Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRYNDIS (STELLA) „ MA TTHÍA SDÓTTIR + Bryndís (Stella) Matthíasdóttir fæddist í Hafnarfírði 3. september 1930 og ólst þar upp hjá móður sinni og stjúpföður. Stella andaðist á Land- spítalanum Fossvogi 26. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóna Ás- geirsdóttir, f. 19.4. 1905 á Eiði, Súðavík- Uurhreppi, d. 18. 11. 1987 og Matthías Knútur Kristjánsson f. 7.1. 1900 í Stapadal, Auðkúlu- hreppi, d. 29.9. 1985, hann bjó í Reykjavík. Stjúpfaðir Stellu var Jón Bergþórsson, f. 23.2. 1881, d. 16.12. 1962. Systkini Stellu sam- mæðra eru: Valgerður Jóhanna, f. 24.7. 1935, gift Jóni Þorvalds- syni, Hafnarfirði; Kristín Sigur- rós, f. 22.10. 1936, gift Sigurði Fossan Þorleifssyni, Kópavogi; Kristinn, f. 20.9. 1937 var kvænt- ur Fjólu Steingrímsdóttur sem er látin, sambýliskona Bára Ólafs- dóttir, Hafnarfirði; Ástrún, f. 4.6. ^1940, gift Kristjáni Ágústssyni, Reykjavík og Guðlaug, f. 4.6. 1942, gift Pálma Ágústssyni, Sví- þjóð. Systkini samfeðra eru: Matthías, f. 29.4. 1943, kvæntur Katrínu Ólafsdóttur, Reykjavfk og Guðrún, f. 24.1. 1947, gift Sig- urði Ferdínandssyni, Mosfellsbæ. Hinn 31. maí 1958 giftist Stella eftirlifandi eiginmanni sfnum, Tryggva Sigurgeirssyni, f. 31. maí 1927 í Hlið, A-Eyjafjalla- ‘Kjossar á íeiði Kyðfrítt stáC- varanCegt efni Kjossamir emframCeiddir úr Hvítfuíðuðu, ryðfríu stáfí. Minnisvarði sem encCist k um ófomna tíð. SóCfross m/geisfum. Sfceð 100 smfrá jörðu. ‘Tvöfafdiir fross. dfceð 110 smfrájörðu. Hringið ísíma 431-1075 og fáið Citabczífing. BLIKKVERKsf. Oalbraut 2, 300 Akranesi. Síml 431 1075, fax 431 1076 hreppi. Foreldrar hans voru Sigurgeir Sigurðsson og Sig- urlína Jónsdóttir. Stella og Tryggvi eignuðust fjögur börn, einnig fæddist þeim andvana sonur 16.11. 1970. Fyrir hjónaband eignaðist Stella með Marel Jónssyni, Sigrúnu Jónu, f. 30.4 1954, gift Tryggva Gunn- arssyni, Reykjavík, eiga þau tvö börn; Ásgeir og Dagnýju. Börn Stellu og Tryggva eru: 1) Þóranna, f. 13.12. 1958, gift Inga Óskarssyni, Keflavík, eiga þau þrjú börn; Þórunni, Tryggva og Ingþór. 2) Jón Ásgeir, f. 21.6. 1960 kvæntur Hólmfríði G. Guð- jónsdóttur, Reykjavík, eiga þau eina dóttur; Guðrúnu Stellu. 3) Líney, f. 9.1. 1962, gift Jónatani Smára Svavarssyni, Garðabæ, eigaþau þrjú börn; Svavar, Bryn- dísi og Halldór. 4) Sigurgeir, f. 26.8. 1966 kvæntur Ástu Sigríði Ólafsdóttur, Seltjarnarnesi, eiga þau einn son; Tryggva Frey. Stella og Tryggvi bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Fyrir gift- ingu vann hún m.a. við verslunar- störf. Eftir að börnin stálpuðust hóf hún störf utan heimilisins á ný, síðustu árin við ræstingar í Víðistaðaskóla. titför Bryndísar Stellu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ^ Elsku mamma hefur kvatt. Og við *em eftir sitjum lútum höfði og syrgj- um. Fátt er hægt að segja, skarðið er stórt. Þótt veikindi hafi hrjáð þá trúð- um við því að við fengjum meiri tíma saman og að styrkurinn ykist með hækkandi sól, þá átti svo margt að gera. Hugurinn leitar til baka, til allra góðu minninganna sem eru varðveitt- ar og notalegt er að hverfa til á þess- ari stundu. Þú varst alltaf til staðar og áttir svör og sýn, ekki alltaf með svo mörg- um orðum og jafnvel með spumingu gafstu mér svarið og elska þín var mikil. Ég minnist þess þegar þú komst til Alaborgar og hjálpaðir okk- ur við að pakka eftir fjögurra ára dvöl, þá sem oftar áttum við góðar stundir saman, og tilhlökkunin var mikil að koma heim aftur og vera nær þér og pabba. Þessi ár hafa verið góð og margs er að minnast og margt að þakka. Blessuð sé minning þin Brosið, er sorgina sigrar, égsáogreyndiígær. Það kemur einnig á morgun til mín miðaftans-geisli skær. Sem endurminning um aftanskin ogunaðarhjjómablæ- sem draumljóð úr dísa heimi. Þeim degi er ei varpað á glæ. Sá dagur er lagður í sólskinssjóð, ersálinavermirbezt Angan frá andans gróðri er andanum hamingja mest Eg hitti konu, er sigrai’ sorg, sál,ertilhiminsnær, fágæt perla við flæðarmál, fáguðogundra-skær. (Guðmundur Friðjónsson.) Líney. í dag er kvödd og borin til grafar tengdamóðir mín Bryndís (Stella) Matthíasdóttir og langar mig að þakka henni hin dýrmætu kynni. Ekki löngu eftir að ég kynntist manninum mínum, eldri syni hennar, vantaði okkur húsnæði. Við vorum bæði í námi og ætluðum að kaupa íbúð um haustið en fundum ekkert sem okkur féll í geð. Þau hjónin, Stella og Tryggvi, buðu okkur að vera hjá sér, sem við og þáðum, en ég ætl- aði að það yrði í mesta lagi mánuður. Ég var kvíðin og sá fyrir erfiða tíma. Hvernig átti ung kona að aðlagast óþekktu heimilishaldi og heimilislífi? Matartilbúningur, þvottur, þrif, óregluleg viðvera, afnot af síma og sameiginlegu rými, þessu velti ég fyr- ir mér, einnig komu upp í hugann tengdamóður-minnin í bröndurum og skopi. Allt þetta olli mér hugarangri. Hjá Stellu og Tryggva á Álfaskeiðinu bjuggum við allan veturinn og ekki eina einustu stund höfðu áhyggjur mínar við rök að styðjast. Ég kom inn á heimilið eins og ég hefði alltaf búið þar. Allan tímann sýndu þau hjónin mér með augnaráði, fasi og orðum að ég væri hjartanlega velkomin á heim- ili þeirra. Stella lét amstur aldrei smækka sig heldur smækkaði hún amstrið með nærveru sinni. Tilætlunarsemi þekktu þau hjónin Þegar andlát ber að höndum Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Cí) ÚTFARARÞJÓNUSTAN c,,r Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verö allra á likkistum og þjónustu við útfarir. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geinnundsson útfararstjóri Sigurður Rúnatsson útfararetjúri UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 ekki, alla mannkosti, s.s. heiðarleika, ábyrgð, traust, hjálpræði og réttvísi töluðu þau lítið um en sýndu skýrt í allri eftirbreytni. Stella lauk gagnfræðaprófi írá Flensborg árið 1947. Lauk þá form- legri skólagöngu en hún hafði leitandi og jákvæðan áhuga á bókmenntum, listum og samfélagsmálum heima og erlendis. Enda fannst mér hún alltaf vera heimsborgarakona í sér. Hún vildi ferðast erlendis, heimsækja söfn, kirkjur og tónleikahús, anda að sér framandi blæ. Stella og Tryggvi hafa ávallt stutt hvort annað sameiginlega og sýnt hvort öðru virðingu og ástúð. Stella hafði sýnt mikinn tónlistaráhuga og strax og hún átti þess nokkum kost keypti hún sér vandað píanó. Við píanóið átti Stella margar stundir bæði fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Verk eins fremsta tónskálds píanós- ins, Fredrie Chopin, voru í miklu upp- áhaldi hjá henni. Hún lagði oft leið sína í tónleika- og óperuhús. Hún bauð mér á fyrstu óperusýningu mína, hún vildi njóta lista með öðrum. Tónlistariðkun ömmubamanna gladdi hana einnig mikið. Listaáhugi Stellu var mikill. Hér áður fékkst hún aðeins við að mála og teikna. Myndir eftir hana eru okkur nú mikils virði. Þessari listsköpun hefði hún átt að gefa lengri tíma því hæfileikamir sögðu til sín. í hæversku sinni og lítillæti gerði hún lítið úr þessu en sótti mynd- listarsýningar vel. Nágrannakona myndlistarinnar er kannski kvik- myndalistin. Stellu fannst gaman að kvikmyndum og mundi vel eftir ein- stökum myndum, þekkti til leikara, leikstjóra og kvikmyndatónlistar. Ætíð las Stella mjög mikið og var vel að sér í listum, sögu, landafræði og fagurbókmenntum. Ef einhver sem hún átti samtal við hafði farið til útlanda eða dvalist þar, gat hún hún ávallt spurt spuminga um viðkom- andi stað eða land. Stundum voru spumingamar svo ítarlegar eða full- ar af þekkingu að það var eins og hún hefði verið þar sjálf. Bókaáhuginn or- sakaði tíðar ferðir á bókasöfn og þangað tók hún börnin sín með sér og varð því bóklestur stór þáttur í þeirra uppvexti. Það var ekld í hennar anda að segja þeim að lesa heldur skapaði hún áhuga þeirra með eigin afstöðu og framferði. Þá vom bókabúðirnar í miklu uppáhaldi hjá henni, enda hafði hún gaman af öllu bókaspjalli. Hið listræna eðli hennar birtist víða, t.d. í skapandi hannyrðum. Hún gat séð litla svart/hvíta mynd í blaði af skrautlegu garðhúsi í drekastíl og saumað fallega fræhnútamynd eftir henni. Raðað saman litum, ákveðið saumspor, bakgmnn og séð út rétt Gróðrarstööin mWLIÐ ♦ Hús blómanna BJómaskreytingar við öll tækifæri. Daiveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 □CXIIIIXX Jí XXXI11 r; Erfisdrykkjur H H H H H H H H H H H H H P E R L A N Sírni 562 0200 Ei rxx x x xxrrxn rir hlutföll - hér sagði listamannsaugað til sín. Þá setti hún iðulega í pakka tO ömmubarnanna fallega flík sem hún hafði unnið. Oft tók hún handavinnu með sér til nöfnu sinnar, dóttur minn- ar, ef hún var lasin, það var alltaf gott að biðja hana um greiða. Stundum fóram við saman í öku- ferð um Hafnarfjörð, það vom einar af okkar ánægjulegu samverustund- um. Hún þekkti vel menningar- og byggðarsögu Hafnarfjarðar og einnig var hún vel að sér í ættfræði. Oft ók- um við framhjá Fríkirkjunni en Stella bar hlýjar taugar til hennar en stjúpi hennar var einn af stofnendum kirkjunnar og var hún sjálf í stjóm Kvenfélags Fríkirkjunnar til fjölda ára. Fyrir einu og hálfu ári greindist Stella með slæmt krabbamein. Hvernig hún tók veikindum sínum sýndi sterka konu og mikið æðra- leysi. Heima var hún umlukin hlýju eiginmanns síns sem allt vildi fyrir hana gera. Birtingarmynd ástarinnar er margbreytileg en þeirra var svo falleg, full af ástúð og umhyggju sem þróast bara á löngum tíma. Stella hafði alla tíð einstaklega góða nærvem. Við vorum ekki beint líkar í okkur en það sem greindi okk- ur að stíaði okkur aldrei í sundur heldur tengdi okkur betur saman. Einstök minning þín lifir hjá okkur björt og heil, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. Það var íyrir tæplega tuttugu og tveimur árum að ég kom fyrst á Álfa- skeiðið, þá í þeim tilgangi einum að eltast við aðra heimasætuna. Þó að ég hafi ekki hugsað út í það þá í sjálf- hveríú æskunnar er mér það Ijóst nú hversu elskulegar móttökur tvítugur hrokagikkur fékk af hendi væntan- legra tengdaforeldra. Þarna hófust strax þau kynni af tengdamóður minni sem engan skugga bar á til síð- asta dags. Stella var einstök kona, aldrei varð ég var við að hún legði illt orð til nokkurs manns og einnig dró hún úr ef hún heyr ði menn vera með sleggju- dóma um menn og málefni. Hvers- kyns braðl með verðmæti vom eitur í hennar beinum og græðgi hafði hún skömm á. Það er ómetanlegt að hafa kynnst manneskju með þessa eigin- leika, sérstaklega meðan maður er að koma undir sig fótunum í lífinu, manneskju sem maður getur treyst ogleitaðtil. Skapgerð Stellu kom hvað best í ljós í veikindunum. Þrátt fyrir erfiða meðferð sýndi hún algert æðraleysi og ótrúlegan styrk fram á síðasta dag. Stundum er sagt að í erfiðleikum komi styrkur sambands milli hjóna best í Ijós. Ég held að öllum sem fylgdust með því hvemig Tryggvi hjúkraði konu sinni af blíðu og natni allt til loka standi ríkari eftir. Fyrir tengdafóður minn er missirinn mikill og sorgin djúp en ég veit að hann mun vinna úr henni á sinn yfirvegaða hátt. Það er með virðingu og söknuði sem ég kveð hana tengdamóður mína. Ingi Óskarsson. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.