Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 6
MÖRGÍ'NBLÁDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 KORFUKNATTLEIKUR Rafmögn- uð spenna í Grindavík ÞAÐ þarf oddaleik til að fá fram úrslit f rimmu Grindvíkinga og Hauka því að heimamenn í Grindavík sigruðu Hauka í æsispenn- andi leik á sunnudagskvöld 83:80 eftir að vera 42:36 yfir í leik- hléi. MorgunDiaoio/Arnaiaur Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, nær ekki að stöðva Alexander Ermol- inskij, sem lék mjög vel með Grindavíkurliðinu gegn Haukum. Fyrir leikinn voru þjálfarar lið- anna spurðir um það hvernig líðan þeirra væri og hvemig þessi leikur færi. Einar Garðar Einarsson, þjálfari Vignisson Grindvíkinga, var ró- skrífar legur og sagði:,, Mér líður ágætlega og það er nú eða aldrei. Við höfum spil- að vel heima, skotin hafa verið að detta þar en ekki í Hafnarfirði. Það hefur verið þannig í þessum leikjum að það lið sem byrjar vel vinnur leik- inn. Við ætlum því að byrja af krafti.“ ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ekki síður rólegur. „Mér líður ágætlega, maður er alltaf stressaður fyrir svona leiki, þetta er stórleikur. Eg ætla rétt að vona að við séum til- búnir því ef við emm það ekki núna þá verðum við það aldrei. Það er mik- ilvægt að klára þetta hér því að heimaleikvöllurinn skiptir ekki eins miklu máli þegar í oddaleik er komið. Við megum því ekki lenda í því.“ Það var annars Brenton Birming- ham sem hóf leikinn með látum og var hreint ótrúlegt að horfa upp á margt sem hann gerði. Það hlýtur að vera einsdæmi að leikmaður í úr- slitakeppninni skori 20 af fyrstu 22 stigum síns liðs en það gerði einmitt drengurinn. Það leið sjö og hálf mín- úta þar til einhver annar en Brenton skoraði og það tók 12 mínútur að fá þá næstu. Aðrir leikmenn vom þó að skjóta í liði heimamanna en hittu ein- faldlega ekki. Annars var leikurinn í jámum all- an fyrri hálfleikinn en Grindvíkingar þó alltaf skrefinu á undan. Guð- mundur Bragason var áberandi í leik gestanna og skoraði 10 stig í fyrri hálfleiknum og var sterkur í vörn- inni. Þegar 15 mínútur vora liðnar áttu Haukarnir í fyrsta skipti tæki- færi á að komast yfir í stöðunni O’Neal var óstöðvandi NÚ er skemmtilegur tími í deildarkeppninni í NBA-deildinni. Venju- lega er barátta um að komast í úrslitakeppnina, en nú er nokkuð Ijóst hvaða lið munu verða í átta efstu sætunum í austur- og vestur- deild. Flest liðin eiga aðeins um tíu leiki eftir og stendur barátta þeirra bestu nú um að komast í sem hæst sæti. (vesturdeildinni hefur Los Angeles Lakers yfirburði, en geysileg barátta er um sig- urinn í miðvestur-riðlinum. í austurdeildinni stendur Indiana Pacers best að vígi en Miami Heat og New York Knicks gera sér enn vonir um að ná efsta sætinu með góðum endaspretti. Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandarlkjunum Fyrir keppnistímabilið var spá flestra að Portland væri með besta liðið í sterkri vesturdeildinni og að þrjú til íjögur lið myndu berjast um sigurinn í austur- deildinni. Það sem komið hefur mest á óvart er að sjálfsögðu framganga Los Angeles Lakers. Jerry Buzz, eigandi Lakers, og Jerry West, framkvæmdastjóri þess, sögðu báðir í viðtölum í síðustu viku að Phil Jackson hefði náð að bæta leik liðsins mun fyrr en þeir áttu von á. „Phil hefur breytt hugarfarinu hjá öllum og það hefur verið unun á að horfa hversu vel liðið spilar saman. Hann hefur meira að segja náð að fá þá Kobe (Bryant) og Shaquille (O’Neal) til að vinna vel saman til að fá sem mest út úr liðinu," sagði West um framlag Jacksons. Leikmenn Lakers era nú komnir í þá stöðu í vesturdeildinni að eina takmark þeirra er að ná sjötíu sigr- um, sem aðeins fáum liðum hefur tekist í sögu deildarinnar. Stórleikur helgarinnar var viður- eign Lakers og New York Knicks í Staples Center og var hann ein- kennandi fyrir yfirburði Los Angel- es undanfarið. Heimamenn yfirspil- uðu og unnu öragglega, 106:82. Sigur Lakers er enn ein vísbending- in um hversu stórt bil er á milli liðs- ins og bestu liðanna í austurdeild- inni. Los Angeles hefur unnið 27 af 30 leikjum sínum gegn liðunum í austurdeildinni og nái liðið að sigra í úrslitakeppni vesturdeiidarinnar ættu körfuknattleiksáhugamenn að snúa sér að öðram hugðarefnum í lokaúrslitunum. Shaquille O’Neal sýndi enn einu sinni af hverju hann verður valinn leikmaður ársins í deildinni. Hann skoraði 34 stig, tók tólf fráköst og varði fimm skot að auki. Hann yfir- spilaði Patrick Ewing og aðra þá sem honum vora sendir til hjálpar. Átök Kobe Bryant og Chris Childs um miðjan seinni hálfleikinn gætu leitt til leikbanns hjá báðum leik- mönnum, en þeir vora báðir reknir í sturtu eftir handalögmál þar sem Childs var upphafsmaðurinn. „Það er erfitt að bjóða hinn vang- ann í hita augnabliksins þegar mað- ur hefur verið kýldur. Kobe var bara að reyna að verja sig,“ sagði O’Neal við fréttamenn NBC-sjónvarps- stöðvarinnar í leikslok. Portland virðist öraggt um þriðja sætið í vesturdeildinni, en baráttan stendur um sigurinn í miðvestur- riðlinum og þar með annað sætið inn í úrslitakeppnina. Tap Utah á laug- ardag gegn Denver gaf bæði Phoen- ix og San Antonio tækifæri á að bæta stöðu sína á sunnudag. Phoenix vann góðan sigur á útivelli gegn Minnes- ota, 87:86, og hagur Suns vænkaðist þegar Kevin Johnson hóf leik að nýju eftir tveggja ára fjarveru. Johnson var búinn að leggja skóna á hilluna, en ákvað að hjálpa liðinu það sem eftir er af keppnistímabilinu vegna meiðsla annarra leikmanna. Penny Hardaway lagði grunninn að sigri Suns með 22 stigum. Meisturanum í San Antonio tókst ekki að minnka bilið er liðið tapaði 88:84 í Miami. Jamal Washburn átti stórleik hjá Heat og skoraði 26 stig, en sami stigafjöldi hjá David Robin- son dugði ekki til. Með sigrinum vænkaðist hagur Miami á toppnum í Atlantshafs-riðl- inum eftir ósigur New York. Indiana Pacers vann einnig góðan sigur á sama tíma í Toronto, 104:83. Jalen Rose var stigahæstur leikmanna Indiana með 23 stig. Indiana virðist standa með pálmann í höndunum í baráttunni um efsta sætið í austur- deildinni. Það kann þó að skipta litlu máli á endanum hvaða lið kemur til með að sigra í úrslitakeppni deildar- innar. Bæði Los Angeles og Port- land virðast líkleg til að fara létt með að vinna sjö leikja seríuna í lokaúr- slitunum ef marka má þá yfirburði sem liðin virðast hafa. Ef úrslitakeppnin hæfist í dag myndu eftirtalin lið leika saman í fyrstu umferðinni í vesturdeild: Los Ángeles Lakers - Seattle, Utah Jazz - Sacramento Kings, Portland - Minnesota, San Antonio Spurs - Phoenix Suns. í Austurdeildinni myndu mætast Indiana Pacers - Orlando Magic, Miami Heat - Detroit Pistons, New York Knicks - Toronto og Philad- elphia - Charlotte. 30:30. Ekki gekk það og heimamenn náðu aftur forskoti og vora 42:36 yfir í leikhléi. I síðari hálfleik höfðu heimamenn forastu til að byrja með, Brenton Birmingham hafði hægar um sig en í þeim íyrri. Góður kafli Hauka eftir rúmar sjö mínútur þar sem þeir gerðu 10 stig í röð sneri leiknum þannig að Haukar komust í fyrsta skipti yfir. Gestirnir skoraðu síðan næstu körfu en eftir það var hníf- jafnt til loka leiks. Haukarnir misstu Sigfús Gizurar- son útaf með 5 villur þegar rúmlega sjö mínútur vora eftir við mikil fagn- aðarlæti áhorfenda á bandi heima- manna því Sigfús hafði leikið vel. Annars vora það áhorfendur á bandi gestanna sem höfðu betur í hrópum í leiknum. Þegar þrjár mínútur vora til loka var staðan 76:76 og púlsinn hjá flest- um á staðnum kominn á hættusvæði. Haukarnir komust yfir þegar 1 mín- úta og 48 sekúndur vora eftir. Sókn heimamanna misiukkaðist þrátt fyr- ir góð færi, Haukarnir náðu ekki að skora í sinni næstu sókn. Þegar rúm- lega mínúta var til loka leiks var komið að þætti Bjarna Magnússonar í liði heimamanna. Bjarni setti niður þriggja stiga körfu og kom heima- mönnum yfir. Haukum mistókst að skora og Bjarni setti niður þriggja stiga körfu þegar 34 sekúndur voru eftir. Þá tók Jón Arnar, fyrirliði Hauka, boltann og labbaði í gegnum vörn heimamanna og minnkaði for- skotið í 2 stig þegar 26 sekúndur vora eftir. Brotið var á Bjama. Hann nýtti fyrra skotið en ekki það síðara og Haukamir brunuðu upp og höfðu nægan tíma en Marel Guðlaugssyni mistókst í tveimur tilraunum við þriggja stiga skot og heimamenn fögnuðu sigri. „Það var eins gott að ég hitti þarna í lokin," sagði Bjarni Magnússon. Bestir í liði heimamanna voru þeir Brenton Birmingham sem skoraði 34 stig eins og í síðasta heimaleik. Þá átti Alexander Ermolinskij góðan leik og Bjarni Magnússon skoraði mikilvæg stig í blálokin og tryggði sigur. Hjá gestunum áttu Grindvík- ingamir í liðinu báðir góðan leik og Jón Arnar Ingvarsson átti fínan leik. Marel Guðlaugsson átti góðan leik og Guðmundur Bragason átti stórleik í vöm og sókn. Guðmundur tók 9 frá- köst og skoraði 23 stig. Urslitakeppnin körfuknattleik 2000 Fjórði leikurinn í undanúrslitunum, leikinn í Grindavík 2. april 2000 GRINDAVÍK HAUKAR 83 Skoruð stig 80 19/21 Vítahittni 18/24 6/21 3ja stiga skot 8/22 22/37 2ja stiga skot 20/36 22 Varnarfráköst 30 6 Sóknarfráköst 5 13 Bolta náð 7 6 Bolta tapað 9 19 Stoðsendingar 11 20 Villur 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.