Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 25 Sjávarútvegsráðherra í opinberri heimsókn í Rússlandi Tvíhliða samning- ur undirritaður TVIHLIÐA samningur um sam- vinnu Rússa og íslendinga á sviði sjávarútvegs var undirritaður í Moskvu í gær þar sem nú stendur yfir opinber heimsókn Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra en hann er þar í boði Yu. P. Sinelnik, sjávarútvegsráðherra Rússa. Um er að ræða rammasamning sem er mikilvægur fyrir samvinnu íslands og Rússlands í sjávarút- vegsmálum. Ríkin tvö skuldbinda sig m.a. til að greiða fyrir samstarfi einkaaðila frá báðum ríkjum varð- andi veiðar, vinnslu og markaðs- setningu sjávarafurða. Þá verður á grundvelli samningsins stofnuð ís- lensk-rússnesk fiskveiðinefnd sem mun hittast reglulega til að fjalla um sameiginleg málefni í sjávarútvegi. Einnig er gert ráð fyrir samvinnu ríkjanna á sviði hafrannsókna. Ávarpaði fund í Grimsby Sjávarútvegsráðherra ávarpaði fund Bresk-íslenska verslunarráðs- ins í Grimsby í Bretlandi í síðustu viku. Þar fjallaði ráðherrann m.a. um ástand og framtíðarhorfur fiski- stofnanna við Island og reynsluna af fiskiveiðistjórnunarkerfi íslendinga. Um 70 manns sóttu fundinn en þar fjallaði Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, einnig um samskipti sjávarútvegsins og hags- munaaðila. Árni segir að á fundinum hafi spunnist líflegar umræður, bæði varðandi nýtingu stofnanna og fisk- veiðistjórnunina. „Fundinn sótti fólk sem greinilega fyjgist vel með framvindu mála á íslandi. Þeir spurðu mikið út í framtíðarþróun í þessum efnum og stöðu ferskfisk- markaðarins i Bretlandi í tengslum við hana. Einnig höfðu þeir áhuga á þessu samspili fiskistofnanna, svo sem þorsk-, rækju- og hvalastofn- anna.“ Árni heimsótti einnig íslensk fyr- irtæki í Bretlandi, t.d. Eimskip og Coldwater Seafood, auk þess sem hann heimsótti fiskmarkaðinn í Grimsby. „Staða Islands er greini- lega sterk á þessu svæði, bæði hvað varðar markaðssetningu og vinnslu. Imynd íslands er mjög góð og fisk- kaupendur stóla einna helst á ís- lendinga til að sjá markaðnum fyrir hráefni í framtíðinni," sagði Árni. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Þorsteinn Páls- son, sendiherra, Agnar Friðriksson, framkvæmdasfjóri Coldwater Seafood í Bretlandi, og Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ. Sjávarútvegsráðherrar Islands og Rússlands, Arni M. Mathiesen og Y. P. Sinelnik, undirrita samning um samvinnu á sviði sjávarútvegs. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ásgrfmur Halldórsson SF 250 kemur inn til Helguvíkur og til íslands í fyrsta sinn. ___ / Til Islands í fyrsta sinn ÁSGRÍMUR Halldórsson SF kom í fyrsta sinn til liafnar á íslandi á föstudag en skipið verður gert út af útgerðarfélaginu Þingey ehf., sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði og SR-mjöls hf. Skipið hefur að undanförnu verið á kolmunnaveiðum vestur af Irlandi en varð að hætta veiðum vegna smávægilegrar bilunar í togspili var. Skipið landaði rúmum 500 tonnum í Helguvík á laugardag og hélt til veiða á ný um helgina. Ás- grímur Halldórsson SF var keyptur frá Skotlandi en skipið hét áður Lunar Bow og er smíðað í Noregi árið 1996. Það er 50 metra langt og 12 metra breitt og ber um 1.000 tonna afla f sjókælitönkum. Það er með 4.100 hestafla aðalvél og nýtist því vel til flottrollsveiða. Framtíðarútlit - vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi 180 W - 300 W magnari 6 framhátalarar 2 bassahátalarar 2x2 bakhátalarar 3 Scarttengi að aftan 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan Barnalæsing á stöðvar Glæsilegur skápur á hjólum með 3 hillum T0SHIBA heimabíótækin kosta frá aðeins kr. 134.900 stgr. með öllu þessu!! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru margverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DV0 mynddiskakerfislns og Pro-Drum myndbandstækjanna. ÖnnurTOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14" til 61" 'StaOgrelSsluatslittur ar 10% Fáðu þér framtíðartæki hlaðið öllu því besta - Það borgar sig! Einar Farestveit&Cahf. Borgartúni 28 • Símar: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.