Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 72
ATLANTSSKIP - ÁREIBANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitió upplýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl l, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, FÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Mál og menning og Vaka-Helgafell stefna að sameiningu í vor V eltan tæpir tveir milljarðar STJÓRNIR Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. hafa lýst yf- ir vilja til að stofna sameiginlegt fé- lag sem yflrtaki rekstur beggja fyr- irtækjanna. Stefnt er að því að undirrita endanlegan samning þess efnis í maí. Gengið er út frá því að eignar- hlutur beggja aðila verði jafn stór, eða 50%. Búist er við talsverðri veltuaukningu eftir sameininguna en samanlögð velta forlaganna á síðasta ári nam um 1,7 milljörðum króna. Þröstur Ólafsson, stjórnarfor- maður Mals og mennmgar, segist bjartsýnn fyrir hönd hins nýja fé- lags. Hann segir engan vafa leika á um að sóknarfæri séu til staðar í bókaútgáfu hér á landi. Að sögn Þrastar er þegar búið að afgreiða viljayflrlýsinguna innan stofnana Máls og menmngar eins og til þarf. Næst á dagskrá sé að gera eignarmat, skipa fram- kvæmdastjóra o.fl. Náist sam- komulag um öll atriði er stefnt að því að undirrita samning um sam- einingu Máls og menningar og Vöku-Helgafells í vor og verður stjórn hins nýja félags heimilt að óska eftir skráningu á Verðbréfa- þingi Islands. Að sögn Ólafs Ragnarssonar, stjórnarformanns Vöku-Helgafells, er ætlunin með stofnun hins nýja félags að vera betur í stakk búinn til að bregðast við erlendri sam- keppni sem menn búast við hér inn- an tíðar. Jafnframt er ætlunin að láta til sín taka á útgáfu- og miðlun- armarkaði erlendis. ■ í hringekju/36-37 Fj öltefli á Langjökli GARRI Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, skemmti sér konunglega og lék á als oddi í gær þegar hann tefldi fjöltefli við tíu skákmenn uppi á Langjökli, þrátt fyrir heldur hráslagalegt veður. Kasparov tvínónaði ekki við taflmennskuna, heldur lagði alla andstæðinga sína á innan við klukkutíma. ■ Rafmagn/6 ■ Öruggur/46 Breyting á vöru- - gjaldilækkar verð bifreiða FRUMVARP um breytingar á vörugjaldi af ökutækjum, sem fela í sér að algengir bílar geta lækkað um 6-7% var lagt fram á Alþingi í gær og afgreitt frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi í gærkvöldi með fyrirvara. Að sögn fjármála- ráðherra gætu tekjur ríkissjóðs ^ninnkað um 300-350 milljónir krónur á ári sé miðað við sama bílainnflutning og í fyrra. Frumvarpið felur í sér að í stað sex vörugjaldsflokka af dísil- og bensínknúnum bifreiðum verði að- eins tveir gjaldflokkar, 30% af bíl- um með 0-2.000 rúmsentímetra vélar og 45% af bílum með stærri vélar, hvort sem um dísil- eða bensínvélar er að ræða. Sam- kvæmt gildandi lögum eru þrír vörugjaldsflokkar af bensínbílum, þ.e. 30%, 40% og 65% fyrir vélar- flokkana 0-1.600, 1.601-2.500 og yfir 2.500 rúmsentímetra, og þrír flokkar af dísilbílum, þ.e. 30%, 40% og 65% fyrir vélarflokkana 0- ■».100, 2.101-3.000 og yfír 3.000 rúmsentímetrum. Þá lækkar vörugjald af vélsleð- um, bifhjólum og fjórhjólum úr 70% í 30% verði frumvarpið að lög- um. Vörugjald af bílum fyrir fatl- aða, sem eru sérstaklega búnir til flutnings á þeim, þ.m.t. búnir hjólastólalyftu, lækkar úr 30% í 10%. Vörugjald af bílum sem ætl- aðir eru til útleigu hjá bílaleigum verður eins og vörugjald af leigu- bílum, þ.e. 10% fyrir bíla með vél- ar 0-2.000 rúmsentímetra og 13% fyrir bíla með stærri vélar. Ekki þenslu- valdandi aðgerð ■» Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir að tilgangurinn sé að draga úr neyslustýringu, gera fleirum kleift að kaupa öruggari bíla, stuðla að kaupum á umhverf- © Gateway. isvænni bílum og draga úr tollsvik- um við innflutning á dýrum notuð- um bílum. Hann segir að með breytingunni geti orðið 2-3% verðhækkun á ákveðnum tegundum bíla en verð á bílum með 1.600-2.000 rúmsentí- metra vélum, sem eru algengustu bílarnir, geti lækkað um 6-7%. Aðrir bflar með stærri vélar gætu lækkað í verði um 10-12%. Fjármálaráðherra segir erfitt að meta heildaráhrif á ríkissjóð. Áhrifin ráðist m.a. af breytingum á eftirspurn og innflutningsmynstri. Þetta geti ekki talist þensluvald- andi aðgerð því í heildina tekið geti tekjutap ríkissjóðs orðið 300- 350 milljónir kr. á ári sé miðað við sama bílainnflutning og í fyrra. Garrí Kasparov hafði gaman af fjölteflinu á Langjökli í gær. Morgunblaðið/RAX Aform í kjölfar sameiningar Islandsbanka og FBA Skráning á erlendum markaði skoðuð TILKYNNT var um samþykktir stjórnar Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins og bankaráðs Islands- banka um sameiningu bankanna í gær. Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, segir að rétt sé að skoða hvort hlutabréf íslands- banka-FBA verði skráð á erlendum hlutabréfamarkaði, þar sem um áhugaverðan fjárfestingarkost fyrir erlenda fjárfesta sé að ræða. Samruni bankanna var kynntur fyrir starfsfólki og fjölmiðlum á fundi síðdegis í gær. Þar kom fram að starfsemi sameinaðs banka und- ir nafninu Íslandsbanki-FBA hefj- ist 2. júní, ef hluthafafundir beggja félaga samþykki samrunann. Skiptahlutfall við samrunann verð- m- Islandsbanki 51% og FBA 49%. Stærsti hluthafi í sameinuðum banka er FBA Holding, eignar- haldsfélag Orca-hópsins svokallaða, með 14,64%. FBA Holding er nú stærsti hluthafi í FBA. Lífeyris- sjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna eru næst- stærstu hluthafar með um 7% hvor. Íslandsbanki-FBA verður stærsti banki landsins hvort sem miðað er við eignir, útlán, eigið fé, tekjur eða markaðsverðmæti hluta- fjár, að því er fram kom í máli Vals Valssonar, bankastjóra Islands- banka á kynningarfundinum. Bankaráðin hafa lagt til að Valur Valsson og Bjarni Armannsson verði forstjórar Islandsbanka-FBA, Kristján Ragnarsson verði formað- ur bankaráðs og Eyjólfur Sveins- son verði varaformaður stjórnar sameinaðs banka. Starfsemi Íslandsbanka-FBA verður skipt upp í tvö meginsvið, fjárfestingarbankastarfsemi sem Bjarni Ármannsson er í forystu fyr- ir og viðskiptabankastarfsemi sem Valur Valsson stýrir. Vörumerki bankanna verða óbreytt. Fyrir- tækjasvið íslandsbanka, F&M, mun m.a. færast undir fjárfesting- arbankasvið sameinaðs banka og verða samhæft við starfsemi FBA á sama sviði. Starfsemi höfuðstöðva bankanna verður að öllum líkindum færð í höfuðstöðvar íslandsbanka á STEFNT er að því að bjóða út framkvæmdir við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar haustið 2001 og að fram- kvæmdir hefjist með fjárveitingu á árinu 2002. Þetta eru framkvæmdir upp á samtals 8,3 milljarða króna. Kirkjusandi þegar þar að kemur og verður skoðað vandlega að falla frá áformum um húsbyggingu FBA við Borgartún. Innan FBA mun verða sameinuð öll þjónusta við stærri fyrirtæki, fagfjárfesta, sprota- og hávaxtar- fyrirtæki, en innan Islandsbanka verður sameinuð öll þjónusta við einstaklinga, félög, sjóði, smærri fyrirtæki og stofnanir. ■ Stærsti banki/18 ■ FBA Holding/20 Samkvæmt jarðgangaáætlun sem Sturla Böðvarsson samgöng- uráðherra hefur lagt fram á AI- þingi fyrir árin 2000-2004 er gert ráð fyrir að leggja fyrir 100 millj- ónir kr. á þessu ári og 200 milljónir kr. á næsta ári til rannsókna vegna jarðganganna. Jarðgöng boðin út haustið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.