Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samruni FBA og íslandsbanka FBA Holding stærsti hluthafí FBA Holding, eignarhaldsfélag Orca-hópsins svokallaða, verður stærsti hluthafi í Íslandsbanka-FBA með 14,64%. Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður verslun- armanna koma þar á eftir með rúm- lega 7% hlut hvor. Heildarhlutafé Íslandsbanka-FBA eru 10 milljarð- ar. Miðað er við að samrunaáætlun verði undirrituð eigi síðar en 12. apríl og að hluthafafundir verði haldnir í báðum bönkunum fyrir maflok. Stefnt er að því að fyrsti starfsdagur sameinaðs banka verði 2. júní nk. Bankaráð íslandsbanka og stjórn FBA munu leggja til við hluthafa- fundi félaganna að bankaráð samein- aðs banka verði skipað 7 mönnum. Tillaga er um að stjórnarformaður verði Kristján Ragnarsson og vara- formaður stjómar verði Eyjólfur Sveinsson. Jafnframt að forstjórar bankans verði Bjarni Armannsson og Valur Valsson. Magnús Gunnars- son, núverandi stjórnarformaður FBA, gefur ekki kost á sér til setu í bankaráði sameinaðs banka, en hann segir ágreining ekki valda því. Fyrirtækjasvið íslandsbanka, F&M, mun færast undir fjárfesting- arbankasvið sameinaðs banka og verða samhæfð við starfsemi FBA á sama sviði. Sameinaður íslandsbanki og FBA Skipurit BANKARAÐ r Innri endurskoðun Forstjórar Framkvæmdastjórn IMw Samelginlegt iffí Greining og útgáfa Áhættustýring ÍSLANDSBANKI Fyrirtækjaþjónusta Fjárstýring Viðskiptabankaþjónusta Útlán Starfsmannaþróun Eignastýring Miðlun Reikninhshald Eignaleiga Eigin viðskipti Upplýsingatækni Verðbréfaviðskipti Gjaldeyris- og afleiðuviðskipti Lögfræðiþjónusta Einkabankaþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Kynninganmál Netbanki Áhættusjóðir Gæðamál Greiðslumiðlun Fræðslumál Sameinaður íslandsbanki og FBA Hluthafar 3. apríl 2000________________________ Hluthafi Hlutfall 1. FBA Holding SA 2. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 3. Lífeyrissj. verslunarmanna 4. Burðarás 5. Sjóvá-Almennar tryggingar 6. Lífeyrissjóður sjómanna 7. Partimonde Holdings Anst. 8. Eignarhalfsfélagið Alþýðubankinn hf. 9. Kaupthing Luxembourg SA 10. íslenska skipafélagið ehf. 11. Fjárfarehf. 12. WÍB hf. - Sjóður 6 13. Tryggingamiðstöðin 14. Samvinnusjóður íslands Landsamband ísl. útvegsmanna Samtals 15stærstu Aðrir hluthafar 1,61 ■ 1,57 ■ 1,46 H 1,40 H 1,21 n 1,15 I 1,14 □ 51,70 48,30 Fyrsta skref Degasoft í alþjóðlegri markaðssetningu Ask! Morgunblaðið/Júlíus Gunnar M. Hansson, framkvæmdastjóri Degasoft, kynnti hugbúnaðinn ASK á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Sammngar við mörg erlend stórfyrirtæki HUGBUNAÐARFYRIRTÆKIÐ Degasoft, áður Fjarhönnun, hefur náð samningum við mörg af öflug- ustu fyrirtækjum heims á sviði raf- rænnar verslunar í gegnum svo- kallaða „kioska", en það eru nettengdir upplýsingastandar þar sem aðgerðum er stjórnað með snertiskjá. Helsta söluvara Degasoft er ASK! hugbúnaðurinn sem hannað- ur er til notkunar í „kioskum“ og meðal þeirra fyrirtækja sem Dega- soft hefur náðsamningum við er NCR, sem hefur stærstu markaðs- hlutdeild á „kioskum" í Evrópu, auk þess að vera í fremstu röð í Bandaríkjunum. I framhaldi af þessum samningum hafa fyrirtæk- in gert samkomulag um að Dega- soft muni mennta hóp kerfisfræð- inga frá NCR í uppbyggingu á Ask! fyrir „kioska" og þróunarum- hverfi hans. Ask! hugbúnaðurinn var kynntur á aðalfundi fyrirtækisins Degasoft í gær, en fyrirtækið hefur náð samningum við stórfyrirtæki á mörkuðum í Bandaríkjunum, Spáni og Hollandi, að því er fram kom í máli Gunnars M. Hanssonar, fram- kvæmdastjóra Degasoft. „í Bandaríkjunum eru sam- starfsaðilar okkar komnir með samninga við fyrirtæki, eins og upplýsinga- og markaðsfyrirtæki, og hyggst setja upp á nokkrum ár- um net með allt að 100 þúsund „kioskum“ um öll Bandaríkin. Einnig liggur fyrir samningur við olíufyrirtæki sem áætlar að setja upp á öllum bensínstöðvum sínum allt að 4.400 „kioska“,“ sagði Gunn- ar. Gunnar sagði að Hollendingar væru einnig framarlega í að til- einka sér hina nýju tækni. Þar væru mjög áhugaverðir samningar í höfn sem sneru að lyfjaverslunum og heilsugæslustöðvum. Ennfrem- ur hefur Degasoft gert saminga um sölu á ASK! hugbúnaðinum til fyrirtækis á Spáni. Hyggst það fyrirtæki nota ASK! í 500 „kiosk- um“, en notkun á þeim í heiminum er einna mest á Spáni. Þá sagði Gunnar að Hitachi fyr- irtækið í Japan hefði tekið þátt í alþjóðlegum sýningum í samstarfi við Degasoft, ásamt því að láta þýða og aðlaga ASK! að japönsku ritmáli með frekari markaðssetn- ingu í huga. Aukinn hagnaður af reglu- legri starfsemi Samskipa HAGNAÐUR Samskipa hf. nam tæplega 112 milljónum króna á árinu 1999 og er það rúmlega 27% lækkun frá íyrra ári en þá nam hagnaður samstæðunnar 154 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi jókst hins vegar um rúm 6% á milli ára, nam tæplega 300 milljónum króna árið 1999 en var 282 milljónir króna árið 1998. Þá nam veltufé frá rekstri samstæðunnar rúmum 550 milljónum króna og handbært fé frá rekstri rúmum 400 milljónum króna. Veltufé frá rekstri móðurfélagsins nam 650 milljónum króna. Heildareignir Samskipasamstæð- unnar voru tæpir 6 milljarðar króna í árslok 1999 en í samstæðunni eru tólf innlend dótturfélög og tíu erlend dótt- urfélög auk móðurfélagsins. Skuldir voru 4,7 milljarðar króna og eigið fé 1,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar reyndist 21,4% en móðurfélagsins 25,3% í árslok 1999. Að sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, er afkoma félagsins í meg- inatriðum eins og vænst var, utan grundvallarbreytinga sem urðu á starfsemi félagsins í Þýskalandi en á árinu drógu Samskip sig út úr rekstri þýska flutningafyrirtækisins Bruno Bischoff Group. Ólafur segir að vegna þessa hafi Samskip þurft að afskrifa háar upp- hæðir en eignarhlutur félagsins og kröfur á Bruno Bischoff Group voru gjaldfærðar meðal annarra tekna og gjalda í rekstrarreikningi ársins 1999. „Reksturinn hefur að öðru leyti gengið nokkuð vel og íyrir utan þau áföll sem við urðum íyrir í fjárfesting- um okkar í Þýskalandi erum við sæmilega sáttir. Einnig erum við sátt- ir við hvemig við náðum að koma okk- ur úr þeirri stöðu sem við stóðum frammi fyrir í Þýskalandi eftir að Rússlandsmarkaðurinn hrundi,“ seg- ir Ólafur og bætir við: „Heildamið- urstaða ársins er fyrir neðan okkar markmið og metnað, en fyrirtækið er samt sem áður á ágætri siglingu." Varðandi horfumar á þessu ári segir Ólafur að vissulega sé gert ráð fyrir meiri hagnaði í ár en á síðasta ári. Hann vill þó ekki ræða „framtíð- armúsfldna" nánar, það verði gert á aðalfundi félagsins. 35 husib *wn«I“*iS?H thhsw 4 *»«• "ITWl" Mörg stærstu fynrtaaki f heimi me« sér. s s. z ‘ w“ Compaq hefur fyrir COmPaq ^ 24*1* 6BBIPM Tæknival
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.