Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 31 Dreymandi síðrómantík TONLIST Ii a n » ho 11 s k i r k j a KÓRTÓNLEIKAR Gunnar Þórðarson: Noktúrna (úts. Szymon Kuran); Heilög messa. Þúr- unn Guðmundsdóttir sópran; Sig- urður Skagíjörð Steingrímsson barýton; Jóhann Baldvinsson, orgel; Aldamótakórinn og Kammersveit Hafnarfjarðar u. stj. Úlriks Ólasonar. Sunnudaginn 2. apríl kl. 20.30. FLEIRI íslenzk fagurtónskáld hófu starfsferil á vettvangi „ryt- mískrar" eða hrynbundinnar tónlist- ar en margan grunar, og m.a.s. ófá þeirra sem nú eru kunnari fyrir framúrstefnu. En varla getur nokkur núlifandi hérlendur tónhöfundur státað af annarri eins mergð sí- grænna dægurlaga og Gunnar Þórð- arson, sem óhætt má telja að beri höfuð og herðar yfir sína samtíma- menn hvað varðar tilfinningu fyrii- lagrænni og harmónískri útfærslu á hinu alþýðlega sönglagi. Á vissan hátt mætti segja að snjöllustu lög Gunnars myndi rökrétt framhald á þróun sem hófst á fyrstu áratugum aldarinnar og sem höfundar eins og Sigfús Halldórsson og Jón Múli Árnason björguðu frá ördeyðu þegar framúrstefnan reið í hlað á ái-unum ki-ingum 1960. Séu Jón Múii og Gunnar Reynir Sveinsson dæmi- gerðustu fulltrúar djass-, revíu- og söngleikjatímabilsins, er Gunnar Þórðarson óefað sá fulltrúi bít- og rokkskeiðsins sem lengst hefur kom- ið alþýðulagi sinnar kynslóðar. Eftir slíkan árangur er ekki óeðli- legt að vilja reyna þanþol tónsköpun- arhæfileikanna við stærri form, líkt og einnig hefur sézt erlendis hjá t.a.m. Paul McCartney, og eflaust blundar löngun til þess arna í mörg- um hinna afkastameiri popplaga- smiða þjóðarinnar. Tilraunir til að út- færa tónheim popps, rokks eða djass í stærra samhengi hafa að sama skapi verið allmargar á síðasta aldar- þriðjungi, þótt sjaldan hafi menn haft erindi sem erfiði, hvort sem lagt hefur verið af stað frá fyrrtöldum þekkingargrunni eða frá listmúsík- legum eins og í Messu Bernsteins. Ekkert stendur uppi sem óumdeilan- legt meistaraverk, og virðist því enn í fullu gildi gamla fullyrðingin um qð flókið popp sé oftast vont popp - hvað svo sem verða vill í framtíðinni, þeg- ar menn hafa dregið frekari reynslu af nýhöfnu stílblönduskeiði. Gunnar Þórðarson er eini stórhöf- undur íslenzka létttónlistargeirans sem lagt hefur í stökkið yfir gjána að loftsölum „alvarlegrar" tónlistar af einhverjum metnaði. í stað þess að flytja með sér tón- og hrynmál poppsins, sem maður hefur heyrt svo mörg misheppnuð dæmi um, einkum á 8. áratug, hefur hann kosið að feta þá ugglaust vænlegri leið að náigast klassíska tjáningu að mestu á hennar eigin forsendum. Nánar tiltekið á nótum síðrómantíkur, þar sem næm lagræn og hljómræn tilfinning hans ætti bezt að geta notið sín. Þetta fengu tónleikagestir að heyra í fyrsta verki kvöldsins, Nokt- úrnu íyrir strengjasveit og hörpu frá 1987 í útsetningu Szymons Kuran, sem Sinfóníuhljómsveit Islands frumflutti á sínum tíma. Þó að strengjasveitin væri hér kannski helzt til lítil, varyerkið ágætlega flutt undir stjórn Úlriks Olasonar, og hversu stórt sem framlag útsetjar- ans kann að hafa verið, þá var alltjent ljóst, að með þessum liðlega 8 mín. langa seiðandi elegíska tregasöng hefur óvenjuglæsilegu blaði verið snúið við á tónsköpunarferli Gunn- ars, enda verkið heilsteypt, fram- vindan skýr og niðurlag þess sann- færandi. Helztu ordinarium-textar kaþ- ólsku messunnar - Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei - eru ævafomir og hafa verið tónsettir margi’addað af mörgum virtustu tón- skáldum Vesturlanda allt frá hám- iðöldum fram á þennan dag. Þar fer óefað sá latínutexti sem mestum Ijóma stafar af í tónsögunni og jafn- framt sá almennt kunnasti, enda varla til sá kór sem ekki hefur sungið hann einhvern tíma á ferlinum. Það er því engin sérstök ástæða til að forðast hann vegna skilningsleysis nú á tímum útbreiddrar hijómplötu- væðingar, og hefði vissulega verið forvitnilegt að heyra nálgun Gunnars í framhaldi af langri röð stór- og smá- meistara vestrænnar tónsköpunar. Því var ekki að heilsa í Heilagri messu, sem hér var endurflutt án þess samtvinnaða helgihalds sem fram fór við frumflutninginn í Víði- staðakirkju s.l. janúar og kom því nú fyrir sjónir í fyrsta sinn sem sjálf- stætt tónverk. í stað latínutextans forna lá hér til grundvallar nýr ís- lenzkur texti eftir séra Sigurð Helga Guðmundsson (þótt ekki væri tekið fram í tónleikaskrá), sem samanstóð af víða frjálslegum útleggingum á ýmsum messuþáttum úr bæði ord- inario og proprio og jafnvel utan þeiira, eins og Ave Maria í lokin. En hvað sem kostum þess eða göllum líð- ur, svo og textagæðum yfirleitt, var ljóst að Gunnar nálgaðist inntakið af smitandi auðmýkt og innlifun og náði á nokkrum stöðum, einkum í Kyrie og Sanctus, og að hluta í Agnus Dei, verulegu flugi með grípandi melódík í oft áhrifamikilli hljómsetningu. Kammersveitin skilaði sínu prýð- Gömlu lögin í Oddakirkju EYRUN Jónasdóttir mezzósópran og Smári Ólason orgelleikari flytja „gömlu lögin“ við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í Oddakirkju á Rangárvöllum á morgun, miðviku- dagskvöld, kl. 20:30. Lögin eru skráð niður eftir hljóðritunum sem gerðar voru á árunum 1960-74 af söng gamals fólks. Smári Ólason hefur skráð lögin niður, útsett þau og fært þannig í nýjan búning. Á efnisskránni verða tólf sálmar sem verða sérstaklega kynntir og útskýrðir af flytjendum, auk þess sem sóknarprestur Oddakirkju, Sigurður Jónsson, mun flytja fróð- leik um ævi og starf sálmaskáldsins í stuttu máli. Eyrún Jónasdóttir mezzósópran er skólastjóri Tónlist- arskóla Rangæinga. Hún lauk 8. isvel. Kórinn, er samanstóð af söng- fólki úr Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór Víðistaðasóknar, Álftaneskórn- um og Kór Vídalínskirkju, söng sömuleiðis sitt hlutverk af þokka, sem og einsöngvararnir, þótt mann minni að Þórunn Guðmundsdóttir hafi verið ívið tilþrifameiri við frum- uppfærsluna, og jafnvel líka Sigurð- ur Skagfjörð Steingrímsson, sem hér átti í höggi við nokkra siggjama tóna á efsta sviði. Þriggja kortéra tónverk er drjúg- ur biti fyrir jafnvel reyndustu tón- skáld, og má telja að Gunnari Þórð- arsyni hafi tekizt furðuvel upp í ljósi aðstæðna með þessu að mörgu leyti áheyrilega verki. Greinilegt var að hann hafði hefðbundinn hæggengan hómófónískan rithátt á valdi sínu, enda einkenndi sá mestan part verksins, og tilfinning hans fyrir streymandi lagferli brást né heldur í einsöngsköflum. Hvort tveggja var yfirleitt mjög fallega stutt af létt út- víkkaðri strengjasveitinni með óbói, flautu, hörpu, orgeli og pákum í mild- um pastel-aukahlutverkum. En vitanlega stökkva fáir fullskap- aðir úr enni Seifs, enda hreif sumt við þessa frumraun minna en annað. Með tilliti til lengdar verksins sakn- aði maður óneitanlega rneiri fjöl- breytni í hraðavali, sem einkenndist fullmikið af hægri yfirferð, þótt sumt kunni að skrifast á stjórnandann. Hómófónískan ritháttinn hefði hér og þar mátt brjóta upp með sjálf- stæðari raddfærslu, jafnvel fúger- aðri, og hrynræn tilþrif voru mun færri en búast hefði mátt við af tón- skáldi með jafnlanga rytmíska reynslu. Einum of áberandi í heild virtist einnig tilhneiging Gunnars til að beita hnígandi, oft krómatískri, bassalínu, svo við lá að auknefna mætti verkið „lamento“-messu, þó svo að fáum blandaðist hugur um að höfundur væri í essi sínu þegar kalla skyldi fram dreymandi eterískt and- rúmsloft. Það var hins vegar flestu öðru yfirsterkara. Krafturinn í Sanctus-kaflanum myndaði því kær- komið en sjaldheyrt mótvægi, sem að skaðlausu hefði mátt koma víðar við og standa lengur yfir en gert var, auk þess sem Postludium-niðurlagskafl- inn var að mínu viti heldur stuttara- legur - a.m.k. í umræddri túlkun - til að ná að mynda nógu sannfærandi niðurlag á jafnlöngu og metnaðar- fullu tónverki og hér var um að ræða. Ríkarður Ö. Pálsson Frá verðlaunaafhendingu í samkeppninni. Hlutu verðlaun í flutningi franskra ljóða KÁRI Tulinius frá Menntaskólan- um í Reykjavík og Skúli H. Mechi- at frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni í flutningi franskra Ijóða sem haldin var í háti'ðarsal Menntaskólans í Reykjavík á dög- unum. Samkeppnin var haldin á lokadegi svokallaðrar franskrar viku, en þá var þess minnst um heim allan með ýmsum hætti að frönsku tala um fimm hundruð milljónir manna í öllum heimsálf- um. Verðlaunin eru 12 daga dvöl í París og Suður-Frakklandi í júlí í sumar. Einnig hlutu þeir franskar orðabækur sem og fimm aðrir keppendur sem komust í úrslit. Þau eru Ólöf Inger Kjartansdóttir, MH, Steinunn Magnúsdóttir, FV ísafirði, Sarah Cartwright, FB og Sigríður Magnea Óskarsdóttir og Bryndís Geirsdóttir, báðar frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þessi ljóðaveisla er sú fjórða í röðinni sem Félag frönskukenn- ara, með fulltingi franska sendi- ráðsins, hefur staðið fyrir og fluttu 18 nemendur úr ellefu fram- haldsskólum Ijóð eftir kunna franska höfunda allt frá miðöldum og fram á 20. öld, en ein fiutti eig- ið ljóð. I dómnefnd sátu Denis Bouclon, framkvæmdastjóri Alliance Frangaise, Geirlaug Þorvaldsdótt- ir lcikkona og Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur. Verk Kjartans Olafsson- ar á Háskólatónleikum HÁSKÓLAKÓRINN flytur tón- verk eftir Kjartan Ólafsson á Há- skólatónleikunum í Norræna hús- inu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Verkin sem flutt verða eru Kór þokkadísanna við texta Halldórs Laxness og Raddir á daghvörfum - tilbrigði við tíu þjóðsögur við texta Hannesar Péturssonar. Kór þokkadísanna er úr leikriti Hall- dórs Laxness, Prjónastofan Sólin, og samdi Kjartan lagið árið 1982. Ljóðaflokkurinn Raddir á dag- hvörfum birtist í ljóðabók Hannes- ar, Stund og staðir, árið 1962, sem var tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs tveimur árum seinna. Hvert ljóðanna tíu vísar í tiltekna íslenska þjóðsögu. Kjartan samdi lagið árið 1986 fyrir Háskólakórinn sem frumflutti það þá um veturinn undir stjóm Árna Harðarsonar. Háskólakórinn hef- ur starfað óslitið síðan 1972. Hann hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka og auk þess ferðast mik- ið innan lands og utan. Kórinn kemur fram við allar helstu aU hafnir á vegum Háskóla Islands. I maí fer kórinn í tónleikaför til Bo- logna á Italíu og mun þar m.a. taka þátt í flutningi á Requiem eftir Verdi ásamt háskólakórum frá öll- um menningarborgum Evrópu. Egill Gunnarsson hefur stýrt Háskólakórnum síðan 1997. Hann hefur unnið ýmis störf sem tengjast tónlist undanfai-in ár og stjórnar nú m.a. einnig kam- merkór Háskólans, Vox academ- ica. Kjartan starfar nú sem tón- skáld og kennari auk þess sem hann vinnur við þróun tónsmíða- forritsins CALMUS á íslandi. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994 og burtfararprófi frá sama skóla árið 1996 auk þess sem hún lauk alþjóðlegu söngkennaran- ámi vorið 1998. Smári Olason orgelleikari lauk meistaranámi frá Tónlistarháskól- anum í Vín árið 1977 og stundaði framhaldsnám í tónlistarvísindum við háskólann í Lundi. Hann hefur einnig stundað nám í þjóðfræði við Háskóla Islands, en vinnur um þessar mundir að gerð doktorsrit- gerðar um „gömlu lögin“ við Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar. Tónleikar þessir verða fluttir í nokkrum kirkjum á föstunni auk Odda, m.a. í Laugarneskirkju, Seltjarnarneskirkju, safnaðarheim- ili Sandgerðiskirkju og Skálholti. ii ••• Þaö einfaldlega ’virkar aö fara eftir bókinni Rétt mataræði fyrir þmn blóöflokk,' segir Haraldur Kr. Olason, flokksstjóri lögreglunnar í Kópavogi. „Hvers vegna ..er bókin Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk svona vinsæl? Vegna þess að þar finnur þú: • Einstaklingsbundið mataræði sniðið að þínum þörfum svo þú haldir heilbrigði, lifir lengur og náir kjörþyngd. • Líkamsræktaræfingar sem henta þér best. • Leiðbeiningar um bestu vítamínin fyrir þinn blóðflokk. • Tillögur að fyrstu matseðlunum. • Leiðbeiningar um notkun jurta og margar aðrar áhugaverðar upplýsingar. Önnur prentun uppseld, þriðja prentun á leið í helstu bókaverslanir og heilsubúðir. Leiðarljós, bókaútgáfa, símar 698 3850,435 6810. Fax 435 6801.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.