Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 4
<1 SKIÐI Björgvin Björgvinsson sigraði í stórsvigi á Skíðalandsmótinu i Skálafelli í gær. Morgunblaðið/Golli Dagný og Björgvin unnu í stórsvigi VEÐURGUÐIRNIR létu í minni pokann fyrir skíðafólki í Skálafelli í gær þegar fram fór annar dagur Skíðaiandsmótsins. Keppt var í stórsvigi og varð að fresta keppni fram eftir degi en þá brast líka á blíða. Ekki sveik heldur mótið því mikil keppni var í báðum flokkum en það var að lokum Dagný L. Kristjánsdóttir, sem sigr- aði í kvennaflokki og Björgvin Björgvinsson í karlaflokki, eftir harða keppni við Kristin Björnssson og Jóhann Hauk Hafstein. í dag er boðganga, svig og brettakeppni á dagskrá og vildu mót- stjórar taka fram að nóg pláss sé fyrir alla - bæði til að fylgjast með og einnig til að leika síðan eftir listirnar. Hauki Hafstein í einum hnapp í þeirri síðari en nógu mikið til að tryggja sér sigur. Björgvin, sem er tvítugur Dalvík- ingur, hefur verið í hópi þeirra bestu undanfarin ár en óheppnin hefur elt hann á Skíðalandsmótum. „Ég vann að vísu í risasvigi fyrir tveimur árum en missti þá af mér skíði í stórsviginu og í fyrra gerði ég alltof mikið af mis- tökum og komst ekki á pall.“ Að sögn Dalvíkingsins er lítið fram- undan og hyggst hann vera heima við um páskana eftir að hafa æft víða um Evrópu í vetur. „Ég verð líklega heima um páskana og horfi á Andrés- ar andar-leikana en í þeim tók ég allt- af þátt áður fyrr og á þaðan góðar minningar,“ bætti Björgvin við bros- andi. ■ BJARNÓLFUR Lárusson hefur verið sektaður af Ray Graydon, knattspyrnustjóra Walsali, fyrir að sparka boltanum upp í stúku í leik með varaliði enska félagsins í vikunni. ■ BJARNÓLFUR hefur ekki fengið tækifæri með Walsall í síð- ustu leikjum og hugsar sér til hreyfings frá félaginu, jafnvel til íslands í sumar, eins og hann sagði við Morgunblaðið fyrir nokkru. ■ FALUR Harðarson lék í 17 mínútur og skoraði 2 stig fyrir Honka þegar liðið vann Pyrba- sket, 89:86, á útivelli í finnsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik á miðvikudag. Honka er með sex stiga forystu í deildinni. ■ ENGLENDINGAR eru komnir í átta liða úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða í knattspyrnu skip- uðum leikmönnum 21 árs og yngri eftir 3:0 sigur á Júgóslövum í Bareelona á miðvikudagskvöld. Andy Campbell, Frank Lampard og Lee Hendrie skoruðu mörkin. Leikið var á hlutlausum velli en ekki heima og heiman vegna flugbanns á Belgrad. ■ MÓNAKÓ keypti í vikunni norska miðvallarleikmanninn Hassan El-Fakiri frá Brann. Gerður var við hann fjögurra ára samningur, en Fakiri er 22 ára. ■ KARL-HEINZ Riedle, fyrrver- andi landsliðsmaður Þjóðverja, mun stjórna liði Fulham í ensku 1. deildinni út tímabilið. Paul Bracewell, knattspyrnustjóra Fulham, var sagt upp í vikunni en Joe Kinnear, fyrrum stjóri Wim- bledon, þykir líklegastur til að taka við starfinu í sumar. ■ ROY Evans, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Liverpool, verður aðstoðarmaður Riedles hjá Ful- ham. Evans hefur verið í fríi síðan honum var sagt up störfum hjá Liverpool í nóvember 1998. ■ RUUD Van Nistelrooy, marka- skorarinn efnilegi hjá PSV Eind- hoven, er sterklega orðaður við Manchester United þessa dagana. Arsenal er líka talið hafa mikinn áhuga á Hollendingnum sem hef- ur verið metinn á rúma 2 millj- arða króna. ■ DAVID Beckham og Andy Cole lentu í árekstri á bílastæði Ma- nchester United í fyrradag. Lincolninn hjá Beckham og Range Roverinn hjá Cole dælduð- ust nokkuð en hvorugur leik- manna meiddist, né Brooklyn, sonur Beckhams, sem sat í sínum barnastól. Mér fannst ekki verra að vera ekki með besta tímann eftir fyrri umferðina - það var bara betra þvi þá er minni Stefán preS?a á manni>“ Stefánsson sagði Dagný L. -skrifar Kristjánsdóttir, sem sigraði í stórsvigi kvenna á Skíðalandsmótinu í Skála- felli í gærkvöld. Hún var nokkrum sekúndubrotum á eftir Brynju Þor- steinsdóttur eftir fyrri umferðina en vann það upp í seinni ferðinni. Nokkr- ar sekúndur voru í næstu keppendur. Dagný, sem er 19 ára, keppir að- eins í stórsviginu því hún er nýstigin upp úr álagsmeiðslum. „Við vitum ekki hvað er að hrjá mig en það teng- ist eitthvað álagi á leggina. Eg hef átt í þessu undanfarin tvö ár og í október tóku meiðslin sig upp á ný. Ég gat því 'ekki keppt neitt fyrr en undir lok janúar. Það er mjög gott að geta verið með og vera komin á ferðina á ný því það leit ekki út fyrir að neitt yrði úr keppni hjá mér,“ bætti Dagný við, en hún er að ljúka námi við skíðamennta- skólann í Geilo í Noregi. Og hvað tek- ur svo við? „Ég veit ekki hvað ég geri eftir skólann en næsta verkefni er lestur því prófin eru að fara að byija og síðan byija þrekæfingar.“ Dagný segir mótshald til fyrir- myndar en þó vildi hún að mótið gæfi fleiri alþjóðleg styrkleikastig, fis-stig. „Mér finnst mótið ekki nógu sterkt með tilliti til fis-punkta en nú á sama tíma eru önnur sterkari mót í Evrópu, þar sem þeir bestu eru,“ bætti Dagný við. Vissi að ég gæti sigrað „Ég átti alveg eins og von á að sigra og vissi að ég gæti þetta,“ sagði Björgvin Björgvinsson írá Dalvík, sem sigraði í stórsvigi karla. „Ég fór öruggléga í fyrri ferðina, tók enga áhættu og lét skíðin um þetta en ég var nokkuð smeykur um síðari um- ferðina og gaf meira í. Þá gerði ég að vísu nokkur mistök en það slapp,“ bætti Björgvin við. Hann var lang- fyrstur eftir fyrri umferðina en var ásamt Kristni Bjömssyni og Jóhanni Dagný L. Kristjánsdóttir skaut frænku sinni Brynju Þorsteinsdóttur ref fyrir rass.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.