Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNI KRISTJÁNSSON •^því sambandi við frammáfólk, sem veitti því tækifæri að vera sömu venjulegu manneskjurnar og við hin. Þannig var það með hollensku kon- ungsfjölskylduna og Árna. Þegar ég hitti til spjalls drottninguna og Klaus prins snerist talið fljótt að Ar- na og skilaboð gátu gengið fram og til baka. Sem aðalræðismaður átti hann sinn þátt í einkanlega vel heppnaðri opinberri heimsókn for- seta Islands, Vigdísar Finnboga- dóttur, til Hollands árið 1985 og minnist ég sérstaklega veglegrar gestrisni Beatrix drottningar. Þá var ánægjulegt að vera með Arna og Kristine við viðhöfn í konungshöll- inni í Haag en sannarlega ekki síður í fyrirtækjaheimsóknunum sem gætu leitt til samstarfs við okkur. Arni Kristjánsson var sæmdur ridd- arakrossi hollensku Oranje Nassau- orðunnar fyrir störf sín sem kjör- ræðismaður. Þá var sá þáttur lífsferilsins sem Iaut að þátttöku Árna í félagsmálum mikill. Sem unglingur var hann virk- ur í skátahreyfmgunni og komst á mikið Jamboree í París fyrir stríð. Hann var maður snjallrar frásagnar og var gaman að heyra sögur af þeirri ferð en ein laut að söng ís- lensku skátanna undir forystu hins síðar mikla einsöngvara, vinar hans, Guðmundar Jónssonar. Það var hins vegar Lionshreyfingin sem frekast átti hug hans í þessum efnum. Um það verða vafalaust aðrir til skrifa en sjálfur skynjaði ég af mörgu sem Árni sagði mér frá Lionsstarfi sínu, að á því sviði væri um að ræða gagn- leg alþjóðatengsl. Þess ber að geta að hann var lengi virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Ami varð fyrir þeim mikla heilsu- bresti að sjón hans skertist mjög á efri árum og var lítil sem engin undir lokin. Fyrir lestrarhneigðan mann var það vissulega mikið áfall en það gat Árni, mannblendinn sem hann var, bætt sér nokkuð upp í samræð- um við aðra. Var þar kveikurinn við ókunna hinn feikimikli ættfróðleikur hans, sem oftar en ekki gat komið að óvörum. Hann var mikill áhugamað- ur um golf og hvemig mátti annað vera með sér við hlið Kristine, afrekskpnu á því sviði, sem og sonar- synina Árna Pál og Gunnar. Honum var það því til gleði að sitja í eða við klúbbhúsið á Nesvellinum og hitta gamla félaga sem hann hafði spilað við á ámm áður. Þá gátu verið til upprifjunar skemmtileg golfferðalög til Skotlands en þar var undirritaður . tvívegis með, sér til mestu ánægju. Það var daginn sem við sáum fyrstu ömggu merki langþráðs vors, laugardaginn 25. mars, að þessi vin- ur minn og venslamaður kvaddi þennan heim. Vissulega vom veik- indin, sem hann átti við að stríða síð- ustu vikurnar, hin erfiðustu og hann vissi vel að enginn bati gafst lengur. Ekki blasti það því lengur við að njóta birtu hækkandi sólar en hann trúði og treysti á þá forsjá eina sem veitir eilíflega ljós á nýrri vegferð. Árna var í banalegunni mikill styrk- ur af einstakri ástúð og umönnun sinna nánustu. Kristine var við dán- arbeðinn ásamt Elínu systur en böm og makar, barnaböm, frændfólk og _vinir gerðu sitt til stuðnings við hinn sjúka ástvin. Fjölskylduböndin vom sterk sem endranær. Áður en sjúk- dómurinn illkynja tók að elna undir lokin og ég var í heimsókn vildi hann fá að vita hvernig lífið gengi hjá mér og mínum. Ég gat sagt honum svolít- ið af okkur öllum og að tilveran léki okkur vissulega vel. Það er gott, sagði vinur minn Árni, sem alltaf vildi annarra hag sem bestan. Far í Guðs friði. Einar Benediktsson. 4 Árin líða og áratugimir. Við sem fyrst litum dagsins ljós á öndverðri tuttugustu öldinni og náðum því marki að sjá hana líða að eigin enda- lokum höfum einnig náð því virðing- arstigi að vera orðin „eldri borgar- ar“. - Og eins og gengur fer þá ýmislegt að taka breytingum. Þeir sem halda heilsu og kröftum þakka fyrir hvert ár sem líður á meðan svo er, en biðja sjálfum sér og öðmm um styrk til að mæta breyttum högum þegar að því kemur. Og síðan kemur að þeirri áminningu um staðreyndir lífsins að áratuga félagar og vinir fara að kveðja og skörð taka að myndast í hópinn, skörð sem ekki verða fyllt. Og nú er aftur skarð fyrir skildi. - Árni Kristjánsson hefur kvatt. Um nokkurt skeið hefur heilsufar Árna verið að taka breytingum til hins verra. En fyrh' fáum vikum greindist hann með þann sjúkdóm sem var þess eðlis að ekki varð um bætt, og lézt hann þann 25. marz sl. 76 ára að aldri. Þau vináttutengsl okkar Elísabet- ar sem hófust við þau Árna og Krist- ine fyrir meira en hálfri öld hafa í gegn um árin verið okkur hjónunum þess eðlis að seint verður fullþakk- að, og er þá margs að minnast. Kem- ur þá í hugann samgangur fjöl- skyldnanna, sem meðal annars leiddi til spilakvöldanna í félagsskap við fleiri góða vini. Eða ferðalögin innanlands og utan sem oft tengdust iðkun golfsins sem var nánast ótæm- andi áhugamál og ánægjuefni okkar allra. I hugann koma haustferðirnar í laxveiðiá fjölskyldunnar, Straum- fjarðará, en þessar ferðir voru að mig minnir nefndar veiðitímalok, og í samræmi við haustástand laxins meira lagt uppúr gleðigjafanum sem félagsskapurinn var, en því tak- marki flestra veiðiferða að geta stát- að af „góðri veiði“. I þessu efni kem- ur í hugann sá líklega nokkuð einstaki stíll yfir veiðimennskunni sem varð þegar skroppið skyldi í ána til að stunda veiðina. Fór vinahópur- inn, sem oft var allt að átta manns, þá gjaman allur saman í einum flokki að ánni með eina stöng og einn eða ein veiddi á meðan hin sátu og nutu þess að horfa á! Og var þá oft augljóst að færustu veiðimenn- irnir höfðu þá meiri áhuga á félags- lífinu en að veiða sjálfir. - Og þannig liðu þessir ljúfu dagar. Önnur veiðiá á vegum fjölskyldunnar er einnig í þakklátu minni, sem var efri hluti Hítarár fyrir Moldbrekkulandi. Þar reisti félagahópurinn „Veiðikofann við Hítará“ að elskulegu boði Krist- jáns Einarssonar. Að vísu þótti nokkuð sæmilegt ef í þeim hluta ár- innar komu á land yfir sumarið svona 10 til 15 (já, tíu til fimmtán!) fiskar. En aftur var það samneyti fjölskyldnanna, og nú bæði barna og fullorðinna, sem var hinn sterki meginþáttur þessara góðu daga. Þessar endurminningar um tengsl okkar hjónanna við Ama og Kristine em dæmi um en þó aðeins brot af þeim hugrenningum sem hrannast að, nú þegar Árni er allur, en of langt yrði að gera þeim minningum verðug skil í stuttri minningargrein. En samskipti fjölskyldnanna í gleði og sorg gleymast ekki. Árni Kristjánsson bar í mínum huga sterk persónueinkenni, sem raunar kemur ekki á óvart þegar horft er til upprana hans og æsku- heimilis. Hann var glæsimenni á velli en jafnframt snyrtimenni og ljúf- menni hið mesta. í viðræðum var Árni einstakur og kom þá oft fyrir sjónir sem óvenjulegur fræðaþulur. Bar í því efni hátt áhugi og þekking hans á ættum manna og var minni hans á því sviði sem öðram með ein- dæmum. En hæfileikar Áma vora fjölþætt- ir og era hér aðeins tekin dæmi. Auk margvíslegra starfa sinna að verksmiðjurekstri, verzlunarrekstri og félagsmálum sem getið er áður í Morgunblaðinu ber hátt störf hans sem aðalræðismaður Hollands um áratugi, en mér er kunnugt um að sá áhugi, hæfni, alúð og ósérhlífni sem Árni sýndi í þessum störfum sínum sem öðram vora mikils metin af hollenzka ríkinu. Kom það fram í þeim viðurkenningum sem Árna vora veittar af hálfu stjómvalda þess lands. Hugurinn dvelur nú hjá Kristine og bömunum fjóram sem eiga nú á bak að sjá umhyggjusömum heimilis- föður sem sárt er saknað. Og nú við þessi kaflaskipti lífsins færam við þeim og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur okkar og fjölskyldu okkar. Jóhann Möller. Með Áma Kristjánssyni er geng- inn hugsjónamaður, sem ég hafði mikla ánægju af að kynnast. Hans vil ég minnast með fáeinum orðum. Á sjöunda áratugnum vann Rann- sóknaráð ríkisins að umfangsmiklum athugunum á nýtingu jarðhitans til ylræktar í stóram stíl, meðal annars til ræktunar á ýmsum verðmiklum blómum. Ámi var ræðismaður Hollands og þaulkunnugur hinni miklu blómarækt þar í landi. Hann hafði mikinn áhuga á hugmyndinni og vakti máls á því, að fá Hollendinga til samstarfs. Þannig mætti sameina þeirra miklu reynslu og styrkleika á mörkuðum og ódýra orku og hreinan jarðveg hér á landi. Árni vann ötul- lega að því að vinna hugmyndinni fylgi í Hollandi og varð vel ágengt. Árið 1978 varð ég landbúnaðarráð- herra. Ami kom því þá til leiðar, að mér var boðið í opinbera heimsókn til Hollands haustið 1979. Árni var með í ferðinni. Ferðin varð baeði mjög fróðleg og ánægjuleg. Átti Árni ekki minnstan þátt í því. Ég varð vel var við, að Árni var afar vel kynntur þar í landi og naut mikils trausts. Satt að segja var ég að þeirri ferð lokinni bjartsýnn á, að ylræktarver yrði byggt á Islandi. Ami og samstarfsmenn hans í Hollandi lögðu mikla vinnu og mikið fjármagn í undirbúning að byggingu ylvers þar sem rækta átti ákveðna græðlinga í mjög stóram stíl. Málið leit vel út þar til upplýst var, að mik- illi niðurgreiðslu á jarðgasi, sem not- að er til upphitunar í gróðurhúsum í Hollandi, yrði ekki hætt í bráð, þótt það hefði áður verið fullyrt. Þar með var íslenski jarðhitinn ekki sam- keppnisfær og framkvæmdin ekki arðbær. Þótt samskipti okkar Áma væru mest á þessum áram, héldust þau alla tíð góð. Ég dáðist að Árna fyrir hans þrautseigju og eldmóð. Árni var hugsjónamaður og brautryðjandi. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar hugsjón hans varð ekki fram- kvæmt. Það er oft hlutskipti braut- ryðjandans. En hvar væri ísland statt, ef engir væru slíkir menn? Við Edda sendum eiginkonu Áma, afkomendum og fjölskyldum innilega samúðarkveðju. Steingrímur Hermannsson. Genginn er góður vinur og félagi. Margar hugljúfar minningar era honum tengdar. Ungir að áram vor- um við Ámi skátar saman og ríkti ævintýraljómi yfir ýmsum leiðöngr- um á þeim áram eða merkisatburð- um jafnvel á erlendri grand. Þar vora á ferð stoltir æskumenn á stutt- buxum með skátahatt og klút eða sitjandi í hópi jafnaldra, syngjandi við varðeld á sumarkveldi. Eg minn- ist einnig stæðilegs, ungs manns í fylgd með fóður sínum á ferð um Mýrar og Borgarfjörð veiðandi lax í góðám héraðsins. Á seinni áram gerðist Árni virtur aðalræðismaður Hollands. Þá bar fundum okkar enn oft saman. Árni var glæsilegur fulltrúi Hollands og kunni þá list að taka virðulega á móti tignum gestum. Bernhard prins af Hollandi var þá formaður Alþjóða Náttúravemdarsamtakanna WWF. Kom hann á ferðum sínum ásamt Júlíönu drottningu oft við á íslandi, og tók þá aðalræðismaðurinn á móti þeim hjónum með virktum. Þar fékk ég sem liðsmaður saptakanna einnig að vera með í for. Á mörgum heim- sóknum mínum til Hollands og á ferðum mínum með WWF-félögum kom oft í ljós í hve miklum metum Ámi var meðal ráðamanna í Hollandi og var þá oft getið kosta hans sem fulltrúa Hollands á íslandi. Fyrir alla fyrirgreiðslu í tengslum við Náttúru- friðunarsjóðinn og fyrir mikla gest- risni þeirra hjóna, Árna og Kristínar, um margra ára skeið er mér og konu minni, Sigrúnu, ljúft að þakka. Árni var mikill og góður forgöngu- maður í Lionshreyfingunni og einn af helstu forkólfum meðal félaga í Lionsklúbbnum Baldri, en hann var einnig einskonar guðfaðir í völdum hópi eldri borgara, er nefndu sig K60. Var það fólk, sem komið var yfir sextugt og hittist öðra hvora, til þess að gera sér dagamun og njóta ánægjulegra samverustunda. Þar í hópi var gott að hafa skemmtinn og hæverskan heiðursmann eins og Árna, en eitt af ættareinkennum hans var að vera mikill og góður sögumaður. Hann var mjög fróður um fólk og minnugur á sérkennilega atburði, sem honum tókst að segja frá á eftirminnilegan hátt. Margar frásagnir hans vora sem þjóðsögur okkar tíma. Var Árni því hvarvetna mikill aufúsugestur. Við Sigrún munum sakna öðlings- ins Árna Kristjánssonar og vottum Kristine og fjölskyldu þeirra dýpstu samúð okkar. Sturla Friðriksson. Rösklega hálf öld er nú að baki frá því er við Ámi kynntumst. Við áttum báðir drauma og horfðum björtum augum til framtíðarinnar. Kynni okkar urðu fljótt mjög náin og heim- sóknir á æskuheimili Árna á Smára- götuna vora tíðar, þar sem foreldrar hans, heiðurshjónin Inga og Krist- ján, tóku á móti gestum með miklum myndarbrag. Þá var ekki síður ánægjulegt að heimsækja þau hjón- in, Árna og hans góðu eiginkonu, Kristine Eide, á gleðistundum á heimili þeirra. Á vordögum árið 1953 var ákveðið að nokkrir ungir menn í Reykjavík stofnuðu Lionsklúbb, sem skírður var Baldur. Þetta var annar Lions- klúbburinn, sem stofnaður var hér á landi og stofnfélagarnir vora 12 ung- ir Reykvíkingar, þar á meðal voram við Árni. Nú er stutt í að hálf öld sé liðin frá stofnun Baldurs, en Ami var alla tíð einn af dugmestu og áhuga- sömustu félögum hans, allt þar til hann veiktist nú í vetur og varð að leggjast á sjúkrahús. Þá skal þess getið að Ami gegndi virðingarmesta embætti Lionshreyfingarinnar á ís- landi þegar hann var kjörinn um- dæmisstjóri 1959-60. Árna verður sárt saknað af félögum hans í Baldri þar sem hann var hrókur alls fagnað- ar á góðra vina fundum og skopskyn hans og frásagnargleði naut sín sem seint mun gleymast. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Áma Kristjánsson, enda vinamargur og glöggur á menn og málefni. Þetta kom vel í Ijós þegar við gamlir félagar hittumst reglulega og fengum okkur kaffisopa saman á vinalegum stað í miðborginni þar sem hin ótrúlegustu mál vora krufin til mergjar og gamlar endurminning- ar rifjaðar upp. Ámi var ómissandi félagi á þessum kaffifundum okkar enda hafsjór af fróðleik um hina ólík- legustu hluti frá fyrri áram. Vinur okkar, Árni Kristjánsson, hefur nú kvatt okkur og fengið sína hvíld. Það er skarð fyrir skildi. Við þökkum samfylgdina og mörgu gleðistundirnar sem við áttum með honum og söknum þess að njóta ekki lengur samvistar hans. Far þú í friði, góði vinur. Ég færi Kristine Eide og öllum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Njáll Símonarson. Leiðir okkar Árna Kristjánssonar lágu fyrst saman á Akureyri á vor- dögum 1945. Ég var þá í 6. bekk Menntaskólans á Akureyri en Árni kom norður til að þreyta stúdents- próf utanskóla. Vegna veikinda hafði Árni ekki getað stundað reglulega nám við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrir tilstuðlan dr. Kristins Guð- mundssonar, þýskukennara við Menntaskólann og frænda Árna, lás- um við saman undir stúdentsgrófið. Mikið vantaði á undirbúning Árna í mörgum námsgreinum og urðum við því að nýta vel upplestrarfríið sem var að mig minnir um 3 vikur. Var því oftast hafist handa við lestur klukkan 6 á morgnana og setið við til kvölds. Ekki var alltaf auðvelt að halda sér við efnið meðan Akureyri skartaði sínu fegursta þessa sólríku vordaga. Þessi ötula vinna skilaði okkur báðum langþráðu markmiði með stúdentsprófi í júní 1945 og sem ekki var síður ánægjulegt leiddu þessi fyrstu kynni til vináttu sem enst hef- ur síðan. Árni kom mér sveitastráknum fyr- ir sjónir sem lífsglaður, margsigldur heimsborgari. Hann var góðum gáf- um gæddur, söng ágætlega og átti mjög auðvelt með samskipti við fólk enda framkoma hans frjálsleg og fáguð. Ámi var einnig sjóður af sög- um sem þann sagði manna best. Þótt Ámi sæti aldrei á skólabekk með samstúdentum sínum vann hann strax vináttu þeirra og virðingu og er því sárt saknað af þeim. Leiðir okkar lágu síðan saman í Reykjavík þar sem ég innritaðist í viðskiptadeild Háskóla íslands og fékk þá inni á Smáragötu 3 hjá þeim ágætu heiðursþjónum, foreldram Áma, Ingunni Ámadóttur og Krist- jáni Einarssyni. Ekki spillti það dvöl- inni á Smáragötunni að vera í nábýli við ömmu Árna, Elísabetu, og afa hans, hinn nafnkunna fræða- og sagnaþul, Árna prófast Þórarinsson. Samsídptin við þessa ágætu fjöl- skyldu era mér ógleymanleg og verða seint að fullu þökkuð. Við treystum vináttuböndin enn frekar er Árni ásamt konu sinni Kristine og ég ásamt minni konu Hólmfríði dvöldum samtímis vetrar- langt í Glasgow í Skotlandi og stund- uðum þar öll nám. Við Hólmfríður vottum Kristine, bömum þeirra Árna og öllum ætt- ingjum einlæga samúð. Ingvi S. Ingvarsson. í dag er gamall og kær vinur, Ámi Kristjánsson, borinn til grafar. Okk- ar kynni hófust þegar hann varð um- dæmisstjóri Lions-hreyfingarinnar á Islandi árið 1959, á þeim tíma var ég ritari hreyfingarinnar. Það tókust með okkur mjög góð kynni og ævi- langur vinskapur sem ég þakka fyrir, nú að leiðarlokum. Árni var vel skipulagður í sínu starfi og átti mik- inn þátt í því að byggja upp Lions- hreyfinguna á íslandi. Hann var fjöl- hæfur maður og sómdi sér vel í öllum þeim trúnaðarstörfum sem honum vora falin á lífsleiðinni. Ég kveð góð- an vin og við hjónin og fjölskyldan sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Kristine og fjölskyldu. Eyjólfur K. Siguijónsson. Velvild, vinátta, væntingar. Þessi orð koma fyrst upp í hugann þegar þegar ég lít til baka við fráfall vinar míns, Árna Kristjánssonar. Ég kynntist Áma snemma eftir að við hjónin fluttumst til íslands eftir nám erlendis. Vegna samskipta við Holland þurfti ég oft að leita til ræðismanns- skrifstofunnar og tók þá aðalræðis- maðurinn hverju erindi mínu af stakri velvild. í kringum Árna ríkti andi alþjóðlegra strauma, andi fram- fara, velvildar og heimsmenningar. Það sem einkum batt okkur vináttu- böndum var sameiginlegur áhugi okkar og trú á framfarir hér heima. Árni var af sömu kynslóð og faðir minn og hafði líkt og hann tekist á við uppbyggingu iðnaðar hér á landi. Sú glíma var ekki auðveld. Þessir framfarasinnuðu menn mættu oft miklu mótlæti, aðallega að ég tel vegna hugsunarháttar í menningu okkar sem átti erfitt með að skilja forsendur og leikreglur framfara. I raun og vera er það ótrúlegt hversu stutt er síðan við Islendingar tókum þá ákvörðun að fylgja stefnu og straumum sem leitt höfðu ná- grannaþjóðirnar til betri lífsgæða. Árni hafði einhverja innri þörf til að hvetja mig til dáða eins og fleiri unga menn og reyndist mér bæði góður ráðgjafi og traustur vinur. Ogleymanleg er mér ferð okkar til Skotlands þar sem við kynntum okkur tækifæri og möguleika í því landi. Þar lagði Árni sig allan fram við að opna mér dyr og fyrirtæki mínu. Nú er langri ferð hans lokið. Eftir stendur minning um góðan dreng sem ætíð samgladdist yfn- sigram mínum en stóð traustur í ósigram og hvatti til áframhaldandi sóknar. Við hjónin sendum Kristínu og bömum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðrik R. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.