Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skart, 1999. Skart og leður Frjáls eins og fugl og fiskur Ljósmynd/HaUdór Runólfsson Eitt af verkum Arnannguaq Haegh í salarkynnum íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. MYJVDLIST Listhús ðfeigs SKART OG LEÐURSMÍÐI HARRYSYRJANEN Opið á tíma verslunarinnar. Til 15 apríl. Aðgangur úkeypis. ÞAÐ telst til tíðinda, er einn fremsti lishönnuður Finna opnar sýningu hér í borg, sem er fátítt. Helst höfum við fengið hópsýningar hingað, sumar mjög eftirminnileg- ar, Finnar á heimavelli í faginu og heimskunnir fyrir hönnun sína, allt frá smæsta skarti upp í skýjakljúfa. Harry Syrjánen er gull- og leður- smiður sem hefur rekið listhús og vinnustofu í miðborg Helsinki í nær þrjá áratugi, haldið fjölda einkasýn- inga heima og erlendis auk þátttöku á samsýningum, hélt eftirminnilega sýningu í Listhúsi Ófeigs 1997 við góðar undirtektir. Ýmsar viður- kenningar hafa fallið honum í skaut, meðal annars titillinn listiðnaðar- maður ársins 1996 í Finnlandi, sem er ekki svo lítill heiður á þeim slóð- um. Á sýningunni eru aðallega skart- gripir og leðurmunir, skartið unnið í mjög fjölþættan efnivið, trefjar, plast, eir, íbenholt, íbenholtarrót, birki og kvarz. Leðurmunimir aðal- lega í fiskiroð og nautshúð, sem hvorutveggja, litaðir á ýmsan hátt og er hér svart áberandi. Hin form- ræna vinna mjög fjölþætt í skartinu, þannig að á þeim vettvangi er lista- maðurinn ekki einhamur í fjölhæfni sinni og samt bera þeir kennimark hans. Leðurmunirnir eru eðlilega staðlaðri því meira er um handunna fjöldaframleiðslu að ræða og verða gerendur þá í ríkari mæli að taka mið af því að hér er um brúkshluti að ræða; bakpoka, og töskur til notkunar við aðskiljanleg tækifæri. Um úrskerandi vinnubrögð er að ræða og allt rýmið eins og andar af smekkvísi og háþróuðu handverki. Við könnumst við formið í bakpok- unum, en slíkir hafa mjög rutt sér rúms í heiminum undangengin ár, sem er í samræmi við líkamsræktar- og hollustuþróunina er hvarvetna sér stað, bakpokinn mun gæfulegri fyrir hryggjarliðina en taska í hendi. Mikilsvert er þá að hönnunin sé góð, form bakpokans falli vel að líkamsbyggingu eigandans svo og almennum klæðnaði, og er hér mikil samkeppni milli hönnuða heimsins. Formið er gegnumgangandi í senn einfalt og klárt og ber næmu og þjálfuðu auga listamannsins vitni og svo er einnig með skartið, þar sem heildarsýnin er í fyrirrúmi. Það má svo vera ljóst svo rétt sé vikið að sýningarrýminu, að það er helst fallið fyrir hönnunarsýningar og er mér hér helst í huga framníng- ur norsku listakvennanna 6 í maí- júní 1998, og sýning Harry Syiján- en áréttar það svo um munar. Bragi Ásgeirsson MYNDLIST íslensk grafík, Hafn- a r h ú s i n ii GRAFÍK ARNANNGUAQ H0EGH Til 9. apríl. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem okkur gefst kostur á að sjá list frá næstu nágrönnum okkar. Græn- lensk list er enn býsna illa kynnt hér heima, einkum forsendur henn- ar, en þær liggja langt frá þeim formræna grunni sem við þekkjum best og myndar meginundirstöðu íslenskrar listar. Það er svo miklu styttra frá því grænlensk list var fullkomlega anemísk - tengd anda- trú - og fjallaði um guðdómlega galdra og særingar fremur en form og liti. Sennilega þarf að fara aftur til heiðni til að finna eitthvað því um líkt í okkar listmenningu. Þó svo að Arnannguaq Hoegh sé eflaust langt frá því að vera sjaman -töframaður - er list hennar full af því táknmáli sem einkennir hefð- bundna ínúska töfralist. Þarna eru fiskarnir - þorskurinn - sem eru tákn endurnýjunarinnar, samanber allt það sem við köllum „glænýtt", eða nýdregið og ferskt úr sjó. Vissulega má sjá skyldleika slíkrar túlkunar og frumkristna minnisins ikþys, sem á grísku þýðir fiskur, en stóð sem skammstöfun fyrir Jesús Kristur son Guðs frelsari. Hpegh notar afar fjölbreytta tækni til að tjá þann merkilega reynsluheim sem sameinar fiska, fugla, seli og menn, eða grímur. Ætingar, ljósmyndaætingar, sáld- þrykk og samlímingar, eða collage, gefa myndum hennar margbreyti- legan og margræðan svip. Ólíkt kröfu okkar um stílrænan og hug- rænan heildarsvip leyfir Hoegh sér að flakka frá einni tegund upp- lifunar til annarrar án þess að finn- ast sem hún þurfi að beiðast forláts á slíkum stflbrotum. Hún virðist vera frjáls sem fuglinn og fiskur- inn, en það er reyndar titill tveggja mynda hennar á sýningunni. Þannig eru sumar myndirnar frásagnarlegar og raunsæjar, eins og Hpegh vilji beina athyglinni að upplifuðu atviki úr veiðimannasam- félaginu, sem orðið er alþekkt minni. Aðrar myndir eru emblema- tískar - eins og skjaldarmerki - og mynda sterka mynsturheild. I enn öðrum er að finna táknræn og goð- sagnaleg aðföng sett fram með ýmsum hætti. Þótt raðrænt skipu- lag sé vissulega áberandi í mörgum myndanna tekst listakonunni að koma því til skila að sýn Grænlend- ingsins er langt frá þvi að vera einhliða. Jafnframt raunsærri upplifun býr inúítinn yfir hæfileikanum til að komast í beint samband við hina ýmsu anda sem búa í umhverfi hans, auk þess sem hann sér heim- inn sem ákveðið náttúrulegt kerfi táknmynda þar sem allt hefur sitt ákveðna og óskoraða gildi. Það er þessari margræðu sýn sem Arn- annguaq Haegh tekst að miðla í grafíkmyndum sínum á einstaklega fallegri og vel valinni sýningu sinni í húsakynnum íslenskrar grafíkur. Um leið er það ítrekað að sýningin er einungis opin frá fimmtudegi til sunnudags næstu viku. Halldór Björn Runólfsson Saga Jónsdóttir í hlutverki skækjunnar Rósu. Sterkur Daði Ljósraynd/Bragi Ásgeirsson Eins og eitthvað, akrýl. MYJVDLIST Stiið I akot MYNDVERK DAÐIGUÐBJÖRNSSON Opið alla daga frá 15-18. Til 9. aprfl. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Daði Guðbjörnsson er iðinn við kolann, en hvað gera menn ekki í þessu landi til að halda uppi fullum dampi í myndlistinni, án hliðarstarfa? Það eitt að fara hér í saumana væri efni í heilan sjón- menntavettvang, hann ómyrkan og umfangsmikinn. Sýningar Daða eru orðnar marg- ar, smáar sem stórar, að auk er auð- velt að nálgast myndir hans í hinum aðskiljanlegustu listhúsum borgar- innar, jafnvel svo að sumum er um og ó, en sérviska og myndrænt mein- læti er listamanninum lítt að skapi. Með hliðsjón af þessari athafna- semi Daða, og að stílbrögðin eru meira en auðkennanleg, hafa ekki tekið breytingum síðan einhvem- tíma í fyrndinni, sautján hundruð og súrkál, eins og sumir nefna það, ættu skilirí listamannsins ekki að koma á óvart. Sú er þó einmitt raun- in um það hrifmesta á sýningunni í Stöðlakoti, sem segir okkur um leið sitthvað um lögmál listarinnar og sjónarinnar. Menntakerfinu hefur nefnilega yfirsést vægi þess og gildi að þjálfa sjónina á undangengnum áratugum, einnig hina skynrænu kennd gagnvart fyrirbærum lita- kerfisins, sem þó engan mann hefur skaðað í aldanna rás, því fer fjarri. Meira að segja er þetta álitið fram- för og frelsi, telst þó nokkur öfug- snúningur í Ijósi þess að um er að ræða grunnatriði, sem jafnvel margir listaskólar úti í heimi gáfu ekki nægilegan gaum hér áður fyrr, helst að Bauhaus undanskildum. Menn virtust hafa gleymt því að það tekur sjónina níu ár að þróast, einn- ig að mögulegt er að auka við sjón- skynjunina með þjálfun, hefur og lengstum verið hlutverk listaskól- anna, óháð öllum stflum og stefnum. Jan Vermeer frá Delft er eitt ljós- asta dæmi um þjálfaða skynræna kennd, en á Norðurlöndum telst það Daninn Vilhelm Hammershöi og var hann þó litblindur! Það sem skeð hefur, er að Daði hefur þrengt sér dýpra inn í kviku myndflatarins, höndlað innri lífæð- ar hans eins og stundum er að orði komist, formin heilli og klárari og um leið er eins og listamaðurinn hafi meira á hjarta, málaragleðin ósviknari. Nægir hér að vísa til myndanna Sjá, sjá (7), 0, (10), Baby in blue (11) og Eins og eitthvað (13), sem er með því besta sem lengi hef- ur sést frá hans hendi. Formin einn- ig mun óþvingaðari, hin dekoratíva kend markvissari í þá veru að krúsi- dúllurnar vinna betur með heildinni. Hið vinalega umhverfi sem gamli bærinn ljær myndunum er þeim nokkur styrkur, sérstaklega er neðri hæðin vel fallin fyrir hinar minni stærðir, einkum vatnsliti, hver man sosum ekki eftir sýning- unni á akvarellum Eiríks Smith, kannski einni eftirminnilegustu á ferli hans þótt smá í sniðum væri? Efri hæðin er mun erfiðari við- fangs þótt sumir hafi dottið á góðar lausnir, en það gerir Daði ekki í nokkrum rýmisverkum er hann hef- ur komið þar fyrir. Sennilega síður mögulegt í þessu tilviki því gólfið gerist slíkur þátttakandi í framn- ingnum að það útfletur tjákraft þeirra. Bragi Ásgeirsson Skækj- an Rósa tvisvar í Iðnó LEIKFÉLAG Akureyrar verður með tvær sýningar í Iðnó á leik- ritinu Skækjan Rósa eftir José Luis Martín Descalzo (Skækjurn- ar verða á undan yður inní Guðsríki) Matt. 21-31. Fyrri sýningin verður fimmtudaginn 6. og og önnur föstudaginn 7. aprfl. Verkið var frumsýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri um miðjan febrúar. Skækjan Rósa segir frá vændiskonu sem býr ein á háalofti i gömlu hóruhúsi sem búið er að loka. Rósa hefur stóra styttu af Kristi inni hjá sér og segir styttunni frá draumum sínum, sorgum og ástinni í lífi sfnu. Saga Jónsdóttir er í hlutverki skælqunnar Rósu. Síðast fór Leikfélag Akurcyrar í Ieikferð til Reykjavíkur árið 1994 með Ieikritið Barpar eftir Jim Cartwright.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.