Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 31 Enginn bjargast LEIKLIST Skagaieikflokkurinn sýnir f Kjarnalaug LIFÐU - YFIR DAUÐANS HAF Höfundur og leikstjóri: Kristján Kristjánsson. Tónlist: Orri Harðar- son. Leikendur: Garðar Geir Sigur- geirsson, Gunnar Sturla Hervars- son og Hermann Guðmundsson. Laugardagurinn 1. apríl. ÞAÐ er ævintýralegt að koma inn í Bjarnalaug og bíða eftir að sýning Skagaleikflokksins hefjist. Laugin er algerlega kyrr, klædd að innan með svörtum dúk og bátur á hvolfi marar í hálfu kafi. Mild ljós auka á dulúðina. Þessi stemmning heldur áfram út sýninguna og verður ör- ugglega eftirminnileg þeim sem njóta. Þrír menn berjast fyrir lífi sínu á bátkili, ferjumaður og feðgar sem hann flutti. Fortíð mannanna afhjúpast samhliða því að þeir glíma við náttúruöflin, og ef til vill önnur af öðrum heimi. Hvernig sú glíma endar er á milli leikenda og áhorfenda og á ekki erindi í blöðin. Leikstjórinn Kristján Kristjáns- son er mikill raunsæismaður. I fyrra verki sínu með Skagaleikflokknum, Alltaf má fá annað skip, munaði hann ekki um að sýna okkur inn í lúkar á bát, láta fara þar fram elda- mennsku og tilheyrandi og náði þannig í skottið á stemmningu sem sést ekki oft á leiksviði. Þess má geta í framhjáhlaupi að sú fullyrðing sem sést hefur á prenti, að Land- krabbar Þjóðleikhússins séu íyrsta íslenska leikritið sem gerist alfarið til sjós, er ekki á rökum reist. Skip- inu hans Kristjáns var hleypt af stokkunum fyrr. Kristján hefur á valdi sínu að skrifa ansi hreint mögnuð samtöl og hefur hér tileinkað sér stíl sem fáir rejma við núorðið. Öðrum þræði jarðbundið og munntamt málfar frá fyrri tíð, ef til vill um aldamótin eða þar um bil, hins vegar upphafið táknþrungið skáldamál. Ósjaldan varð mér hugsað til Vesturíslenska leikskáldsins Guttorms Guttonns- sonar meðan ég fylgdist með lífsbar- áttu kjalbúanna, en í verkum hans er að finna ómenguðustu dæminn um táknsæi í leikritun á íslensku svo mér sé kunnugt. Því miður er verk Kristjáns er sama marki brennt og verk Gutt- orms, orðin ná ekki fyllilega að öðl- ast leikræna merkingu. Þó svo örlög mannanna þriggja hafi tvinnast saman gegnum lífið hefur það engin áhrif á framvindu verksins, ákvarð- anir þeirra eða afstöðu, svo greint verði. Þetta er galli sem er þeim mun leiðari sem hæfileikar höfundar til 'að skrifa safaríkan samtalstexta eru augljósari. Sviðsetningin öll ber líka frumlegri leikhúshugsun vitni, en herslumuninn vantar. Þrír stólpaleikarar bera hitann og þungann af sýningunni. Eða réttara sagt kuldann, því þess er gætt að vatnið sem þeir leika í verði ekki hlýrra en nauðsyn krefur. Eflaust hjálpa aðstæður allar upp á innlifun leikenda, og þeir bregðast heldur ekki, en eru allir afbragðsgóðir. Textinn leikur þeim á tungu og vel miðluðu þeir háskanum, hvort sem það var með hryssingslegum mannalátum ferjumanns, fautahætti hreppstjórans eða skelfmgu sonar- ins. Og aðdáanlega virðist brölt þeirra og brambolt við bátinn vera þjálfað og þaulæft, því aldrei virtust stöður þeirra standa í vegi fyrir framvindunni. Það hefur ekki verið einfalt að koma þessari sýningu á flot, og áreiðanlega þurft að finna upp mörg hjól á þeirri leið. það er til marks um einarða listræna sýn höf- undar og leikstjóra, og svo náttúru- lega kraftinn sem Skagaleikflokkur- inn getur greinilega virkjað þegar á þarf að halda. Þorgeir Tryggvason Búrhnífar á lofti KVIKMYMDIR Laugarásbíó, Regn- boginn, \v j a b í6 Keflavík og Borgar- bfó Akureyri ÖSKUR3 „SCREAM 3“AA Leikstjóri: Wes Craven. Aðal- hlutverk: Courtney Cox, Neve Campbell, David Arquette, Park- er Poseym, Matt Keeslar og Emily Mortimer. Framleiðandi: Cathy Konrad. 2000. EF ÞAÐ er eitthvað eitt sem einkennir unglingahrollvekjuna þá er það langlífi. Sumar seríur gefast bara ekki upp þótt tekið sé fram að komið sé að endalok- um Öskurmyndanna með þess- ari þriðju sögu í þríleiknum vit- um við af fyrri reynslu að hún getur risið upp aftur rétt eins og morðinginn og ráðist á okkur með enn meiri þunga í fjórða skiptið, fimmta, sjötta, sjöunda og áttunda. Öskurmyndirnar hafa endur- lífgað nokkuð unglingahrollvekj- una sem átti sitt blómaskeið á níunda áratugnum. Þær taka sig ekki mjög alvarlega heldur grín- ast með tegundina og framvind- una og bjóða upp á glens og gaman auk þess sem sálsjúkur morðingi gengur laus og myrðir með búrhnífum. Öskur 3 eða „Scream 3“ er dæmigerð að þessu leyti fyrir séríuna. Hún gerist í Hollywood þegar verið er að kvikmynda einskonar Ösk- urþríleik sem kallaður er Stung- an 3 en þangað safnast þessi venjulegi hópur fórnarlamba og brátt færist leikurinn í óhugn- anlegt hús þar sem eru leyni- gangar og gott safn búrhnífa. Craven stýrir myndinni með áhersluna á spaugiblandaðan hrylling og reynir að botna sög- una á einhvern viðeigandi hátt. Hann er ekki að gera neitt nýtt heldur þvert á móti sprettur morðinginn fram úr myrkrinu með sína grímuhettu eins og gamall kunningi sem við höfum átt von á í kaffi. Það eru greini- lega takmörk fyrir því hversu oft hægt er að skelfa með sömu atriðunum. Leikaraliðið er orðið vant því að láta sér bregða. Courtney Cox og David Arquette taka upp þráðinn þaðan sem frá var horf- ið og sömuleiðis Neve Campbell, sem orðin er mjög tæp á taug- um og býr afskekkt núorðið; það er meira að segja öryggislæsing á metersháu grindverkinu í garðinum hennar. Fyrir þá sem unna unglinga- hrollvekjum er Öskur 3 hin bærilegasta skemmtun þegar litið er á hana í samhengi við sögu unglingahrollsins. Það fer enginn á hana til þess að láta sér bregða yfir auknu hug- myndaflugi og frumleika heldur því sem skelfdi í hinum mynd- unum tveimur og öllum öðrum unglingahrollum fyrri tíðar. Tegundin er að sönnu endur- tekningasöm en kannski er það partur af langlífi hennar. Það er eins og við viljum bara láta koma okkur þægilega á óvart. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Arni Sæberg Erlingur Gíslason og Kjartan Guðjónsson leiklesa Jóðlíf. Jóðlíf í Gullkistunni ANNAÐ kvöldið í leiklestraröð Leikhúskjallarans, Gullkistunni, var á mánudag. Að þessu sinni var fjall- að um höfimdarverk Agnars Þórð- arsonar og Odds Bjömssonar, auk þess sem farið var yfir sögu íslenskr- ar leikritunar á tveimur fyrstu starfsáratugum Þjóðleikhússins. Leikhúsunnendur tjölmenntu í Þjóðleikhúskjallarann en leiklesin vom brot úr Lausnargjaldinu eftir Agnar og fluttur einþáttungur Odds, Jóðlíf. Umsjón með Gullkist- unni hefur Jón Viðar Jónsson. Sýningum lýkur Hafnarfjarðarleikhúsið TVÆR síðustu sýningar á leikrit- inu Salka ástarsaga verður á föstu- dag og á laugardag, báðar kl. 20. Leikmyndin fer því næst í skip sem siglir utan til Stokkhólms þar sem Salka verður opnunarsýning á stærstu leikhúshátíð Norðurlanda, segir í fréttatilkynningu. Gallerí Sævar Karl, Bankastræti Sýningu írisar Elfu Friðriksdótt- ur lýkur miðvikudaginn 5. apríl. M-2000 Miðvikudagur 5. aprfl. Ráðhús Reykjavíkur. Kl. 17. Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið. Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið verður sett í Tjarnarsal í Ráð- húsi Reykjavíkur miðvikudag- *nn 5. aprfl kl. 17:00 og stendur til 13. apríl. Keppendur eru um 80 talsins, þar á meðal margir af sterkustu skákmönn- um heims eins og Victor Korchnoi og Jan Timman. www.reykjavik2000.is. Nýjar bækur • RITRÖÐIN Atvik er komin út. Ritröðin greinist í fjórar megin kvíslar sem era auðkenndar með at- viksorðunum nú, þá, þannig og þeg- ar. Ekki er því um flokka að ræða heldur vísa atviksorðin til fjöl- breyttrar nálgunar og mismunandi sjónarhorna, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir að Atviksbókun- um sé ætlað að draga fram athyglis- verðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis, skýra þær og skilgreina. Atvik er vettvangur þar sem kynntar verða hugmyndir og rannsóknir með þýðingum og framsömdum textum. Fyrstu bækurnar eru: Tengt við tímann: Tíu sneiðmyndir frá alda- lokum, í ritstjórn Kristjáns B. Jónassonar. Höfundar efnis eru: Eiríkur Guðmundsson, Auður Jóns- dóttir, Hjálmar Sveinsson, Andri Snær Magnason, Úlfhildur Dags- dóttir, Hermann Stefánsson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Armann Jakobs- son, Kristján B. Jónasson og Jón Karl Helgason. Bókin er 106 bls að stærð. Ósk Vilhjálmsdóttir hannaði kápu. Listaverkið á tímum fjöldafram- leiðslu sinnar. Safn ritgerða eftir Walter Benjamin, í ritstjórn Hjálm- ars Sveinssonar, sem einnig ritar formála. í bókinni er að finna þrjár ritgerðir efth’ Benjamin: Listaverk- ið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar, í þýðingu Árna Óskarssonar og Örn- ólfs Thorssonar; Saga ljósmyndunar í stuttu máli, í þýðingu Hjálmars Sveinssonar og Höfundurinn sem framleiðandi, þýðandi er Árni Ósk- arsson. Styrkur kenninga Benjamins felst ekki hvað síst í því að hann beinir spjótum sínum að aftur- haldssamri tækniandúð og listdýrk- un og smíðar fagurfr æðilega og póli- tíska kenningu sem hæfir tækniöld. Bókin er 86 bls að stærð. Ósk Vil- hjálmsdóttir hannaði. Frá eftirlíkingu til eyðimerkur. Safn greina eftir franska heimspek- inginn Jean Baudrillard í ritstjórn Geirs Svanssonar. Hann ritar einnig inngang bókarinnar og er þýðandi greinanna í félagi við Þröst Helga- son og Ólaf Gíslason. Baudrillard hefur sett fram um- deildar kenningar um samtímann og hið póstmóderníska ástand. I bók- inni era væntanlegir lesendur boðn- ir velkomnir í „eyðimörk veruleik- ans“. Bókin er 88 bls að stærð. Ósk Vil- hjálmsdóttir hannaði kápu. í ritstjórn Atvika era Davíð Ól- afsson, Hjálmar Sveinsson, Irma Erlingsdóttir, Sigurður Gylfi Magn- ússon og Úlfhildur Dagsdóttir. Utgefandi er bókaforlagið Bjart- ur og ReykjavíkurAkademían. At- viks-bækurnar eru prentaðarí Gut- enbergi. Verð: 1.180 kr. NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar frí teiknivinna og tilbo&sgerö riform | HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 IVECO Daily Sendibíll ársins 2000 í Evrópu Vann þennan eftirsótta titii með yfirburðum. Iveco Daily, sendibíll ársins 2000 er sterkur sigurvegari á góðu verði. Við bjóðum 3000 gerðir af Daily, einnig ótrúlegt verð á kössum og vörulyftum. Istraktor B f L A R FYRIR ALLA SMIÐSBÚO 2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.