Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 11 FRETTIR Forsætisráðherra kynnir vinnuáætlun um þróun rafrænna viðskipta og stjórnsýslu Tilraun með kosningar á N etinu fyrirhuguð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær vinnuáætlun verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið þar sem fjall- að er um það hvernig greiða megi fyrir rafrænum viðskiptum og raf- rænni stjórnsýslu og er meðal ann- ars fyrirhuguð tilraun á vegum dómsmálaráðuneytis með kosningar á Netinu. Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður verkefnisstjórnar um upp- lýsingasamfélagið, vann að þessari skýrslu og sagði að eins sjálfvirk þjónusta hins opinbera og kostur væri á væri til lengri tíma er litið eina leiðin til að hafa hemil á út- þenslu ríkisbáknsins. Verkefnisstjórnin hefur haft sam- ráð við samráðshóp ráðuneyta og Al- þingis um upplýsingasamfélagið og samráðshóp sveitarfélga, atvinnulífs og launþega um upplýsingasamfé- lagið um framkvæmd stefnu ríkis- stjórnarinnar í þessum málum. Þessi hópur hefur verið að vinna að vinnu- áætlun um rafræn viðskipti og stjómsýslu frá því í nóvember 1999. Rafræn viðskipti eru viðskipti þar sem flutningur og varðveisla gagna sem varða viðskiptin á sér stað með aðstoð upplýsinga- og fjarskipta- tækni. Viðskiptin geta verið verslun með matvöru, sala á tryggingum, bankaþjónusta, útboð eða hefðbund- in opinber þjónusta sem oft er nefnd rafræn stjórnsýsla. „Þetta er áætlun um hvað þarf helst að gera til að greiða fyiir fram- gangi rafrænna viðskipta hér á landi,“ sagði hún. „Við erum að kynna hvað felst í rafrænum við- skiptum og hvaða lagabreytinga sé þörf. Til dæmis þarf að innleiða ákvæði úr tilskipunum frá Evrópu- sambandinu vai'ðandi rafrænar und- irskriftir, en slík lög eru í undirbún- ingi hér. Einnig er Evrópusam- bandið að undirbúa rammalöggjöf um rafræn viðskipti og það má fara aðy undirbúa lagaramma um þau hér.“ Rafræn stjórnsýsla þróist við hlið hinnar hefðbundnu Guðbjörg sagði að einnig væru ýmis mál, sem sneru að stjórnsýsl- unni sjálfri og hvernig sjá mætti fyr- ir sér að hún myndi þróast við hlið hinnar hefðbundnu stjórnsýslu. „Við viljum náttúrulega auka á möguleika almennings og fyrirtækja til að afgreiða sig sjálf þar sem hægt er,“ sagði hún. „Framtöl á Netinu eru dæmigert verkefni á þessu sviði. Það er eitt af þeim tilraunaverkefn- um, sem hafa verið styrkt af þeim fjárveitingum, sem komið hafa í gegnum upplýsingasamfélagsverk- efnið. Við viljum sjá aukningu í slík- um verkefnum og að komið verði á meiri gagn- og sjálfvirkni í samskipt- um borgaranna og íyrirtækjanna við stjómsýsluna.“ Guðbjörg sagði að í skýrslunni væri tekið á þessu með almennum hætti, en þó mætti nefna að á þessu ári yrði sennilega hafist handa í dómsmálaráðuneytinu um tilraun með rafrænar kosningar og hvemig megi útfæra þær. Að sögn Guðbjargar þarf kynn- ingu á þessum málum þar sem marg- ir eiga erfitt með að fylgjast með hinni öru þróun eins og vissu til dæmis ekki hvað átt væri við með rafrænni undirskrift. „Við þurfum einnig að skoða ýmis atriði, sem ekki eru til í samfélag- inu,“ sagði hún. „Þar get ég til dæm- is nefnt vottunaraðila, sem gætu vottað rafrænar undirskriftir og vottað hvað er hvað í þessum raf- heimum." Vantar vottunaraðila í íslenskt samfélag Guðbjörg sagði að rafræn vottun færi oft þannig fram að úthlutað væri rafrænum lyklum þannig að þegar viðkomandi sendi frá sér upp- lýsingar um rafræna giæiðslu væri lykillinn sendur með. Síðan vottaði þriðji athygli að viðkomandi væri sá, sem hann segðist vera. „Við höfum enga almenna vott- unaraðila í íslensku samfélagi enn sem komið er,“ sagði hún. „Opinber- ir aðilar þurfa til dæmis að ákveða hver eigi að votta fyrir þá og sam- mælast um staðla og leikreglur. Við erum að skapa þetta umhverfi bæði til að tryggja neytandann og skapa það traust og öryggi, sem þarf að vera fyrir hendi fyrir þennan nýjasta viðskiptamáta." Guðbjörg sagði að í veigamiklum þáttum væri hægt að taka mið af því, sem væri að gerast erlendis, en miklu máli skipti að á íslandi tæki skamman tíma að innleiða breyting- ar. „Við stöndum náttúrulega mjög vel miðað við aðgengi almennings að tölvum og Netinu," sagði hún. „Þess vegna er að mörgu leyti betri jarð- vegur fyrir rafræn viðskipti og raf- ræna stjórnsýslu en víðast annars staðar. Eg hef trú á því að með átaki hér á landi verðum við fljót að kom- ast í fremstu röð á þessu sviði.“ Guðbjörg sagði að verið væri að hvetja stofnanir og ráðuneyti til að takast á hendur þróunarverkefni á þessu sviði. m Athugasemd frá Is- lenska útvarpsfélaginu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Rakel Sveinsdóttur, auglýsingastjóra ís- lenska útvarpsfélagsins: „Mánudaginn 3. apríl birtist í DV frétt undir yfirskriftinni Stöð 2 frystir Skjá einn. Þar er ýjað að því að Islenska útvarpsfélagið hafi neitað Skjá einum um birtingu auglýsinga í miðlum sínum af ókunnum ástæðum. Islenska út- varpsfélagið leggur ekki í vana sinn að ræða málefni einstakra við- skiptavina opinberlega, en sér sig tilknúið að gera það í þessu tilviki. Hið sanna er að birtingar auglýs- inga frá Skjá einum voru stöðvaðar um hríð vegna vanefnda þessa við- skiptavinar á greiðslum, en þess skal getið að ÍU sér um að dreifa útsendingum Skjás eins á ör- bylgjukerfi sínu. Nú hefur Skjár einn hins vegar gert upp skuldir sínar við ÍÚ og er því Skjá einum jafnfrjálst og öllum öðrum að auglýsa sína þjónustu í miðlum Is- lenska útvarpsfélagsins - svo fremi að staðið sé í skilum. Nánar tiltekið greiddi Skjár einn skuld sína föstu- daginn 24. mars og birti í fram- haldi af því auglýsingar á Stöð 2 sunnudaginn 26. mars. Þar með liggur ljóst fyrir að umræða á síð- um DV um að Stöð 2 sé með Skjá einn „í frystingu“ á sér enga stoð í raunveruleikanum. Islenska útvarpsfélagið vill sem fyrr byggja tilvist sína á því að svara óskum áhorfenda og auglýs- enda í frjálsri samkeppni, knúið áfram af þeim aukakrafti sem þarf til að keppa við ríkisfyrirtæki er lúta ekki lögmálum hins frjálsa markaðar." „Þau, sem þegar hafa verið sett af stað, bæði á síðasta ári og þar áður, hafa gefist mjög vel,“ sagði hún. „Skattframtöl á Netinu hafa gefist mjög vel og verið er að fara út í raf- ræn innkaup hins opinbera.11 Eina leiðin til að hemja útþenslu ríkisbáknsins Að sögn Guðbjargar er mjög mik- ilvægt að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. „Með því að nýta sér þessa tækni held ég að hið opinbera geti í mörg- um tilvikum dregið atvinnulífíð með sér, þótt það sé oftast nær á hinn veginn," sagði hún. „Á þessu sviði held ég að það sé mjög mikilvægt að opinberar stofnanir sýni frumkvæði. Um leið erum við sannfærð um að þetta bjóði upp á mikla hagræðingu og það að gera þjónustu eins sjálf- virka og mögulegt er sé þegar til lengri tíma er litið eina leiðin til að hafa hemil á útþenslu ríkisbákns- ins.“ Aheitasund í grunnskól- anum í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið NEMENDUR grunnskólans í Grímsey syntu áheitasunda á mið- vikudaginn í siðustu viku og er þetta í sjötta skipti sem slíkt er gert. Bömin söfnuðu alls 16.000 krónum sem fer í nemendasjóð og notaður er þegar farin eru vorferðalög. Þess má geta að í fyrsta skiptið, árið 1995, sem bömin syndu áheita- sund gáfu þau ágóðann um 15.000 krónur í snjóflóðasjóð Flateyrar. Eftir sundið sáu nemendur í eldri deild skólans um hamborgara- og gossölu og eftir matinn skemmtu öll börnin með söng og dansi. Kjötiðn- aðarstöð KEA, Olgerðin og verslun- in Strax, Grímsey, styrktu þetta framtak. Ánægðir sundkappar úr Grímsey að loknu velheppnuðu áheitasundi. Morgunblaðið/Margrét Elva ASI gagnrýnir hækkun fastagjalds Landssímans ALÞYÐUSAMBAND Islands, ASI, lítur það alvarlegum augum að mikil hækkun á fastagjöldum fyrir sím- notkun skuli ákveðin nú þegar allir aðilar leggja höfuðáherslu á að halda verðlagi í skefjum og ná niður verð- bólgu. Sambandið bendir á það að yf- irmaður fjarskiptamála og handhafi alls hlutaíjár í Landsímanum sé sam- gönguráðherra. Einnig er bent á að verið sé að hækka verð á þjónustu sem snerti næstum því hvert einasta heimili í landinu og að þessar breyt- ingar komi sérstaklega illa við aldr- aða og öryrkja. „Á móti þessari hækkun, sem nem- ur í raun á annað hundrað prósentum, eiga að sögn Landsímans að koma lækkanir á símnotkun, einkum á sím- tölum til útlanda. Við höfum ekki séð nein gögn eða útreikninga á því hvemig þessar breytingar koma út í heild íyrir heimili launafólks í landinu og vitum heldur ekki hvort sam- gönguráðuneytið hefur látið meta áhrifin af þessu í heild gagnvart verð- lagsþróun. Við teljum þó grundvall- aratriði að slíkt mat liggi fyrir. í því sambandi bendum við á að mínútu- gjald í innanlandssímtölum mun að- eins lækka um 6 aura mínútan og tengigjaldið um 12 aura. Þegar litið er til bæði hækkananna á grunngjaldinu og þeirra lækkana sem boðaðar hafa verið sýnist okkur ljóst að gagnvart flestöllu launafólki verði um talsverðar raunhækkanir að ræða. Hvort það mat okkar er rétt skýrist betur þegar fyrstu opinberu mælingar á neysluverðsvísitölu eftir breytingarnar koma fram,“ segir í frétt frá ASÍ Sturla Böðvarsson samgöngm-áð- herra kveðst ekki undrast viðbrögð við hækkun fastagjaldsins en á hinn bóginn sé Ijóst að það komi lækkun á móti. Þama sé um að ræða aðgerð sem tengist því að verið sé að opna markaðinn. A grundvelli nýrra fjarskiptalaga sé Landssímanum, sem markaðsráðandi aðila, gert skylt að hleypa öðrum símafyrirtækjum að. Aðgerðirnar byggi öðrum þræði á reglugerðum evrópska efnahags- svæðisins þar sem kveðið er á um að verðlagning á heimtaugum sé á for- sendum kostnaðar. Póst- og fjar- skiptastofnun hafi fengið það sem sitt verkefni að úrskurða hvert fasta- gjaldið ætti að vera. Hann segir að lækkanir á gjaldskránni að öðru leyti jafni hækkun fastagjaldsins að nokkru leyti út. Komið sé til móts við elli- og örorkulífeyrisþega, sem hafa notið afsláttar. „Það er alveg ljóst að Landssíminn þarf að gæta sín á því um næstu ára- mót að ganga áfram fram í því að lækka á móti hækkun fastagjaldsins svo að þessi skellur verði ekki eins og stefnir í verði ekkert að gert. Eg held að til lengri tíma litið eigi að vera hægt að treysta því að símagjöldin muni ekki hækka heldur trúi ég því að þau muni lækka því samkeppnin mun hafa þau áhrif,“ segir Sturla. Hann segir að það sé í fyllsta máta óeðlilegt að samkeppnisyfirvöld komi í veg fyrir þær lækkanir á gjaldskrá GSM-símaþjónustu Landssímans sem annars gætu orðið. „Það er mjög vafasamt að bregðast þannig við enda sjáum við að GSM-símafyrirtækið Tal hefur verið að kynna lækkun á milli- landasímtölum, sem hlýtur að benda til þess að þarna sé af miklu að taka í þessum viðskiptum" sagði Stm-la. Lína.Net býður Lands- símanum viðskipti LÍNA.NET, fjarskiptafyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hefur boðið Landssíma Islands ljósleið- aratengingu á höfuðborgarsvæðinu. Eiríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Nets, segir að fyrirtækið sé að leggja burðarkerfi í fjarskipt- um sem taki mið af þörfum framtíð- arinnar, það sem hann kallar hrað- brautir en fyrii'tækið hefur ekki fengist við að leggja heimtaugar að einstaka húsum. Kerfið sé ekki hlið- stætt við kerfi Landssímans og bjóði upp á meiri afköst. Engu að síður sé hægt að tengja heimilissíma inn á kerfi Línu.Nets og því sé á vissan hátt kominn grunnur að sam- keppni í fastlínutengingum. „Kerfi okkar er þess eðlis að það væri eðlilegt að Landssíminn keypti af okkur þjónustu. Við höfum boðið Landssímanum upp á mjög spenn- andi möguleika til þess að flytja gögn um höfuðborgarsvæðið. Við beitum nýjustu aðferðum við að leggja ljósleiðara fyrir einungis hluta af þeim kostnaði sem Lands- síminn hefur þurft að standa straum af. Við höfum plægt ljósleiðarana niður í umferðareyjar en Landssím- inn hefur grafið mikla skurði fyrir sína ljósleiðara," segir Eiríkur. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, sagði í Morgunblað- inu á föstudag að Lína.Net fengi allt aðra aðstöðu en Landssíminn til að leggja sínar lagnir. Eiríkur kveðst ekki telja að steinn hafi verið lagður í götu Landssímans hvað þetta varð- ar. „Við gerðum Landssímanum til- boð, að hans ósk, að tengja saman Múlastöð og símstöðina við Austur- völl. Við höfum ekki fengið svar en •ég geri ráð fyrir að Landssíminn sé að skoða þetta mál,“ segir Eiríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.