Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 27 Sprengi- gosi spáð í Usu HRAUNKVIKA hefur verið að safnast fyrir í japanska eldfjall- inu Usu og búast jarðfræðingar jafnvel við miklu sprengigosi á næstu dögum. 22 ár eru liðin frá síðasta gosi í Usu en til þessa hefur gosið nú aðallega verið öskugos. Rúmlega 13.000 íbúar nálægra þorpa hafa verið fluttir á brott en gijótregn frá eldfjallinu hefur þegar valdið miklum skemmdum í bænum Abuta. Rætist spár jarðfræð- inga um sprengigos gæti það lagt nokkur þorp næst fjallinu í eyði. Árás byggð á misskilningi HERFLUGVÉLAR banda- manna eyðilögðu ítalskt klaust- ur frá 6. öld, Monte Cassino, vegna misskilnings og þýðing- arvillu hjá bresku leyniþjónust- unni. Kemur það fram í sjálfs- ævisögu Sir Ruperts Clarkes, sem var háttsettur í breska hernum á stríðsárunum. Segir hann, að breska leyniþjónustan hafí hlerað fjarskipti Þjóðverja og þegar þýska orðið „Abt“ kom fyrir, sem þýðir „ábóti“, hafí Bretamir talið það vera styttingu fyrir „Abteilung" eða herdeild. Þjóðverjarnir sögðu: „Abótinn er í klaustrinu með munkunum“ en skilningur Bretanna var þessi: „Herdeild- in er í klaustrinu með munkun- um.“ Skoski þjóð- arflokkurinn stærstur SKOSKI þjóðarflokkurinn var í sigurvímu í gær vegna skoð- anakannana, sem sýndu, að hann hefur nú meira fylgi í Skotlandi en Verkamanna- flokkurinn. I annarri könnun- inni fékk hann 37%, fjögur prósent umfram Verkamanna- flokkinn, og í hinni 34%. Hefur Verkamannaflokkurinn ekki fengið minna fylgi í átta ár. Ef kosið væri nú, yrði skipting sæta á skoska þinginu þannig, að Skoski þjóðarflokkurinn fengi 49, Verkamannaflokkur- inn 42, frjálslyndir demókratar 19 og Ihaldsflokkurinn 14. Kosið um sjálfstæði Svartfjalla- lands? VOJIN Djukanovic, viðskipta- ráðherra Svartfjallalands, sagði í gær, að hugsanlega yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um fullt sjálfstæði landsins eft- ir nokkra mánuði. Nú myndar það ásamt Serbíu sambands- ríkið Júgóslavíu. Yrði það gert ef engar breytingar yrðu á stjórnarfarinu í Serbíu. „Serbía sekkur dýpra og dýpra og er nú að reyna að einangra Svart- fjallaland. Atkvæðagreiðslan verður í vor eða sumar,“ sagði Djukanovic. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, sagði í síðustu viku, að Slobodan Mil- osevic, forseti Júgóslavíu, hefði komið á fót 1.000 manna herliði til að bylta stjóminni í Svart- fjallalandi. Gore og Bush virðast jafnir að vinsældum Washington. AP. LÍTILL munur er á vinsældum George W. Bush, forsetaframbjóð- anda repúblikana, og A1 Gore, fram- bjóðanda demókrata, skv. nýlegri könnun ABC-sjónvarpsstöðvarinn- ar. Eitt prósentustig skilur fram- bjóðendurna nú að, því 47% segjast greiða Gore atkvæði sitt á meðan Bush átti vísan stuðning 46% að- spurðra. Nokkur kynjaskipting er þó meðal kjósenda og hefur Gore um 10% meira fylgi meðal kvenna en Bush, sem nýtur 10% meiri stuðnings með- al karla. Bush hefur aukið fylgi stefnu sinnar varðandi nokkur lykil- málefni kosningabaráttunnar, en hefur hins vegar dregist aftur úr Gore hvað varðar vinsældir mennta- stefnu sinnar. En bandarískur al- menningur virðist leggja umtals- verða áherslu á menntamál, sem A1 George W. Gore Bush voru efst á lista yfír þau málefni sem fólk taldi mikilvæg í þessari kosn- ingabaráttu. Um 48% aðspurðra töldu Gore hæfari til að bæta skóla- kerfið og menntamál, en 39% Bush. Lítill munur var á fylgi frambjóð- endanna tveggja hvað skólamál varðar fyrir mánuði, en margir innan Repúbhkanaflokksins líta svo á að nái Bush að auka fylgi menntastefnu sinnar þá eigi hann góða möguleika á að auka fylgi sitt meðal kvenna. En demókratar hafa lengi vel notið meiri stuðnings meðal kvenna en repúblikanar. Gore hefur einnig yfirhöndina hvað varðar umhverfismál, málefni kvenna, fóstureyðingar og réttindi foreldra. A meðan hefm' Bush for- skot í þeim málefnum sem varða skatta, glæpi, dauðarefsingar, efna- hagsmál og siðferðisstaðla. Afstaða frambjóðendanna til fé- lagsmála, utanríkismála, ríkisfjár- veitinga og eftirlits með byssueign virðist hins vegar njóta nokkuð jafns fylgis, þó að frambjóðendurnir sjálfir njóti mismikils fylgis á hverjum stað. Gore hafði til að mynda yfirhöndina í skoðanakönnun sem gerð var í New York á mánudag, á meðan Bush hafði umtalsvert forskot á Gore í Indiana. Morðmál af völdum „um- ferðaræðis“ London. Morgunblaðið. RÉTTARHÖLD fara nú fram í fyrsta morðmáhnu í Bretlandi, sem sprottið er af „umferðaræði". Sunnu- dag einn í maí 1996 voru Danielle Cable og Stephen Cameron á ferð og var Cable undir stýri. Eitthvað hefur ökulag hennar far- ið í taugamar á Kenneth Noye, sem tók þannig fram úr, að hún varð að snögghemla og á næstu ljósum steig hann út úr bíl sínum og til átaka kom milli hans og Camerons. Noey stakk Cameron með hnífi, sem hann sótti í bfl sinn og ók á burt, en hnífurinn hafði lent í hjarta og lifur Cameron sem lézt í örmum unnustu sinnar. Daginn eftir fór Kenneth Noey til Frakklands og þaðan til Suður- Spánar, þar sem hann leyndist í tvö ár. Fyrir rétti á Spáni neitaði Noey að hafa átt nokkurn þátt í hnífs- stungunum, en ber nú við sjálfsvörn. •mw VI' m íJ 1 I I í-1 iBÍ llj \ m 11 nj Kji 'T . | :. ; | | ! | !| HmI i rr i Ti i ITi. nlll [ M IwmH immt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.