Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Fjölmenn þjóðahátíð haldin 1 Bolungarvík Bolungarvík - Um tvö þúsund manns súttu Þjóðahátíð sem haldin var í Bolungarvík sl. sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem slík hátið er haldin á Vestfjörðum, þar sem án efa býr hæsta hlutfall nýbúa á landinu því um eða yfír 500 íbúar fjórðungsins eru af erlendu bergi brotir frá liðlega fjörutíu þjóðlönd- um. Fyrst var efnt til Þjóðahátiðar á fsafirði 1998, þá var Flateyri gest- gjafinn í fyrra og nú voru það Bol- víkingar sem buðu til sín. Meðal gesta á hátíðinni að þessu sinni var Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Tilgangur með þjóðahátíð er að vekja athygli á þeim mannauði sem er til staðar á Vestfjörðum og greiða fyrir auknum skilningi og samskiptum milli gróinna heima- manna í því skyni að að þróast megi fjölbreytt mannh'f í samhentu sam- félagi þar sem allir fái notið sín. Hátíðin hófst með fjölþjóðlegri menningardagskrá í íþróttahúsinu Árbæ þar sem Kvennakór Bolung- arvíkur söng undir stjórn Margrét- ar Gunnarsdóttur við undirleik Guðrúnar Magnúsdóttur. Þá flutti Helga Svana Olafsdóttir hátíðar- ræðu og félagsmálaráðherra flutti ávarp, þá söng barnakór frá grunn- skólunum í Bolungarvík, Flateyri, Isafirði og Suðureyri og tónlistar- fólk frá Júgóslaviu, Póllandi og Rússlandi kom fram. Að lokinni dagskrá í íþróttahús- inu voru opnaðir um 30 kynningar- básar f grunnskólanum. Þar kynntu nýbúar frá hinum ýmsu þjóðum sérkenni sinna þjóða í mat og menningu og auk þess kynntu fjöl- mörg félagasamtök og trúarhópar starfsemi sína. Sundlaug Bolungarvíkur var einnig opin almenningi þar sem boðið var uppá suðræna stemmn- ingu en sundlaugarsalurinn var skreyttur á suðræna vísu og samba- tónlist leikin fyrir gesti. Það var hinsvegar ólýsanleg stemmning sem skapaðist er nokkrir Bolvík- ingar mættu á sundlaugarbakkann með hljóðfæri sín og léku af fingr- um fram þekkta dægurlagaslagara við mikinn Fógnuð laugargesta. Það er áhugahópur um menning- arfjölbreytni á Vestfjörðum sem staðið hefúr að undirbúningi þess- ara þjóðahátíða undanfarin ár en framkvæmdastjóri tveggja siðustu hátíða hefur verið Magnús Ólafs Hansson. Hann sagði að það hafi verið alveg sérstaklega gaman að vinna að þessum verkefnum og ánægjulegast væri hversu fólk er tilbúið til að leggja hönd á plóginn til að þessar hátíðir takist sem best. „Það er auðvitað deginum ljós- ara, að til að svona stórhátíðir geti farið vel fram þurfa margir að koma að verki,“ sagði Magnús og vill hann því fyrir hönd áhugahóps- ins koma á framfæri miklu þakk- læti til allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti hjálpuðu til við þetta verkefni hér í Bolungarvík. Á þjóðhátíð var margt um manninn og kátt á hjalla. Nokkrir Bolvíkingar mættu á sundlaugarbakkann með hljóðfæri sín og léku af fingrum fram þekkta dægurlagaslagara. Mun Katla láta á sér kræla? Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Jón Helgason, formaður stjórnar, setti ráðstefnuna en siðan tóku til máls þau Sólveig Þorvaldsdóttir, Helgi Björnsson og Guðrún Larsen. VG-félags- deild í Fjarða- byggð FÉLAGSDEILD Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs í Fjarða- byggð var stofnuð sunnudaginn 2. apríl. Er það liður í að koma upp fé- lagsdeildum í kjördæminu en áður er til komin félagsdeild á Homafirði og í undirbúningi eru deildir á Vopna- firði og Héraði. Um 20 félagar eru nú í deildinni í Fjarðabyggð og sótti meirihluti þeirra stofnfundinn. Þangað kom einnig Þuríður Backman alþingis- maður og Magnús Stefánsson, for- maður kjördæmisfélagsins. Kosin var fimm manna stjóm og er formað- ur hennar Gunnar Ólafsson, kennari og varaþingmaður. VG- Fjarðabyggð hyggst bæði sinna heimamálefnum og ræða landsmál og em tveir fundir ráðgerðir á kom- andi vori. Kirkjubæjarklaustri - Mun Katla láta á sér kræla? Þessari spurningu munu vafalaust margir ráðstefnu- gestir á Kirkjubæjarklaustri hafa velt fyrir sér á um síðustu helgi. Þá efndu Kirkjubæjarstofa og Al- mannavarnir ríkisins til ráðstefnu undir heitinu: Eldgosin í Mýrdals- jökli og afleiðingar þeirra. Fjöldi vísinda- og fræðimanna hélt erindi á ráðstefnunni og tengd- ust þau öll á einhvern hátt þessu efni, allt frá því að rekja sögu gosa í Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli til þess að segja frá viðbúnaði almennings og skipulagi almannavarna í héraði ef gos yrði. Jón Helgason, formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu setti ráðstefnuna en að því loknu fjallaði Sólveig Þor- valdsdóttir, framkvstj. um aðgerðir Almannavarna. Þá var röð erinda í höndum Helga Björnssonar, jökla- fræðings, Guðrúnar Larsen jarð- fræðings og Freysteins Sigmunds- sonar, forstöðumanns Norrænu eldfjallastöðvarinnar, um landslag undir Mýrdalsjökli, eldstöðvar og eldgos, svo og umbrotin á síðasta ári í Kötlu og Eyjafjallajökli. A eftir þeim tóku við erindi um jarðskjálfavirkni, jarðskjálftavökt- un, vöktun fallvatna og jökla en um þau mál fjölluðu Steinunn Jakobs- dóttir jarðeðlisfræðingur, Sigvaldi Árnason, verkræðingur og Helgi Bjömsson, jöklafræðingur. í lok dagsins var farið í vett- vangsferð að ánni Skálm sem er ein þeirra áa sem renna í nágrenni Mýrdalsjökuls. Þess má geta að frá landnámsöld hafa komið 18 stór Kötluhlaup nið- ur Mýrdalssand, síðast árið 1918. Síðari daginn var meira rætt um þá þætti sem snúa að fólki ef nátt- úruvá er yfirvofandi, áhættugrein- ingu vegna hugsanlegs goss og áhrifa þess á ýmsa þætti. Má þar nefna áhrif á samgöngukerfi, raf- orkukerfi, dýralíf og gróður. Um þessa þætti fjölluðu þau Sólveg Þorvaldsdóttir, framkvstj., Árni Jónsson, ráðgjafi, Helgi Jóhannes- son, verkfræðingur, Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir, Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri og Lárus Einarsson, verkfræðingur. Það kom fram í máli Helga Jó- hannessonar að Vegagerð ríkisins hyggst veita sérstöku fjármagni í endurbætur á Fjallabaksleið nyrðri (norðan jökla), m.a. til að tryggja betur þá samgönguleið ef til Kötlu- goss kemur. Páll Einarsson, jarðskjálftafræð- ingur, kom með yfirlit yfir náttúrvá við Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul þar sem m.a. kom fram að fjölbreytileg- ar eldstöðar eru undir jöklinum. Þær eru: Katla sem er kunnust og er megineldstöð og jökulhlaup vegna gosa innan öskjunnar eru mjög stór og fara oftast niður Kötlujökul (niður Mýrdalssand) en hugsanlega niður Sólheimajökul og Entujökul. Þá er Goðabunga, þar er líklega kvikuhólf í mótun en engin askja. Gos úr henni mundu geta far- ið í gil niður i Þórsmörk. Loks er svo Eyjafjallajökull sem er gamalt eldfjall og gosvirkni fremur lítil. Hlaup úr honum eru líklegust til norðurs en hugsanlega til suðurs og vesturs. Að lokum beindist athyglin að skipulagi almannavarna í héraði og séráætlunum vegna þeirra auk við- búnaðar almennings en um þessa þætti ræddu Sigurður Gunnarsson, sýslumaður V-Skaft., auk Hafþórs Jónssonar og Júlíusar Óla Einars- sonar frá Almannavörnum ríkisins. I lokin voru umræður og fyrir- spurnir en þess má geta að fyrir- spurnir voru einnig eftir erindin og voru þær oft líflegar og fróðlegar. Ráðstefnugestir voru mjög ánægðir með erindin og allan aðbúnað á ráð- stefnunni. Þess má geta að Kirkju- bæjarstofa efnir árlega til stórrar ráðstefnu, gjarnan í samvinnu við aðrar stofnanir, sem tengist nátt- úru, sögu og menningu héraðsins og fær jafnan til liðs við sig þekkta fræðimenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.