Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Standandi: Brynjólfur Þorláksson organleikari, P.O. Bernburg fiðluleikari. Sitjandi: Guðríður Jóhannsdóttir, Kristrún Hallgrúnsdóttir. Konsert í B árunni Ljósmynd sem sýnir prúðbúna hlj óðfæraleikara og Pétri Péturs- syni barst í hendur, verður honum tilefni til að minnast þessara frumherja hljómlistar hér á landi. ÞESSU mikla menningarári, þegar naumast líður sá mán- uður að ekki séu vígðir nýir söngvasalir eða boðuð smíði söng- halla, er full ástæða til þess að minn- ast þeirra frumherj a hlj ómlistar, sem glöddu fámenna þjóð í fimbulkulda Dumbhafs og frostavetra með söng sínum og hljóðfæraleik. Greinarhöfundi barst í hendur ljósmynd sem sýnir prúðbúna hljóm- listarmenn, tvo karla og tvær konur, sem héldu hljómleika í Bárunni, söngvasal sem var til húsa þar sem ráðhús Reykjavíkur rís nú. Árið var 1905. Vantar aðeins 5 ár til þess að heil öld sé liðin. Hyggjum að þeim sem fram komu á fyrmefndum hljómleikum. „Þjóðólfur" skýrir frá hljómleikum sem haldnir eru í Bárubúð í Reykja- vík: „Samsöngur (12. júní 1905) var haldinn hér í bænum (í Báruhúsinu) 12. þ.m.undir forustu hr. P. Bem- burgs og Brynjólfs Þorlákssonar organleikara með aðstoð frk. Krist- rúnar Hallgrímsson og frk. Guðríðar Jóhannsdóttur (dómkirkjuprests). Hr. Bemburg er danskur fíólínleik- ari, nýkominn hingað, og leikur hann mjög vel. Meðal annars er honum þótti bezt takast á samsöng þessum var í lögum eptir Gluck (Andante) Rossine (Wilhelm Tell), Mascagni (Intermezzo af Cavalleria msticana) Wagner (Bmdekor úr ópem Lohengrin) Raff (Cavatiane) Ole Bull i (Sætergjentens Söndag) og L. Her- old (Potpourri). Utan söngskrár var meðal annars tekið brot úr söng- leiknum »Orfec og Evrydike« eptir Gluck, og lék Brynjólfur Þorláksson þar undir á »harmonium«, og var það samspil þeirra Bemburgs mjög gott, eins og annarsstaðar. En stundum spilaði frk. Kr. Hallgrímsson á »pi- ano«, þá er Bemburg lék á »fíolínið«. Skemmtu menn sér vel á samsöng þessum, en hann stóð heldur lengi yf- ir, um 2V4 kl.st., og er það í lengra ^ lagi, þá er kórsöngur eða »sóló«söng- ur er ekki í og með, sem jafnan gerir slíkar skemmtanir tilbreytingameiri og fjölskrúðugri, en hljóðfærasláttur einn getur gert. yggjum nú nánar að því hvers við verðum vísari um hljóm- listarmenn þá, sem gengust fyrir þessum tónleikurn." P.O. Bemburg fiðluleikari naut al- mennra vinsælda í Reykjavík. Hann kom hingað til bæjarins árið 1906. Þá er hann skráður á manntali. Heimildir er víða að finna um feril Bemburgs. í bókum og blöðum, auk þess sem greinarhöfundur getur sótt í eigin minningasjóð. Hljómlist Bem- burgs, fiðluleikur hans, gamansemi hans og lífsgleði er hann fór fyrir barnaskara á skemmtunum „Æsk- unnar“ í Góðtemplarahúsinu eða Bárubúð og síðar K.R. húsinu á jóla- trésskemmtunum. Vilhjálmur Fin- sen ritstjóri og síðar sendiherra lýsir Bemburg af nærfæmi „þá var líka kominn til Reykjavíkur ungur mað- ur, Gyðingur að sögn, Bemburg að nafni. Faðir hans var sagður mjög ríkur kaupmaður í Höfn, en enga eða mjög litla hjálp fékk Bemburg að heiman. Hann varð að vinna fyrri sér sem daglaunamaður, þó að hann hefði aldrei áður unnið líkamlega vinnu. Hann vann hjá Steinolíufélag- inu, sem þá hafði danskan forstjóra, líka Gyðing Philipsen að nafni. Phil- ipsen lét þennan fágaða, frekar smá- . , gerða, unga mann velta fullum stein- olíutunnum upp á vagn og aka þeim síðan til kaupenda í bænum. Bem- burg leysti starf sitt af hendi með prýði. n á kvöldin hitti maður Bem- burg aftur í „smoking" í sam- kvæmum í Reykjavík og á veitingahúsum, leikandi á fiðlu. Hann var nefnilega óvenjugóður fiðluleik- ari og mjög tónhneigður að eðlisfari. Það leið ekki hledur á löngu, áður en Bemburg hætti að velta tunnum fyr- ir Philipsen. Hann stofnaði hljóm- sveit og stjómaði henni sjálfur. Bem- burg var þarfúr maður fyrir hfiómlistarlíf Reykjavíkur á þeim dögum og margir minnast hans með þakklæti fyrir yndislegan fiðluleik. Bemburg giftist íslenskri konu og eignuðust þau stóran bamahóp. Það var eitthvað „kultiverað“ við fram- komu Bemburgs, að hann varð öllum geðþekkur. Hann var nokkur „bo- heme“ eins og margir listamenn og jós út peningum þegar hann átti þá. En oftar var víst pyngja hans létt. Sitthvað er til staðfestingar á gyð- ingdómi Bemburgs. Þýskt nazista- blað lét þess getið á fjórða áratugn- um, um það bil sem gyðingaofsóknir hófust, að Island væri eitt lukkunnar land. þar væri bara einn gyðingur og héti sá Bemburg. Guðmundur Eiríksson heildsali, móðurbróðir Vigsdísar Finnboga- dóttur fyrrum forseta, var kunnur hljómlistarmaður á sinni tíð. Hann lék oft með Bemburg og rómaði hann. í grein sem Guðmundur birti í Vísi segir hann að það hafi mörgum „verið undrunarefni, að Bernburg, sem orðið hefir að vinna daglauna- vinnu, skyldi ekki þreytast og stirðna þannig upp, að hann yrði óhæfur til að leika á fiðluna sína, en ástin á hljómlist og elja hans hefir hindrað það. Með siggið á fingrunum, eftir strit erfiðisvinnunnar, hefur hann gripið fiðlubogann og snert fiðluna svo, að hrifið hefir hugi margra og menn orðið að viðurkenna lista- mannseðlið, sem í honum býr“. Síðan víkur Guðmundur að því er þeir Brynjólfur Þorláksson og Bemburg léku saman sorgargöngulag Chopins í Dómkirkjunni við jarðaríor Bjöms Jónssonar ráðherra (afa Björns Ól- afssonar fiðluleikara). Kveður Guð- munur samleik þeirra seint úr minni líða og nefndir „djúp áhrif ‘ á þá sem til heyrðu. Margir fleiri urðu til þess að vekja athygli á fiðluleik Bem- burgs, t.d. Guðmundur Magnússon rithöfundur (Jón Trausti). „Hann hefir verið hetja í einkenni- legri sögu, sem allir bæjarbúar hafa kunnað; hvort hún er sönn, læt ég ósagt. Hann er kyntur okkur sem frá- villingur, glataði sonurinn eða eitt- hvað því um líkt. Það er sagt, að hann hafi flogið úr hreiðri fjölskyldu sinnar, írá auði og allsnægtum, virt alla fóð- urlegar áminningar vettugi og lifað lífi sínu í fullu frelsi og upp á eigin ábyrgð, en slíkt þykir ekki mikið láns- merki, þótt oft þyki það sögulegt. Vel má svo vera, að Bemburg hafi aldrei kunnað að vera ríkur, en hefir þá í þess stað kunnað því betur að vera fá- tækur. Arum saman höfum við séð hann kjólklæddan uppi við orgelið í dómkirkjunni, aukandi viðhöfn þeirr- ar athafnar, sem þar fór fram, með fiðluspili sínu, og eftir svo sem klukkustund höfum við mætt honum í vinnufotum sínum í steinolíustritinu. En hvar sem Bemburg sést, er hann jafnan glaðlegur og brosandi og góður við alla. Aldrei sjást á honum nein merki rótgróinnar hugarbeiskju eða lífsþreytu. Og alstaðar ber hann það með sér, að hann er af betra bergi brotinn en almennt er um erfiðismenn og hefir fengið betra uppeldi. Jafnvel í óhreinlegum vinnufötum er einhver höfðingjabragur á honum.“ Hanna Biering var eiginkona Bemburgs. Reykvíkingum var tíðrætt um Bemburg fiðluleikara. Hvaðan hann kæmi og hver væru uppruni hans. Hvort hann væri bónbjargamaður, eða svartur sauður auðugrar ættar. Um þetta var skeggrætt og skrafað. Sannleikurinn var sá að faðir Bem- burgs var kunnur danskur kaupsýslumaður Julius Bernburg forystumaður í röðum danskra stór- kaupmanna. Julius Bemburg var lengi umboðsmaður þýska stórfyrir- tækisins KRUPP. Þá var hann for- göngumaður um þátt Dana á heims- sýningunni í París árið 1900. Hvatamaður af stofnun fríhafnar, sat í stjóm í 20 ár. Forstöðumaður Köbenhavnsk Musikforening (stjómarmaður) mikill áhugamaður um tónlistarmál. Þá sendi Julius Bemburg rannsóknarleiðangur danskra jarðfræðinga til athugana á Grænlandi. Bar hann sjálfur kostn- aðinn af þeim vísindaleiðangri. Þá veitti Julius Bernburg forstöðu sam- tökum sem unnu að útflutningi danskra iðnaðarvara (Dansk Export- forening). I dönsku fræðiriti er Julius Bemburg talinn hugmyndaríkur, fé- lagslyndur, starfsamður en talinn hneigjast til einræðis í stjóm félag þeirra er hann tók þátt í. Julius Bemburg mun hafa stutt son sinn, fiðluleikarann. Árlega barst fjárframlag frá Mosaisk Töossam- fiind (Gyðingasöfnuði) þótt Bern- burg væri í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík kom það í hlut séra Bjama Jónssonar dómkirkjuprests að af- henda Bemburg styrkinn. Ágúst sonur séra Bjama var drjúgur í frá- sögn sinni við greinarhöfund, er hann minntist þessa. éra Jóhann Þorkelsson dóm- kirkjuprestur varð öllum minnisstæður, sem kynntust honum. Hógværð og hjartahlýja einkenndu íramkomu hans. Tilsvör hans og athugasemdir lifa enn í munnmælum. Halldór Laxness minnist séra Jóhanns víða í bókum sínum. í „Fegurð himinsins" kemur dómkirkjupresturinn í heimsókn til Ólafs Kárasonar. Þar kemur Guðríð- ur Klerk við sögu. Dómkirkjuprest- urinn leggur litla bók eftir frægan mann í Svíþjóð í klefa Ólafs í tugthús- inu og segir: „Nú kann svo að fara að við sjáumst ekki um skeið. Eg á dótt- ur í Kaupmannahöfn. Nú hafa þau hjónin byggt sér hús í borginni og boðið mér til Kaupmannahafnar til að sjá nýja húsið sitt. Ég veit vel að það getur ekkert nema gott komið fyrir yður, en lofið mér samt að óska yður góðrar ferðar, sagði skáldið og greip hönd dóm- kirkjuprestsins og vöknaði ofurlítið um augu af því hve mjög hann sam- gladdist honum að eiga dóttur í Kaupmannahöfn og ætla að sjá húsið. I rauninni á ég nú fyrir höndum tvær langar ferðir, sagði dómkirkju- presturinn og riðaði lítilsháttar og það brá fyrir kímni í brosinu, eins og hann ætlaði að fara að segja ein- hveija dirfsku. Ég á fyrir höndum að fara til Himnaríkis. Og ég á einnig fyrir höndum að fara til Kapmanna- hafnar. Satt að segja hlakka ég nú ennþá meir til að fara til Kaup- mannahafnar. Átt þú nokkurn vin í Kaupmannahöfn, sem gæti borið kveðju þína bróðir minn?“ alldóra Briem dóttir Þor- steins ráðherra, dvaldist við nám í Stokkhólmi. Hún gisti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Þýskalands í kynnisför stúdenta. Steinunn Jóhannesdóttir skráði minningar Halldóru: „Heimili Klorkfjölskyldunnar var við Stockholmsgade sem liggur með- fram Kongens Have. Sonur Jörgens Klerk bankastjóra og Guðríðar dótt- ur séra Jóhanns dómkirkjuprests var fylgdarmaður Halldóru og félaga hennar er þau skoðuðu Krónborg- arkastala." Reykvíkingar, samir við sig í orða- leikjum almúgans í garð höfðingja, sögðu: „Nú er Gudda prests orðin Guðríður Klerk.“ Guðríður fæddist 1882 enlést 1969. Séra Jóhann var í augum séra Bjama einn hinna helgu manna, sannur og einlægur. Séra Bjami Jónsson var dómkirkjuprestur og samstarfsmaður séra Jóhanns. Séra Bjarni og frú Áslaug kona hans sigldu til Kaupmannahafnar í júlí- mánuði 1913. Þegar til Hafnar kom létu þau verða sitt fyrsta verk að heimsækja tvö böm séra Jóhanns, þau Vemharð lækni og Guðríði Klerk. „Fengum við hjá þeim báðum bestu viðtökur", segir frú Áslaug í minningum sínum. Sigvaldi Kaldalóns minntist Brynj- ólfs Þorlákssonar í ævisögu sinni: „Brynjólfur Þorláksson hafði djúp- tæk áhrif á söngmennt íslendinga. Hann kenndi mér það litla, sem ég lærði á harmoníum. Brynjólfur mddi hér braut ljóðrænni hljómlistar áhrifum en áður hafði þekkst. Hann var laginn að túlka á orgel það sem var ljóðrænt, mjúkt og fagurt og af honum lærði ég að meta þá Schubert, Schumann, Grieg og ýmis önnur tón- skáld, sem ég hef dálæti á.“ igvaldi segir ennfremur: „Þá átti Brynjólfur Þorláksson mikinn þátt í að móta sönglíf Reykjvíkinga, smekkvís stjómandi og ágætur harmóníumleikari og fyr- irtaks kennari. Sigvaldi minntist Brynjólfs alla tíð með miklu þakklæti og taldi tilsögn hans hafa orðið sér notadrýgsta. Varð Sigvaldi undir handleiðslu hans hinn færasti hljóð- færaleikari. Selma Kaldalóns segir föður sinn, Sigvalda, hafa fengið tilsögn hjá Brynjólfi „kirkjuorganista" „átján hálfa tíma á orgel“. Gísli Guðmundsson („Gísli Gúmm), bókbindari, einn nafnkunnasti söng- maður Reykjavíkur á sinni tíð sagði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.