Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ The Wall Street Journal fjallar um rannsókn ÍE á heilablóðfalli „Staðfestir kosti Islands sem erfðarannsóknastofu“ THE Wall Street Journal segir að kapphlaup lyfjafyrirtækja um að þróa ný lyf við einum af skæðustu sjúkdómum Vesturlanda hafi magn- ast eftir að svissneska lyfjafyrir- tækinu Hoffmann-La Roche og ís- lenskri erfðagreiningu tókst að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist heilablóðfalli. Blaðið fjallar um rannsókn vís- indamanna Islenskrar erfðagrein- ingar í frétt sem birt var á fimmtu- daginn var. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreining- ar, skýrði frá árangri rannsóknar- innar í fyrirlestri við Zurich-háskóla í liðnum mánuði. The Wall Street Journal hefur eftir Kára að vísindamennirnir hafi rannsakað DNA, efni erfðavísanna, í rúmlega 2.500 heilablóðfallssjúk- lingum á Islandi og síðan takmark- að úrtakið við 1.200 sjúklinga í 180 ættum. Slóð heilablóðfallsgensins var að lokum rakin í gegnum nokkr- ar kynslóðir um það bil 50 ætta. Sjúkdómurinn reyndist algengari og herja á yngra fólk í þessum ætt- um en meðal annarra landsmanna. Vísindamenn Hoffmann-La Roche og Islenskrar erfðagreining- ar lögðu áherslu á að umrætt gen væri líklega aðeins eitt af nokkrum genum sem valdi hinum ýmsu af- brigðum heilablóðfalls. Og þótt þeir hefðu rakið genið til lítils hluta eins litnings gætu liðið margir mánuðir eða jafnvel ár þar til meingenið fyndist og hægt yrði að segja ná- kvæmlega til um hvaða stökkbreyt- Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT ingar ykju hættuna á heilablóðfalli. Ekki hefur verið skýrt frá niður- stöðum rannsóknarinnar í smáatrið- um en The Wall Street Journal hef- ur eftir heimildarmönnum sínum að vísindamenn íslenskrar erfðagrein- ingar séu að skrifa grein um hana til birtingar í vísindatímariti. „Ég veit ekki hvaða gen þetta er eða hvernig það veldur sjúkdómn- um,“ hafði blaðið eftir Kára. „En við segjum að sama líffræðilega gang- virkið geti valdið öllum afbrigðum heilablóðfalls og hægt verði að með- höndla þau með sama hætti.“ Kostar hundruð þúsunda mannslífa Hundruð þúsunda manna deyja af völdum heilablóðfalls í Evrópu og Bandaríkjunum á ári hverju. Heila- blóðfall lýsir sér í því að svæði í heila skaddast ýmist vegna þess að blóðflæði til þess stöðvast (blóð- þurrð) eða að blæðing verður inn á svæðið. Um 80% heilablóðfallstilvik- anna hafa verið rakin til blóðþurrð- ar vegna blóðkekkja sem hindra blóðflæðið. Hin tilvikin eru rakin til blæðingar, sem lýsir sér í því að æð í heila rifnar og blóð flæðir í heilavefi. Þau eru yfirleitt skæðari en heila- blóðfall sem rakið er til blóðþurrðar. Kappkosta að finna erfða- fræðilegu orsakirnar Til eru lyf sem leysa upp blóð- kekkina en þau hafa aðeins tilætluð áhrif ef þau eru notuð innan nokk- urra klukkustunda eftir heilablóð- fallið. Þau geta ennfremur orðið til þess að heilablóðfall vegna blæðing- ar versni, þannig að mjög mikilvægt er að sjúkdómsgreiningin sé rétt, sem er ekki auðvelt í erlinum á bráðadeildum sjúkrahúsanna. Lyfjafyrirtæki hafa reynt að þróa lyf sem eiga að draga úr þeim skaða sem heilablóðfall veldur í heilavefj- unum. Nánast öll tilraunalyfin hafa hins vegar brugðist þegar þau hafa verið reynd á sjúklingum. Lyfjafyrirtækin hafa því lagt mikið kapp á að komast að erfða- fræðilegum orsökum heilablóðfalls til að geta þróað ný lyf við sjúk- dómnum. Ein kenningin er að stökkbreytt gen geti aukið hættuna á því að blóðkekkir myndist eða festist í æðunum. Aðrir vísinda- menn hafa leitt getum að því að erfðafræðileg frávik geti útskýrt hvernig heilafrumur bregðast við súrefnisskorti, sem er á meðal hugsanlegra skýringa á því hvers vegna heilablóðföll eru misalvarleg. Reynist kenningar vísindamanna um erfðafræðilegar orsakir heila- blóðfalls réttar verður mjög mikil- vægt að finna genin sem valda sjúk- dómnum til að hægt verði að þróa lyfvið honum. „Þarna eru peningarnir" The Wall Street Journal hefur eftir David Menon, heilablóðfalls- sérfræðingi við Cambridge-háskóla, að nokkrir hópar vísindamanna hafi þegar hafið erfðafræðilegar rann- sóknir á heilablóðfalli vegna mikils áhuga lyfjafyrirtækja á sjúkdómn- um. „Þarna eru peningarnir," sagði hann. Erfðafræðilegu rannsóknirnar eru mjög mikilvægar fyrir Hoff- mann-La Roche sem vill halda sjálf- stæði sínu þrátt fyrir öra samruna- þróun í lyfjaiðnaðinum. Samkvæmt ársreikningi svissneska lyfjafyrir- tækisins fyrir síðasta ár er það mjög háð megrunarlyfinu xenical. Sér- fræðingar segja að til að fyrirtækið geti haldið áfram að dafna þurfi það STUÐNINGSMENN ættingja kúbverska flóttadrengsins Elians Gonzalez í Miami sjást fylkja hér liði til að færa fjölskyldunni veggmynd af björgun Elians og stríðandi öflum í máli drengsins, sem fannst á gúmmíslöngu undan strönd Flórída á síðasta ári. Búist var við að Juan Miguel Gonzales, faðir Elians, kæmi til Bandaríkjanna frá Kúbu í gær ásamt flmm manna fylgdarliði. að tryggja stöðugan straum nýrra lyfja. Fimm ára samstarfssamningur Hoffmann-La Roche við Islenska erfðagreiningu er að sögn The Wall Street Journal einn af mikilvægustu þáttunum í þeirri viðleitni lyfjafyr- irtækisins að beita nýjum erfða- fræðilegum aðferðum með það að markmiði að þróa lyf við sjúkdóm- um sem eru erfiðir viðureignar. Fyrirtækin tilkynntu í íyrra að þeim hefði tekist að staðsetja gen sem talið er valda slitgigt, sjúkdómi sem mun hrjá um 40 milljónir manna út um allan heim. Klaus Lindpaintner, sem stjórnar erfðafræðilegum rannsóknum La Roche í Evrópu, segir að fyrirtækin hafi ekki fundið slitgigtargenið þótt staðsetningin í litningnum hafi verið greind. Leitin hafi verið þrengd og beinist nú að nokkrum hugsanleg- um meingenum. Hann varar einnig Ekki lá þó fyrir hvort Gonzalez yrði að þeirri ósk sinni að hitta Elian í gær, en hann hefur hug á að dvelja hjá syni sinum á meðan bandarískur áfrýjunardómstóll réttar f máli ættingjanna í Miami, sem ekki vilja að Elian verði sendur til Kúbu á ný. Nýleg skoð- anakönnun bendir hins vegar til að tveir þriðju hlutar Banda- ríkjamanna séu því hlynntir að Elian verði sendur heim til Kúbu. AP Björgun Elians gerð að veggmynd Framkvæmdastjórn ESB Frétt um „hallarbylting*- aráform“ vísað á busr lín. AFP, Morgunblaðið. ^ Brusscl, Berlín. AFP, Morgunblaðið. ÞÝZKA dagblaðið Frankfurter All- gemeine Zeitung (FAZ) greindi frá því í forsíðufrétt í gær, að gagnrýni innan stjórnkerfis Evrópusam- bandsins (ESB) á forseta fram- kvæmdastjómar þess, Romano Prodi, færi sívaxandi; hann þyki ekki nógu atkvæðamikill til að geta talizt gegna embætti sínu vel. Þessu vísaði talsmaður fram- kvæmdastjómarinnar, Jonathan Faull, í gær á bug sem „fáranlegum hugarburði". Talsmaður þýzka ut- anríkisráðuneytisins vísaði einnig frásögn blaðsins á bug. í frétt FAZ er haft eftir ónafn- greindum heimildarmönnum, sendi- manni í Brussel og þingmanni á Evrópuþinginu, að undir forystu Prodis væri framkvæmdastjórnin æ meir að láta fulltrúum ríkisstjórna aðildarríkjanna, þ.e. ráðherraráð- inu, og Evrópuþinginu eftir að eiga frumkvæði að næstu áföngum í Evrópusamrunanum. Segir blaðið nokkra af meðlimum framkvæmda- stjórnarinnar vilja fá Prodi til að snúa aftur til Italíu og eftirláta ein- um þeirra forsetastólinn. Eru Bret- arnir Christopher Patten og Neil Kinnock einkum sagðir hafa metn- að til að taka við. Faull varði embættisfærslu Prod- is, sem gegnt hefur embættinu frá því í september. Hann viðurkenndi þó veikleika í því hvemig fjölmiðla- umfjöllun um störf Prodis hefði verið. FAZ er ekki eitt um að gagn- rýna Prodi; í nýjasta hefði þýzka fréttatímaritsins Der Spiegel, sem út kom á mánudag, er birtur listi yfir meintar skyssur hans og klúðr- uð tækifæri til að sýna forystu. DNA, efni erfðavísanna, geymir margvíslegar upplýsingar sem vísindamenn notfæra sér. Dag- blaðið Wall Street Journal fjall- aði nýlega um rannsókn Is- lenskrar erfðagreiningar á heilablóðfallsgeninu sem kynnt var í mars. við því að leitin að heilablóðfallsgen- inu geti reynst jafnerfið. The Wall Street Joumal segir að meingenin tvö, sem fyrirtækin hafa staðsett, staðfesti kosti Islands sem „erfðarannsóknastofu". Erfða- mengi íslendinga sé tiltölulega eins- leitt vegna þess að landið hafi verið einangrað í margar aldir, þannig að auðveldara sé að rekja slóð mein- gena. Blaðið hefur eftir Lindpaintn- er að það sé ekki síður mikilvægt að landfræðileg einangrun landsins hafi orðið til þess að flestar fjöl- skyldurnar hafi haldist saman á eyj- unni. „Þess vegna hefur verið hægt að koma upp tölvugagnagrunni sem sýnir ættartengsl allra núlifandi Is- lendinga - sem er mjög mikilvægt tæki við skipulagningu erfðafræði- legra rannsókna," segir The Wall Street Journal. „Það er nánast ógjörningur að gera samskonar rannsóknir annars staðar," hefur blaðið eftir Lindpaintner. „Fólk [í öðrum löndum] þekkir afa sína og ömmur en hefur yfirleitt mjög litlar upplýsingar um ættir sínar lengra aftur, einkum um fjarskylda ætt- ingja sem eru sérlega mikilvægir við leit að meingenum." Bítlarnir skrifa sögu sína London. Morgunblaðið. BÍTLARNIR þrír, George Harrison, Paul McCartney og Ringo Starr, hafa skrifað sögu sína og Bítlanna, sem kemur út á bók í haust. Þeh- hafa unnið að bókinni í sex ár, skrifað hver í sínu horni en hitzt endrum og sinnum til að bera saman bækurnar. í bókinni, sem verður upp á 360 síður, munu birtast marg- ar áður óbirtar ljósmyndir og ýmsar upplýsingar, sem ekki hafa legið á lausu til þessa um opinbert og persónulegt líf Bítalanna og það hvernig hljómsveitin lagði upp laup- ana. í ljós kemur að það var John Lennon, sem fjarlægðist félaga sína og tók svo af skarið um að hljómsveitin væri hætt, en ekki Paul MacCartney, eins og talið hefur verið vegna þess að það kom í hans hlut að flytja heiminum tíðindin. Yoko Ono, ekkja John Lennons, mun fá fjórðung tekna af bók- inni. Hún hefur ekki átt bein- an þátt í gerð hennar, en frá- sagnir John Lennons og yfirlýsingar hafa verið leitaðar uppi til birtingar í bókinni. I bókinni kemur m.a. fram, að 1996 voru Bítlunum þremur boðnir um 20 milljarðar fyrir sautján tónleika í Bandaríkj- unum, Þýzkalandi cg Japan. Nú eru liðin 30 ár síðan Bítl- arnir hættu og þótti þremenn- ingunum tími til kominn, að þeir segðu söguna eins og hún raunverulega gerðist, en um 400 bækur hafa verið skrifað- ar um þá félaga af öðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.