Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 25 Skiptar skoðanir meðal Þjóðverjar á skýrslum Stasi Kohl vill hindra notkun hlerunarskýrslnanna Berlín. Morgunblaðið. HARKALEGA er nú um það deilt í Þýzkalandi hvort heimilt skuli að nota upplýsingar úr hlerunarskýrsl- um austur-þýzku leyniþjónustunnar Stasi, en í síðustu viku var upplýst að Stasi hefði þá þegar fyrir um 20 ár- um vitað um vafasöm fjármál Kristi- lega demókrataflokksins, CDU, og fylgzt með Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara, allt frá því hann var um tvítugt. Er einkum um það deilt hvort rannsóknarnefnd þýzka þings- ins og saksóknarar sem eru að rannsaka fjármálahneyksli CDU, megi nota skýrslur Stasi um hlerun símtala vestur-þýskra stjórnmála- manna, einkum úr CDU. Þýzk dagblöð höfðu eftir Kohl á mánudag, sjötugsafmælisdag hans, að hann myndi beita öllum ráðum til að hindra að innihald hlerunar- skýrslna yi’ði gert opinbert. Siidd- eutsche Zeitung sagði Kohl hóta því að fara með málið fyrir stjórnlaga- dómstólinn í Karlsruhe. Lög sem Kohl samþykkti Hins vegar bentu í gær ýmsir - þar á meðal Joachim Gauck, yfir- maður stofnunarinnar sem hefur umsjón med skjalasafni Stasi - á að Kohl hefði sjálfur sem kanzlari und- irritað gildandi lög um Stasi-skjölin og þess yrði að gæta að sömu reglur giltu í þessu sambandi bæði um aust- ur- og vestur-þýzka stjórnmála- menn. CDU hefur lýst því yfir að ekki beri að nota þessar upplýsingar þar sem þeim hafi verið safnað með glæpsamlegum hætti og erfitt væri að sannreyna hvort skýrslurnar væru falsaðar. Aðrir, þ.á m. jafnað- armennimir Reinhard Höppner, for- sætisráðherra Sachsen-Anhalt, og Dieter Wiefelspuetz, talsmaður Ráðgátunni stolið London. Morgunblaðið. Á MEÐAN njósnarar hennar há- tignar leita dyrum og dyngjum að ferðatölvu, sem einum þeirra varð á að skilja eftir í leigubíl á heimleið af öldurhúsi, hefur Ráðgátunni, dul- málsvél nazista, sem Bretar komust yfir, verið stolið. Bretum tókst að ráða dulmálið, sem gerði útslagið í orrustunni um Atlanzthafið og átti stóran þátt í sigri bandamanna í heimsstyijöldinni síðari. Sagnfræðingum kemur saman um, að hefði Bretum ekki tekist að komast yfir dulmálsvélina og ráða dulmálið, hefði innrásin í Norm- andy ekki getað átt sér stað 1944, heldur 1946 í fyrsta lagi. Dulsmálvélinni var stolið um hábjartan dag af sýningu í Bletchl- ey Park, þar sem dulmálið var ráðið á sinni tíð. Þessi sérstaka vél var notuð af leyniþjónustu nazista, Abwehr, og er talið að aðeins tvær aðrar slíkar séu til í heiminum. Það var fjarskiptamiðstöð brezku ríkis- stjórnarinnar sem gaf safninu í Bletchley dulmálsvélina 1998, en engin skýring hefur verið gefin á því, hvernig hún komst í eigu brezkra stjórnvalda. Lögreglan telur að athygli á verðmæti dulmálsvélarinnar hafi verið sérstaklega vakin, þegar Mick Jagger og Kate Winslet heimsóttu nýlega safnið í Bletchley í sambandi við undirbúing að kvikmyndinni Ráðgátunni, sem byggð er á sam- nefndri sögu Robert Harris. Talið er að ómögulegt muni reyn- ast að selja dulmálsvélina, nema þá einkasafnara og á svörtum markaði sé hún 100.000 punda virði. Svo mikil leynd hvfldi yfir dul- málsmiðstöðinni í Bletchley, að það varð ekki á almannavit orði, hvað þar fór fram fyrr en 1974. þingflokks Jafnaðannannaflokksins (SPD) í innanríkismálum, sögðu aft- ur á móti í gær að upplýsingar úr hlerunarskýrslunum hefðu verið notaðar í hundruðum tilfella, meðal annars í sambandi vid ásakanir um Stasi-samstai’f Gregors Gysi, for- ystumanns PDS, arftaka austur- þýzka kommúnistaflokksins. Hið sama yrði að gilda um vestur-þýzka stjórnmálamenn, líka kanzlarann fyrrverandi. Talsmaður þýzka innanríkisráðu- neytisins staðfesti annars á mánu- dag frétt Berlínarblaðsins Berliner Zeitungþess efnis, að árið 1990 hefði miklum fjölda hlerunarskýrslna Stasi af samtölum vestur-þýzkra stjórnmálamanna - einkum úr CDU - verið eytt að fyrirskipan ríkis- Helmut Kohl stjórnar Kohls. Eyðing þessara skjala hefði verið samþykkt af full- trúum allra flokka. Kohl sagðist á sjötugsafmæli sínu á mánudag vera bitur út í suma flokksfélaga sína vegna þess hvernig þeir hefðu komið fram við sig eftir að leynireikningahneykslið komst í há- mæli. Hann hélt upp á afmælið með eiginkonu sinni, Hannelore, með kvöldverði á veitingastað í Elsass, en það fréttist ekki fyrr en í gær. Af- mælisbarninu bárust heillaóskir hvaðanæva að, einnig frá erlendum stjórnmálaleiðtogum, en nýja og harðorða gagnrýni þurfti hann að láta yfir sig ganga frá hendi Wolf- gangs Schauble, fráfarandi for- manns CDU og pólitísks samherja síns um árabil. I viðtali sem tekið var upp í marz og sjónvarpsstöðin Phoenix sendi út á mánudag talaði Scháuble um að það væri „of vægt til orða tekið“ að segja, að sér þætti sem Kohl hefði brugðizt sér, en hann sagði af sér um miðjan febrúar eftir vera sjálfur bendlaður við anga fjár- málahneykslisins sem Kohl er lykil- maðurinn í og steypt hefur flokknum í erfiðustu kreppu sögu sinnar. 2000 F y r i r h e r r Vorið er komið í Intersport. Allt það nýjasta frá öllum helstu vörumerkjunum í sportfatnaði. Fylgstu með og komdu (Intersport. Þín frístund - okkar fag VINTERSPORT BMdshöfða • 110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.