Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 4
MöRGUNBLAÐIÐ 1 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 ÍÞRÓTTIR Herdís Sigurbergsdóttir, hand- knattleikskona og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, er nýlega komin heim frá Þýskalandi þar sem hún gekkst undir aðgerð. Grædd var í hana hósin, en hásinin sem hún sleit í landsleik gegn Rússum í febrúar 1999 greri ekki og um tíma var útlitið allt annað en bjart hjá þessari miklu afrekskonu. Þegar öll sund virtust lokuð og litlar sem engar líkur taldar á að Herdísi tækist að vinna bót meina sinna fékk hún þær upplýsingar að Jón Arnar Magnússon tugþrautar- kappi væri í meðferð hjá þýskum lækni, dr. Jontschew, og að sá hefði áhuga á að fá hana til skoðun- ar. Varð það úr að hún og eigin- maður hennar, Jörundur Áki Sveinsson, héldu til Þýskalands í nóvember síðastliðnum. „Þegar við fórum fyrst út vorum við mjög efins um að það myndi nokkuð gagnast. Auðvitað vill mað- ur vera hér heima hjá sínum lækn- um, sinni fjölskyldu og allt það. En Jón Arnar sem var samtímis okkur hjá dr. Jontschew í fyrstu ferðinni var okkur mikill stuðningur og það var eins og vera hans þar gerði þetta allt raunverulegra fyrir okk- ur.“ Herdís segir að móttökurnar í nóvember hafi auk þess verið frá- bærar og meðhöndlunin sem hún fékk veitti þeim mikla trú á lækn- inum og vissu um að hann vissi ná- kvæmlega hvað það var sem hann var að fara út í og að hann væri til- búinn í slíka aðgerð. Kvalafullir dagar „Hann gaf okkur í raun nýja von og það var gott að fá þennan mögu- leika á þessum tímapunkti þar sem öll sund virtust vera lokuð og ein- ungis eftir sá möguleiki að fara í mjög áhættusama aðgerð, aðgerð sem læknirinn minn hér heima mælti sjálfur frekar með að sleppa.“ Við skoðun í nóvember kom í ljós að drep var komið í hælbeinið þannig að Herdís var send heim í þriggja mánaða undirbúningstíma. Hún þurfti að sprauta sig á hverj- um degi og fara í rafbylgjumeðferð til að byggja upp kálfavöðvann. Hinn 29. febrúar rann stóra stund- in upp, aðgerðardagur. Aðgerðin tók um þrjár og hálfa klukkustund en fyrstu dagarnir á eftir voru Herdísi erfiðir. Hún fékk ekki þau verkjalyf sem hún var vön og þau sem hún fékk slógu ekki á verkina. A þeim tíma sagði hún að það hefði verið henni mikill styrkur að hafa Jörund hjá sér. Bægi frá mér neikvæðum hugsunum Annað nefnir hún til sögunnar og það er viðtal við unga stúlku sem birtist í tímaritinu Mannlífi skömmu eftir að þau komu heim. Unga stúlkan fékk æxli í heilann, háði hetjulega baráttu við dauðann og hafði sigur. „Þegar maður les greinar eins og þessa gerir maður sér grein fyrir því hvað maður á í raun gott. Hjá þessari stúlku var enginn millivegur, það var annað- hvort líf eða dauði. Að heyra sögur eins og þessa verður til þess að maður nær að bægja frá sér nei- kvæðum hugsunum sem óneitan- lega leita á mann á stundum." Herdís segir að hennar markmið með ferðinni til Þýskalands hafi fyrst og fremst verið það að gera henni lífið hér heima bærilegra. „Það að geta gengið óhölt og fá það góðan bata að ég komist aftur til vinnu og að ég geti fengið aftur þetta eðlilega hefðbundna fjöl- skyldulíf sem ég þekkti áður en hásinin slitnaði. Allt umfram það, ef verður, er bónus.“ Þýska stórblaðið Bild hafði spurnir af aðgerðinni og flutti af henni fréttir. Þar fullyrðir blaðið að Herdís muni leika handknattleik að nýju og að hún muni verða jafn góð og fyrr. En Herdís tekur slík- um fréttum með ró. „Læknarnir gáfu þessu mjög góða von, en ég er á mjög krítísku tímabili núna. Beinígræðslan þarf að ganga og þetta þarf að gróa vel. Ef það gengur eftir þá hafa þeir gefið mér von um góðan bata. amina drauma Sagtfráað- gerðinni í Bild AÐGERÐIN á Herdísi Sigurbergsdóttur vakti nokkra athygli í Þýska- landi og þýska blaðið Bild birti grein með mynd um aðgerðina. I þeirri grein kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem nákvæm- lega svona aðgerð sé framkvæmd og jafnframt gefið í skyn að Herdís eigi eftir að leika hand- Saumar teknir eftir hásinaraðgerðina á Herdísi í Þýskalandi. „Það sem situr helst eftir er að það er ekkert sem bætir manni það upp að vera kippt út úr þessu daglega lífí. Auð- vitað eru fjárhagsáhyggjurnar og allt það erfíðar og ekki er á það bætandi að manni líður illa, en þessi kúvending sem varð hjá fjölskyldunni breytti mjög miklu,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir í viðtali við Ingibjörgu Hinriksdóttur. ______Hásin var grædd í Herdísi í_____ Þýskalandi á dögunum. Hvort það þýði það að ég geti spil- að handbolta aftur vil ég ekki segja. Ég á mína drauma og vona að þetta gangi svo vel að ég verði eins og ný. En ég er samt með báða fætur á jörðinni. Það myndi svo innilega duga mér að fá þessa heilsu aftur sem ég þarf til að geta sinnt mínum störfum hér heima fyrir og í vinnu.“ Margir studdu við bakið á okkur Fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, og stend- ur í þessu hefðbundna basli hlýtur þetta að hafa verið reiðarslag og Herdís tekur undir það. „Þetta leit ekki vel út í byrjun. Læknirinn sem meðhöndlaði mig hér heima taldi ekki nauðsyn á því að ég færi út í aðgerðina og vildi ekki skrifa uppá vottorð um slíkt til Tryggingastofnunar. Ég leitaði því til Stefáns Carlssonar læknis og hann var sammála mér um nauðsyn þessarar aðgerðar og taldi það mjög eðlilegt að ég leitaði allra leiða til að fá bót meina minna. Þetta varð til þess að Trygginga- stofnun samþykkti það að greiða fyrir allan minn kostnað í þessari ferð. Við þurftum því aðeins að kljúfa ferðakostnað og uppihald fyrir Jörund. Það tókst með góðri hjálp fólksins míns í Garðabæ sem hélt Stjörnudag okkur til stuðnings og margra annarra sem studdu við bakið á okkur. Allt þetta fólk er al- veg yndislegt og við eigum því mjög mikið að þakka. Búið að reyna mikið á fjölskylduna Ég var í fullri vinnu þegar þetta gerðist en hef ekkert unnið í rúma tólf mánuði og mun ekki komast í vinnu fyrr en í fyrsta lagi í septem- ber, ef allt gengur upp. Auðvitað er þetta búið að reyna á fjölskylduna en við eigum svo góða að, fjöl- skylda, vinir og margir aðrir hafa stutt við bakið á okkur og verið al- veg dásamlegir í þessum hremm- ingum. Það erfiðasta er yfirstaðið, en þetta er ekki búið. Við eigum líka Tryggingastofnun og Stefáni Carlssyni mikið að þakka og ef þeirra stuðningur hefði ekki komið til þá hefði það kollsteypt öllu.“ Er ofsalega reið ennþá Hvernig er það fyrir keppnis- manneskju og orkubolta eins og þig að vera kippt svona út úr þessu lífsmynstri sem þú hefur alist upp við og tileinkað þér? „Þetta hefur verið að koma svona smátt og smátt. Ég á t.d. auðveldara með að fara á leiki og vera áhorfandi heldur en ég var fyrst. En ég er langt því frá búin að sætta mig við það að eiga þess ekki lengur kost að vera inná vell- inum. Það sem situr helst eftir er að það er ekkert sem bætir manni það upp að vera kippt út úr þessu daglega lífi. Auðvitað eru fjár- hagsáhyggjurnar, og allt það, erf- iðar og ekki er á það bætandi að manni líður illa, en þessi kúvending sem varð hjá fjölskyldunni breytti mjög miklu. Mér finnst ég taka þessu vel, þótt ég sé ofsalega reið ennþá. Dagarnir líða hægt Dagarnir líða hægt og stundum bara alls ekki. Ég má ekki vera mikið á ferli en hef þó reynt að komast út og jafnvel í íþróttahúsið á einn og einn leik. En annars er ég í rúminu og fer þaðan í sófann þar sem ég er farin að finna mér verkefni til að dunda mér við.“ Það er ekki hægt að komast hjá því að fá þig til að spá í úrslitaleik- ina hjá Gróttu KR og ÍBV. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að þessi lið skyldu komast alla leið í úrslitaleikina. Ég tek það þó fram að bæði þessi lið áttu það svo sannarlega skilið að komast í þessa stöðu, svona þegar upp var staðið. Mín reynsla af því að fara til Eyja hefur ekki verið góð í gegnum tíðina og þessi heimaréttur er mjög sterkur, sér- staklega þegar komið er til Eyja. Ef ÍBV spilar með þessari miklu leikgleði og krafti eins og þær hafa verið að gera í úrslitakeppninni getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.