Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ + við þær.“ Eftir að Huggy fór að vinna sjálfstætt var eitt af Ijósmyndaverk- efnunum með Claudiu Schiffer í Monte Carlo. Það var ævintýri líkast og mikil vinna. „Þegar ég kom aftur til London verslaði ég við aðra framköllunar- stofu en venjulega, en það fór ekki betur en svo að stofan týndi fílmun- um. Nú voru góð ráð dýr. Claudia hafði þegar fengið borgað og er ekki vön að vinna aukalega í sjálfboða- vinnu. En ég hringdi nú samt í hana, skýrði málavöxtu og spurði hvort hún væri fáanleg til að sitja aftur fyrir hjá mér, enda væri þetta fyrsta útgáfa af Scene Magazine.“ Claudia féllst á að leyfa Huggy að mynda sig eftir aðra myndatöku sem hún þurfti að sinna. „Þegar við komumst að hafði hún að- eins hálftíma til að sitja fyrir og var enn með forðunina á sér frá fyrri myndatökunni. Það tók tuttugu mín- útur að gera hana reiðubúna og þá þurfti ég að taka fjórar mismunandi myndir af henni fyrir blaðið. Ritstjór- inn minn horfði bara á mig og spurði: „Hvemig geturðu verið svona róleg yfír þessu?" Ég lagði mig einfaldlega alla fram og í hita leiksins kaliaði ég á aðstoðarmann minn, sem hét Claudia, og bað hana um fleiri fíimur. „Viltu að ég sæki filmur handa þér?“ spurði Claudia Sehiffer undr- andi.“ Huggy brosir við tilhugsunina og heldur áfram: „Þrátt fyrir smá misskilning og mikið stress, tókst þetta og það var almenn ánægja með myndimar, sem venjulega hefði þurft minnst fjórar klukkustundir til að taka.“ Huggy lítur glettnislega á blaðamann: „Veistu, ég held ég hafi fengið svo mikinn styrk að láni í þessu lífi, að ég verði snigill í því næsta.“ Glíman við Elli kerlingu Eins og Claudia Schiffer er Linda Evangelista í sérstöku uppáhaldi hjá Huggy. „Linda er eins og kameljón, er falleg við hvaða kringumstæður sem er. Hún getur dregið að sér andann og andað frá sér fegurð. „Þú ert svo heppin," segi ég stundum þegar mér verður litið á hana. Ég fæ hana til að geisla á myndunum mínum og hún geislar fyrir mig. Enda legg ég mig í líma við að gera tökumar skemmti- legar fyrii- fyrirsætumar. Þær em eins og fuglar og verða fá að vera á hreyfingu tO að geta flogið.“ Það sem fer mest í taugamar á Huggy er hroki. „Það sama gildir um fyrirsæt- ur, íþróttamenn, poppstjömur og okkur hin. Það færist aldur yfir okkur öll; yfir hverju eigum við þá að vera hrokafulf? Af hverju ekki að vera ljúf- ur? Jákvætt hugarfar er mikiis virði og það er sjálflært; að vita að okkur er ekkert ómögulegt. Til að mynda hafði ég kennara í skapandi skrifum, sem sagði að ég yrði aldrei rithöfun- dur. Síðan þá hef ég bæði selt handrit og skrifað bók. „Þegar ég vann við fyrirsætustörf mætti ég alltaf á réttum tíma og var ekki í neinni óreglu. Fyrir vikið geisl- aði ég af sjálfstrausti og heilbrigði sem varð til þess að kveikja líf á myndunum. Engu síður vissi ég að ég gæti ekki keppt við tímann; það væri aðeins tímabundin ánægja að vinna sem fyrirsæta. Um leið og ég gerðist ljósmyndari breyttist það. Eg gæti verið níutíu ára, kreppt af faðmlaginu við Elli kerlingu og samt sem áður unnið fyrir mér. Það kom mér til góða að ég hafði gott orðspor sem fyrir- sæta og mér var treyst; ég notaði það tækifæri eins vel og ég gat.“ Bók og sjónvarpsþættir „í fyrirsætustarfinu em útlit og líkami það eina sem maður hefur. Ef maður fer illa með það kemur það niður á vinnunni; ein ljósmynd segir meii'a en þúsund orð.“ Um það fjallar bókin „Elite Street“, sem Huggy gaf út í fyrra. Þar er kafað ofan í heim fyr- irsætunnar af manneskju sem unnið hefur í 20 ár í tískuheiminum og ung- um stúlkum sem hyggja þar á frama gefin ómetanleg ráð. Til þess að lífga upp á viðfangsefnið er það matreitt eins og kvikmynd, með hreyfðum myndum og umbroti. „Þetta er fyrsta stafræna bókin,“ segir Huggy og brosir. Hún hefur ástæðu til þess því viðtökumar voru afbragðsgóðar hjá helstu blöðum og tímaritum á borð við tískuritið Vogue, og seldist fyrsta upplagið upp í Englandi. Linda Evangelista er eins og karnelljón. og falli gjörsamlega að náttúrunni. Þannig verði byggður veggur til að nota sem bakgrunn í myndatökum sem getur runnið inn í klettana á eyj- unni, annar veggur verði hulinn vatnsflaumi og byggingin sjálf verði eins lítt áberandi og ft'ekast verður á kosið, m.a. staðsett undir vatnsborði. „Framkvæmdimar sem fyrirhugaðar eru á eyjunni munu í heild sinni kosta um 300 milljónir dollara [um 21 millj- arð króna] og viðræður standa yfir við fjárfesta um aðrar 500 milljónir doll- ara. Enda verður þarna allt tii alls, m.a. golívöllur og fimm stjömu gisti- aðstaða, án þess að hróflað verði um of við náttúrunni." Hugmyndir eru gulls ígildi Mana á flugvöllinn og höfnina sjálf- ur þannig að enginn kemst þangað án samráðs við hann. Hann er enn að semja um kaup á litlum hluta eyjunn- ar og um skattlagningu við yffrvöld á Bahamas. Framkvæmdir hefjast í sumar og er vonast til að þeim ljúki í janúar á næsta ári. Mana á eitt stærsta Ijósmyndaverið í New York, Milk Studios, sem myndar m.a. fyrir Calvin Klein og Donnu Karan. Hann ætlar ekki að láta sér nægja að byggja á Bahamas heldur er ætlunin að stofna annað tökuver í Lundúnum, þótt enn sé leitað að hentugri stað- setningu. „Ég mun eiga helminginn í töku- verunum og það sem ég legg fram eru hugmyndir, þekking og sambönd. Ég veit að ég hugsa ekki eins og flestir og það er gulls ígildi," segir Huggy. A meðal þess sem á eftir að setja svip á „Viðræður standa yfir um að fram- haldsþættir í Ástralíu verði byggðir á sömu hugmynd," segir Huggy. „Ef okkur tekst að semja um réttinn gæti orðið af því. Þá myndu framleiðend- umir byggja á þema bókarinnar, þ.e. fjórum persónum í tískuheiminum sem hefðu ólíkan uppruna. Ein yrði hert af götulífinu í stórborginni, ein kæmi úr sveitinni, ein yrði náttúru- unnandi og ein strandpía. Þættimfr myndu síðan fjalia um vináttu þeirra.“ Paradisareyja a Bahamas Hvítur sandur, tært haf og ósnortin náttúra. Þannig lýsir Huggy drauma- veröld sem hún hefur fundið ásamt bandaríska auðkýfingnum Moishi Mana á eyjunni Great Harbour Kay í Bahamas. „Eyjan vai- upphaflega í eigu bresku konungsfjölskyldunnar, en þegar Bahamas eignaðist hana aft- ur keypti Moishi hálfa eyjuna fyrir 22 milljónir dollara [rúma 1,5 milljarða]. Þegar hann flaug með mig í skoðun- arferð um eyjuna kom ég með svo margar hugmyndir, að hann keypti hinn helminginn." A eyjunni búa 80 manns í rólegu samfélagi, að sögn Huggy. Ekki er mikið um stofnanfr, utan lítils skóla og kirkju, og er þetta er ein af síðustu eyjunum á Bahamas sem ekki er undfrlögð af hótelum og ferðamönnum. „Ég mun búa þama og reka tökuver, þar sem verða teknar kvikmyndir og ljósmyndir. Staðsetningin gæti ekki verið betri; eyjan er í Karíbahafinu, skammt und- an strönd Flórída. Það er tilvalinn staður, m.a. undir myndatökur fyrir fyrirtæki á borð við Victoria’s Secret og Sports Illustrated." Stefnan er að tökuverið verði búið stafrænni tækni Ég hafði alltaf haft hugmynd um ákveðna skynjun en vissi ekki hvaðan hún var fyrr en ég gekk út úr vélinni á Keflavíkurflugvelli og andaði að mér fersku lofti; þar upplifði ég skynjunina sem ég hafði leitað alla mína ævi. Hún hafði þá verið að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.