Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Barnaþroski II - Orsakir námserfíðleika eru fjölmargar og þekking á þeim eykst stöðugt. Hér fjallar Tryggvi Sigurðsson yfírsálfræðingur í annarri grein sinni um greiningaraðferðir. Hann segir að rekja megi upphaf jroskamælinga til mannúðarsjónarmiða. Aðferðir til greiningar á þroska • Skilgreiningar á greindarhugtakinu hafa breyst og mælingar einnig. • Persónuleikapróf greina meðal ann- ars geðræna erfiðleika. Morgunblaðið/RAX Að sögn Tryggva Sigurðssonar hefur á síðustu árum áhugi fræðimanna í vaxandi mæli beinst að mælingum á hegðun barna og unglinga. IFYRRI grein, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir tveimur vikum, var fjallað um þroska- og hegðunar- erfiðleika barna og unglinga. Sjónum var beint að orsökum slíkra erfíðleika, einkennum og tilgangi með rnarkvissri athugun eða greiningu. I þeirri grein, sem hér fer á eftir, verður fjallað um greiningaraðferðir. I þriðju grein verður sjónum beint að þeirri þjónustu sem stendur börnum með þroska- og hegðunarerfið- leika til boða innan mennta- og heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þroska-og hegðunarvandi barna Þekktust þeirra mælitækja, sem notuð eru til að meta þroska og þroskafrávik hjá börnum eru svonefnd greindarpróf. Slík próf eiga sér langa og merka sögu, sem vikið verður lítillega að hér. Upp- haf greindarmælinga er rakið til franska sálfræðingsins Binet, sem starfaði í París um og upp úr alda- mótunum nítján hundruð. Að beiðni skólayfirvalda í París, sem höfðu áhyggjur af nemendum, sem ekki gátu tileinkað sér hefð- bundna kennslu innan franska skólakerfisins, hannaði Binet próftæki til að meta þroskastig barna. Tilgangur með slíkum at- hugunum var að finna þá nemend- ur, sem vegna seinþroska eða þroskaskerðingar gátu ekki nýtt sér kennslu í almennum bekkjar- deildum með það markmið í huga að veita þeim kennslu við hæfi innan fámennari sérdeilda. Þó að hinu gagnstæða sé stund- um haldið fram, þá má þannig augljóslega rekja upphaf þroska- mælinga til mannúðarsjónarmiða. Notkun þroskaprófa byggist enn á slíkum sjónarmiðum, þrátt fyrir að vitað sé að greindarpróf hafi verið misnotuð á þeim langa tíma, sem þau hafa verið til og séu stundum enn. Alvarlegasta misnotkunin felst í því, að aðrir en þeir sem hafa til þess menntun og þekk- ingu noti prófin og túlki niðurstöður úr þeim. Á síðari hluta nít- jándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu varð stóraukin vakning, einkum í Bretlandi og Frakklandi, inn- an uppeldis- og kennslufræða. Fram að þeim tíma var talið, að tilgangslaust væri að reyna að kenna börnum, sem áttu við þroskavandamál að stríða. Með aukinni fræðilegri þekkingu kom hins vegar í ljós, að unnt var að hafa áhrif á þroskaframvindu allra barna, jafnvel þeirra sem mest voru þroskaheft. Þessi þróun hélst í hendur við aukna þekkingu á þroskaferli bama, einkum innan sálfræðinnar. Til varð sérstök fræðigrein, þroska- eða þróunar- sálfræði og einn angi hennar eru mælingar á þroska með hlutlæg- um aðferðum. Framlag Binet til þeirrar þróunar var mikilvægt og í raun ómetanlegt. Á tuttugustu öldinni varð mjög ör þróun í mælifræðum („psychometrics") innan sálfræð- innar. Þar er leitast við að meta á hlutlægan, vísindalegan hátt ýmsa eiginleika í fari manna. Þekkt- astar mælinga af þessu tagi eru greindarmælingar og persónu- leikamælingar. Án þess að unnt sé að fara út í skilgreiningar á þess- um fræðum, þá er rétt að vekja at- hygli á því, að slík mælitæki eru ótal mörg, hafa mis- munandi tilgang og eru misjöfn að gæð- um. Eftir því sem þekking manna á þeim fyrirbærum, sem mæld eru hefur aukist, þá hafa mæl- ingar orðið sérhæfð- ari og nákvæmari. Hvað er greind? Eins og lýst var í fyrri grein, þá hafa skilgreiningar á greindarhugtakinu breyst í grundvall- aratriðum og aðferð- ir til mælingar á vitsmunaþroska eða greind sömu- leiðis. Þróuð hafa verið fjölmörg próf, sem meta þroska barna, bæði almennt og afmarkaða þætti hans. Sum próf meta þroska barna frá fyrstu mánuðum ævinn- ar til þriggja ára aldurs, svokölluð ungbarnaþroskapróf. Önnur spanna aldursbilið frá 3-7 ára ald- urs, enn önnur frá 5-18 ára aldurs og loks eru til greindarpróf, sem meta vitsmunaþætti á fullorðins- árum. Til eru próf, ætluð til mats á þroska barna, sem ekki hafa vald á talmáli, oft nefnd verkleg eða óyrt þroskapróf, önnur sem einungis meta mállega þroska- þætti og þannig mætti lengi telja. Það að setja öll slík próf undir sama hatt og afgreiða þau sem tilgangslaus eða í versta falli bein- línis skaðleg ber vott um vanþekk- ingu á þeirri þróun, sem átt hefur sér stað innan sálfræði og skyldra greina á undanförnum áratugum. Rétt er einnig að vekja athygli á því, að þó að sálfræðingar hafi verið frumkvöðlar í mælingum og þróun mælitækja á þroska og hegðun barna, þá hafa aðrar fag- stéttir á undanförnum áratugum lagt vaxandi áherslu á hlutlægar mælingar á eigin viðfangsefnum. Sjúkraþjálfarar styðjast við próf, sem meta hreyfiþroska og tal- meinafræðingar leggja á hlutlæg- an hátt mat á málþroska barna svo dæmi séu tekin. Orsakir þess- arar þróunar má rekja til þess, að vitað er að markviss meðferð sem byggist á hlutlægum, vel skil- greindum forsendum er líklegust til að skila góðum árangri. Þau próftæki, sem notuð eru til að meta þroska og hegðun barna, þjóna mismunandi tilgangi og eru misjöfn að gæðum. Bestu tækin eru vel stöðluð. Þetta þýðir að prófin eru vel rannsökuð, hafa skilgreind markmið og meta af nákvæmni það sem þeim er ætlað að mæla. Erlendis eru greindar- próf ítarlega stöðluð, áður en þau eru tekin í notkun. Þau eru jafn- framt endurskoðuð og endurstöðl- uð með vissu millibili. Stöðlun fel- ur það í sér, að fundin eru sem nákvæmust viðmið fyrir það sem mæla á. Þegar um er að ræða mælingar á vitsmunaþroska, þá er fundin meðalgeta barna á ýmsum aldurs- stigum, sem síðan er unntað bera frammistöðu einstakra barna saman við. Slík athugun þjónar margþættum tilgangi. Sé tekið dæmi af barni, sem á í erfiðleikum með lestrarnám, þá er mikilvægt að finna skýringar á þessum vanda. Má rekja erfiðleika barns- ins til almennrar þroskaseinkunar eða afmarkaðra, þroskafræðilegra veikleika sem leiða til þess sem nefnt er sértækir námserfiðleik- ar? Til þess að svara þessari spurningu verður að vera unnt að meta þroskastig barnsins á sem nákvæmastan hátt. Greindarpróf eru best rannsökuðu og áreiða- nlegustu tækin til slíkrar athug- unar. í framhaldinu þarf síðan að leggja fyrir ýmis próf, sem meta afmarkaða þroskaþætti, t.d. sjón- og heyrnarskynjun, minni, fín- hreyfingar og málþroska. Greind- arpróf gefa vísbendingar um styrkleika og veikleika í þroska barnsins og mynda þannig þann grunn, sem frekari athuganir byggjast á. Hvað með stöðluð próf á íslandi? Hér á landi hefur reynst erfitt að staðla greindarpróf, enda slík vinna bæði kostnaðarsöm og tíma- frek. Greindarpróf dr. Matthíasar Jónassonar, sem staðlað var hér á landi á sjötta áratug tuttugustu aldar, er undantekning frá þessu. Með sanni má segja, að dr. Matthías hafi unnið þrek- virki við stöðlun prófs síns og unn- ið óeigingjarnt starf í þágu ís- lenskra barna. Mikil vöntun er á stöðlun greindarprófs fyrir börn til notkunar hér á landi. Slíkt starf hefur verið í undirbúningi á und- anförnum árum og nú hyllir loks undir, að þetta verði að veruleika. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur sýnt því máli skilning og ber það vott um fram- sýni hans. Hér að framan hefur athyglinni verið beint að hefðbundnum þroskamælingum innan sálfræð- innar. Slíkar athuganir eiga sér lengsta sögu og eru áreiðanlegar, séu þær framkvæmdar af hæfu fagfólki með þekkingu á viðfangs- efnum sínum. Engar prófanir koma þó í staðinn fyrir góða fræðilega þekkingu á þroska barna og þroskafrávikum. I raun er nauðsynlegt að þetta tvennt fari saman, eigi vandaðar niður- stöður að líta dagsins ljós. Á síðustu árum hefur áhugi fræðimanna í vaxandi mæli beinst að mælingum á hegðun og hegð- unarerfiðleikum barna og ungl- inga. í upphafi var vakin athygli á því, að löng hefð væri fyrir athug- un á persónuleika fullorðinna. Persónuleikapróf þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi, að greina ýmiss konar geðræna erfiðleika í þeim tilgangi að geta veitt viðeig- andi meðferð. Þó að barnasálfræði og barna- geðlæknisfræði eigi sér langa sögu, þá hefur hlutlægum aðferð- um til athugunar á geðrænum erf- iðleikum barna verið minni gaum- ur gefinn en þegar fullorðnir eiga í hlut. Þetta er að breytast og á síðustu árum hafa vönduð mæli- tæki, sem þjóna þessum tilgangi, litið dagsins ljós. Fyrst og fremst er um að ræða spurninga- og matslista af ýmsu tagi, sem fylltir eru út af aðilum sem þekkja barn- ið vel, t.d. foreldrum og meðferða- raðilum. Á þann hátt er unnt að meta af talsverðri nákvæmni, á hvern hátt og í hve miklum mæli hegðun barnsins er frábrugðin hegðun jafnaldra. Til eru almenn- ir matslistar af þessu tagi, sem t.d. veita upplýsingar um það hvort barnið er kvíðið, dapurt, fé- lagslega einangrað eða sýnir líka- mleg einkenni sem rekja má til sálrænna þátta. Einnig eru til matslistar fyrir ofvirkni, athyglis- brest og sérkennilega hegðun. At- huganir af þessu tagi þjóna þeim tilgangi að veita sem áreiðan- legastar upplýsingar um eðli hegðunarerfiðleika af ýmsu tagi. Samantekt í flokkunarkerfi Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, ICD-10, eru taldir upp fjölmargir sjúkdómar, líkamlegir og andleg- ir, sem geta komið fram hjá börn- um og unglingum. Einnig er skil- greint fötlunarástand af ýmsu tagi og sértækir námserfiðleikar. Lögð er áhersla á sem nákvæm- asta greiningu á erfiðleikum af þessu tagi, ekki síst í því skyni að geta veitt viðeigandi meðferð. Einnig þá sérþekkingu, sem þeir sem framkvæma greiningu þurfa að búa yfir. Ekki verður annað séð, en að við Islendingar hljótum að taka mið af þeim skilgreining- um, sem þarna eru settar fram og eru alþjóðlega viðurkenndar. I þessari grein hefur verið vikið að aðferðum, sem sálfræðingar og aðrir nota við greiningu á þroska- og hegðunarfrávikum barna og unglinga. I lokagrein verður fjall- að um þá þjónustu, sem börnum og unglingum með skilgreinda erfiðleika stendur til boða innan heilbrigðis- og menntakerfisins hér á landi. Menntun: Doktorspróf í sál- fræði frá Háskólanum í París. Dr. Tryggvi Sigurðsson er yfir- sálfræðingur Greiningar- ográð- gjafarstöðvar ríkisins og ráðgefandi sérfræðingur á barnadeild Land- spftaians í Fossvogi. Nýr upplýsingavefur OPNAÐUR hefur verið upplýs- ingavefurinn www.ist.hi.is um þemaáætlun ESB um Upplýs- ingasamfélagið (IST). Áætlunin er ein fjögurra þemaáætlana innan fimmtu rammaáætlunar ESB (5RA), sem kveður á um forgangsverk- efni er varða rannsóknir og tækniþróun í Evrópu. ísland er fullgildur aðili að áætluninni. Vefnum -er ætlað að aðstoða við umsóknavinnu þátt- takenda og auðvelda alla upplýs- ingaleit um áætlunina. Upplýs- ingamar eiga einnig að verulegu leyti við önnur svið innan 5RA. Á vefnum er til að mynda að finna: ► Almennar upplýsingar um 5. rammaáætlun ESB. ► Yfirlit yfir lykilsvið þema- áætlunarinnar um Upplýsinga- samfélagið. ► Lýsingar eftir verkefnatil- lögum ► Upplýsingar um umsóknir og matsferlið. ► Skilgreining á þjónustu sem umsækjendum stendur til boða á íslandi. ► Upplýsingar um leit að samstarfsaðilum. ► Fréttir af IST áætluninni og upplýsingar um fundi og ráð- stefnur. Nánari upplýsingar veitir Eir- íkur Bergmann Einarsson hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Is- lands. Tryggvi Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.