Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÁRNI KRISTJÁNSSON + Árni Kristjáns- son, fyrrverandi aðalræðismaður, fæddist í Reylqavík hinn 19. janúar árið 1924. Hann lést á Landakotsspitala hinn 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, (Sigfreðssonar frá Stakkadal á Rauða- sandi og Elínar Ólafsdóttur), f. 1. júlí 1893, d. 26. mars 1962, og eiginkona hans, Ingunn Árnadóttir (prófasts Þórarinsson- ar á Stóra Hrauni og Önnu Maríu Elísabetar Sigurðardóttur), f. 25. janúar 1895, d. 15. maí 1977. Árni var einkasonur þeirra, en systir hans er Elín Kristjánsdóttir, fyrrv. hjúkrunarritari, f. 1931. Maki (sk.) Magnús Rafn Magnús- son framkvæmdastjóri, f. 1927, d. 1998. Uppeldissystur Áma eru: Áslaug H. Sigurðardóttir, fyrrv. ritari, f. 1916, gift Guðmundi Ámasyni kaupmanni, f. 1910, og Elsa Pétursdóttir, f. 1930, gift Einari Benediktssyni sendiherra f. 1931. Árið 1945 kvæntist Árni eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kristine Eide Kristjánsson, fyrrv. fulltrúa, f. 1921. Foreldrar Kristine voru Hans Eide kaupmaður (f. f Noregi) og eiginkona hans Guð- rún Vilborg Jónsdóttir frá Gilsár- teigi, Eiðaþinghá. Kristine og Árni eign- uðust fjögur börn: 1) Hans Kristján við- skiptafræðingur f. 5. október 1947. Maki 1 (sk.): Sr. Anna Sigrfð- ur Pálsdóttir, f. 16. júlí 1947. Börn þeirra eru: Árni Páll kvik- myndagerðarmaður, f. 1968, unnusta Nína Björk Gunnarsdóttir. Gunnar, leikari f. 1971, eiginkona Guð- rún Lárusdóttir, en börn þeirra eru Snæ- fríður Sól og Kormákur Jarl. Ragnar nemi, f. 1978. Maki 2: Kristín Petersen, f. 17. júní 1952. Dóttir Kristínar og stjúpdóttir Hans Kristjáns er Ástríður_ Við- arsdóttir, f. 1985. 2) Ingunn Árna- dóttir verslunarmaður, f. 3. des- ember 1948. Maki 1 (sk.): Jens Ágúst Jónsson rekstrarstjóri, f. 1949, sonur þeirra Sturla Jensson, f. 1973. Maki 2 (sk.): Stefán Sig- urðsson úrsmiður f. 1944. Börn þeirra: Stefán Sturla, f. 1981, og Matthildur, f. 1984. 3) Guðrún Árnadóttir, MA í sálarfræði, f. 28. apríl 1950. Eiginmaður Ólafur H. Jónsson framkvæmdastjóri, f. 7. desember 1949. Börn þeirra: Kristín, MA í alþjóðatengslum, f. 1972, sambýlismaður Björgólfur Thor Björgólfsson. Arnar nemi, f. 1978. 4) Einar hagfræðingur, f. 3. febrúar 1956. Maki 1 (sk.): Elísa- bet V. Ingvarsdóttir, innanhúss- arkitekt FHI. Maki 2 (sk.): Iðunn Thors myndmenntakennari, f. 1958. Börn þeirra: Þóra, f. 1986 og Kristján, f. 1990. Dóttir Einars og Önnu Mjallar Karlsdóttur lög- fræðings er Birna Ósk stud.oecon, f. 1976. Árni varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1945 og stundaði síðan nám við Háskóla Islands og W.S. Commercial Coll- ege í' Glasgow 1945 til 1947. Hann var gjaldkeri SÍF frá 1947 til 1953 og skrifstofustjóri Sænsk-íslenska frystihússins hf. frá 1953 til 1955. Framkvæmdastjóri og stjórnar- formaður Dósaverksmiðjunnar hf. frá 1955 til 1968. í stjórn Hans Eide hf., Vátryggingafélagsins hf. frá stofnun þeirra. Hann var aðal- stofnandi og stjórnarformaður niðursuðuverksmiðjunnar Norð- urstjörnunnar hf. í Hafnarfirði. Árni var aðstoðarmaður föður síns sem ræðismaður lýðveldisins Kúbu. Hann var stofnfélagi Lionsklúbbsins Baldurs í Reykja- vík og umdæmisstjóri Lionshreyf- ingarinnar á íslandi 1959 til 1960. Árni var skipaður ræðismaður Hollands á íslandi árið 1962 og að- alræðismaður þess frá árinu 1966 til 1991. Hann tók virkan þátt í fé- lagsmálum og var m.a. í stjórn Fé- lags ísl. iðnrekenda og Anglia um árabil. Árni var stofnfélagi Félags kjörræðismanna á íslandi og for- maður þess árin 1988 til 1991. Hann var gerður að heiðursfélaga þess árið 1991. Árni var útnefnd- ur Melvin Jones Fellow af alþjóða Lionshreyfingunni árið 1993. Hann var sæmdur Oranje-Nassau- orðunni. Utför Árna fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Árni Kristjáns- son, lést á Landakotsspítala 25. mars sl. Ami var alveg einstakur maður og -‘•átti fáa sér líka. Hans ævi var á margan hátt skemmtileg og góð og hann var lánsamur í einkalífi. En lífið var honum ekki alltaf auðvelt og ég hef í gegnum tíðina undrast óbilandi bjartsýni hans, þolinmæði og þraut- seigju. Eg dáði hann fyrir þessa eig- inleika. Hann var einnig mjög skemmtilegur maður, hafði gott skopskyn, var vel lesinn, hafði stál- minni, var hafsjór af sögum og kunni fjölda ljóða. Með árunum hefur mér orðið æ ljósara að fáir hefðu staðið jafn keikir undir því mikla álagi sem Ami tengdafaðir minn gekk í gegnum. Hann stofnaði niðursuðuverksmiðj- una Norðurstjörnuna hf. í Hafnar- . firði, sem var stórt framtak í þá daga. Þá varð að treysta á síldina í sjónum, sem skyndilega hvarf og rekstrar- grundvöllurinn um leið. Þeir erfið- leikar sem fylgdu í kjölfarið mörkuðu djúp spor í ævigöngu Áma, en frá þessu tímabili varð mér æ Ijósara hve sterkur persónuleiki hann var. Fáir gerðu sér grein fyrir því hversu erfitt þetta var honum, en hann hélt áfram ró sinni, gleði og bjartsýni. Ami var heimsborgari, framsýnn og oft á undan sinni samtíð. Hann fékk margar góðar hugmyndir og hugsaði oftast í stóram einingum og þá helst með útflutning í huga. Ámi vildi nota þá orku sem til er á Islandi og setja á stofn ylræktarver fyrir græðlinga til útflutnings. Hann átti einnig þátt í að koma hugmyndum um plöntulíftækni á íslandi á fram: færi í samstarfi við erlenda aðila. í dag má sjá að sumir draumar hans era að rætast eða hafa þegar ræst og þykja sjálfsagðir. Hann var maður hugmynda líkt og nú má sjá víða til dæmis á veraldarvefnum. Fólk ferð- ast um allan heim með eigin ferða- tölvur og lætur hugmyndir fæðast. Þetta er ólíkt þeim tíma þegar Ámi var á sínum bestu áram þar sem nær allt var háð skömmtunum eða höft- um. Sem betur fer er lífið í dag ekki Áíengur bara saltfiskur heldur era góðar hugmyndir nú metnar að verð- leikum. Þegar við félagarnir stofnuðum Stöð 2 þá var það Ámi sem hafði óbil- andi trú á að hugmyndin væri góð og studdi okkur með ráðum og dáð, á meðan aðrir höfðu litla trú á þessu fyrirbæri og sýndu lítinn skilning. Óvíst er hvort þetta hefði tekist nema með aðstoð Árna og það ber honum að þakka. Hann lét fáar nýjungar í útflutningshugmyndum fram hjá sér fara og aðstoðaði nokkur fýrirtæki á erlendri grandu með framlegum hugmyndum sínum. Frá því ég var ungur hef ég haft áhuga á því sem gerist á alþjóðavett- vangi og fylgst náið með erlendum fréttum. Ami gaf mér nýja sýn á heiminn, til dæmis hvemig menn sem hann umgekkst í starfi sínu sem aðalræðismaður Hollands á íslandi litu á heimsmálin. Auðvitað voram við ekki alltaf sammála, ég vildi breyta öllu frekar fljótt, en Ami vildi frekar fara hægar í sakimar, því hann hafði reynslu af samskiptum sínum við alþjóðlega viðskiptamenn. Þessi reynsla hans hjálpaði mér til dæmis að ákveða að flytja utan ef tækifæri byðist sem síðar varð. Ég þakka Árna ævinlega fyrir hans víðsýni og þekkingu sem hann miðl- aði mér óspart: Að vera sannur Is- lendingur með opinn huga. Ættfræðiáhugi Árna var mikill. í upphafi kynna okkar lagði hann spuminguna „og hverra manna ert þú?“ fyrir mig eins og aðra. Hann gat jafnvel vakið áhuga þeirra sem fyrir höfðu engan áhuga á ættfræði, hann hreif þá einfaldlega með sér. Hann fyllti upp í mína mynd og tengdi okk- ur saman að lokum. Hann púslaði saman heilu ættunum eins og stærð- fræðingur reikniformúlum og aldrei varð ég vitni að því að hann nýtti þessa þekkingu sína gegn fólki. Til þess var hann of mikill mannvinur. Ámi hafði falleg söngrödd og söng um árabil með Fóstbræðrum. Hann spilaði golf með eiginkonu sinni, Kristine, og vinum, allt þar til hann varð að hætta vegna sjónarinnar. Golfáhugann fékk hann líklega í arf frá foður sínum, Kristjáni Einars- syni, sem var einn af fyrstu félögum í Golfldúbbi íslands. Ámi var einstaklega hjartahlýr maður, alltaf umhyggjusamur um alla sem í kringum hann voru, böm, barnaböm, vini og tengdafólk. Hann var alltaf að spyrja hvað væri að frétta af mínum rekstri, hvað bama- bömin væra að gera, hvemig móðir mín Vilborg hefði það, en hún var honum einkar kær. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt Árna tala illa um nokkum mann, hann sá alltaf það já- kvæða í fari hvers og eins. Hann var svo lánsamur að eiga góða konu, Kristine, sem stóð eins og klettur við hlið hans alla ævi. Hann var mjög stoltur af konu sinni og jafn ástfang- inn af henni nú og fyrst þegar þau kynntust. Ég vil þakka Áma tengdaföður mínum fyrir áhuga hans á íþróttaferli mínum og fyrir óbilandi stuðning í orði og verki. Ég þakka honum fyrir að hafa verið bömum mínum áhuga- samur og umhyggjusamur afi. Af honum var ótal margt hægt að læra. Blessuð sé minning Ama Krist- jánssonar. Ólafur H. Jónsson. Elsku besti afi minn. Nú ertu farinn en ég er ekki búinn að kveðja þig. Ég held að ég ætli ekk- ert að gera það, því þú ert í rauninni ekki farinn frá mér. Þú lifir í ótal góð- um minningum af stundum sem ég átti með þér. Því miður fékk ég ekki mörg ár með afa Páli, þannig að þú varst lengstum afinn í lífi mínu, og þvílíkur afi! Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig jafnvel þótt ég kæmi á annatíma í heimsókn á skrifstofuna í Húsi verslunarinnar. Þú varst konsúll fyrir Holland á íslandi. Ég var ekki alveg viss hvað það þýddi, en ekki lá á skýringunum þegar vinir mínir spurðu mig hvað það þýddi: „Það er aðeins minna en að vera for- seti!“ Það var kannski ekki alveg rétt en þú varst í það minnsta svo mikill maður í mínum augum. Það var ekki laust við að mér fynd- ist ég vera konungborinn þegar við frændsystkinin fengum að fara með þér um borð í hollenska herskipið niðri á höfn, skipið var skreytt alls kyns litríkum fánum og er við geng- um upp landganginn stóðu sjóliðarn- ir heiðursvörð, í alvöra hermanna- búningum og heilsuðu að her- mannasið! Ég eyddi ófáum nóttum hjá ykkur ömmu í Hvassaleitinu, þangað var alltaf gott að koma, þar átti ég ófáar góðar stundir og mikið var spjallað um heima og geima, og það var alltaf til ís í frystinum, þú sást til þess. Það sem er einna sterkast í minn- ingunni um þig, afi minn, er þú sitj- andi, íyrst í stofunni í Hvassaleiti og svo í Tjamargötunni, í stólnum þín- um góða, í sloppnum þínum, og svo var það þessi yndislega lykt sem var alltaf af þér, rakspírinn þinn er eins og greiptur inn í minni mitt. Þú varst svo sannarlega glæsileg- ur maður, hár og myndarlegur í frakkanum þínum og með hattinn, fyrst keyrandi í kagganum þínum (reyndar stundum á 30 km hraða nið- ur miðja Miklubrautina svo enginn komst fram úr) og síðan á göngu um miðbæinn með hvíta stafinn þinn. Ég var alltaf stoltur að sjá þig á götu, að þessi flotti maður væri afi minn. Þú þekktir fólk út um allt og ef þú þekkt- ir það ekki raktir þú úr því gamimar þangað til að þú varst búinn að kom- ast að því að þú þekktir öll ættmenni þess. Ættfræði var ein af þínum ástríðum og ég dæmi hér með ómerk þau orð sem ég lét hafa eftir mér 12 ára í grein um ömmur og afa í Æsk- unni, „að það væri stundum leiðinlegt þegar afi færi að tala um ættfræði". Ég kann nú svo sannarlega að meta það! Áhuginn kemur með böm- unum og ég á eflaust eftir að þreyta þau með ættfræði með það í huga að þau fái bara áhugann seinna. Ég lærði margt af þér, þið amma kynntuð mér golfvöllinn, hvar ég var megnið af mínum unglingsáram, og ég get seint þakkað ykkur nóg fyrir það. Svo held ég að ég hafi líka lært af þér að vera sælkeri, elsku afi minn. Þú varst nú ekki manna minnstur og við áttum það sameiginlegt að þykja sætindi góð. Hversu oft fór ég ekki með þér í bíó og þú lést mig hafa pen- ing fyrir gotteríi handa okkur báð- um, en ég mátti ekki láta þig fá þitt fyrr en inni í sal eftir að ljósin vora slökkt. Það góða við ást þína á sæt- indum var að það var svo mikið af þér til þess að þykja vænt um. Ég get ekki ímyndað mér betri afa fyrir „afastráka", eins og þú kallaðir okk- ur bræðuma, til þess að sitja hjá og halla sér að en þig. Kormákur Jarl og Snæfríður Sól, bömin mín og langafabömin þín, vora svo sannar- lega búin að uppgötva það, því þeim leið alltaf vel að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Ég er með hlýju í hjartanu í hvert sinn sem ég hugsa til allra góðu stundanna með þér, afi minn, og ég þakka fyrir þær. Þú lifir svo sannar- lega áfram hjá okkur Guðránu og bömunum. Elsku amma Kristine, þú ert í hjarta okkar allra með afa. Gunnar Hansson og fjölskylda. Minningar allt frá bemskuárum sækja nú á hugann við fráfall Áma Kristjánssonar, frænda míns og nafna, en við vorum systrasynir. Móðir hans, Ingunn, var ein af 11 systkinum sem vora þá öll búsett í Reykjavík utan bróðurins, Þórarins, sem bjó á föðurleifð sinni, Stóra- Hrauni. Heimili Ingunnar og Kristjáns, foreldra Ama, að Báragötu 5 var rómað fyrir gestrisni og höfðings- skap og átti húsmóðirin stóran þátt í því með glaðværð sinni og hjarta- hlýju hve fjölskyldutengsl við syst- kini hennar og fjölskyldur þeirra urðu náin og varanleg. Að vonum urðu því komur mínar tíðar úr aust- urbænum til frændans á Báragöt- unni sem átti á þessum kreppuáram fótbolta úr leðri og tók mig fiillgildan í sparkkeppni á Landakotstúninu með jafnöldram sínum þrátt fyrir þriggja ára aldursmpn. Þá jók það enn á vinskapinn að Arni fékk mig til þess að ganga í skátafélagið Emi þar sem við störfuðum í sömu deild sem ylfingar, og þar sem annars staðar hélt hann hlífðarskildi yfir yngri frænda sínum. Ég á honum einnig að þakka fyrsta launaða sumarstarf mitt þegar hann beitti áhrifum sínum sem sonur eins af eigendum Dósa- verksmiðjunnar að ég fengi þar vinnu á lager ásamt honum. Ami naut þroskavænlegs uppeldis í æsku þar sem gestakomur erlendra manna vora tíðar á heimili hans í tengslum við ábyrgðarmikil störf föðurins. Hann lærði því ungur fág- aða framkomu í návist tiginna gesta og lagði sig fram um að þjálfa sig í að tala erlend tungumál. Slík reynsla kom honum að góðum notum síðar á ævinni í margþættum störfum hans en hann var m.a. aðalræðismaður Hollands þar til heilsa hans brast. Fyrir meira en áratug greindist Árni með alvarlegan augnsjúkdóm sem ágerðist ört svo segja má að hann hafi verið nær alblindur síðustu árin. Þessu mótlæti sem öðra tók hann með jafnaðargeði hugans og var jafnglaður í viðmóti við aðra sem áð- ur. Árni bjó yfir einstökum eðliskost- um Ijúflyndis og glaðværðar og kost- aði ávallt kapps um að láta gott af sér leiða og hallmælti engum. Hann hafði áhuga á að vinna að þörfum málum, var félagslyndur og naut trausts þeirra sem hann starfaði með og íyr- ir. Þegar ég heimsótti Áma vin minn á afmælisdegi hans í janúar sl. virtist hann vel á sig kominn og gladdist með fjölskyldu sinni og vinum en skömmu síðar kom í ljós að hann var altekinn af þeirri meinsemd er leiddi til andláts hans 25. mars sl. Þann stutta en erfiða tíma sem helstríðið tók stóð eiginkonan Kristine traust við hlið mannsins síns ásamt börnum þeirra og barnabömum. Ég bið þeim hér blessunar Guðs og að góðu minn- ingamar sem þau eiga um eigin- manninn og heimilisföðurinn megi létta þeim söknuðinn. Árni Pálsson. Það verður aldrei af Árna móður- bróður mínum tekið að hann var diplómat fram í fingurgóma. Hann hefði aldrei viljandi móðgað eða sært neinn og gætti þess alltaf að hann væri ekki að valda ónæði. Þess vegna hringdum við stundum hvort í annað mörgum sinnum á dag! Árni hringdi yfirleitt fyrst: „Sæl elskan. Er ég að tefja þig?“ - Nei, ég hélt nú ekki. Þá bar hann upp erindið, þakkaði svo fyrir og kvaddi. Ég hringdi til baka: ,Árni minn, mér lá nú ekki svona mikið á...“ Og áfram töluðum við - alltaf um fólk og yfirleitt um ætt- fræði. Ámi kunni ógrynni af sögum af fólki og enginn var betri en hann þegar ég þurfti að fá upplýsingar um væntanlega viðmælendur. Hann lagði öllum jákvætt til og ef mér fannst Árni frændi draga seiminn þegar ég spurðist fyrir um einhvern sem ég var ekki viss um hvort hent- aði í viðtal vissi ég samstundis að það væri betra að sleppa því. Daginn sem hann kvaddi hafði Guðrán dóttir hans á orði hversu diplómatískur og tillitssamur hann væri. Árni frændi hafði verið mikið veikur vikurnar fyrir andlátið og við voram öll viss um að hann færi nokkram dögum áður en kallið kom. Auðvitað passaði Árni sig á að kveðja nákvæmlega á þeim tíma sem hann gerði: Á laugardegi, þannig að eng- inn þyrfti að taka frí úr vinnunni, eft- ir hádegi, svo ekki þyrfti að vekja neinn um miðja nótt, tveimur dögum áður en Ragnar sonarsonur hans hélt til útlanda - og þann dag sem annar sonarsonur hans, Gunnar Hansson, ætti ekki að stíga á svið í leikhúsinu. Hann gætti þess líka að fara ekki héðan fyrr en Kristín, dótturdóttir hans, hafði haft tækifæri til að fljúga heim frá útlöndum til að kveðja afa sinn. Símtöl okkar Áma vora dýrmæt. Þau vora skemmtileg, fræðandi og afar lærdómsrík. Ami sagði mér sög- ur af fólki sem tengdist okkur, af ferðalögum og frægu fólki. Hann sagði mér sögur af mömmu þegar hún var lítil og sögur af afa Kristjáni, sem lést þegar ég var níu ára. Allar þessar frásagnir era greyptar í huga mér og í sjóð minninganna verður alltaf hægt að sækja. Við í þessari fjölskyldu eram oft viss um að okkur sé stýrt og að allt sé ákveðið fyrir okkur. Um það sannfærðist ég alveg þremur dögum áður en Ami frændi lést. Síminn hringdi á miðvikudags- morgni. Á hinum enda línunnar var mamma, sem þann morgun eins og marga morgna þar áður sat yfir stóra bróður sínum deyjandi. Ámi frændi hafði spurt eftir mér. Mamma rétti honum símann og hann sagði: „Ertu langt í burtu frá mér?“ Nei, ég sagð- ist vera niðri á Ránargötu og spurði hvort hann vildi að ég kæmi. „Éndi- lega, elskan mín,“ svaraði Árni. Guði sé lof fyrir að ég var ekki upp- tekin á þessari stundu og að ég var ekki fjær honum en í nokkurra mín- útna fjarlægð. Þetta var síðasta stundin okkar Áma saman. Hann spurði um nýju vinnuna mína um leið og ég kom og vissi nákvæmlega um bæina og fólkið af ættunum sem ég sagði honum frá úr væntanlegum ættfræðibókum. „Ég þarf að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.