Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gæðamál ekki átaksverkefni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gekkst fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Gæði og árangur 1 heil- brigðisþjónustu í Tónlistarhúsinu í Kópavogi sl. fimmtudag. Anna G. Olafsdóttir var í þéttsetnum saln- um og fræddist um framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu, gæðaáætlun ráðuneytisins og sitthvað fleira. Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði að svo ör væri þróunin á vísindasviðinu að orðatiltækið „við stöndum nú á tímamótum“ hefði jafnvel glatað merkingu sinni. VIÐ ERUM að upplifa einhverjar mestu breytingar á sviði heilbrigðisþjónustu og heil- brigðisvísinda í sögu þjóðarinnar og sumir segja sögu þjóðanna. Fagfólk býr yfir meiri tæknikunnáttu en áður og stóraukin fjárfram- lög til vísinda - ekki hvað síst heilbrigðisvísinda - hafa skilað sér í mikilli þekkingu, að því er fram kom í setningarræðu Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra á ráðstefnunni. Ingibjörg hélt áfram og tók fram hversu mikilvægt væri að risið hefðu öflug fyrirtæki á sviði heilbrígðisþjónustu og vísinda hér á landi. „Eg nefni til dæmis Islenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld, Flögu, Stoð, Delta og Össur,“ sagði hún og tók skýrt fram að aðeins hefðu verið nefnd nokkur dæmi. „Starfsemi fyiTrtækja á þessu sviði þýðir að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri þekkingarbyltingu og við skulum í þessu sambandi ekki gleyma því að þessi starfsemi byggist hérlendis á þeiiTÍ reynslu sem orðin er til í íslensku heilbrigðis- þjónustunni." Ingibjörg tók fram að einn liður í því að tryggja gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu hefði falist í því að sameina stói-u sjúkrahúsin í Reykjavík. Tugir heilbrigðisstofnana hefðu gengið í gegnum sameiningarferli út um allt land. Markmiðið sé að veita sambærilega og jafn góða þjónustu eins víða og hægt sé á land- inu. „Hugmyndin er líka með þessu að hugsa til lengri framtíðar, því hvað sjáum við fyrir?“ sagði Ingibjörg og velti því fyrir sér hvað væri átt við með staðhæfingunni um að heimurinn væri alltaf að minnka. „í heilbrigðisþjónust- unni þýðir það að við erum í harðri samkeppni um fagfólk á alþjóðlegum markaði. Ef við get- um ekki boðið faglega fullnægjandi umhverfi, ef við getum ekki boðið almenn kjör á borð við það sem er í boði annars staðar, þá missum við þetta fólk úr landi - svo einfalt er það.“ Áfram fullkominn jöfnuður Ingibjörg rifjaði upp að í leiðara dagblaðs hefði því verið haldið fram að einu raunveru- legu rökin gegn einkarekstri sjúkrahúsanna væru af siðferðilegum toga spunnin. Hún vitn- aði síðan beint í leiðara Morgunblaðsins. „Þar takast á sjónarmið um það, hvort fullkominn jöfnuður eigi að ríkja um aðgengi að heilbrigð- isþjónustu eða hvort þeir sem vilja eiga að hafa rétt til þess að greiða fyrir þá þjónustu.“ Ingibjörg sagði að athugasemdin væri lauk- rétt, þvi nákvæmlega þarna lægju hinar póli- tísku átakalínur í heilbrigðismálunum. „Eg vil ekki að þeir sem hafa efni á því hafi sérstakt að- gengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vil að stefnan verði áfram fullkominn jöfnuður og ég veit að yfirgnæfandi meirihluti fólksins er sömu skoð- unar,“ sagði Ingibjörg. Faraidur fíkniefnaneyslu Erindi Sigurðar Guðmundssonar landlæknis um heilsufar á næstu öld vakti sérstaka athygli, ekki síst kafli um mögulegar breytingar á heilsufari mannkynsins í nálægri framtíð. Sig- urður tók fram að nýir sjúkdómar ættu eftir að líta dagsins ljós á næstu áratugum. Sjúkdóm- arnir bærust ekki lengur milli landa með skip- um heldur flugvélum og nýlega hefði verið lýst dreifingu berklasýkils um borð í venjulegri far- þegaþotu. Sífellt meiri sýklalyfjanotkun á eftir að valda vaxandi ónæmi sýkla fyrir sýklalyfjum á næstu öld. Alvarleg dæmi eru um vaxandi ónæmi meðal berklasýkla, HlV-veiru, ýmissa þai-ma- sýkla og ígerðarsýkla í nálægum löndum. Sigurður sagði að fíkniefnaneysla, ekki síst á meðal ungs fólks, ykist jafnt og þétt á Islandi. Ef miðað væri við meðferð á Vogi vegna fólks undir tvítugu hefði fjöldi stórneytenda á hassi þrefaldas.t og fjöldi stórneytenda amfetamíns nær tvöfaldast á fimm ára tímabili. Fjöldi sprautufíkla á Vogi jókst úr 300 á ári í um 440 á ári á tímabilinu. E-töfluneysla hefur stóraukist að nýju. Tíðni og alvarieiki geðrænna sjúkdóma og kvilla er að sögn Sigurðar vanmetin í heimin- um. Ymislegt bendir til að fjórði til fimmti hver maður þjáist af einhvers konar geðröskunum. Af 10 helstu sjúkdómum í heiminum til að valda örorku eru fimm af geðrænum toga, þ.e. þung- lyndi, áfengissýki, oflæti-þunglyndi, geðklofi og þráhyggja. Talið er að hlutfall þessara sjúk- dóma muni aukast á næstu öld. Hjá Sigurði kom fram að fundist hefðu meingen nokkuira eingena sjúkdóma. Vandinn fælist í því að flestir eingena sjúkdómar væru frekar sjaldgæfir. Uppgötvun meingena flókn- ari og algengari sjúkdóma væri erfiðari og einnig meðferðarúrræði byggð á þeirri þekk- ingu. „Ljóst er þó að á næstu áratugum er að vænta gífurlegrar þekkingar sem niun að öllum líkindum leiða til bættrar heilsu á grundvelli þessara aðferða,“ sagði Sigurður. Ný líffæri sótt í spendýr Sigurður tæpti á nýjungum á sviði lyfja og tækniframfara og vék sérstaklega að framþró- un á sviði ígræðslu líffæra. Hann kvað þróunina lúta að því að notaðar verði óþroskaðar frumur (stofnfrumur) til ígræðslu. Hugmyndin sé að frumumar þróist síðan í sértækar frumur eins og við á hverju sinni. Hugsanlegt sé að ný líf- færi verði í vaxandi mæli sótt í æðri spendýr en í því efni sé að alvarlegum siðrænum spuming- um að hyggja. Sigurður tók fram að aldurssamsetning þjóðarinnar væri að breytast. Nú væra um 11% þjóðarinnar 65 ára og eldri en gert væri ráð fyrir að eftir 30 ár verði tæplega 20% 65 ára og eldri. Almenningur gerði vaxandi kröfur til heilbrigðisþjónustunnar, t.d. um upplýsingar og fræðslu. Meiri áhersla verði lögð á siðfræði heilbrigðisþjónustunnar og áfram væri hægt að telja. Sigurður fjallaði að lokum um hvemig heilbrigðiskerfið lagaði sig að breyttum kröf- um og aðstæðum og kom þar m.a. fram að skipulag sjúkrahúsa myndi breytast, innlagnir styttast, vaxandi áhersla yrði á forvamir og menntun heilbrigðisstétta. Skipuleg gæðaþróun Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og for- maður samstarfsráðs um gæðamál, opnaði um- ræður um gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins. Hann sagði að í ljós hefði komið að brýnt væri fyrir heilbrigðisyfir- völd að samhæfa aðgerðir sínar á sviði gæða- mála og reyna að samræma starfsemi þeirra fjölmörgu aðila innan heilbrigðisþjónustunnar sem kæmu að gæðamálum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefði í ljósi þess ákveðið á miðju síðasta kjör- tímabili að marka ráðuneytinu skipulega stefnu og láta vinna sérstaka áætlun í gæða- málum heilbrigðiskerfisins. Samstarfsráði um gæðamál á vegum ráðuneytisins var falið að gera tillögu að gæðaáætluninni. Ráðherra sam- þykkti áætlunina sl. haust. Nú vinna starfs- menn ráðuneytisins að framkvæmdinni í skipu- legum áföngum. Samkvæmt gæðaáætluninni eiga allar heil- brigðisstofnanir að stunda skipulegt gæðaþró- unarstarf sem tryggi að öll þjónusta þeirra sé í samræmi við lagafyrirmæli og almennt viður- kennda gæðastaðla og að stöðugt sé unnið að umbótum á öllum sviðum starfseminnar. Markmið gæðaáætlunarinnar er að allar heil- brigðisstofnanir tileinki sér aðferðir gæðaþró- unar og hafi komið á formlegu gæðaþróunar- starfi fyrir lok ársins 2002. Endurskoðuð árlega Á eftir Ingimari tók Margrét Björnsdóttir deildarstjóri til máls og kynnti gæðaáætlunina. Helstu þættir hennar felast í skipulagi, stefnu, samhæíðri fræðslu, samanburðargreiningu, umbótastarfi, fjármögnun, klínískum leiðbein- ingum, opinberam stöðlum, húsnæði, tækjum og upplýsingamiðlun. Áformað er að gæðaáætlunin verði endur- skoðuð árlega og heildarendurskoðun fari fram á þriggja ára fresti. Sú endurskoðun verður gerð á vegum ráðuneytisins í samstarfi við samstarfsráð í gæðamálum heilbrigðisþjónust- unnar. Gagnlegir gæðaverðir Sigrún Gunnarsdóttfr hjúkranarfræðingur flutti erindi þeirra Leifs Bárðarsonar, gæða- stjóra Landspítalans, um gæðastarf á heil- brigðisstofnunum. Fram kom að meginfor- sendur gæðastarfs á heilbrigðisstofnunum væra þær að stofnunin skilgreindi hvaða markmiði hún ætlaði að ná með gæðastarfi sínu. I stefnumótun stofnunar þurfi að koma fram hvernig hún ætli að ná þeim markmiðum og hvernig hún ætli að meta hvort gæðastarfið beri tilætlaðan árangur og fylgja því eftir. Gæðastarf þurfi að vera stöðugt því gæðamál og gæðaverkefni séu ekki átaksverkefni. Þeim ljúki aldrei heldur þurfi þau að vera í stöðugri mótun og þróun eftir aðstæðum og kröfum hvers tíma. Ljóst yrði að vera til hvers væri ætlast af starfsfólki. Á sumum stofnunum hefði verið farin sú leið að velja starfsmenn, gæða- verði, til að auðvelda gæðastarfið. „Hlutverk þeirra er að vera frumkvöðlar og driffjaðrir í gæðastarfseminni í sinni einingu eða deild og jafnframt að vera stjórnendum til ráðgjafar," sagði Sigi-ún og tók fram að með þessu móti færðist gæðastarfið nær vettvangi. „Reynslan á Landspítalanum af þessu fyrir- komulagi er góð og í raun má segja að það gæðastarf sem er orðið að veraleika hefði aldrei orðið það án þeiira." Hjúkrun þung á metum Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkranarfram- kvæmdastjóri gæðamála á Landspítalanum Fossvogi, sagði að kannanfr á bráðasjúkrahús- um í Bandaríkjunum hefðu sýnt fram á að hjúkranarþjónusta væri áhrifaríkasti þáttur- inn varðandi mat á heildarþjónustu sjúlá'ahús- anna. I framhaldi af því greindi hún frá niður- stöðum eigindlegrar rannsóknar á gæðum hjúkrunar frá sjónarhóli sjúklinga með lang- vinna sjúkdóma á stóru sjúkrahúsunum tveim- ur í Reykjavík á árunum 1998-1999. Allir þátt- takendurnir höfðu reynslu af hjúkranar- fræðingum sem veittu gæðahjúki'un og lýstu þeim sem hlýlegum, umhyggjusömum mann- eskjum sem hefðu til að bera góða framkomu og viðmót og faglega færni. Ytri þættir eins og aðbúnaður og fæði skiptu mun minna máli. Laura sagði að margar aðrar rannsóknir sýndu svipaða niðurstöðu. Sigurður Helgason læknir fjallaði um klín- ískar leiðbeiningar. Sigurður byrjaði á því að skilgreina umfjöllunarefnið og kom fram að um kerfisbundnar leiðbeiningar um ákvarðanir sem lúta að klínískum vandamálum væri að ræða. Klínískar leiðbeiningar taka mið af bestu þekkingu á hveijum tíma og era lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar. Nokkur dæmi vora rakin um gagnsemi þessa erlendis og tekið fram að landlæknisem- bættið væri að hleypa af stokkunum vinnu í 9 hópum við klínískar leiðbeiningar. Dæmi um verkefni era skimun fyrir ristilkrabbameini, meðferð offitu, forvarnir hjarta- og æðasjúk- dóma, myndgreining, meðferð og greining þunglyndis. Hjá Sigríði Haraldsdóttur, ritstjóra heil- brigðisskýrslna, kom fram að samanburðar- greining væri einn af verkþáttum gæðaáætlun- ar ráðuneytisins. Sigríður tók fram að til þess að samanburðargreining gæti farið fram þyiftu að liggja frammi skilgreindir mælik- varðar og gögn sem byggð væru á sambæri- legri skráningu. Talsverð vinna hefði þegai' farið fram á því sviði og hefðu Islendingar verið með í ýmsum alþjóðlegum gagnagrunnum, t.d. OECD. Þátttakan gæfi okkur færi á að bera okkur saman við önnur lönd og meta árangur okkar miðað við „svipaða“ nági-anna. Hún ýtti undir samræmingarvinnu innanlands og skapaði tækifæri fyrir íslendinga til að búa til sinn eig- in grunn sem hefði meiri breidd og dýpt tO þess að fylgjast betur með ákveðnum markmiðum. Síðast en ekld síst færði þátttakan okkur vitn- eskju um hvar væra eyður í þekkingu okkar. Að loknu kaffihléi fjallaði Leifur Eysteins- son viðskiptafræðingur um árangursstjórnun í opinberum rekstri og Jón Freyr Jóhannsson, forstöðumaður hugbúnaðardeildar Landspíta- lans, um sjálfsmat heilbrigðisstofnana. Fram kom að megintilgangur sjálfsmats væri fimm- þættur og fælist í því að meta stöðu fyrirtækja út frá nýtingu kerfa, tráfestu stjómenda og þátttöku allra stjórnenda; varpa ljósi á forgan- gsatriði í umbótastarfi; fylgjast með framför- um og árangri fyrirtækisins; aðstoða við stefn- umörkun og skipulagningu og skerpa gæðavitund starfsmanna. Botninn í ráðstefn- una sló Magna Fríður Birnir, starfsþróunar- og gæðastjóri Skýrr hf., með erindi um samhæft mælingakerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.