Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SKIÐI ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 B 9 SKÍÐI Systkinin hlaðin gulli SKÍÐAFÓLK nýtti sér góðan samning mótstjórnar Skíðalands- mótsins við veðurguðina og flykktist í Skálafell um helgina til að fylgjast með öllu besta skíðafólki landsins spreyta sig í hinum ýmsu greinum og líka til að láta Ijós sitt skína í Ijómandi veðri. Mesta athygli hinna yngri sem eldri vakti eflaust Kristinn Björns- son, sem gert hefur garðinn frægan á svigbrautum meðal þeirra allra bestu í heiminum enda sigraði hann í báðum sviggreinum mótsins - ekki þó t stórsvigi þar sem Björgvin Björgvinsson hafði betur. En það voru fleiri sem fengu verðskuldaða athygli, til dæmis systkinin Katrín og Ólafur Th. Árnabörn, sem kepptu hvort um sig þrívegis í göngu og unnu í hvert sinn. Keppendur voru rúmlega 120 í alpagreinum, 40 í norrænum göngugreinum, og á snjóbrettamót- inu, sem var sýning- o,p«n argrein í þetta sinn Stefánsson en verður líkleSa skrifar fullgild grein að ári, voru þátttakendur um 40 og skemmtu sér hið besta. Þó að sum Skíðalandsmót hafí verið fjölmennari og gefið fleiri punkta var mál manna að vel hefði til tekist og þátttaka Kristins mæltist vel fyrir. Ekki bara vegna þess að skíðafólk var orðið langeygt eftir að sjá piltinn berum augum heldur dró hann að fjölda erlendra kepp- enda. Góður árangur hans í heims- bikarmótum gerir það að verkum að vægi mótsins eykst og meiri möguleikar eru fyrir upprennandi skíðamenn á að safna sér alþjóðleg- um styrkleikastigum, FIS, sem hjálpar mikið til við rásröð á skíða- mótum erlendis. Til þess þurftu þeir þó að leggja sig alla fram því ekki mátti muna mörgum sekúnd- um á þeim og Kristni og það gerðu þeir ósvikið enda voru að sögn Kristins sjálfs fleiri áhorfendur meðfram brautunum en á flestum heimsbikarmótum. í þetta sinn komu 19 erlendir skíðakappar víðs- vegar að, svo sem Norðurlöndum, Hollandi, Japan og Ástralíu. Ekki spillti fyrir að mörg félög héldu á sama tíma minni mót og æfingar í skíðasvæðinu í Skálafelli svo að það var mikið af krökkum, sem fylgdust með hetjum sínum. Til að bæta um betur lögðu veðurguðirnir lóð sitt á vogarskálarnar því eftir rysjótta tíð leit út fyrir að bera þyrfti salt og fleiri efni í svigbrautirnar alla helgina en á elleftu stundu kom frost svo að færið var eins það best gerist að sögn eftirlitsmanns Al- þjóða skíðasambandsins. Líklega mæddi mest á Þresti Má Sigurðssyni mótstjóra, sem var af- ar sáttur í mótslok. „Það er frábært þegar allt gengur upp - ekki síst veðrið og ég hef aldrei séð svona mikið á fólki að horfa á því oft hefur verið erfitt að fá fólk á mót, sem eru haldin í næsta nágrenni við Reykjavík. Líklega hefur Kristinn heillað líka og líka gaman að sjá hve brettakeppnin gekk vel,“ sagði Þröstur Már en starfsmenn voru um 180 alls. „Það var líka auðvelt að fá starfsfólk til að vinna á þessu móti og sérstaklega þakkarvert hve það lagði mikla vinnu á sig, annars væri ekki hægt að halda slíkt mót.“ Hvar eru trén? INGAR Botten var eftirlitsmaður Alþjóðaskíðasambandsins og fylgdist með hvort allt færi fram eftir settum ströngum reglum. „Skíðafærið er gott og aðstaðan líka, tímasetning hef- ur haldist vel og öll vandamál, sem komið hafa upp hafa verið leyst svo að hér er allt samkvæmt bókinni. Til dæmis undir- bjuggu starfsmenn brautina mjög vel og voru tilbúnir að setja í hana salt til að styrkja hana og gerðu allt rétt. Svo er gaman að það er mikið af fólki og ég held að það verði gott að halda hér keppni síðar því það er mikið af áhugasömum krökkum, ég hef séð nokkra efnilega sem geta náð langt ef þeir halda áfram og sleppa við meiðsl,“ sagði Botten. Hann starfar sem eftirlitsmaður við 3-4 keppnir á ári en vinnur annars fyrir Ólympíunefndina í Salt Lake borg í Bandaríkjunum. Sjálfur sagðist Botten ekki hafa haft tíma til að leika sér í brekkunum í Skálafelli. „Ég hef bara haft tíma til að fara hægt yfir og skoða brautir. Reyndar finnst mér skrýtið að hér séu ekki nein tré en mér finnst það ágætt og sakna þeirra ekki. Það getur aftur á móti verið gott að hafa tré því annars er hætta á að færið verði of blint“. Sigur sem ýtir við mér mmtm / úrtttr ' eunsae Morgunblaðið/Golli Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði vakti mikla athygli í Skálafelli. Hann sigraði í báðum sviggreinum mótsins en í stórsvigi, sem Kristinn æfir ekki, hafnaði hann f 2. sæti. Eg er mjög ánægð með árangur- inn því ég átti alls von á að vinna gönguna í dag vegna þess að ég var ekki mjög hress og eiginlega þreytt eftir hinar göngumar," sagði Katrín Ámadóttir frá ísafirði, eftir sigur í 10 km göngu, en hún fór frá Skálafelli með með þrjú gull um hálsinn - varð sigurvegari í 5 km göngu, 10 km göngu með frjálsri að- ferð og boðgöngu fyrir ísafjörð, sem Katrín keppti í ásamt Söndra Dís Steinþórsdóttur en þær vinkonur sem æfa saman börðust einmitt um gullið í 5 km og 10 km göngunni. Næst á dagskrá hjá Katrínu er ungl- ingameistaramót. „Ég held að mér muni líka ganga ágætlega þar því þessi sigur í dag gæti ýtt við mér en það kemur í ljós,“ bætti Katrín við. Óiafur ef Idist við hvem sigur „Ég var fullur sjálfstrausts eftir sigur í tíu kílómetra göngunni á fimmtudaginn, sem kom mér á óvart, pg mætti grimmur í boðgöngu með ísafirði á laugardaginn, sem ég vann líka og þá var fimmtán kílómetra gangan eftir,“ sagði Ólafur Th. Árna- son frá ísafirði með þrjá gullpeninga eftir sigur i öllum greinum, sem hann tók þátt í. „Ég efldist því við hvem sigur, vildi gera enn betur og get því ekki verið annað en ánægð- ur,“ bætti Ólafur við og taldi jafnvel sigrana nýtast sér eitthvað fram eft- ir. „Það era nokkrar íslandsgöngur eftir svo að enn er meira hægt að vinna. Reyndar er ég fyrstur í bar- áttuna um Islandsgöngumótaröðina og þar ætla ég ekkert að gefa eftir.“ Harpa vann fyrsta ull Breiöabliks Morgunblaðið/Golli Harpa D. Kjartansdóttir kom sá og sigraði í svigkeppni Skíðalandsmótsins á sunnudaginn eftir að hafa haldið sig við fjórða sætið á undan- fömum mótum. Blikar í brekkunum fögnuðu henni innilega því þetta var fyrsta gull Breiðabliks í fullorðinsf lokki. „ÉG átti alls ekki von á að sigra en fyrri ferðin var nógu góð til að þetta gengi því síðari ferðin var mun slakari hjá mér,“ sagði Harpa Kjartansdóttir úr Breiða- bliki, sem varð Islandsmeistari í svigi kvenna á sunnudaginn og náði fjórða sætinu á stigamótinu deginum áður. „Ég hef verið í fjórða sæti á öllum síðustu mótum svo að þetta var kærkomið - ég er að fikra mig ofar. Reyndar vissi ég að ég hefði forskot eftir fyrri ferðina en ekki hvort það myndi duga mér til sigurs svo að það var ekki um annað að ræða en að gera sitt allra besta í seinni ferð- inni og sjá til hverju það myndi skila.“ Blikar í skíðabrekkunum í Skálafelli voru afar ánægðir með gullið hennar Hörpu því það er í fyrsta sinn, sem Bliki vinnur í fullorðinsflokki. Harpa er á öðru ári sínu í Menntaskólanum í Kópavogi en hefur sótt um inn- göngu í skíðamenntaskólann í Geilo í Noregi, þar sem margt ís- lenskt skíðafólk hefur stundað nám. Ekki mikil sárabót „Ég ætlaði að vinna allt en það tókst alls ekki,“ sagði Brynja Þor- steinsdóttir frá Akureyri, sem fékk silfur fyrir stórsvigið á föstudaginn og sigraði í svigi í stigakeppninni á laugardaginn, en keyrði út úr brautinni í svig- keppni Landsmótsins á sunnudag- inn og var ekki ánægð með það. „Ég vann að vísu bikarmeistara- mótið fyrir sigra á nokkrum mót- um í vetur en það er ekki mikil sárabót því ég hefði frekar vilja vinna Landsmótið. Að vísu fannst mér brautin illa lögð en þetta boð- ar svo sem ekki heimsendi," bætti Brynja við um Ieið og hún fór til að taka við verðlaunum sínum. Snjóbretta- keppni var sýningargrein SNJÓBRETTAKEPPNI var sýningargrein á Skíða- landsmótinu um helgina og voru keppendur um íjörutíu en til stendur að keppni á brettum verði fullgild grein á næsta móti. Að sögn brettafólks voru aðstæður mjög góð- ar. „Brautin var góð og erfið, ein sú besta sem gerð hefúr verið hingað til og þær þurfa að vera erf- iðar því þá er meiri spenna og allt getur gerst,“ sagði William Clarke, sem sigr- aði í eldri flokki karla á brettamótinu. William, sem er þrítugur, hefur stundað bretti í tólf ár og því séð miklar breytingar í gegnum tíðina. „Ég hef séð mikla aukningu en það er sorglegt þegar strákar taka sér frí þegar þeir fá bflpróf en þeirkoma flest- ir aftur síðar. Ég bjóst við meiri þátttöku, við erum oftar fleiri og brautin góð auk þess að mótið var nýög skemmtilegt,“ sagði William, sem er að ljúka námi í taunlækningum. Kristinn Björnsson ánægður með Skíðalandsmótið í Skálafelli Héreru fleiri en ástóru mótunum erlendis „ÉG er mjög sáttur við árangur minn hér því ég gerði það sem ég ætlaði og skíðaði ágætlega, held ég,“ sagði Kristinn Björnsson skíðakappi, sem getið hefur sér góðan orðstír í heimsbikar- keppninni, enda dró hann marga áhorfendur að svigbrautinni. Hann átti sigurinn nokkuð vísan og skíðaði af öryggi í landsmót- inu á sunnudeginum. Fyrri ferðin var fín, þó að braut- in hentaði mér ekki því það var svo stutt á milli hliða, og fyrri hlutinn í seinni ferðinni var góður, en neðar var lítið hægt að sjá því það var svo mikil snjóblinda, þann- ig að ég fór af öryggi síðasta spöl- inn enda viss um að sigurinn væri vís ef ég skíðaði af öryggi. Ég er líka mjög sáttur við mótið, um- fangið er mikið og umgjörðin góð. Fólk hefur streymt hingað í Skála- fell og hér eru fleiri en á mörgum stóru mótunum erlendis auk þess sem stemmningin er betri. Svo er mikið sýnt frá mótinu í sjónvarp- inu og það er gott fyrir framhald- ið, til dæmis varðandi það að fá styrktaraðila." Kristinn heldur til Noregs í dag og mun keppa á móti í Ósló en síð- an er stefnan tekin á Andrésar Andarleikana á Akureyri, sem Kristinn setur sjálfur. „Eg hef alltaf ætlað mér að komast á And- résarleikana en ævinlega verið upptekinn svo að það er tími til kominn, auk þess sem það er gott að koma heim. Síðan taka aftur við stífar æfingar,“ sagði Kristinn, sem ætlar sér enn stærri hluti í heimsbikarkeppninni. „Ég ætla að halda áfram því sem ég var að byggja upp í vetur og skíða af meira öryggi en áður, jafnvel kom- ast í hóp fimmtán bestu til að kom- ast framar í rásröðina og auka möguleika mína.“ Kristinn er skráður sem sá 20. besti í svigi í heiminum en hafði ekki möguleika á að fá stig til að hækka sig á mót- unum á Islandi því hann hefur þegar nógu mörg stig. Hins vegar gefur þátttaka hans' hinum keppendunum meiri mögu- leika, enda sáu 19 útlendingar ástæðu til að koma til Islands og keppa á mótinu. Var jafnvel haft á orði á mótinu að Kristinn væri gjaldeyrisskapandi skíðamaður. Kristinn segir það ekki auðvelt að vinna sig upp í skíðaheiminum. „Ég er sáttur við gengi mitt hing- að til. Það var ekki skipulagt til hlítar, en við verðum að hafa í huga að við erum lítil þjóð svo það tekur langan tíma að safna stigum, en það er gaman að sjá suma af yngri drengjunum, sem era í fínu formi. Ég hef aðeins verið í heims- bikarkeppninni í nokkur ár á með- an félagar mínir hafa jafnvel verið> þar í áratug,“ bætti Kristinn við en hann fékk sín fyrstu FlS-stig á alþjóðlegu móti á íslandi 1988, þá um 16 ára gamall. Jóhannfékk brons Jóhann Friðrik Haraldsson gerði vel þegar hann vann brons í ís- landsmótinu á sunnudaginn en fyrir ofan hann vora Kristinn Björnsson og Michael Dickson frá Ástralíu. „Eg átti alveg von á að ná svona langt því ég hef verið að skíða vel í ár og stefndi ákveðinn á verðlauna- pall,“ sagði Jóhann Friðrik þegar hann hafði kastað mæðinni eftir síð- ari ferðina á sunnudaginn. Jóhann Friðrik, sem er tvítugur, lauk stúd- entsprófi frá skíðamenntaskólanum í Geilo í Noregi í fyrra og er búinn að æfa mikið síðan. „Ég hef æft erlend- is í allan vetur, í Noregi, Austurríki og Ítalíu og hef bætt mig mikið, sér- staklega í sviginu en það má segja að ég sé atvinnumaður á skíðum án þess að fá borgað. Nú tekur við stutt hvíld, síðan mót í Noregi og svo fer allt aftur í gang í ágúst. Annars finnst mér meiriháttar gaman á þessu móti, veðrið hefur verið mjög gott og skíðafærið líka, allt er því já- kvætt - sérstaklega núna eftir sig- urinn,“ bætti Jóhann Friðrik við brosandi. „Ég hef æft með íslenskum strák- um í Austurríki, sem lögðu til að ég kæmi hingað til að keppa og það hef- ur borgað sig vel,“ sagði Michael Dickson frá Ástralíu, sem hafnaði í þriðja sæti í svigkeppninni á laugar- daginn og varð í öðra sæti á sunnu- daginn. „Ég er með um sjötíu al- þjóðleg stig (FlS-stig). Það var því mikilvægt fyrir mig að koma hingað til að fá fleiri stig og ég hafði mögu- leika á að keppa á þremur mótum til þess en náði aðeins tveimur, sem þó er ágætt. Aðstaðan er líka mjög góð, snjórinn góður og brautin ekki of létt - reyndar er þetta besta skíða- færi af öllum, sem ég hef prófað í vetur.“ Ástralinn, sem er 24 ára, reynir að halda sig sem mest á mótum í Evrópu yfir vetrartímann og þegar vorar þar heldur hann heim til Ástralíu enda þá að koma haust þar, „Ég fer heim eftii' nokkrar vikur of næ að skreppa nokkram sinnum á ströndina áður en veturinn byrjar. Það er líka dýrt fyrir mig að vera í Evrópu, ég reyni að vinna mér inn pening heima og fæ að vísu styrk frá ríkinu en þarf að reiða mig á styrkt- araðila og svo auðvitað að fá eitthvað frá foreldrunum,“ bætti Michael við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.