Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samruni Islandsbanka og FBA samþykktur af bankaráðum Stærsti banki landsins verður til ✓ Við samruna Islandsbanka og FBA verður til stærsti banki landsins hvort sem miðað er við eignir, eigið fé eða markaðs- verðmæti hlutafjár. Samruninn var kynntur fyrir starfsfólki bankanna á fundi undir yfírskriftinni „Samruni til sóknar“ í gær. Steingerður Olafsdóttir var á kynningarfundinum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Valur Valsson, bankastjóri fslandsbanka og Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, kynntu framtíðarsýn Íslandsbanka-FBA fyrir starfsfólki. BANKARÁÐ íslandsbanka og FBA samþykktu í fyrrakvöld samning um að leggja til við hluthafafundi félag- anna að þau verði sameinuð með skiptahlutfallinu íslandsbanki 51% og FBA 49%. Samruninn verður með þeim hætti að stofnað verður nýtt félag undir nafninu íslands- banki-FBA hf. með tvær megin- starfseiningar, fjárfestingarbanka- starfsemi og viðskiptabankastarf- semi. Sameinað félag tekur við öllum rekstri, eignum, skuldum og skuld- bindingum bankanna tveggja. Hlut- hafar í hvorum banka fá sem gagn- gjald fyrir bréf sín hlutabréf í hinu sameinaða félagi. Islandsbanki-FBA hf. verður skráður á Verðbréfaþingi fslands og verður stærst fyrirtækja sem þar eru skráð. Vörumerki bankanna munu halda sér og að sögn Vals Valssonar, bankastjóra íslandsbanka, er ætlun- in að nýta þau verðmæti sem felast í vörumerkjunum en ekki að leggja út í nýja markaðssetningu. Starfsemi bankanna mun flytjast í höfuðstöðvar íslandsbanka á Kirkjusandi þegar þar að kemur, að sögn bankastjóranna. Bjami Ár- mannsson, forstjóri Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að al- varlega verði skoðað að falla frá áformum FBA um húsbyggingu við Borgartún, sem kynnt var á aðal- fundi FBA í febrúar. Rétt að kanna skráningu á erlendan markað Við sameininguna fá hluthafar í FBA og íslandsbanka hlutabréf í hinu nýja félagi í skiptum fyrir öll hlutabréf sín í bönkunum. Sam- komulag er um að heildarhlutafé í hvorum banka sé metið þannig að hluthafar í FBA fá 49% hlutafjár í hinu nýja félagi og hluthafar Is- landsbanka fá 51% hlutafjár. Hluta- fé í hinu nýja félagi er ákveðið 10.000 milljónir króna að nafnverði. Sam- kvæmt þessu fá hluthafar FBA 0,76905 hluti í nýja félaginu fyrir hvern hlut sinn í FBA og hluthafar Islandsbanka fá 1,32416 hluti í nýja félaginu fyrir hvem hlut sinn í Is- landsbanka. Íslandsbanki-FBA verður stærsti banki á Islandi, hvort sem miðað er við eignir, útlán, eigið fé, tekjur eða markaðsverðmæti hlutafjár, að því er fram kom í máli Vals Valssonar, bankastjóra íslandsbanka á kynn- ingarfundinum. Hann fullyrti að um væri að ræða sammna tveggja bestu banka landsins. Jafnframt sagði hann hlutabréf félagsins álitlegan fjárfestingarkost fyrir erlenda fjár- festa og í því sambandi væri rétt að kanna hvort bréf Íslandsbanka-FBA yrðu skráð á erlendum hlutabréfa- markaði. Að hans sögn myndi það greiða fyrir viðskiptum með hluta- bréfin en aðspurður segist hann ekki hafa neinn sérstakan markað í huga, málið sé ekki komið á það stig. Stærstur í útlánum til atvinnulífs Íslandsbanki-FBA verður stærsta fyrirtækið sem skráð er á Verð- bréfaþingi Islands og auk þess með meira eigið fé en nokkurt annað skráð fyrirtæki. Samanlagt mark- aðsverðmæti fyrirtækjanna er um 67 milljarðar króna miðað við lokaverð í viðskiptum með hlutabréf þeirra á föstudag en lokað var fyrir viðskipti með bréf bankanna á Verðbréfaþingi íslands í gær. Fyrirtækið stendur fyrir rúmlega fjórðung af Úrvalsvísi- tölu VÞI, að sögn Vals. Valur gerði grein fyrir efnahags- legu afli bankanna sameinaðra. Sam- anlagt eigið fé fyrirtækjanna miðað við síðustu áramót er um 18,5 millj- arðar króna og heildareignir um 226 milljarðar króna. Samtals skiluðu fyrirtækin tæplega þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ári og var arðsemi eigin fjár 23,4%. Bankinn verður sá stærsti í útlánum til ís- lensks atvinnulífs og næststærstur í lánum til einstaklinga. Sameinaður banki verður stærstur á gjaldeyris-, skuldabréfa- og peningamarkaði og stefnt er að forystuhlutverki í net- viðskiptum og útrás íslensks at- vinnulífs. Markaðshlutdeild í útlán- um alls verður 34% hjá sameinuðum banka. Markaðshlutdeild íslands- banka-FBA í útlánum til einstakl- inga verður um 26%, í útlánum til at- vinnuvega 38% og í rekstri sjóða 40%. Sameiginleg hlutdeild bank- anna á hlutabréfamarkaði er um 20%, á skuldabréfamarkaði 29%, á peningamarkaði 28% og um 44% á millibankamarkaði með gjaldeyri. Sameining kallar fremur á fleira starf sfólk en færra í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sögðust bankastjóramir og formenn bankaráðanna ánægðir með árangur viðræðnanna og gerðu lítið úr ágreiningsefnum. „Við fund- um það strax að við höfum líka sýn á íslenskan fjármálamarkað og áttum því auðvelt með að nýta þetta tæki- færi,“ segir Valur Valsson. Sameiningin kallar fremur á fleira starfsfólk en færra, að mati Bjarna Armannssonar. „Við sjáum ekki fram á uppsagnir en eðli málsins samkvæmt munum við stokka spilin þannig að sem mest samlegðaráhrif náist.“ Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, segir það augljóst að við svo stóra aðgerð sem þessa, verði menn að takast á við ýmis ágreiningsefni en standi sáttir upp frá samningaviðræðum. „í við- ræðum koma fram rök og mótrök og niðurstaða fæst. Menn komust að samkomulagi og gengu sáttir frá við- ræðum,“ segir Kristján. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður FBA, tekur undir það. „Samkomu- lag náðist á grundvelli viðræðna og við erum sáttir við þessa niður- stöðu.“ Arðsemi ekki undir 15,5% Bjami Armannsson, forstjóri FBA, gerði grein fyrir fjármálaleg- um markmiðum sameinaðs banka en þau felast m.a. í að arðsemi eigin fjár til lengri tíma nemi vöxtum óverð- tryggðra ríkisskuldabréfa að við- bættum 5-8%. Arðsemiskrafan er því á bilinu 15,5-18,5% þar sem óverðtryggð ríkisskuldabréf bera 10,5% vexti. Markmiðið er einnig að arðgreiðslur nemi 25-50% af hagn- aði bankans, að eiginfjárþáttur A eða eigið fé án víkjandi lána verði hærra en 8% og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni verði ekki lægra en 10%. Samanlagt kostnaðarhlutfall FBA og Islandsbanka á síðasta ári var 55,2% og telst fremur lágt. Mark- miðið er að hlutfallið verði innan við 55% hjá sameinuðum banka. Miðað er við að afskriftir útlána verði innan við 0,5% og vöxtur í tekjum og hagn- aði nemi 7-15% árlega, að því er fram kom í máli Bjarna. Sparnaður upp á hundruð milljóna Fram kom að samlegðaráhrif af samruna bankanna væru af öðrum toga en af samruna tveggja við- skiptabanka. Fyrst og fremst felist þau í tekjuaukningu þar sem sam- eiginleg vöruþróun og dreifikerfi leiddu til virðisauka fyrir hluthafana. Íslandsbanki-FBA er byggður upp á rekstrareiningum sem sér- hæfa sig í að sinna ákveðnum mark- hópum á fjármagnsmarkaðnum, að því er fram kom í máli Bjarna. Lögð verður áhersla á að byggja upp net- viðskipti en bankastjórarnir eru sammála um mikilvægi Netsins sem framtíðardreifileiðar í bankavið- skiptum. „Bankar sem ætla sér að byggja upp framtíðarstarfsemi munu þurfa að kosta til fjárhæðum sem skipta hundruðum milljóna og það segir sig sjálft að þegar um einn aðila er að ræða í stað tveggja er ver- ið að ná fram verulegri hagræð- ingu,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Valur segir að vax- andi kostnaður felist í fjárfestingum í upplýsingatækni vegna áhættu- stýringar „og það gefur augaleið að við getum sparað nákvæmlega helm- inginn þegar bankamir hafa samein- ast.“ Samruninn er talinn hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat en Bjarni getur ekki sagt til um hvort hann verði til þess að lyfta sameinuðum banka upp um flokk miðað við það sem nú er. „Það mun líklega ráðast af því hvemig okkur tekst til við að fram- fylgja stefnu okkar í framhaldinu," segir Bjami. Hugsanlegt að taka upp afkomutengt launakerf i Skilgreining á hlutverki Islands- banka-FBA er „að auka hag hluthafa með því að vera alþjóðlegt þekking- arfyrirtæki sem veitir fólki og fyrir- tækjum framúrskarandi fjármála- þjónustu og skapar viðskiptavinum verðmætar lausnir." Stefnt er að stöðugum arðgreiðslum hjá Islands- banka-FBA. í máli Bjarna kom fram að sam- einaður banki ætlar sér forystuhlut- verk og að leggja vaxandi áherslu á alþjóðlegar fjárfestingar og við- skipti, auk m.a. samvinnu og góðs liðsanda. Launakjör starfsmanna FBA era launatengd eins og kunnugt er og forsvarsmenn bankanna eru spurðir hvort sama kerfi verði tekið upp í sameinuðum banka. „Þetta er eitt af þeim mörgu atriðum sem við stönd- um nú frammi fyrir og munum taka ákvörðun um á næstunni," segir Val- ur. Kristján Ragnarsson bankaráðs- formaður segir ekki fram hjá því litið að það sé skoðunarefni við þennan samruna en engin ákvörðun hafi enn verið tekin. Vangaveltur um þessa samein- ingu hafa komið upp í ræðu sinni á aðalfundi íslands- banka fyrir tveimur vikum, sagði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, að hann harmaði að sam- eining Landsbanka og íslandsbanka væri ekki forgangsmál hjá ríkis- stjórninni. Magnús segir að forsvarsmenn íslandsbanka og FBA hafi gert sér grein fyiár að sameining var nauð- synleg. „Vangaveltur um feril sem þennan hafa komið upp og það varð ákveðin opnun á viðræður FBA og Islandsbanka þegar ljóst varð að ekki yrði sá hraði á sameiningu Landsbanka og Islandsbanka sem menn vildu,“ segir hann. Kristján segir að gengið hafi verið í að skoða samrana FBA og íslands- banka með miklum hraða. „Viðbrögð viðskiptaráðherra leiddu til þeirrar vitundar okkar að það væra litlar lík- ur til þess að við gætum náð árangri varðandi sameiningu íslandsbanka og Landsbanka. Við vildum hins veg- ar gera allt til að efla íslenska fjár- málastarfsemi og þá kom þessi hug- mynd upp sem sjálfstætt mál en ekki vegna þess að hitt varð ekki,“ segir Kristján. Gengur þú með í maganum Taíaðu við sérfræðing! Clitnir er sérfræðingur í fjármögnun atvinnutækja Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostnað við fjár- festingu. Glitnir býður fjórar ólfkar leiðir við fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir. Hafðu samband við ráðgjafa Glitnis eða heimsæktu heimasfðu okkar www.glitnir.is og fáðu aðstoð við að velja þá fjármögnunarleið sem best hentar. Glitni getur þú treyst. Það sem sagt er stendur. DÖTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík, sfmi 560 8800, fax 560 8810 www . gl i t n i r. i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.