Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 16
 Bolton hársbreidd frá bikarúrslitum GUÐNI Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen misstu af úrslita- leik ensku bikarkeppninnar á sorglegan hátt. Bolton beið lægri hlut fyrir Aston Villa í víta- spyrnukeppni eftir markalaust jafntefli liðanna í framlengdum leik á Wemley á sunnudaginn. Eiður Smári var hættulegur í framlínu Bolton og lagði upp ist besta færi liðsins undir lok fram- lengingarinnar. Hann lék þá á David James, markvörð Aston Villa, fyrir utan vítateiginn vinstra megin, lék að endalínu og sendi á Dean Holdsworth sem þrumaði boltanum yfir opið markið. „Ég leit upp og sá að það voru tveir varnar- menn á marklínunni og vissi að ég þyrfti að hitta boltann vel. Ég hitti hann of vel! Við vorum fyllilega jafningjar Villa í þessum leik en okkur var greinilega ekki ætlað að sigra,“ sagði Holdsworth eftir leik- v, inn. Eiður var líka rétt búinn að skora í fyrri hálfleik þegar hann stakk sér glæsilega á milli Gareth Southgate og Ugo Ehiogu, hinna sterku miðvarða Villa, en Alan Wright bjargaði skoti hans með skalla á marklínu. Bæði lið áttu stangarskot í seinni hluta fram- lengingar en þá var Matt Delaney, varnarmaður Villa, rekinn af velli með tvö gul spjöld. Julian Joachim fékk bestu færi Villa í fyrri hálf- leik, komst einn gegn Jaaskelainen markverði Bolton og skaut framhjá í fyrra skiptið en í það seinna bjargaði Guðni Bergsson fyrir opnu marki eftir að Finninn varði g skotið. Guðni var mjög sterkur í stöðu hægri bakvarðar og tók virk- an þátt í sóknarleik Bolton en hann fór af velli vegna meiðsla á annarri mínútu framlengingarinnar. David James var bjargvættur Villa því hann varði tvær víta- spyrnur, frá Allan Johnston og Michael Johansson, meðan leik- menn Villa skoruðu af öryggi úr Reutcrs Eiður Smári Guðjohnsen á ferðinni á Wembley, búinn að leika á George Boateng. öllum sínum spyrnum. „Ég er stoltur af mínu liði og við getum borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Við fengum tækifærin til að tryggja okkur sigurinn og það er sorglegt að komast ekki í úrslitaleikinn," sagði Sam Allar- dyce, knattspyrnustjóri Bolton. „Það er sjaldan áferðarfalleg knattspyrna sýnd í undanúrslita- leikjum. Við vissum að Bolton yrði erfiður andstæðingur og það er mikill léttir að hafa náð þess- um sigri,“ sagði John Gregory, stjóri Villa, sem er komið í úrslit keppninnar í fyrsta skipti í 43 ár. PC.N Fékk heiftariegan sinadrátt Enn fylgst með Eiði Smára EIÐUR Smári Guðjohnsen var sem fyrr í sviðsljósinu þegar Bolton lék við Aston Villa í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley á sunnudaginn. Enskir fjöl- miðlar sögðu að fulltrúar þriggja félaga, Newcastle, Sunderland og Middles- brough, hefðu fylgst sér- staklega með honum í leikn- um og þeir urðu örugglega ekki fyrir vonbrigðum. „Það er stöðugt verið að orða Eið við önnur lið, enda hefúr hann spilað geysilega vel með okkur. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki að í úrvals- deildinni á næsta tímabili, svo mikið er víst, en vonandi spilar hann þar með okkur f Bolton," sagði Guðni Bergs- son, samherji Eiðs, við Morgunblaðið. Tap Bolton gegn Aston Villa eykur líkurnar á að Guðni Bergsson flytji heim í vor Það var grátlegt að ná ekki að klára þennan leik, sérstaklega eftir stangarskotið og dauðafærið hjá Dean Holdsworth í framleng- ingunni. En ég tel að við höfum sýnt að á góðum degi erum við ekki með lakara lið en mörg sem leika í úrvalsdeildinni og okkur vantaði aðeins herslumuninn til að sigra Aston Villa. Við áttum ekki síðri möguleika en þeir á að komast í bikarúrslitin,“ sagði Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bolton beið lægri hlut gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir markalausan leik og vítaspyrnu- Eftir keppni á Wembley- yjgj leikvanginum í Lon- Sigurðsson don á sunnudaginn. Guðni fór meiddur af velli í upphafi framlengingar. Hann lá eftir á vellinum þegar venju- legum leiktíma lauk, hóf samt fram- lenginguna en var síðan skipt af velli. „Ég fékk heiftarlegan sinadrátt, enda er Wembley þekktur fyrir að vera þéttur og þungur yfirferðar. Þetta var eins og högg á kálfann, ég útiloka reyndar ekki tognun því þetta er stíft og sárt ennþá. Ég reyndi að halda áfram í framlenging- unni en það gekk ekki, ég staulaðist bara um og var því skipt af velli. Við áttum vanan bakvörð, John O’Kane, á varamannabekknum og hann leysti hlutverkið ágætlega,“ sagði Guðni. Bikarsigur eða úrvalsdeildar- sæti þýddi eitt ár enn Úrslitin á sunnudag auka mjög líkurnar á því að Guðni leggi skóna á hilluna eftir þetta tímabil og komi heim til íslands eftir 11 ára feril í ensku knattspymunni og fimm ár í herbúðum Bolton Wanderers. „Ég var nokkurn veginn ákveðinn í að vera áfram eitt ár enn ef við yrð- um bikarmeistarar og kæmumst þannig í UEFA-bikarinn, eða ef við ynnum okkur sæti í úrvalsdeildinni. Við eigum enn möguleika á að ná sjötta sætinu og komast í úrslita- keppnina um að fara upp. Okkur hef- ur gengið vel í síðustu 12-13 leikjun- um en önnur lið í efri hlutanum hafa líka spilað vel og því hefur bilið á milli okkar og þeirra ekki minnkað eins mikið og búast hefði mátt við. Við eigum mikilvægan leik gegn Manchester City á útivelli á miðviku- dagskvöld og megum allavega ekki tapa honum. Huddersfield er í sjötta sætinu og er sjö stigum á undan okk- ur en við eigum þennan leik til góða. Við getum því minnkað muninn í fjögur stig. Það er mjög freistandi að fram- lengja dvölina hér um eitt ár ef við förum upp því það vilja jú allir spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég útiloka þó ekki að vera áfram þó félagið leiki í 1. deild næsta vetur en það er heim- ferðarhugur í okkur og líkumar eru 90 prósent á því að við förum heim ef liðið fer ekki upp. Ég mun samt ræða við forráðamenn Bolton því þeir hafa sóst eftir því að halda mér og ég loka ekki á það. Mér og fjölskyldunni allri hefur liðið mjög vel í Bolton, þetta er búinn að vera góður tími og þess vegna er vel hægt að hugsa sér að fresta heimferðinni um eitt ár til við- bótar,“ sagði Guðni Bergsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.