Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Glugginn Laugavegi 60. Sími 551 2854 Peysurnar fást í Glugganum J v /o 50% 70% ÚTSALA UMRÆÐAN Húðkrabbamein, ljósabekkir o g sól Á HVERJU ári greinast um tvö hundr- uð íslendingar með krabbamein í húð. Tíðnin hefur tvöfaldast á einum áratug og fimmfaldast á þijátíu árum. Aukningin er sérstaklega mikil hjá konum undir fertugu. Húðkrabbamein (sortuæxli) er algeng- asta krabbameinið í þeim aldurshópi. Aukin tíðni húðkrabbameina er einkum rakin til út- fjólublárrar geislunar frá sól og ijósabekkjum en sólböð og þá sér- staklega notkun ljósabekkja hefur aukist gríðarlega á undanfömum ár- um. Húðkrabbamein er að stóram hluta hægt að fyrirbyggja og ef þau greinast snemma eru þau auðlaskn- anleg. Það er því full ástæða til þess að gæta hófs í sólböðum og notkun ljósabekkja. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka eða breytast í lögun eða lit. Utfjólublá geislun Frá sól og ljósa- bekkjum kemur út- fjólublá geislun sem myndar litarefni í húð- inni og við verðum „brún“. Geislunin er tvenns konar, B-geisl- un (UV-B), sem er orkumikil og hefur mest áhrif á húðina, og A-geislun (UV-A) sem er orkuminni. Utfjólu- blá geislun getur skað- að húðfrumur og aukið hættu á varanlegum húðskemmdum og húðsjúkdómum. Húðin eldist fyrr við óhófleg ljósböð og sólböð. Hún slitnar, teygjanleikinn minnkar og hún verður hrukkóttari en ella. Útfjólublá geislun getur einnig valdið bruna á hornhimnu augans og jafnvel tímabundinni blindu. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins Sigurður M. Magnússon Húðkrabbamein Eins og hér hefur verið nefnt, segir Sigurður M. Magnússon, er ástæða til að stunda sólböð í hófí og nota ljósabekki með mikilli varúð. (www.gr.is) er að finna margvíslegan fróðleik um útfjólubláa geislun. Ljósabekkir og Ijósböð Hlutfall A- og B-geisla í ljósa- bekkjum er ekki það sama og í sólar- ljósinu. Að vera sólbrúnn úr ljósa- bekk veitir því ekki vörn gegn sólbruna á sólarströnd. Ljósabekkir eru hannaðir miðað við perur með ákveðinn styrkleika. Allar leyfisveitingar Geislavama rík- isins til innflutnings ljósalampa eru skilyrtar við þær perur sem fram- leiðandinn gerir ráð fyrir eða sam- bærilegar. Eigendur sólbaðsstofa mega ekki nota sterkari perur en Ijósabekkirnir eru hannaðir fyrir. Ef ljósböð eru endurtekin með of stuttu millibili er hætta á sólbruna veruleg. Ljósböð á ávallt að miða við hversu vel notandinn þolir sólarljós og fylgja á leiðbeiningum framleiðanda eða starfsfólks sólbaðsstofa. Þegar ljósa- bekkur er notaður í fyrsta sinn er hámarkstími fimm til tíu mínútur. Ytrasta hreinlætis verður að gæta svo að smitandi sjúkdómar berist ekki milli þeirra sem nota bekkina. Því miður koma upp mörg tilfelli árlega þar sem fólk og jafnvel börn brenna illa í ljósabekkjum jafnvel svo illa að krefst innlagnar á sjúkrahús. Varúðar er þörf Eins og hér hefur verið nefnt er ástæða til að stunda sólböð í hófi og nota Ijósabekki með mikilli varúð. Börn og unglingar eiga alls ekki að nota ljósabekki enda húð þeirra við- kvæmari en fullorðinna. Allfr sem hafa Ijósa og viðkvæma húð, sem brennur gjarnan í sól eða eru með marga fæðingarbletti, ættu ekki að nota ljósabekki. Fullorðið fólk sem vill nota ljósabekki ætti alls ekki að fara oftar í þá en tíu sinnum á ári. Höfundur er forstöðumaður Geislavama ríkisins. Apríltilboo 12 tímar - kr. 5.900 Sigrun ióhanna Stefania > Æfingabekkir Hreyfingar Armula 24, simi 568 0677 V* • Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi og þol? Pá hentar æfingakerfíð okkar þér vel! Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einníg með göngubrmh þrekstiga og tvo atika nuddbekki. Getur eidra fóik notíð góðs afþessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 16-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 „Ég er búin að stunda bekkina í 8 ár, en með smá hléum, og þá strax fór ég að verða stirðari í öllum llðum. Mér flnnst að bekklrnir séu nauðsynlegir, þó fóik stundi aðra líkamsrækt því þeir bæði styrkja og nudda. Mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt, t.d. iiða- og vefjagigt." Jóhanna Einarsdóttir „Ég hef stundað æfingabekkina í rúm 12 ár eða frá þvf að þeir komu fyrst tll landsíns. Þær æflngar, sem bekkirnir bjóða upp á, eru einstakiega fjölbreyttar og góðar. Það fann ég best þegar ég stoppaöl f nokkra mánuði. Vöðabólgur og stirðieiki létu ekki á sér standa. En nú er ég byrjuð aftur og er nú orðin öll önnur. Því mæli ég eindregið með æfinga- bekkjunum/ Sigrún Jónatansdóttir „Það eru liöin 10 og % ár sfðan dóttir mín sagði mér að hún hefði pantað fyrlr mig prufutíma f nuddbekki sem hún hélt að gætu verið mjög góðir fyrir mig. Ég hafði þá þjáðst lengi af iiðagigt og vöövabólgu. Eg er ekkl að orölengja það en allar götur sfðan hef ég stundað bekkina allan árslns hrlng með mjög góðum árangrí, Ef hlé hefur verið á æfingum finn ég mjög fljótt fyrir stiröleika í liðum og sársauka f vöðvum. Ég er sannfærð um að bekkimlr hafa hjálpað mér mlkið í mínu daglega lífi." Stefanfa Davíðsdóttir Fri'r kynningartinu -----------------\ Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum, gömlum, dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Ath. einungis ekta hlutir Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30 eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur.. Nýskráð fyrirtæki — mikil sala 1. Nú er mikið að gera í blómaverslunum og gaman að vinna þar. Til sölu glæsileg blómaverslun á besta stað í borginni. Lifandi og skemmtilegt starf. 2. Ein sérstæðasta gjafavöruverslun í borginni til sölu. Flytur inn allar sínarvörur. Fallegar gjafavörur og skemmtileg öðru- vísi búsáhöld. Vel staðsett verslun í borginni. Verslun sem allir þekkja. 3. Verktakafyrirtæki sem er elst í sínu fagi og sér um ryðhreinsun og er með kraftmikla vatnsbyssu sem sker steinsteypu. Mikið af góðum tækjum og næg atvinna, sérstaklega á þessum árs- tíma. Laust strax. 4. Þekktur og mjög vinsæll kjúklingastaður með mikla veltu og góðan tækjakost. Sæti fyrir 40 manns en mest er tekið með sér. Gott tækifæri. Laus strax ef vill. 5. Iðnfyrirtæki sem framleiðir öngla og getur verið hvar sem er á landinu. Góður tækjabúnaður og kennsla fylgir. Framleiðir mjög góöa öngla sem fiska ef róið er. Hráefnisumboð fylgja með. 6. Billjarðsstofa, ein sú elsta í borginni. Selst mjög ódýrt af sér- stökum ástæðum. Nú er þessi íþrótt að verða aftur mjög vins- æl vegna frammistöðu okkar snjöllu manna erlendis. Byrjað verður að sýna keppni aftur í sjénvarpinu og þá fara allir að spila eins og síðast. Verðið á fyrirtækinu er ótrúlega gott. Hafðu samband. Kúlan er hjá þér. 7. Fataverslun fyrir konur á heitasta stað á Laugaveginum. Sami eigandi í 15 ár. Góð sambönd fylgja með. Þekkt fyrlrtæki með ágæta verslun og góða afkomu. Laus strax. Sanngjarnt verð. 8. Söluturn með mjög mikla veltu sem selur sælgæti, nýlenduvörur og leigir út myndbönd. Lottó á staðnum og spilakassi. Mjög vins- æl hverfismiðstöð í miðborginni þar sem íbúarnir koma til að spjalla og versla. Verðið er ótrúlega hagstætt miðað við veltu. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= eiTTH\SA£> HÝn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.