Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 23 J VIÐSKIPTI Slök afkoma Stáltaks hf - á síðasta ári Samkeppnisstaðan versnaði mikið STÁLTAK hf. skilaði 198 mOljóna króna tapi á árinu 1999 en árið áður nam hagnaður félagsins 31 milljón króna. Tap af reglulegri starfsemi var tæpar 170 milljónir króna nú en rekstrurinn skilaði rúmum 36 millj- óna króna hagnaði árið 1998. Þá nam veltufé frá rekstri 65 milljón- um króna árið 1998 en nú fóru 123 milljónir króna til rekstrarins. Eig- infjárhlutfall lækkaði úr 41,5% í ársbyrjun í 22,4% við árslok og veltufjárhlutfallið fór úr 1,34 í 0,87. I tilkynningu frá félaginu segir að ástæður slakrar afkomu þess megi einkum rekja til erfíðrar verkefn- astöðu síðari hluta ársins, slæmrar útkomu nokkurra stórra verka, nið- urfærslu birgða, tapaðra viðskipta- krafna og afskrifta hlutafjár í öðr- um félögum. Ennfremur hafi talsverður hluti kostnaðar af sam- runa Slippstöðvarinnar við Stál- smiðjuna undir nafninu Stáltak, sem tók gildi frá 1. september 1999, fallið til á árinu 1999 en samlegðar- áhrif muni hins vegar skila sér á næstu misserum. Þá voru gerðar þær breytingar á reikningsskila- og matsaðferðum fé- lagsins frá árinu áður að við mat á viðskiptakröfum og birgðum er nú beitt meiri varfærni en áður. Sú breyting rýrir, auk niðurfærslu hlutafjár, afkomu félagsins um rúm- ar 20 milljónir. Þá er tæplega 6 milljóna króna undirbúnings- og þróunarkostnaður gjaldfærður nú en var eignfærður áður. Valgeir Hallvarðsson, fram- kvæmdastjóri Stáltaks, segir rekstrarumhverfi félagsins vera orðið afar erfitt. „Svo virðist sem við séum með einn sterkasta gjaldmiðil í Evrópu og fjármagnskostnaður hér er gríðariegur. Þannig að samkeppnis- staða okkar gagnvart erlendum keppinautum hefur versnað mjög mikið. Krónan er það hátt skráð að þýska markið hefur farið úr u.þ.b. 45 krónum niður í 37. Því er orðið ódýrara að láta gera við skip í Þýskalandi heldur en hér á íslandi." Þó bendir allt enn til þess, að sögn Valgeirs, að hægt verði að snúa rekstrinum til hagnaðar á nú- líðandi ári, með miklu aðhaldi. Grip- ið hefur verið til ýmissa aðgerða til að rétta reksturinn af, t.d. verður ráðist í endurskipulagningu rekstr- arins sem leiðir m.a. til þess að starfsmönnum fækkar um 24. Þá var kæli- og verktakastarfsemi Kælismiðjunnar Frosts sameinuð rekstri Stáltaks um síðastliðin ára- mót og ætti það að skila hagræð- ingu og bættri afkomu á árinu. Loks er verið að selja hluta af eign- um félagsins til að bæta greiðslu- stöðu þess og gert hefur verið sam- komulag við IAV hf. um samstarf félaganna. Samkomulagið lýtur að samstarfi um framtíðaruppbygg- ingu athafnasvæðis Stáltaks, sam- starfi á almennum byggingamark- aði og að samnýtingu á járna- og stálvinnslu félaganna. Valgeir segir að samt sem áður sé ýmislegt sem setji strik í reikning- inn því að erfitt hafi reynst að gera fastheldar áætlanir fram í tímann. „Nú virðist t.d. Ijóst að Fljóts- dalsvirkjun verður ekki byggð, a.m.k. ekki á næstunni, og því þurf- um við að gera ráðstafanir hvað það varðar. Sömu sögu er að segja af ál- verinu á Reyðarfirði en það gerði það að verkum að við þurftum að hætta við áætlanir um áframhald- andi rekstur vélsmiðjunnar Stáls á Seyðisfirði", segir Valgeir að lokum. Hagnaður EJS jókst um 88% milli ára HAGNAÐUR EJS samstæðunnar eftir skatta var 202,3 milljónir króna á síðasta ári, sem jafngildir 6,3% af veltu, og jókst um 87,7% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta árið 1999 var 323,4 millj- ónir króna sem jafngildir ríflega 105% aukningu frá 1998. Veltufé frá rekstri var 330,1 milljónir króna á árinu 1999 og jókst um rúmlega 134% frá árinu áður. Á milli áranna 1998 og 1999 jókst velta EJS samstæðunar um 55% og veltufé frá rekstri um 134%. Af 3,2 milljarða króna veltu á árinu 1999 koma 1,8 milljarðar úr þjónustu og hugbúnaðargerð. Tekjur af erlend- um hugbúnaðarverkefnum námu tæpum 500 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar á síðasta ári námu 3.189 milljónum króna samanborið við 2.059 milljónir króna árið 1998 og jukust um tæp 55%. Um síðustu áramót voru rúm- lega 300 starfsmenn hjá samstæð- unni. Veltuaukning mest í þjónustu og hugbúnaðargerð Vöxtur tekna og þróun afkomu samstæðunnar á síðasta ári var í samræmi við áætlanir. Veltuaukning samstæðunar var mest í þjónustu og hugbúnaðargerð, en af 3,2 milljarða króna heildarveltu voru um 1,8 millj- arðar, eða 56%, í þjónustu og hug- búnaðargerð. Tekjur af erlendum hugbúnaðarverkefnum voru tæplega 500 milljónir króna. Að mati stjórnenda EJS er efna- hagur samstæðunnar í árslok 1999 traustur. Veltufjárhlutfall á síðasta ári var 2,4, eigið fé í árslok 1999 var 1.185 milljónir króna og eiginfjár- hlutfallið 47,3%. Arðsemi eiginfjár var 45%. Tillaga um 15% arðgreiðslu EJS samstæðan tók nokkrum breytingum á síðasta ári. Móðurfyr- irtækið, E JS hf., jók eignarhlut sinn í EJS International ehf úr 20% í 100%, keypti öll hlutabréf í Hug hf. og keypti 50% hlut í Gæðamiðlun ehf. Þá tók hluthafahópur EJS hf. einnig breytingum í kjölfar sölu á nýju hlutafé til starfsfólks en yfir 95% þátttaka var í útboðinu. Á aðalfundi EJS hf., sem haldinn verður þann 17. apríl næstkomandi, mun stjóm félagsins leggja til að greiddur verði 15% arður til hlut- hafa. Landsteinar International kaupa JMA A/S í Danmörku LANDSTEINAR International hafa keypt allt hlutafé í danska hug- búnaðarfyrirtækinu JMA A/S. Jafn- framt hefur verið ákveðið að sam- eina starfsemi JMA og Landsteina DK í Árósum. Sameinað fyrirtæki verður eitt öflugasta hugbúnaðarfyr- irtæki Danmerkur á sviði heildar- lausna fyrir verslunar- og þjónustu- fyrirtæki sem eru byggðar á Navision Financials-hugbúnaðinum frá Navision Software A/S. í tilkynningu um kaupin kemur fram að ákveðið hafi verið að starf- semi JMA og Landsteina DK verði sameinuð undir nafninu Landsteinar DK A/S. Sameinað fyrirtæki er að fullu í eigu Landsteina Intemation- al. Núverandi framkvæmdastjóri Landsteina DK, Hans Jorgen Beck, verður framkvæmdastjóri hins sam- einaða félags. Fram kemur að markmiðið með kaupunum og sameiningu við Land- steina DK sé að styrkja möguleika félagsins á að markaðssetja lausnir sem þróaðar hafa verið af báðum fyr- irtækjunum, bæði í Danmörku og á alþjóðlega vísu í gegnum önnur dótt- urfélög Landsteina International. Kaupin á JMA skapa einnig forsend- ur til að nýta mikla vaxtarmöguleika á þeim mörkuðum sem fyrirtækin þjóna. Aðalsteinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Landsteina Inter- national, segir að Landsteinar og JMA hafi unnið saman að þróunar- verkefnum og uppsetningum og þessi kaup því mjög eðlilegt fram- hald af góðu samstarfi. Landsteinar DK verði með þessu eitt sterkasta Navision lausnasetrið fyrir verslunar- og þjónustufyrir- tæki í Danmörku með mikla vaxtar- möguleika og styrki því mjög Land- steina samstæðuna í heild sinni. Þetta sé enn eitt skrefið í stækkun Landsteina og í samræmi við þau markmið að gera fyrirtækið að öfl- ugasta þjónustuaðila Navision á heimsvísu og skráningu þess á hluta- bréfamarkað. Áætlanir hins sameinaða félags gera ráð fyrir að velta verði 450 milljónir króna á tímabilinu frá 1. ap- ríl til loka ársins og áætluð velta ár- sins 2001 er 1.050 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta samstæðunnar, Landsteina Interna- tional og núverandi dótturfélaga, á árinu 2000 verði um 2.800 milljónir og starfsmenn eru nú 280. Á meðal viðskiptavina Landsteina DK A/S eru Telecom Center, Thorne Nordic, Bang&Olufsen, TeleDan- mark, Dönsku járnbrautirnar (DSB), Sonofon, Rema 1000 og Body Shop ásamt fjölmörgum fleiri. Gleraugnaverslunin Sjónarhóll www. sjonarholl. is ótrnuCulboð Súrefiiisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Hún erorðin léttari! Samagóða ab-mjólkin - bara léttari!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.