Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ibúar í Laugarneshverfí setja upp sýningu f Laugarneskirkju Þriðji hlutinn eru mál- verk, sem við höfum safnað og eru annaðhvort í eigu fólks í hverfinu eða máluð af fólki í hverfinu og sýna Laugarnesið úr ýmsum átt- um. Gömul altarisbrík úr gömlu kirkjunni Fjórða þætti sýningarinn- ar má eiginlega skipta í tvennt, annars vegar líkan af Laugarnesspítalanum, eða Holdsveikraspítalanum, sem reistur var á Laugarnesinu árið 1898 af dönsku Oddfell- owreglunni, en það er um metri í þvermál og var smíð- að úti í Danmörku og gefið til landsins árið 1985. Hins- vegar er það altarisbrík úr gömlu kirkjunni, sem fengin var að láni frá Þjóðminja- safninu. Óhætt er að segja að hún sé mesti dýrgripur sýn- ingarinnar, enda eini gripur- inn sem hefur varðveist úr Laugarneskirkju hinni fornu, sem stóð á Laugar- nesi frá 1200 til 1794. Þess ber að geta að á sýningunni hefur einnig verið sett upp gamla altar- istaflan úr þessari kirkju og skírnar- fonturinn, en mörgum þótti eftirsjá að töfl- unni.“ 100 ára af- mæli byggðaþró- unar í Laug- arnesi Guðfinna sagði um þessar mundir væru um 100 ár frá því farið var að deila út erfðafestu- löndum við Fúlalæk, sem var þar sem Kringlumýrar- brautin er núna. Það varð vísirinn að þeirri byggð sem er í hverfinu núna. „Þannig að við erum kannski að halda upp á 50 ára afmæli kirkjunnar og 100 ára afmæli byggðaþró- unar í Laugarnesinu." Leifur Steinarsson (t.v.), Guðfinna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Ólafsson og Gunnar Svanberg hafa skipulagt sýninguna í Laugameskirkju. Líkan af Laugarnesspítala, sem reistur var úti á Laugarnesi í Iok síðustu aldar, en hann brann til kaldra kola árið 1943. innar á móti okkur, þau Leifur Steinarsson, Guðf- inna Ragnarsdóttir, Þor- steinn Olafsson og Gunnar Svanberg. Fjórmenn- ingamir, sem hafa búið í Laugar- neshverfinu í tugi ára, hafa ásamt ung- mennum úr 9. og 10. bekk Laugalækjar- skóla unnið hörðum hönd- um að því að koma upp þess- ari sýningu. Mjög mikill fróðleikur „Hér er sam- ankominn mjög mikill fróðleikur og mjög mikill áhugi og það er nátt- úrlega það sem til þarf,“ sagði Guðfinna. „Sýningin samanstendur eiginlega af fjórum þáttum. I fyrsta lagi er um að ræða þemavinnu 9. og 10. bekkjar Laugalækjaskóla. Þau unnu þema yfir ýmsa sögustaði, t.d. Þvottalaugarnar, Laug- arnesið, Ásmundur Sveins- son, Holdsveikraspítalinn, gamla kirkjan o.fl. Morgunblaðið/Sverrir Altarisbrík úr gömlu kirkjunni, sem stóð úti á Laugarnesi frá um 1200 til 1794, er til sýnis í Laugarneskirkju. í öðru lagi hefur Gunnar Svanberg, sem fæddist í hverfinu árið 1928, verið með myndavélina á lofti í gegnum árin og gengið um hverfið og tekið myndir. Myndir hans eru alger fjár- sjóður og má segja að þróun byggðarinnar endurspeglist í þeim. Saga kirkju og hverfis rakin í máli og myndum Laugarnes LAUGARNESIÐ á sér langa sögu, en þar bjó Hallgerður langbrók um tíma og talið er að hún sé þar grafin, þá hafði biskup aðsetur á nes- inu um tíma á síðustu öld. Laugarneskirkja átti 50 ára afmæli í desember síðast- liðnum og í tilefni af því hef- ur nú verið sett upp sýning í kirkjunni, þar sem rakin er saga hennar og hverfisins í máli og myndum, og gamlir munir sýndir, m.a. gömul altarisbrík úr Laugames- kirkjunni sem stóð úti á nes- inu fyrr á öldum. Sýningin, sem vaar opnuð 26. mars og ber heitið: „Laugarnes, kirkja og hverfi, byggð og saga,“ mun standa til 16. mars. Laugarneskirkja, sem hönnuð var af Guðjóni Sam- úelssyni arkitekt og reist ár- ið 1949, er falleg kirkja en þegar komið er að henni virðist hún fremur lítil, þannig að blaðamaður Morg- unblaðsins velti því fyrir sér hvort nokkurt rými væri fyr- ir sýningu þar inni. Þegar inn er komið opnast hins vegar alveg nýr heimur. Hver fermetri er nýttur til hins ýtrasta og nóg pláss er fyrir hvers konar starfsemi og þar á meðal sýningar af því tagi sem þar er nú. Sýningin skipulögð af íbúum hverfísins Um leið og gengið er inn í kirkjuna fær maður það á til- fínninguna að þar sé unnið gott starf. Presturinn, séra Bjarni Karlsson, stóð í gætt- inni og kvaddi börn sem ver- ið höfðu í danskennslu niðri í safnaðarheimili. Síðan fylgdi hann blaðamanni og ljós- myndara þangað niður, þar sem saga hverfis og kirkju er sögð í máli og myndum. I safnaðarheimilinu tóku skipuleggjendur sýningar- Borgarafundur í Mosfellsbæ um Vesturlandsveg Tvöföldun vegar- ins þolir enga bið Mosfellsbær HÁVÆRAR kröfur komu fram um tvöföldun Vestur- landsvegar milli Víkurvegar og Mosfellsbæjar á borgara- fundi sem Sjálfstæðisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir í Hlé- garði í Mosfellsbæ í fyrra- kvöld. Til fundarins var boðið Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra, þingmönnum Reykjaneskjördæmis og full- trúa Vegagerðarinnar, Jónasi Snæbjömssyni. Ráðherra kynnti áherslur sínar í samgöngumálum á höf- uðborgarsvæðinu og nefndi hann þar samræmda sam- gönguáætlun, umferðaræðar út úr borginni, mislæg gatna- mót og tók hann þar fram að hann væri sammála skoðun vegagerðarmanna um að fara ætti í mislæg gatnamót á vegamótum við Víkurveg á undan vegamótum við Suður- landsveg. Sagðist ráðherra ekki þora að úttala sig á þessari stundu um röðun framkvæmda með- an unnið væri um þessar mundir að endurskoðaðri vegaáætlun. Hann gerði sér hins vegar grein fyrir þörfinni á tvöföldun vegarins. 15.000 bflar á dag Fram kom í máli Jónasar Snæbjömssonar að umferð um Vesturlandsveg við Úlf- arsfell væri að meðaltali um 15 þúsund bifreiðar á dag. I sam- anburði kom fram að umferð milli Kópavogs og Hafnar- fjarðar væri 23 þúsund bif- reiðar að meðaltali en á Reykjanesbraut við Straums- vík færu að meðatali 7 þúsund bifreiðar á dag. Sagði Jónas að tvær akreinar dugi fyrir 15 til 17 þúsund bifreiðar á dag. Ef umferð verður meiri myndast langar raðir og tafir verða á umferð. Að sama skapi eykst slysahætta aðallega vegna framúraksturs við slíkar að- stæður. Sigríður Anna alþingismað- ur sagði að tvöfoldun Vestur- landsvegar frá Víkurvegi þyldi enga bið. Ibúum Mos- fellsbæjar hefði á síðastliðnum 10 árum fjölgað um 40% og innan 20 ára fæm 24 þúsund bifreiðar milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Þá kvaðst hún taka undir þau sjónarmið að fara ætti fyrst í mislæg gatnamót við Víkurveg en láta Suðurlandsvegamótin bíða. Hjálmar Árnason alþingis- maður sagði það segja sína sögu um umferðarvandann að þetta væri þriðji almenni borgarafundurinn á árinu um samgöngumál í Reykjanes- kjördæmi. Það væri mjög sér- stök íbúaþróun hér á landi miðað við önnur lönd í Evrópu þegar 60% þjóðarinnar byggi svo að segja á sama svæðinu. Hjálmar kvaðst efast um spár Vegagerðarinnar um þróun í umferðarmálum, taldi þær vanmeta fjölgunina. Hann benti einnig á að rót vandans væri ekki eingöngu vegna fjölgunar íbúa á suðvestur- hominu. Með tilkomu Hval- fjarðarganga færðist það mjög í vöxt að íbúar norðan Hvalfjarðar sæktu vinnu á höfúðborgarsvæðið eða jafn- vel að fólk væri að flytja þaðan norður fyrir Hvalfjörð en stundaði áfram vinnu á höfuð- borgarsvæðinu. Hjálmar benti á ýmsa möguleika til að flýta hagkvæmum fram- kvæmdum og nefndi þar lán- töku verktaka eins dæmi væri Morgunblaðið/Valdimar Frá borgarafundi í Hlégarði í Mosfellsbæ. um nú þegar. Hann taldi enn- fremur rökrétt að trygginga- félögin tækju þátt í fjármögn- un vegabóta á þeim stöðum þar sem slys og óhöpp væm tíð, slíkt væri til hagsbóta fyrir félögin. Þá auðvelduðu vega- bætur á ýmsum stöðum mjög alla atvinnustarfsemi. Hjálm- ar sagði að endingu að ákvarð- anir um forgangsröðun fram- kvæmda væru teknar út frá tölulegum staðreyndum og gildum rökum og sýndist hon- um að þar vægju rök sem mæltu með tvöfoldun Vestur- landsvegar afar þungt og framkvæmdin tímabær. Sigríður Jóhannesdóttir al- þingismaður sagði að góð samstaða væri í þingmanna- hópi Reykjaneskjördæmis um þessa framkvæmd en kvaðst þó ekki alveg sammála Hjálm- ari um að hagstætt væri að verktakar tækju lán vegna brýnna framkvæmda. Benti hún á að ríkið hefði aðgang að mun hagstæðari lánum en einkafyrirtæki og því væn- legra að láta ríkið um lántök- una. Sigríður benti einnig á nauðsyn þess að Korpúlfs- staðabraut yrði tekin inn á vegaáætlun, hún væri komin inn á skipulag en ekki inn á vegaáætlun. Lágafellsafleggj ari Nokkur umræða varð um tengingu afleggjara að Lága- felli við hringtorgið við Langa- tanga. Bjöm Ástmundsson, formaður sóknamefndar Lágafellssóknar, sagði það hafa verið mikil mistök að ekki skyldi gengið frá þessari teng- ingu eins og upphaflega var fyrirhugað því núverandi fyr- irkomulag byði upp á mikla slysahættu, sagði reyndar að hægt væri að ganga út frá því sem vísum hlut að þarna ættu eftir að verða slys. Fram kom á fundinum að kostnaður við að koma tengingu Lágafells- afleggjara í það form sem upp- haflega var gert ráð fyrir væri á bilinu 10 til 12 milljónir króna en sú framkvæmd væri ekki á vegaáætlun. Björn, sem er forstjóri Reykjalundar, benti á að þetta væri andvirði tveggja eða þriggja háls- hnykkja sem er algeng afleið- ing aftanákeyrslu. I umræðum á eftir fram- söguræðum komu fram ákveðnar kröfur íbúa um að tvöföldun Vesturiandsvegar yrði hraðað svo sem auðið væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.