Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 í7 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Hundalíf 2. "ÍO Ljóska Ég er vakandi. Svarið er „tólf'. Eða einhvers staðar þar, nálægt, nærri því, hér um bil. H -'Ut Ittlii IWv U naðsr eiturinn Argerði Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: HÚSIÐ var reist árið 1947 af lækn- inum Daníel Daníelssyni, en hann átti sér fáa eða enga líka. Nú er þessi gamli læknisbústaður í Eyfjafirðin- um gististaður, umvafinn á alla vegu af fegurð sem tæplega er unnt að lýsa með orðum, minnir kannski helzt á ljóðið hans Davíðs, Sigling inn Eyjafjörð. Nú, á mörkum vors og vetrar er aðkoman glæsileg. Snjór er ekki mikill yfir landinu, en stutt til hafs, sem tekur á sig ótal blæbrigði. Húsið er í Dalvíkurbyggð, í firðin- um sem Davíð lýsir svo snilldarlega í stemmningsljóðinu, að það lifir í aug- um þeirra sem unna og sækjast eftir náttúrufegurð. Sést til Hríseyjar. Þangað gengur ferjan frá kl. sjö á morgnana og langt fram á kvöld. Staðurinn var tekinn í notkun í hitt- eðfyrra og eru herbergin átta, af þeim eru þrjú eins manns og hin tveggja manna. A sumrin hafa streymt þangað túristar; Þjóðverjar, Norðurlandabúar, ítalir og Austur- ríkismenn, aukin heldur Bandaríkja- menn,sem gera kröfur til þæginda þjóða mest. Framreiddur er árbítur frá klukkan 7-9. Hlaðborð þetta er selt á miðlungsverði. Hvergi nokkurs staðar hefur und- irskráður notið jafn góðra stunda á hóteli og í Gistiheimilinu Argerði, þarna í Dalvíkurbyggð. Og því er staðurinn Paradís á jörð. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listamaður. Getuleysi Morgunblaðsins Frá Hildi Svavarsdóttur: EINS OG lesendur Morgunblaðsins hafa væntanlega tekið eftir er viku- lega, nánar tiltekið á fimmtudögum, dreift með Morgunblaðinu fyrirbæri sem nefnist 24-7. Þessu er dreift á sama hátt og fylgiblöðum Morgun- blaðsins t.d. íþróttablaðinu eins og hluta Morgunblaðsins og inni í miðju blaðinu en ekki einu og sér eins og eðlilegt væri ef rök ritstjórnar og út- gefenda Morgunblaðsins, um að um- rætt blað sé á engan hátt tengt Morgunblaðinu og engan veginn á þeirra ábyrgð, eiga að standast. Eins og lesendur hafa væntanlega einnig orðið varir við eru ekki allir lesendur og áskrifendur Morgunblaðsins jafnhrifnir af þessu fyrirbæri sem aðallega virðist eiga að höfða til fólks sem er með kynlíf annarra á heilan- um eins og títt er um þá sem ekki eiga nógu gott kynlíf sjálfir: „they who can, do, they who cannot, read ...“ t.d. fyrirbæri eins og 24-7. Mér finnst stórmerkilegt að ekki sé á valdi stærsta og útbreiddasta blaðs landsins að sjá til þess að þeir les- endur blaðsins sem ekki hafa þörf fyrir ofannefnt blað sem á engan hátt tilheyrir Morgunblaðinu sam- kvæmt ritstjórn séu áfram neyddir til þess að fá fyrirbærið inn um lúg- una hjá sér. Ég hef persónulega reynslu af að afþakka annan ruslpóst sem flýtur inn um lúguna hjá mér og hafa allir minni útgefendur getað orðið við þeirri ósk minni og beðið mig afsökunar á ónæðinu í leiðinni. Mér finnst því fullljóst að getuleysi Morgunblaðsmanna sé algerlega op- inberað með áframhaldandi útburði þessa fyrirbæris og vona að þeir taki sig nú saman í andlitinu og stöðvi þennan útburð með Morgunblaðinu hið fyrsta eða a.m.k. aðskilji hann frá hinu eiginlega Morgunblaði eins og eðlilegt væri þar sem viðkomandi snepill á ekki að eiga neitt skylt við það virðulega blað ef eitthvað er að marka handþvott Morgunblaðsins af kynlífslýsingablaðinu fyrir getu- lausa og hugmyndasnauða s.k. 24-7 og vil minna á að ef menn þurfa að- stoð með sín vandamál á kynlífssvið- inu hvort sem það eru ritstjórar, ábyrgðarmenn eða aðrir að þá er til önnur og betur viðeigandi aðstoð en ofannefndur snepill. Með kveðju, HILDUR SVAVARSDÓTTIR, Vesturbergi 51, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.