Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 22 nemendur í arkitektúr frá Háskdlanum í Karlsruhe vinna verkefni á Islandi Kanna samband hafnar og miðborgar Morgunblaðið/Golli Arno Lederer, prófessor við Háskólann í Karlsruhe, fer yfir málin með nemendum. HÓPUR 22 nemenda í arkitektúr frá Háskólanum í Karlsruhe og fjögurra kennara hefur verið stadd- ur hér á landi undanfama daga að vinna að skipulagsverkefni þar sem tekið er á tengslum hafnarinnar við miðborg Reykjavíkur. Amo Leder- er, prófessor við Háskólann í Karls- ruhe, var að fara yflr ýmsa þætti í skipulagi Reykjavíkur með nem- endunum er Morgunblaðið bar að garði og hafði á orði hversu tengsl hafnar og miðborgar væm lítil. „Eiginlega átti maður von á því að það væri tenging þarna á milli,“ sagði Lederer. „Nú er eins og það séu dregin landamæri á milli mið- bæjarins og hafnarinnar.“ Hópnum, sem er kominn á loka- stig í náminu við þá deild skólans í arkitektúr þar sem fengist er við borgarskipulag og hönnun bygg- inga, var skipt í þrennt og hefur einn Örfirisey á sínum snæmm, annar svæðið í kringum slippinn og sá þriðji svæðið í kringum Faxa- skála þar sem ráðgert er að rísi tónleikahöll. Fyrirhuguð tónleika- höll er tekin með í reikninginn í verkefninu. Er tónleikahöllin fyrir ferðalanga eða innfædda Hópurinn hóf undirbúning fyrir þetta verkefni fyrir komuna hingað og vom nemendur þá meðal annars fengnir til að sýna myndrænt þær hugmyndir sem þeir gerðu sér um ísland. Þessar hugmyndir verða síðan bornar saman við reynslu nemendanna af landinu. Lederer sagði að verkefninu lyki í haust. Kvaðst hann vonast til að geta þá komið hingað aftur með hópinn og sýnt líkan af þeim hug- myndum sem hópurinn hefði um svæðið, þar með talda tónlistarhöll- ina. Hann sagði að framkvæmd á borð við tónlistarhús með fimm stjörnu hóteli yrði að hugsa frá grunni. I upphafi yrðu menn að gera upp við sig hvort tónleikahöll- in ætti að vera tákn út á við eins og ópemhöllin í Sydney í Ástralíu og vera ætti fyrir ferðamenn sem koma á sumrin eða fyrir borgarbúa og íslensku þjóðina. Lederer velti því einnig fyrir sér hvaða leið væri best að fara þegar reisa ætti hús af þessu tagi og sagði að í upphafi ætti að komast að nið- urstöðu um það hvað menn vildu og síðan fara út í það að finna fjár- magn í stað þess að finna pening- ana fyrst. Nemendur sem lengra em komn- ir í námi við Háskólann í Karlsmhe vinna árlega raunhæf verkefni í er- lendum borgum. Ástæðan fyrir því að þetta er gert er sú að það verður sífellt algengara að arkitektar starfi í alþjóðlegu umhverfi. í þessu verkefni verður bæði litið á heildar- lausn á því hvernig megi auðga borgarlífið í Reykjavík með aukinni tengingu hafnarsvæðisins við mið- borgina og einnig litið á einstaka þætti. Verkefnið er unnið í samvinnu við Listaháskóla íslands og fékk hópurinn vinnuaðstöðu þar meðan á dvölinni hér stóð. Borgarskipulag hefur einnig sýnt þessu verkefni áhuga og stuðning. Steve Christer var leiðbeinandi af hálfu íslenskra arkitekta. Ásgerður Júníusdóttir á söngtónleikum í Salimm í kvöld Frost og funi Ásgerður Júníusdóttir og Jónas Ingimundarson. Morgunblaðið/Sverrir SPÆNSK og skandinavísk sönglög munu hljóma á söngtónleikum þeirra Ásgerðar Júníusdóttur mezzósópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleik- amir em í Tíbrá, röð 3, og hefjast kl. 20.30. Þetta em „debúttónleikar" Ás- gerðar sem hefur stundað tónlistar- nám frá unga aldri. Árin 1988 til 1990 sótti hún einkatíma hjá Guð- mundu Elíasdóttur en 1991 hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan áttunda stigi vorið 1994. Aðalkennarar hennar vom Snæ- björg Snæbjamardóttir, Elín Ósk Oskarsdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Á ámnum 1995 til 1997 bjó Ásgerð- ur í Lundúnum og sótti þar reglu- lega tíma hjá Graziellu Sciutti. Auk þess tók hún þátt í ýmsum nám- skeiðum og naut þar til dæmis leið- sagnar Erico Fissore. Síðustu tvö ár hefur Ásgerður verið í einkatímum hjá Alinu Dubik. Ásgerður hefur komið fram á tónleikum bæði í Reykjavík og Lundúnum og sungið inn á bamaplötuna „Hvað á að gera?“, ásamt því að syngja tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar í kvik- myndunum „Svo á jörðu sem á himni“ og „Heimkoman". Haustið 1998 flutti hún ljóðadagskrá ásamt Þorsteini Gylfasyni á menningar- nótt í Iðnó. Árið 1997 komst Ás- gerður í úrslit Tónvakakeppni RÚV. Ástin, missirinn og vorið Um lögin á efnisskrá tónleikanna segir hún að þau fjalli um ástina i öllum sínum myndum og missinn. „Mér finnst mjög skemmtilegt að setja saman hið norræna og suð- ræna. Lögin eru valin með það í huga að sýna muninn," segir Ás- gerður og lofar bæði frosti og funa. Hún kveðst ekki geta gert upp á milli þessara ólíku strauma. „Það er eins og þetta spænska sé meira ut- análiggjandi en það þarf að fara dýpra undir íshelluna til að ná sam- bandi við það norræna. Yfirborðið er þykkara." Þau Ásgerður og Jónas hefja leik- inn á norðlægum slóðum. Fyrir hlé flytja þau sönglög eftir norrænu tónskáldin Oskar Merikanto, Yrjö Kilpinen, Ture Rangström, Carl Nielsen og Sigurd von Koch. Eftir hlé er komið að ljóðaflokkum eftir spænsku tónskáldin Enrique Gran- ados og Fernando J. Obradors. Gulnað handrit úr fórum Guðmundu Elíasdóttur „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af skandinavískri tónlist, það er í henni einhver tregi og eitthvað Ijúfsárt sem höfðar mjög sterkt til mín,“ segir Ásgerður. Spænsku lög- in segir hún afar dramatísk - og þau norrænu raunar líka, bara á dá- lítið annan hátt. Eftir sænska tónskáldið Sigurd von Koch syngur Ásgerður ljóða- flokk, sem hún veit ekki til að hafi verið fluttur hér á landi áður. „Ég fór til Guðmundu Elíasdóttur, sem er ömmusystir mín og kær vinkona, og spurði hana hvort hún vissi um einhvem norrænan ljóðaflokk. Ég syng tvo spænska ljóðaflokka á tón- leikunum og vildi líka syngja einn norrænan. Hún rótaði eitthvað í nótunum sínum, dró svo fram guln- að handrit og sagði: „Þetta á ég. Ég veit ekkert hvernig það hljómar, en líttu á það.“ Þegar ég sá hvað mús- íkin var falleg ákvað ég strax að flytja ljóðaflokkinn, auk þess sem mér fannst það eitthvað svo rétt.“ Geislaplata með lögum og Ijóðum íslenskra kvenna Um þessar mundir vinnur Ás- gerður að geislaplötu með lögum eftir íslenskar konur við ljóð ís- lenskra kvenna. „Ég var búin að ganga með þetta í maganum í tvö eða þrjú ár. Fljótlega eftir að ég kom heim frá námi söng ég við opn- un Kvennasögusafnsins, þrjú lög við ljóð eftir íslenskar konur. Þar var Helga Kress og við töluðum um að það gæti verið skemmtilegt að gera eitthvað meira. Mig langaði til að gera plötu og setja mitt mark á hana sem íslensk kona. Þess vegna ákvað ég að hafa bæði kvenljóð- skáld og kventónskáld,“ segir Ás- gerður. Hún fékk starfslaun í sex mánuði, sem hún notaði til að grúska í nót- um í Tónverkamiðstöðinni en fann raunar ekki mjög margt sem hún gat notað. „En ég hef líka fengið konur til að skrifa fyrir mig. Til dæmis er systir mín, Móeiður Jún- íusdóttir, búin að skrifa fyrir mig lag við Ijóð eftir móður okkar, Guð- rúnu Guðlaugsdóttur, og Atli Heim- ir Sveinsson útsetti lagið. Ég mun líka syngja lag eftir Björk við ljóð Diddu, auk þess sem Ragnhildur Gísladóttir er að semja lag,“ segir Ásgerður, en meðal eldri tónskálda nefnir hún þær Jórunni Viðar, Selmu Kaldalóns og Maríu Brynj- úlfsdóttur. Ásgerður hyggst nota sumarið í upptökur en platan er væntanleg frá Smekkleysu á haust- mánuðum. Húsnæðismál Listaháskólans Tveir kostir í stöðunni HAFNARFJARÐARBÆR hefur gert menntamálaráðuneytinu til- boð um lóð á norðurbakka hafn- arinnar undir nýbyggingu fyrir Listaháskóla Islands. Áður hafði Hafnarfjörður boðið það húsnæði sem fyrir er á lóðinni, gömlu Bæj- arútgerð Hafnaríjarðar, þar sem nú er leikhúsið Hermóður og Háðvör, en að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar rektors Listahá- skólans hefur þeim kosti verið ýtt út af borðinu. Nú býðst Hafnar- ijarðarbær til að rífa öll hús á norðurbakka hafnarinnar, bæði gömlu Bæjarútgerðina og Norð- ursljörnuna, sem reyndar er í eigu Þyrpingar hf. að sögn Hjálm- ars. Á lóðinni yrði siðan byggt nýtt hús undir starfsemi Listahá- skólans. SS-húsið fyllilega inni í myndinni ennþá „Þetta er á slíku frumstigi að lítið er enn hægt að segja," sagði Hjálmar í samtali við Morgunblað- ið. „Það má segja að tveir kostir séu nú í stöðunni. Annars vegar þessi sem Ilafnarfjarðarbær er að bjóða og hins vegar SS-húsið svo- kallaða í Laugarnesi. Varðandi SS-húsið er nú í gangi úttekt á vegum hlutlausra aðila á þvi hversu vel byggingin kæmi til með að nýtast þeirri fjölbreyttu og síbreytilegu starfsemi sem fara mun fram á vegum Listaháskól- ans. Það kann að hljóma undar- lega, en slík athugun hefur ekki verið gerð varðandi húsið þótt alls kyns kostnaðarútreikningar hafi verið gerðir vegna frágangs þess. Ég vil þó undirstrika að SS- húsið er enn fyllilega inni í mynd- inni og alls ekki tímabært að taka afstöðu til hugmynda stjórnar Hafnarfjarðarbæjar. Sú hugmynd hefur þó ýmsa kosti og greinilegt er að Hafnfirðingar eru tilbúnir að leggja mikið af mörkum til að fá Listaháskólann til sín. Það er ennfremur ljóst að Listaháskóiinn mun ekki sameinast undir einu þaki fyrr en flutt verður í fram- ti'ðarhúsnæði," sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.