Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Einkavæð- ingí Alberta Jnokkra áratugi hefurhvað eftirann- að komið í Ijós, íýmsum löndum, að heilbrigðisþjónusta sem rekin er í hagn- aðarskyni af einkaaðilum ersíðri en heilsugæsla, sem ekki er rekin í hagnað- arskyni, á vegum hins opinbera. “ Úr skýrslu Parkland-stofnunarinnar í Kanada vegna fyrir- hugaðrar einkavæöingar í heilbrigóisþjónustu í Alberta. EINKAREKIN heil- brigðisþjónusta, sem skila á hagnaði, er yfirleitt dýrari en heilbrigðisþjónusta á vegum hins opinbera; gæði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu eru yfirleitt minni en opinberrar, eða valkostirnir færri; einkarekin þjónusta dregur úr jöfnuði, að- gengi og sanngimi og eykur umunoc kostnaðvið aðliggjandi þætti í opin- beiri heil- brigðisþjón- Eftir Kristján G. Arngrímsson ustu. Þetta eru helstu niðurstöður rannsóknar sem unnin var á veg- um Parkland-stofnunarinnar í Há- skólanum í Albertafylki í Kanada í tilefni af fyrirhuguðum breyting- um fylkisstjómarinnar á heil- brigðiskerfmu. í næsta mánuði hyggst stjórain leggja fram laga- fmmvarp sem heimilar heilbrigð- isyfirvöldum í fylkinu að kaupa þjónustu einkarekinna sjúkra- stofnana við stærri aðgerðir sem krefjast meira en stuttrar komu sjúklings á stofnunina. í útdrætti úr skýrslu um niður- stöðumar segir meðal annars að rannsóknin sé byggð á gögnum víða að, til dæmis á fyrri rann- sóknum og skýrslum um áhrif einkareksturs í hagnaðarskyni á heilsugæslu. Verði fyrirætlanir ' fylkisstjómarinnar að vemleika muni í raun skapast tveggja þrepa heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri sjúklingar komist fyr að þjónustu í krafti peninga. Fylkisstjórinn, Ralph Klein, hefur harðneitað þvi að þetta sé ætlunin með laga- frumvarpinu. Einungis standi til að spara og auka hagkvæmni. í skýrslu Parkland-stofnunar- innar segir að sterkustu vísbend- ingamar um óhagkvæmni einka- rekinnar heilbrigðisþjónustu komi frá Bandaríkjunum, en þar sé rek- in umfangsmesta hagnaðar- heilsugæsla í heiminum. Vitnað er í þrennar heimildir um áralangar rannsóknir. í læknaritinu The 4 New England Joumal of Medicine sagði í fyrra að í marga áratugi hafi engin vísindaleg rannsókn (það er að segja rannsókn sem metin er af óháðum vísindamönn- um áður en hún er birt) sýnt fram á að sjúkrahús, sem rekin em í hagnaðarskyni, séu hagkvæmari í rekstri en önnur sjúkrahús. Læknisfræðistofnun Banda- rísku vísindaakademíunnar komst að því 1986 að athuganir á sjúkra- húsarekstri hafi ekki leitt í íjós neinar vísbendingar sem renni . stoðum undir þá útbreiddu skoð- un, að „stofnanir í eigu fjárfesta séu ódýrari í rekstri eða skilvirk- ari en aðrar“. Með einni undan- tekningu hafi þvert á móti hið gagnstæða komið í Ijós. Þá segir í skýrslu Parkland- stofnunarinnar að neikvæð áhrif markaðsafla á heilsugæslu séu einnig augljós í öðmm löndum, allt frá Bretlandi til Singapúr. Þetta sé í samræmi við lögmál markaðs- hagfræðinnar: „Hagfræðingar segja oft að heilsugæsla sé dæmi um óvirkni á markaði, það er að segja, að reglumar um framboð, eftirspum og verðmyndun virki ekki - og geti sennilega ekki virk- að - með venjulegum hætti. Því hefur oft verið haldið fram í umræðu um einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu, bæði í Alberta og á íslandi, að ef þeir sem efni hafi á fái að kaupa sér þjónustu annars- staðar en hjá opinbemm aðilum muni það koma öllum til góða því þá muni biðlistar styttast. Þetta virðist blasa við og vera einfold ályktun. En viti menn, þessu hafna höfundar skýrslu Parkland- stofnunarinnar. Rök þeirra em þessi: Opinber heilsugæsla sé skilvirkari en einkarekin, og sé litið á peninga- hliðina muni skilvirkasta kerfið leiða til stystu biðlistanna. Verði fjárveitingar til einkarekinna stofnana auknar muni það í raun lengja listana, ef þessar fjárveit- ingar hefðu getað farið til opin- berra stofnana, þar eð verið sé að skipta út skilvirkum fram- kvæmdaraðila fyrir óskilvirkari aðila. Ennfremur er bent á, að einka- reknar heilbrigðisstofnanir séu að sumu leyti í verri aðstöðu en opin- berar. Til dæmis geri fjárfestar yfirleitt ráð fyrir 15% hagnaði á ársgmndvelli, framkvæmda- stjómir þurfi að sinna öðmm verkefnum en rekstri sjúkrastofn- unar, og töluverður tími og kostn- aður fari í samskipti við fjárfesta, markaðssetningu og annað, sem krefjist dýrrar sérfræðiþekking- ar. Þá segir í skýrslunni að verði fyrirætlanir fylkisstjómarinnar í Alberta að vemleika muni biðlist- ar að öllum líkindum lengjast, kostnaður aukast og almenningur verða ver settur en ef þjónustan, sem um ræðir, sé veitt af sjúkra- húsum í eigu hins opinbera. Þeir sem komi til með að hagnast á þessu séu þeir sem fjárfesta í sjúkrastofnunum sem reknar verði í hagnaðarskyni, fremur en sjúklingar, skattgreiðendur og all- ur almenningur. Klein hefur hvað eftir annað bmgðist ókvæða við gagnrýni á fyrirætlanimar, og segir þær hafa verið rangtúlkaðar og affluttar. Hefur hann talað um að stofna „sannleikshersveitir“ fulltrúa sinna sem fara eigi um fylkið og leiðrétta rangtúlkanir og áróður. Gagnrýnendum þótti þetta orða- lag minna heldur óþyrmilega á „sannleikslögregluna" í skáldsögu Orwells, 1984, enda hefur Klein ekki haft mikið orð á þessu aftur. Útdráttinn úr skýrslu Park- land-stofnunarinnar er að finna á heimasíðu hennar, www.ual- berta.ca/parkland. Þjálfun fatlaðra áhestum ÞESSI grein er skrifuð af því tilefni að ég las viðtal í Morgun- blaðinu 24. mars við Kristján Eyþórsson í Borgarnesi, „Vildi að fleiri fatlaðir kæmust á hestbak", þar sem hann talar um að fatl- aðir eigi ekki kost á að komast á hestbak. Það má hugsa sér að hann sé að tala um ákveðna staði en þetta á ekki við um Reykjavík. Þar hafa verið starfrækt námskeið og þjálfun fyrir fatlaða hjá reið- skólanum Þyrli, sem Bjami Eiríkur Sigurðsson rekur í C- tröð í Víðidal. Þessi námskeið hafa verið þrisvar til fjómm sinnum í viku pg em styrkt með fjárframlögum frá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur og Oryrkjabandalagi íslands. Enn fremur er ég undiritaður lánað- ur í þetta verkefni frá ÍTR. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að verið er á hestbaki í 40 mín. til 1 klst. í senn. En á fyrstu reiðnámskeiðunum er þess gætt að enginn fái harðspeirur af of löngum reiðtúr, sé hámark 15-25 mín. á baki og síðan er talað við hrossin og þeim kembt og strokið. Slíkri umhyggju er sleppt eftir nokkur skipti og nem- endur era frá 40 mín. upp í 1 klst. á baki eftir því sem úthald og ánægja endast. Sumir nemendur fá að hvíla sig um stund og fara svo aftur á bak. Nemendum án setujafnvægis er boðið að velja milli tveggja aðferða til útreiða og sú valin sem þeim líkar betur: 1. Að vera lagðir á magann, ber- bakt, með höfuðið aftur á lend hrossins og fæt- uma niður með hálsi þess. 2. Að tvímenna og þá í fangi fullorðins. Hinir sem hafa setu- jafnvægi sitja hestinn í hnakki og halda sér í faxið. Teymt er undir og gengið við hliðina á þeim sem hætta er á að geti dottið af baki. Skylda er að hafa hjálm á höfði. Margir ná óhemjufallegri ásetu svo eftir er tekið. Það sem gerir það svo hollt og gott að vera á hestbaki felst í gangi (hreyf- ingum) hestsins sem hreyfir knap- Fatlaðir Hreyfíng hestsins, segir Sigurður Már Helga- son, ýtir við svo gott sem öllum vöðvum líkamans, stórum og smáum. ann. Hreyfingin sem knapi verður áskynja er þríþætt: 1. Hreyfing upp og niður (allur búkurinn). 2. Hreyfing fram og aftur (hreyf- ing í mjaðmagrind og upp hrygg). 3. Hreyfing til beggja hliða (vinstri og hægri síðu líkamans). Segja má að hreyfing hestsins ýti við öllum vöðvum líkamans, stóram og smáum. Auk þess virkar ylurinn frá hest- inum mjög vel á spastíska nemend- ur. Þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum á baki hestsins (eins og að framan greinir) og fá hreyfinguna frá hestinum samtímis yl hans og ilmi. Þess má geta að reiðskólinn Þyrill er starfræktur allan veturinn og kjörið að skreppa á bak við og við. Ég vil segja í lokin að þegar við er- um komin á bak stöndum við jafn- fætis og ferðumst á fjómm jafnfljót- um. Það er von mín að þessi grein ýti við ykkur sem þurfið góða þjálfun og ég sjái ykkur á staðnum. Hér fer á eftir tilvitnun í umsögn Bjarkar í Safamýrarskóla: Hestamir sem Bjarni hefur til út- reiða og kennslu em mjög vel tamd- ar skepnur, allt yfirvegaðir og róleg- ir hestar. Allir sem einn stóðu þeir grafkyrrir meðan verið var að hjálpa krökkunum á bak, hvort sem um var að ræða 6 eða 16 ára nemendur, lið- uga eða stirða, létta eða þunga, raga eða óraga. Starfsmenn reiðskólans lögðu sig fram um að sinna hverjum og einum og hefði þetta ekki gengið svona vel ef þeirra hefði ekki notið við en þeir era sér mjög meðvitaðir um þarfir svo mikið fatlaðra nemenda eins og eru í Safamýrarskóla. Við hér í skólanum höfum á stefnuskránni að fara á annað reið- námskeið í mars/apríl þegar fer að hlýna í lofti. Nær allir nemendurnir era öraggir með sig, komnir á bak, og ánægjan skín af hverju andliti að reiðtúr loknum. Höfundur er starfsmaður ITR. Sigurður Már Helgason Verksvið lyfjatækna í lyfjabúðum EITT mikilvægasta hlutverk lyfjabúða er að tryggja örugga af- greiðslu lyfja og veita neytendum faglegar upplýsingar um lyf. Eingöngu lyfjafræð- ingar geta orðið lyf- söluleyfishafar og bera þeir faglega ábyrgð á rekstri lyfja- búða. Lyfjafræðinám- ið er fimm ára nám á háskólastigi og því búa lyfjafræðingar yf- ir mjög traustri og víðtækri þekkingu á lyfjum og öllu sem viðkemur lyfjameðferð. Hins vegar starfa einnig í lyfja- búðum aðrir starfsmenn með menntun á sviði lyfjafræði, það er að segja lyfjatæknar, og gegna þeir einnig mikilvægu hlutverki. Nám lyfjatækna er fjögurra ára nám á framhaldsstigi og með því öðlast þeir góða þekkingu á heilsu- vörum, hjúkrunarvömm og lyfjum þó vitaskuld sé hún ekki jafn víð- tæk og þekking lyfjafræðinga. Verksvið lyfjatækna felur m.a. í sér að taka á móti lyfjasendingum og annast frágang lyfja í lyfjahirsl- ur, þ.m.t. að setja á lyfjapakkning- ar ýmsar merkingar, t.d. hvað varðar geymslu eða töku lyfsins. Auk þess sinna lyfjatæknar ýms- um öðrum verkefnum, s.s. þeim að veita ráðgjöf um lyf, heilsu- og hjúkmnarvömr, verðleggja lyfseð- ilsskyld lyf, setja skömmtunarleið- beiningar á lyfjapakkningar og ganga vandlega úr skugga um að lyf sé rétt afgreitt samkvæmt lyf- seðli. Það eru hins vegar lyfjafræð- ingar sem bera ábyrgð á afgreiðslu lyfseðla samkvæmt lyfjalögum. Ekki er heimilt að afgreiða lyfseðil nema að lyfja- fræðingur hafi kvittað á hann því til staðfest- ingar að hann sé rétt og eðlilega ritaður og að um rétt afgreitt lyf sé að ræða með rétt- um merkingum eða áritunum. En tækninni fleygir fram og undirritaður sér fram á breytt hlutverk lyfjatækna í framtíðinni. Sam- keppni á lyfjamarkaði hefur leitt til mikillar framþróunar á tölvuforritum í lyfjaafgreiðslu; forritum sem notuð eru til að verð- leggja lyfseðilsskyld lyf og prenta út límmiða með skömmtun og verði lyfs. Ekki er langt þar til ýmsir aðrir þættir verða settir inn í lyfja- afgreiðslukerfin, s.s. skömmtun lyfs, frábendingar, milliverkanir, tvískömmtun og ofnæmi. Þannig mun afgreiðsluforritið kanna ofan- greind atriði, m.a. hvort skömmtun lyfs sé rétt eða hvort um milliverk- un sé að ræða á lyfjum sem ávísuð em á lyfseðli eða lyfjum sem hafa verið afgreidd áður í apótekinu. Afgreiðsluforritið gefur síðan við- vömn í þeim tilvikum sem það finnur eitthvað athugavert. Með tilkomu þessa mun öryggi í afgreiðslu lyfja aukast vemlega og mun þessi þróun einnig hafa aðrar breytingar í för með sér. Hvað varðar afgreiðslu lyfseðlisskyldra lyfja verður hlutverk lyfjafræðings einungis að tryggja að lyfseðlar séu réttir og í samræmi við lög. Þannig mun skapast aukið svigrúm Lyfjatæknar Tækninni fleygir fram og Ingi Guðjónsson sér fram á breytt hlutverk lyfjatækna í framtíðinni. í lyfjabúðum og lyfjafræðingar ættu að geta sinnt öðrum mikil- vægum lyfjafræðilegum verkefn- um, s.s. lyfjafræðilegri umsjá, þ.e. ráðgjöf til neytenda um lyf og lyfjameðferðir. Lyfjatæknar munu hins vegar sjá um afgreiðslu og af- hendingu lyfseðilsskyldra lyfja. Rétt er að taka fram að til að þetta megi verða þarf lagabreytingu og endurskoðun á lyfjatæknináminu með tilliti til aukinnar ábyrgðar. í Danmörku er fyrirkomulagið reyndar þegar með þeim hætti að lyfsalinn hefur heimild til að fela lyfjatæknum ábyrgð og umsjón á afgreiðslu lyfseðilskyldra lyfja og ekki er farið fram á að lyfjafræð- ingar sjái um hverja einstaka af- greiðslu. Um helmingur danskra apótek- ara hefur nýtt sér þessa heimild. Krafan er sú að tveir lyfjatæknar sannprófi hvor annan og kvitti á lyfseðil því til staðfestingar að af- greiðsla og áritun sé rétt. Um þessar mundir gegna lyfja- tæknar mikilvægu hlutverki í lyfja- búðum hérlendis. Það er hinsvegar trú undirritaðs að hlutskipti lyfja- tækna verði enn mikilvægara þeg- ar fram líða stundir. Höfundur er lyfsali. Ingi Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.