Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNB LAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra si/iBiS kt. 20.00 LANDKRABBINN — Ragnar Arnalds 6. sýn. fös. 7/4 uppselt, 7. sýn. lau 15/4 uppselt, 8. sýn. mið. 26/4 örfá sæti laus. KOMDU NÆR — Patrick Marber 12. sýn. lau. 8/4 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir páska. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 9/4 kl. 14 uppselt, sun. 16/4 kl. 14 uppselt og kl. 17 nokkur sæti laus, sun. 30/4 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 7/5 kl. 14 laus sæti. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 9/4 nokkur sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi. Litta st/iSið kt. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Fös. 7/4, lau. 8/4 örfá sæti laus. SmiSaóerkstceSiS kt. 20.00: VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban Fös. 7/4, lau. 8/4, fös. 14/4. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is. 1» MIÐASALA S. 555 2222 SÁLKA ástarsaga eftlr Halldór Laxness Fös. 7/4 kl. 20 næstsíðasta sýning Lau. 8/4 kl. 20 allra síðasta sýning Allra síðustu sýningar Sun. 9/4 kl. 14 sæti laus Sun. 9/4 kl. 16 laus sæti VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA l'SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Simi 525 2000. .Ég vdt aðetm um dtt tánsUld sem tr tutgt »ö jaftu vlð Brudmet en þ*ð «r BMthovtn*. 6. apríl kl. 20 Tónleikar f gulu röðinni Hljómsveitarstjóri: Ole Kristian Ruud Beethoven: Sinfónla nr. 8 Bruckner: Sinfónfa nr. 7 „Ég veit aðeíns um eitt tónskáld sem er hægt að jafna við Bruckner, en það er Beethoven'. Richard Wagner (aö loknum frumflutningi 7. sinfóníu Bruckners) *• 14. og 15. apríl Venfi: Requiem Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani JMiðasale kl. 9-17 virka daga HSskólabló v/Hagatorg Slmi 562 2255 www.sinfonia.is SINíÖNÍ AN 5 30 30 30 SJEIKLSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG lau 15/4 kl. 20.30 UPPSELT lau 15/4 kl. 23.30 örfá sæti laus mið 19/4 kl. 20 örfá sæti laus flm 20/4 kl. 20 og kl. 23 í sölu núna! fim 27/4 kl. 20 í söiu núna! fös 28/4 kl. 20 í sölu núna! STJÖRNUR Á MORC UNHIMNI lau 8/4 kl. 23 örfá sæti laus mið 12/4 kl. 20 örfá sæti laus sun 16/4 kl. 20 örfá sæti laus LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS Ki. 12. mið 5/4 nokkur sæti laus fim 13/4, fös 14/4 LEITUM AÐ UNGRI STÚLKU KL.12 sun 9/4, lau 15/4 ATH Aðeins þessar sýningar Norðanijós og Leikfélag Akureyrar sýna: Skækjan Rósa eftir José Luis Martfn Descalzo fimmtud. 6. apríl kl. 20.00 föstud. 7. apríl kl. 20.00 aðeins þessar tvær sýningar wfSftmsm (flutnlngl Bjarna Hauks lelkstjórn Slguröor Sigurjónssonar Sýningar hefjast kl. 20 3. sýn. fös 7/4 4. sýn. lau 8/4 5. sýn. fös 14/4 Miðasala opin frá kl. 13-19, mán.—lau. og alla sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Símapantanir frá kl. 10. Draumasmiðjan ehf. Eg sé.......... Eftir Margréti Pétursdóttur 4. sýn þri 4/4 kl. 17 uppselt 5. sýn sun 9/4 kl. 14 laus sæti Sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm Miðap. I síma 562 5060 og 511 2511 Bæjarleikhúsið v/Þverholt Mosfellsbæ Leikfélag Mosfellssveitar sýnir STRÍÐ í FRIÐI eftir Birgi J. Sigurðsson Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Fim. 6. april kl. 20.30 Fim. 13. apríl kl. 20.30 Lau. 15. apríl kl. 20.30 Miðapantanir f síma 566 7788. FÓLK í FRÉTTUM Vincente Minelli EINN nafntogaðasti leikstjóri Metro Goldwyn Meyer á gullaldar- árum kvikmyndaversins var Vincente Minelli. Gullöldin var ekki síst tilkomin vegna fjölda íburðarmikilla dans- og söngva- mynda þar sem ekkert var til að, bestu fagmenn iðnaðarins í hverju rúmi. Tónskáld, dansahöf- undar, stjörnur og ekki síst hug- myndaríkir leikstjórar og á þessu sviði jafnaðist enginn á við Minelli. Sígildar perlur hans eru ótrúlega margar. Þessi ágæti maður lét ein- hvern tima hafa það eftir sér í blaðaviðtali að hann vildi hafa raunveruleika í öllum rnynd- um. Það kemur ekki alveg heim og saman við kvikmynda- verk mannsins sem var öllum öðrum fremri í að skapa hina nafntoguðu draumaveröld Hollywoodborgar, eins fjarri gráum hversdagsleikanum og hugsast getur. Minelli var svo gott sem fæddur í ferðatösku. Aðeins þriggja ára var hann orðinn meðlimur í Minelli Broth- ers Dramatic Tent Show, blöndu af hefðbundnu, dramatísku leikhúsi og fjölleikahúsi, sem flakkaði um Banda- ríkin þver og endi- löng. Hópurinn naut geysimikilla vinsælda á fyrstu áratugum ald- arinnar. Á skólaárun- um kom strax í Ijós að piltur- inn var einstak- lega drátt- hagur og lita- penslar léku í höndum hans. Þessa hæfi- leika nýtti hann sér til framdrátt- ar á skólaárunum auk þess sem hann aðstoðaði Ijósmyndara. Allt þetta leiddi til þess að Minelli var ráðinn búningahönnuður ieikhúss í New York og árið 1933 hlaut hann starf listræns stjórnanda í Radio City Music Hall, þá korn- ungur maður á þrítugsaldri. Minelli öðlaðist ómetanlega reynslu á þessum árum við upp- setningar á öllum gerðum sviðs- verka, frá försum til ópera, og orðsporið barst til Hollywood. Framleiðandinn Arthur Freed var um þessar mundir að berjast við að endurreisa söngleikjaformið á hvíta tjaldinu. Freed bauð hinum unga leikhúsmanni til MGM, þar sem hann fékk góða tilsögn í hin- um kvikmyndalega þætti skraut- sýninganna sem hann hafði gjarn- an verið viðriðinn í New York. Fyrstu störf Minellis í kvik- myndaiðnaðinum voru því listræn Hin glæsilega Cyd Charisse var stór- kostlegur dansari og fótleggirnir milljóna virði. Hún prýddi margar myndir Minelli, m.a. The Band Wag- on (53), sem sögð er ein af hans bestu. Louis Jordan, Leslie Varon og Maurice Chevalier í Óskarsverðlauna- myndinni Gigi - ótrúlega heillandi og skemmtilegri. stjórn mynda á borð við Strike Up the Band (’40) og Babes on Broadway (’42), sem báðar nutu góðs af einstökum hæfí- leikum Judy Garland, verð- andi eiginkonu hans. Minelli fékk sitt fyrsta leikstjórnarverkefni 1942, dans- og söngva- myndina Cabin in the Sky, sem naut þeirrar sérstöðu að vera sú fyrsta sinnar tegundar með alsvörtum leik- hóp, sem er reyndar nánast óþekkt fyrir- brigði í kvikmynda- borginni enn þann dag í dag. Listamennirnir sem komu við sögu voru engir meðal- menn; Duke Ellington, Louis Armstrong, Lena Horne og Ethel Waters, svo nokkrir séu nefndir. Myndin lukkaðist vel þótt ekki hafí verið mulið undir hana fjárhagslega. Á þjóðhátíðarárinu kemur Meet Me In St. Louis, fyrsta sann- kallaða Minelli-mynd- in. Glæsileg söng- og dansatriðin með Judy Garland (sem hann giftist ári síðar og skildi við 1951) jafnast á við það besta sem gert hefur verið á því sviði fyrr og síðar. Myndin varð ný viðmiðun í Hollywood og ruddi brautina fyrir söng- og dansmyndabylgju. Tbe Clock ('45) er allt annars eðlis, gamandrama um mann og konu (Garland og Robert Walker) sem hittast af tilviljun á Grand Central Station; hann í sólar- hringsfríi frá vígstöðvum síðari heimsstyrjaldarinnar. Dæmigerð stríðsáraframleiðsia, vel leikin af stjörnunum tveimur. Ziegfeld Follies (’46) gerist í himnaríki og sannarlega eru dansatriðin í hæstu hæðum, annað ekki. The Pirate (’48) er ábúðarmikil skrautsýning með Gene Kelly og Garland og tónlist eftir Cole. The Brigadoon (’54) er byggð á söng- leik eftir Lerner og Loewe um skoskan bæ sem verður sýnilegur einu sinni á öld. Myndin var sýnd á Minelli leikstýrði Judy Garland, eiginkonu sinni, á síðari hluta fimmta áratugarins í allnokkr- um myndum. Hér eru þau við tökur Till Clouds Roll By (’46). Bíórásinni í vetur. Kismet (’55) er hins vegar byggð á ævintýri úr 1001 nótt, íburðurinn ólýsanlegur. Allar þessar myndir eru ósviknar Minelli-myndir, fjörugar, stíl- hreinar, sannkallaðar stórsýning- ar þar sem hvert atriði, smátt sem stórt, er yfirleitt þaulhugsað. Inn á milli þessara gæðamynda kom An American In París (’51), ein besta mynd leikstjórans. The Band Wagon (’53) er einnig í fremstu röð, líkt og Gigi (’58). Minelli er frægastur fyrir söngvamyndirnar en var einnig ábyrgur fyrir allnokkrum drama- tískum verkum sem vöktu athygli, líkt og The Bad and the Beautiful (’52), með Kirk Douglas í miklum ham, ásamt Lönu Turner og Dick Powell. Douglas prýddi einnig Two Weeks in Another Town (’60). Besta mynd Douglas og Minellis leit dagsins ljós 1956, Lust For Life, ein aðalskrautfjöðrin á ferli þeirra beggja. Gamanmyndir voru efstar á blaði hjá leikstjóranum síðari árin. Designing Woman (’57), The Courtship of Eddies Father (’63) og Goodbye Charlie (’64), þykja lítt eftirminnilegar, The Father of the Bride (’50) er eina umtalsverða gamanmynd Minellis, sem sneri sér aftur að dramatíkinni undir lokin í The Sandpiper (’65). Enda- hnúturinn á löngum og gifturíkum ferli Minellis er A Matter of Time (’76) með dóttur hans, Lizu Min- elli, og mæðgunum Ingrid Berg- man og Isabellu Rosselini og verð- ur seint flokkuð með hans bestu verkum. Minelli var löngu búinn að lifa sitt fegursta þegar hér var komið sögu, og lést 1986, 83ja ára að aldri - eftir því sem best er vit- að, en fæðingarár hans er talsvert á reiki f mínum heimildum. Sígild myndbönd BANDARÍKJAMAÐUR í PARÍS American In Paris (51) ★★★★ Bandaríkjamaðurinn Jerry Mull- igan (Gene Kelly) sest að í París eft- irstríðsáranna til að þroskast sem listamaður. Rík ekkja (Nina Foch) heldur honum uppi og vill sitthvað fyrir snúð sinn, en Mulligan verður ástfanginn af Parísarfiðrildinu Lesl- ie Caron. Ekki feilnóta slegin í glæsi- legri MGM-framleiðslu. Minelli leik- stýrir af kunnri smekkvísi og fagmennsku og tónlist George Gershwin hefur ekki elst um dag á hálfri öld. Leikhópurinn er óaðfinn- anlegur; samt sem áður er þetta mynd snillingsins, stórdansarans Gene Kelly. Hann er ótrúlegur á dansgólfinu og kóreógrafían, dans- inn, tónlistin og leikstjórnin skapa slíka órjúfandi heild að hún ein held- ur nafni aðstandenda sinna á lofti um ókomin ár. GIGI1958 ★★★★ Gamaldags söngleikur eftir Lern- er og Lowe, kvikmyndaður af ósvik- inni fagmennsku Minelli. Byggður á leikriti eftir Colette og segir af ungri stúlku í París undir síðustu aldamót. Leslie Caron er óaðfinnanleg Gigi, landar hennar og kollegar í MGM- stjörnuskaranum, Louis Jordan og Maurice Chevalier, sömuleiðis. Þá má ekki gleyma ungversku kyn- bombunni Zsa Zsa Gabor, sem komst hér hvað næst stjörnuskininu. Myndin vann til 9 Óskarsverðlauna, þ.á m. flestra þeirra eftirsóttustu. Ein fyrsta myndin sem var tekin á söguslóðum enda er eitthvað óend- anlega og ósvikið franskt við þessa heillandi mynd. LUST FOR LIFE 1956 ★ ★★*/2 Það er orðið langt síðan þessi sjálfsævisögulega mynd um meist- ara Van Gogh var sýnd hérlendis á blómatíma Gamla Bíós. Kirk Dougl- as er minnisstæður sem Hollending- urinn geðtruflaði og Anthony Quinn gefur honum lítið eftir sem annar risi málaralistarinnar, Paul Gauguin, og uppskar Óskarsverðlaunin. Myndin fylgir ferli Van Goghs allt frá því hann dregur sína fyrstu mynd á striga uns hann er allur. Afburða vel gerð mynd í alla staði af flestum þeim sem koma henni nærri - en enginn skyggir þó á fjölmörg frum- verk málarans, sem prýða myndina. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.