Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Björn Blöndal Kef lavíkurstúlkurnar voru ánægðar eftir að þær höfðu lagt KR-inga að velli í Keflavík í gærkvöldi. Kef lavík stendur jafnfætis KEFLAVÍKURSTÚLKUR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KR-stúlkur 68:61 í æsispennandi leik í úrslitum 1. deildarkeppninnar I körfu- knattleik í Keflavík I gærkvöldi. Þetta var annar leikur liðanna og erstaðan nú jöfn 1:1. Þriðji leikurinn ferfram á fimmtudags- kvöldið í KR-heimilinu en það lið sem fyrr sigrar í 3 leikjum hlýtur íslandsmeistaratitilinn. Eyjólfur hættir með Stjömuna EYJÓLFUR Bragason, sem þjálfaði kvennalið Stjörn- unnar í handknattleik í vet- ur, verður ekki áfram með liðið á næsta tímabili. Þor- steinn Gunnarsson, for- maður handknattleiksdeild- ar Stjörnunnar, sagði að Eyjólfur hefði ákveðið að hætta þjálfun liðsins en að þjálfarinn hefði unnið gott starf undir erfiðum kring- umstæðum. „Við í Stjörn- unni vorum ánægðir með störf Eyjólfs í vetur en ljóst er að liðið verður að finna nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil.“ Stjaman hafnaði í sjöunda sæti á liðnu timabiii og tapaði fyrir Gróttu/KR í átta liða úrslitum Islands- mótsins. Sigurlaug f rá Val SIGURLAUG Rúna Rúnars- dóttir, leikmaður bikar- meistara Vals í handknatt- Ieik, mun að öllum likindum ekki Ieika með liðinu næsta vetur. Sigurlaug hyggst flytjast búferlum til Dan- merkur og leika handknatt- leik í efstu eða 1. deild þar í landi næsta vetur. ■ FALUR Harðarson og félagar í finnska liðinu Honka byrjuðu ekki vel í úrslitakeppninni í körfuknattleik. Liðið tapaði fyrir Huima í fyrsta leiknum á heima- velli 66:81. Mjög óvænt úrslit enda var Honka fyrsta lið í úrslit en Huima síðasta. Falur gerði sex stig og stal boltanum tvívegis. ■ HONKA sigraði síðan á sunnu- daginn er liðin mættust öðru sinni, nú á heimavelli Huima. Ur- slitin urðu 62:58 eftir að Falur og félagar höfðu verið 37:29 undir í leikhléi. Falur kom lítið við sögu í leiknum, lék í þrjár mínútur og skaut einu sinni en hitti ekki. Lið- in mætast á ný á miðvikudaginn. ■ HERBERT Arnarson og félag- ar í hollenska liðinu Donar féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslita- keppninnar þar í landi. Donar tapaði 76:85 í oddaleik við Image Center. Herbert gerði 13 stig í leiknum en það dugði ekki til. ■ ANDRI Sigþórsson KR-ingur er kominn heim eftir nokkurra vikna dvöl hjá enska knatt- spyrnufélaginu Bolton og verður tilbúinn í slaginn með íslands- og bikarmeisturunum í vor. Andri missti af mestöllu síðasta tímabili vegna veikinda. ■ EYDíS Konráðsdóttir úr Kefla- vík hefur synt vel að undanförnu þrátt fyrir mikið álag við æfingar við Australian Institute of sport í Canberra í Ástrahu. Um síðustu helgi tók hún þátt í móti og syndi 100 metra flugsund á 1.04,30 í undanrásum og 1.03,94 í úrslitum, en met hennar er 1.02,98. ■ AÐ sögn kunnugra er þetta góður árangur hjá Eydísi þar sem hún hefur æft mjög mikið að undanförnu og syndir um 14 kíló- metra á dag og var því óhvfld þegar hún tók þátt í mótinu. Eydís mun reyna við ólympíulág- mörkin á móti í Frakklandi síðari hluta maí ásamt íslenska ólymp- íuhópnum. Keflavíkurstúlkur léku mjög vel í fyrri hálfleik og lögðu grunn- inn að góðum sigri, en í hálfleik var staðan 35:21. Þær R... Anna María Sveins- Btöndal dóttir °g Er]a Þor- skrifar steinsdóttir voru frábærar. Þær fór lengstum á kostum í leiknum og saman settu þær 50 stig. KR-stúlkur léku án Hönnu Kjartansdóttur sem var veik og hlýtur að muna um minna. KR-stúlkurnar börðust þó vel í síðari hálfleik þar sem þær sneru taflinu við og með smá heppni hefði sigurinn þá allt eins getað orðið þeirra. „Það var slæmt að missa þær svona langt frá sér í fyrri hálfleik sem var fyrst og fremst vegna þess að liðið lék ekki eins og fyrir það var lagt. En ég er ánægður með síðari hálfleikinn, því þá sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr,“ sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR eft- ir leikinn. „Byrjunin hjá okkur var góð, en í síðari hálfleik sló pressuvörn KR okkur út af laginu um tíma, en eftir að við höfðum náð áttum snerist leik- KIEL varð um helgina þýskur bikarmeistari í handknattleik þriðja árið í röð, en liðið lagði Flensburg 26:25 í framlengdum úrslitaleik. Liðið hefur nú sett stefnuna á að vinna deildina og meistaradeild Evrópu. Úrslitaleikirnir í bikarkeppni handboltans í Þýskalandi voru af- ar spennandi. f undanúrslitum mættust Flensburg og Minden annars vegar og Kiel og Frank- furt hins vegar. Leikur Flens- burg og Minden varð aldrei spennandi því Flensburg hafði öll urinn aftur okkur í hag. Þetta var ákaflega mikilvægur sigur fyrir okk- ur, og gefur okkur byr undir báða vængi,“ sagði Kristinn Einarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. tök á leiknum og vann öruggan 27:20-sigur. Kiel sem fyrirfram var talið öruggt í úrslit lenti hins vegar í miklu basli með lið Frankfurt en vann 26-24 eftir framlengdan leik. Nicolaj Jacob- sen, sem gerði 13 mörk fyrir Kiel og Staffan Olsen sem gerði 9 voru mennirnir á bak við sigur liðsins. Úrslitaleikurinn var svo æsi- spennandi þar sem Kiel hafði undirtökin en lið Flensburg var aldrei langt undir. Thomas Knorr, besti maður Flensburg KR Bestar í liði Keflavíkur voru þær Anna María Sveinsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir eins og áður sagði. Vítanýting Erlu var afbragðsgóð og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar Keflavík var að snúa leiknum aftur sér í hag. Bandaríska stúlkan Christ- ie Cogley hafði ekki heppnina með sér í skotanýtingunni en setti samt mikilvæg stig. Bestar í liði KR voru þær Deanna Tate, Emilie Ramberg og Gréta M. Grétarsdóttir. og fyrrverandi leikmaður Kiel, skoraði jöfnunarmarkið um leið og flautan gall við og tryggði Iiði sinu framlengingu. Kiel var hins vegar sterkara á lokasprettinum og vann sanngjarnan 26:25-sigur. Þetta er þriðja árið í röð sem Kiel vinnur bikarinn og sagði Uwe Schwenke, framkvæmdastjóri liðsins, að leik loknum að nú væri stefnan sett á þrennuna, en liðið á góða möguleika á að vinna deildart itilinn og sem kunnugt er leikur liðið til úrslita við Barcel- ona i meistaradeild Evrópu. Aron ennþá frá keppni ARON Krisljánsson er ekki enn búinn að jafna sig af hnémeiðsl- um sem hann hlaut fyrir síðustu áramót. Af þeim sökum hefur hann ekki enn getað leikið með danska meistaraliðinu Skjern á þessu ári og svo gæti farið að hann missti af þeim þremur deild- arleikjum sem eftir eru. Fyrir mánuði stóðu vonir til þess að Ar- on gæti byrjað að leika í byrjun apríl, en í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði hann að svo yrði ekki. í besta falli næði hann að vera með í síðasta leiknum í deildinni við Kolding á útivelli. „Þetta er verulega farið að taka á mann. Upphaflega var talið að ég myndi jafna mig á örfáum vikum en nú eru liðnir þrír mánuðir og ég er ekkert farinn að spila enn,“ segir Aron. Slqern á þrjá leiki eftir og þarf helst að vinna þá alla til þess að tryggja sér í Ijögurra liða úrslitakeppni um danska meistara- titilinn. „Það kann svo að fara að við komumst ekki í úrslita- keppnina en það eru fimm lið að berjast; um sætin fimm og það má ekkert bera útaf,“ segir Aron. „Ef við komumst ekki í úr- slitakeppnina þá leik ég ekkert fyrr en næsta haust þegar nýtt túnabil hefst.“ Bikarinn til Kiel Sigurður I hættur meðHK SIGURÐUR Valur Sveinsson er hættur sem þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs HK í handknattleik en ! hann hefur stjómað Kópavogsliðinu undanfarin fimm ár. Ferli hans sem 1 leikmanns er þar með að líkindum endanlega lokið en Sigurður, sem er 41 árs, tók fram skóna að nýju eftir áramótin og lék með liðinu á loka- spretti 1. deildarinnar og í úrslita- keppninni. Reiknað er með að allir aðrir leik- menn HK verði áfram hjá félaginu, enda allir samningsbundnir út næsta i tímabil. Þó eru líkur á að Alexander Amarson fari til Regensburg í Þýskalandi. Sexút- lendingar hjá Leiftri í SEX erlendir leikmenn, sem hyggj- í: ast leika með Leiftri frá Ólafsflrði í efstu deild í knattspyrnu í sumar, em komnir til liðsins. Brasilíumenn- imir Alexandre Barreto Dos Santos, Alexandre Da Silva Braga og Sergio Luis De Macedo komu um síðustu helgi en áður vom Færeyingarnir Sámal Jensen, Jens Martin Knud- sen, þjálfari liðsins, og Jens Erik Rasmussen komnir til félagsins. Þá í em Hlynur Jóhannsson, frá Víði, og f; Hörður Már Magnússon, Val, komn- f ir til Leifturs. Félagið hefur misst tvo leikmenn: Pál Guðmundsson, í ÍBV, og Uni Arge, sem fór í ÍA. Óvæntur i sigur hjá Gústaf ogfé- lögum WILLSTÁTT vann Wetzlar óvænt 27:23, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á sunnu- daginn. Gústaf Bjarnason skor- aði eitt mark fyrir Willstatt en Magnús Sigurðsson komst ekki á blað. Sigurður Bjarnason gerði tvö, þar af eitt úr víti, fyr- ir Wetzlar. Willstatt er í 17. sæti í 18 liða deild og hefur enn tök á að bjarga sér frá falli. Wuppertal, lið Heiðmars Felixsonar, Valdi- mars Grímssonar og Dags Sig- urðssonar, er í þriðja neðsta sæti. Wetzlar er í ellefta sæti. Patrekur Jóhannesson skor- aði fimm mörk, þar af tvö úr víti, er Essen lagði Dormagen 24:17 í þýsku 1. deildinni um helgina. Daði Hafþórsson gerði eitt mark sem og Róbert Sig- hvatsson fyrir Dormagen. Ess- en er í áttunda sæti en Dorm- agen í 15. sæti. „Við lentum 5:0 undir í byrj- un og náðum aldrei að komast nær þeim en tvö mörk. Þegar upp var staðið máttum við þakka fyrír að tapa ekki með meiri mun,“ sagði Róbert Sig- hvatsson við Morgunblaðið. Héðinn Gilsson lék einnig með Dormagen en náði sér ekki á strik. Hann á við meiðsli í hné að stríða og verður ekki með liðinu gegn Kiel á útivelli annað kvöld. „Það eru mikil forföll hjá okkur og ekki vænlegt að sækja Kiel heim með vængbrotið lið,“ sagði Róbert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.