Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 28
es 0002 JIH'ÍA .1- flUOAaU1.0TH4 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍ L 2000 aTaA.mwTOflOM M0RGUN3LAÐIÐ ERLENT Miklar hörmungar meðal hirðingja í Mongólíu vegna fímbulkulda Deyi dýrin, deyr fólkið Búpeningur hríðfellur úr hor í Mongólíu vegna fímbulkuldanna sem þar hafa ríkt. Asgeir Sverrisson er á ferð í Mongólíu og ræddi í gær við hir ðingj afj ölskyldur og embættismenn í þorpinu Arvaikheer í Uvurkhangai-héraði, um 400 kílómetra frá höfuðborginni, Ulan Bator. ROTNANDI hræjunum við vegar- kantinn fjölgar eftir því sem lengra er ekið til vesturs frá Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu. Grindhoraður búpeningur leitar næringar og ein- staka hirðingjar eru á ferli. Fimb- ulkuldinn sem ógnar lífsafkomu mikils fjölda hirðingja, einkum í suður- og vesturhluta Mongólíu, eirir engu og alþjóðleg aðstoð þarf að koma til eigi að takast að forða því að fátækustu hirðingjafjöl- skyldurnar verði hungurvofunni að bráð. „Öll afkoma okkar er háð þeirri aðstoð sem okkur berst,“ sagði O. Batmunkh, héraðsstjóri Uvurk- hangai-héraðs, í samtali við Morg- unblaðið í þorpinu Arvaikheer í miðri Mongólíu í gær. I Uvurk- hangai-héraði búa 114.000 manns en það er 63.500 ferkflómetrar að stærð. Um 75% íbúanna eru hirð- ingjar. Héraðið er eitt þeirra sem verst hafa fengið að kenna á fimb- ulvetrinum, sem Mongólar nefna „dzud“ og kom fram í máli héraðs- stjórans að um 14% búpeningsins væru þegar fallin úr hor. „Deyi dýrin, deyr fólkið," sagði Batm- unkh héraðsstjóri er hann lýsti lífi og hlutskipti mongólska hirðingj- ans. Menn óttast að allt að þriðj- ungur búpeningsins í héraðinu eða um 700.000 dýr drepist á næstu vikum berist aðstoð eídri. Tvær milljónir skepna dauðar Alls er nú talið að um tvær millj- ónir dýra hafi drepist úr hor í Mongólíu en það eru einkum kýr og hestar sem fyrst drepast. Síðar drepur næringarskorturinn geit- urnar, sauðféð og kameldýrin. Hross hirðingjanna í suður- og vesturhlutanum eru flest hver horf- in og enginn veit hvert. Hrossin halda út í buskann þegar hvergi er strá að finna og finni hirðingjarnir þau aftur eru þau yfirleitt dauð. Þar sem hrossin eru helstu sam- göngutækin verður erfiðara en ella að leita haga og færa sig um set. „Við fundum fimm hross í síð- ustu viku og þau voru öll dauð,“ sagði aldurhniginn hirðingi sem rætt var við eftir heimsókn í tjald hans. Sjá mátti á stóðinu sem hélt til ekki langt frá tjaldinu að mörg dýranna voru við að drepast. Ósköpin sem nú ríða yfir hirð- ingja í Mongólíu má rekja aftur til síðasta sumars. Það var óvenju þurrt og grasspretta mjög lítil. Búpeningur hirðingja byggir sig upp yfir sumarmánuðina og var því óvenjuilla búinn undir fimbulvetur- inn sem skall á um áramót. í Uvurkhangai-héraði hefur hitastig- ið verið 10 gráðum undir meðallagi eða 32-40 gráðu frost. Fátækustu fjölskyldurnar verða verst úti því þær eiga fæst dýr og skortir fé til að kaupa hey og fóður. Lífi hirðingjanna ógnað Mongólía hefur nú fengið um eina milljón Bandaríkjadala í al- þjóðlega aðstoð en talið er að allt að 30 milljóna dala sé þörf til að færa ástandið í eðlilegt horf þegar til lengri tíma er litið. Stjórnvöld skortir fé til að kaupa hey, fóður og fóðurbæti. Að auki er illmögulegt að flytja slíkan varning því sam- göngur í Mongólíu eru mjög frum- stæðar, vegakerfið lítið sem ekkert og samskiptanet engin. Viðmæl- endur Morgunblaðsins í Mongólíu eru sammála um að vetrarhörkurn- ar nú séu hinar mestu í manna minnum. Miklir fólksflutningar hafa átt sér stað, einkum úr suður- héruðunum, sem auk kuldanna eru við að fara í auðn vegna sand- storma úr Góbí-eyðimörkinni. Er því jafnvel haldið fram að lífshátt- um mongólskra hirðingja hafi nú verið ógnað sem aldrei fyrr og óvíst sé að þeir fái staðist þetta áhlaup. Robinson fær ekki að hitta Pútín Ösátt við að fá ekki að skoða einangrunarbúðir Moskvu. AFP, Reuters. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, mun ekki eiga fund með Mary Robinson, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, í Moskvu, að sögn talsmann Pútíns í gær. Robin- son heimsótti um helgina Tsjetsjníu og lýsti mikflli óánægju með að Rúss- ar skyldu ekki leyfa henni að kanna ástandið í fimm einangrunarbúðum enþað hafði hún farið fram á. I staðinn var farið með mannrétt- indafulltrúann í herbækistöð þar sem voru tveir litlir fangaklefar. I öðrum voru tvær konur sem grunaðar eru um þjófnað. „Við höfðum beðið um að fá að skoða einangrunarbúðir og lagt áherslu á þá ósk. Við vfldum fá að sjá hvar fólk væri í haldi, staði sem við höfum heyrt um firá mörgum heimild- armönnum," sagði Robinson. „Mér fannst það kaldhæðnislegt að á staðn- um sem þeir fóru með okkur á skyldu vera tvær konur, sakaðar um þjófnað, vegna þess að ein af mörgum ásökun- um sem ijöldi vitni hefur borið fram gegn hermönnunum er einmitt um stuld,“ sagði hún. Talsmaður Pútíns, Sergej Jastrz- hembskí, hugðist hitta Robinson í Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli Islands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 Reuters Mary Itobinson, mannréttindafulltrúi SÞ (t.h.), ræðir við íbúa í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, á sunnudag. gærmorgun en komu mannréttinda- fulltrúans seinkaði og var þá fundin- um aflýst. Sagðist Jastzhembskí ekki hafa tíma tfl að ræða við hana núna. Formaður sendinefndar Evrópu- ráðsins, Russell-Johnston lávarður, fékk að ræða við Pútín fyrr á árinu en Robinson er æðsti alþjóðlegi embætt- ismaðurinn sem heimsótt hefur Tsjet- sjníu síðan Rússar réðust inn í hérað- ið í september í fyrra. Hún er fyrr- verandi forseti Irlands. Á næstu dögum mun Evrópuráðið ræða hvort vísa beri Rússum úr ráðinu vegna mannréttindabrotaíTsjetsjníu. ' - „Oflieldismunst ur“ ■ Robinson sneri aftur til Moskvu í gær eftir förina til Tsjetsjníu. Hún hafði áður látið í ljós von um að hitta Pútín til að geta tjáð honum áhyggjur sínar vegna meintra mannréttinda- brota. Hún sagðist myndu ræða við embættismenn í Moskvu um frásagn- ir af grimmdarverkum gegn óbreytt- um borgurum í Tsjetsjníu. Robinson hvatti tfl þess í Tsjetsjníu að ítrekað- ar frásagnir af ofbeldisverkum rúss- neskra hermanna yrðu vandlega kannaðar. Rússar benda á að skæru- liðar Tsjetsjena hafi gerst sekir um fjölda hryðjuverka gegn óbreyttum borgurum. Robinson hitti að máli fólk í Tsjet- sjníu sem sagðist hafa orðið vitni að óhæfuverkum hermanna og sagðist sjálf álíta að um væri að ræða „ofbeld- ismunstur“. Hún lagði í gær aftur áherslu á að rannsaka þyrfti þessi mál og fá til þess hlutlausa, alþjóðlega að- ila. Mannréttindafulltrúi rússnesku stjómarinnar í Tsjetsjníu, Vladímír Kalamanov, réðst í gær harkalega á Robinson vegna gagnrýni hennar á framferði Rússa í Kákasushéraðinu. „Ummæli frú Robinson ollu mér mikilli reiði. Fram til þessa hefur eng- inn leyft sér að taka afstöðu af þess- um toga,“ sagði hann á fréttamanna- fundi. „Við munum ekki sætta okkur við að nokkur leggi rússneska herinn og stjóm landsins að jöfnu við glæpa- hyski og munum ekki leyfa þessa gervikönnun,“ sagði Kalamanov. Tsjetsníustríðið er dýrt Hemaðurinn í Tsjetsjníu hefur kostað rússnesk stjómvöld um 385 milljónir dollara eða sem svarar 28 milljörðum króna, að sögn ITAR- Tass-fréttastofunnar. Aiþjóðagjald- eyrissjóðurinn, IMF, hefur varað Moskvustjórnina við og sagt að verði einhveiju af lánsfé, sem ætlað er til uppbyggingar í landinu, eytt í Tsjet- sjníu-stríðið muni öllum stuðningi við Rússa verða hætt. Biskup vill koma lagi á samband Karls og Camillu London. Morgunblaðið. ERKIBISKUPINN af Kantaraborg, George Carey, hefur að sögn The Sunday Telegraph lýst þeirri skoð- un sinni við samstarfsmenn að binda þurfi enda á núverandi fyrir- komulag sambands Karls Breta- prins og Camillu Parker Bowles. Biskupinn er sagður hlynntur borgaralegri giftingu með einhvers konar kirkjulegri athöfn á eftir. Karl sagði, þegar hann og Diana prinsessa skildu á sínum tfma, að hann hygðist ekki gifta sig aftur og talsmenn hans segja þá skoðun hans úbreytta. Fyrir ensku kirkjunni liggja nú tillögur um að fráskildar konur megi ganga aftur í kirkjulegt hjónaband, en þær ná ekki til aðila, sem hafa átt þátt í upplausn fyrra hjónabands. Ef til hjónabands Karls og Cam- illu kemur, þarf drottningin að veita samþykki sitt og þar myndi hún í einu og öllu fara að ráðum forsætisráðherrans. ---------------- Tómas - ekki Ragnar í GREIN í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, „Nýir tímar í taív- önskum stjórnmálum“, kemur fram í kynningu, að höfundurinn sé Ragnar Orri Ragnarsson en hið rétta er, að hann heitir Tómas Orri Ragnarsson. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. Tómas Orri er fréttaritari Morgunblaðsins í Hong Kong en var áður búsettur á Taívan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.