslitaleiki ÍBV og Gróttu/KR um íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik. Fyrsti leikur liðanna er í Eyjum í dag klukkan 16. „Bæði lið hafa staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni og geta boðið höfuðið hátt hver sem úrslitin verða, en auðvitað vill hvor- ugt þeirra tapa," segir Ágúst ennfremur. Að mati Ágústs mun það ráða úr- ! slitum að lið Gróttu/KR hefur yfir stærri leikmannahóp að ráða en IBV sem megi helst ekki við neinum meiðslum lykilmanna. „Bæði lið eru með sterk byrjunarlið, en þegar á heildina er litið hefur IBV ekki eins sterka leikmenn á bekknum og Grótta/KR sem með tólf leikmenn sem geta allir leikið vel. ÍBV hefur sjö til átta sterka leikmenn og meið- ist einhver þeirra þá getur verið úr vöndu að ráða. En víst er að þetta verða allt saman hörkuleikir þar sem ekkert verður gefið eftir." Bæði liðin hafa sterka markverði en varnarleikur þeirra verður líklega ólfkur að mati Agúst. ÍBV leiki lík- lega meira og minna 6-0 vörn en Grótta/KR 3-2-1. „Eyjaliðið hefur á að skipa öflug- um útlendum leikmönnum þar sem Amela Hegic er fremst meðal jafn- ingja. Taki hún af skarið getur allt gerst enda er hún potturinn og pann- an í sóknarleiknum. Hinir útlending- arnir eru einnig góðir þá eru Ingi- björg Jónsdóttir og Andrea Atladóttir einnig reyndar. Andrea er liðinu mjög mikilvæg, hún hefur reynslu og er örvhent skytta og leik- ur ÍBV hefur batnað mikið eftir að hún fór að leika á ný. Hjá Gróttu/KR bera Alla Gorkori- an og Agústa Edda Björnsdóttir uppi sóknarleikinn, en einnig eru í liðinu sterkir horna- og línumenn," segir Agúst. Agúst segir helsta kost ÍBV-liðs- ins vera hinn sama og hjá Eyjaliðum yfirleitt, í hvaða íþrótt sem er. „Liðið hefur rosalega baráttu og fer langt á því, en breidd leikmannahópsins er hins vegar helsti ókosturinn." Auk sterkra sóknarmanna, Öllu og Ágústu er markvarslan helsti kostur Gróttu/KR-liðsins. „Fanney Rúnarsdóttir er mjög góð í markinu og það er svo til regla að hún verji tuttugu skot í hverjum leik. Breiddin er Gróttu/KR-megin og það tel ég að muni ráða úrslitum í þessu eingvígi liðanna," segir Ágúst Jóhannsson handknattleiksþjálfari. Krafta- verkasigur KA-manna KA vann ótrúlega sannfærandi sigur á FH í oddaleik liðanna á Ak- ureyri í gærkvöld og þar með eru norðanmenn komnir í undan- úrslit og taka á móti Fram. Lokatölur urðu 26:20. Leikurinn var jafn og spennandi framan af eh KA-menn lögðu allt undir í seinni hálfleikog uppskáru ríkulega meðan Hafnfirðingarvirtustráð- villtir og raunar gjörsamlega ráðalausir á köflum. Kom þetta mörgum á óvart því menn töldu að KA myndi eiga erfitt upp- dráttar með vægast sagt vængbrotið lið en tími kraftaverkanna ergreinilega ekki liðinn. Stefán Þór Sæmundsson skrífar Eins og unnendur handboltans vita hafa leikmenn KA helst úr lest- inni hver á fætur öðrum og nú síðast aðalsprautan þeirra, Guðjón Valur Sig- urðsson. Ekki bætti úr skák að strákarn- ir í 3. flokki voru farnir suður til keppni og það var með naumindum að Atli Hilmarsson gæti skrapað saman í lið, enda varð hann að taka það tö bragðs að vera sjálfur á leikskýrslu. Það var því fremur þunnskipaður hópur sem tók á móti vöskum FH-ingum og gestirnir höfðu frumkvæði í leiknum framan af. KA komst fyrst yfir í stöðunni 7:6 og jafnt var á öllum tölum fram í stöð- una 11:11. Þá hafði Jónatan Magnús- son farið á kostum í liði KA, skorað 7 mörk og barist eins og ljón í vörninni. En þetta var brothætt hjá heima- mönnum því Jónatan var þegar kom- inn með 2 brottvísanir en hvíldi þó lít- ið í vörninni. KA-menn áttu síðan góðan endasprett og komust í 13:11 fyrir leikhlé. Athygli vakti að Sigurgeir Ægis- son, stórskyttan atkvæðamikla úr öðrum leik liðanna, lék ekkert í sókn FH í fyrri hálfleik. Kannski voru gestirnir að spara leynivopnið. KA- menn voru ekki að spara neitt. Jóna- tan var áfram eins og grenjandi ljón í vörninni og KA jók forystuna í 15:11 og síðan 17:12. Ekki breytti miklu þótt Petkevicius næði að verja 2 vfta- skot á skömmum tíma. Heimir Arna- son hrökk í gang hjá KA og þá gripu FH-ingar til þess ráðs að taka bæði Jónatan og Heimi úr umferð. Sem fyrr segir gerast kraftaverkin enn. Þau birtust í lfki Erlings Kristjáns- sonar. Nánast allt sem gamli refurinn gerði var glæsilegt. Varnarleikur hans var stórbrotinn, hann var yfir- vegaður í sókninni, átti góðar línu- sendingar og fiéttur með Jóhanni G. og hann braust sjálfur í gegn og skor- aði þrjú mörk. Þá fór Reynir Þór að verja nánast öll langskot FH-inga og Sigurgeir hrökklaðist út af eftir að hafa hleypt af nokkrum sinnum. Heimir var sérlega lunkinn og Sævar Árnason bjargaði miklu þegar and- stæðingarnir reyndu að lama sóknar- leik liðsins. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 20:15 fyrir KA og þetta forskot gátu FH-ingar ekki unnið upp. Vörn KA var óhemju sterk og stöðvaði horna- og línumenn FH meðan Reynir tók langskotin. Til marks um ráðaleysi FH má nefna að liðið skoraði ekki mark í ríflega 8 mín- útur þegar KA-menn breyttu stöð- unni úr 20:17 í 23:17 og tryggðu sér sigurinn. Atli Hilmarsson kom svo inn á í lokin við mikinn fögnuð áhorf- Þannig vörðu þeir Markvarslan í gærkvöldi, inn- an sviga hvað oft knötturinn fór aftur til mótherja. Reynir Þdr Reynisson, KA: 19 (6). 15 (5) langskot, 1 (1) gegn- umbrot, 3 horn. Egidijus Petkevicius, FH: 14/3 (5). 3 (1) langskot, 4 (2) gegnumbrot, 1 (1) hraðaupp- hlaup, 2 horn, 1 (1) lína, 3 víti. enda en það voru einmitt áhorfendur sem voru enn eitt kraftaverkið í þess- um leik. Þeir slógu FH-inga út af lag- inu og studdu sína menn til sigurs. FH-ingar réðu einfaldlega ekki við KA í þessum ham en bestir í liðinu voru Sigursteinn Arndal og Gunnar Beinteinsson í kveðjuleik sínum. Valur Særnundsson skrifar SOKNARNYTING Þriðji leikur liðanna í 8-liða úrslitum, leikinn á Akureyri 31. mars 2000 KA Mörk Sóknir % FH Mörk Sóknir % 13 13 22 22 44 59 59 59 F.h S.h Alls 11 9 20 23 21 48 43 26 44 45 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lína Víti Metnað- arfullir drengir Erlingur Kristjánsson, KA-mað- ur, er leikreyndur og nýtti sér það í þessum leik enda fékk hann að spila í sókninni allan tímann og skoraði þrjú lagleg mörk í síðari hálfleik. „Jújú, auðvitað áttum við" von á þessu. Við vissum sem var að ef við spiluðum mjög góða vörn og næð- um nokkrum hraðaupphlaupum værum við inni í leiknum og vel það. Við erum náttúrlega lfka á heima- velli með alla þessa áhorfendur á bak við okkur. Þeir skipta rosalega miklu máli. FH-ingar eru búnir að koma hingað tvisvar áður í vetur og tapa frekar stórt og það situr í þeim," sagði Erlingur og blés varla úr nös, enda bara 37 ára ennþá. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, er hins vegar skriðinn yfir fertugt og hann var í leikmannahópi KA, þótt hann hafi ekki séð ástæðu til að skipta sér inn á fyrr en í blálokin þegar sigurinn var í höfn. „Við spil-' uðum af fullum krafti allan tímann og sem betur fer héldu allir út. Þetta sýnir hversu gríðarlega metnaðar- fullir þessir drengir eru. Búnir að spila erfiða leiki að undanförnu og mikið hefur mætt á sömu mönnun- um. Þeir eru orðnir fáir eftir en þeir sem eru inni á standa sig frábærlega vel," sagði Atli og sagðist bara hafa verið í hópnum til að fylla upp í. Hann taldi ekki loku fyrir það skotið að Guðjón Valur Sigurðsson kæmi inn í hópinn fyrir leikina gegn Frarrv en það skýrðist betureftir læknis- skoðun í næstu viku. Aðalf undur knattspyrnu- deíldar Fram verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 18.00 í Framheimilinu v/Safamýri. Venjuleg aðalfundarstörf. _.., Stjornin. Enska Ijónið á mbl.is Fylgstu daglega með öflugustu ..*¦¦*! úrvalsdeild í heimi á mbl.is vgj)mbl,is -JU.L.TA^ GITTHVAB NfTT-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.