Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TAKNRÆN SAMEINING SAMEINING Máls og menningar og Vöku-Helgafells hef- ur óneitanlega táknræna merkingu nú í lok aldar sem einkennst hefur af pólitískri skiptingu manna í tvær gerólík- ar fylkingar, ekki síst í ljósi hins sameiginlega uppruna þeirra í forlaginu Heimskringlu sem Ragnar í Smára og Kristinn E. Andrésson ráku á fjórða áratugnum. Það hring- ferli sem saga þessara fyrirtækja myndar segir kannski sitt um hina pólitísku þróun á öldinni, þótt línur hafi ef til vill ekki verið mjög skýrar í menningartengdri starfsemi á borð við bókmenntaútgáfu. Um það er Ragnar í Smára skýrt dæmi. Eigi að síður má ljóst vera að önnur lögmál gilda nú þegar fyrirtækin eru sameinuð en þegar Heimskringla skiptist í Mál og menningu og Helgafell. Allt frá falli járntjaldsins hef- ur verið talað um að hugmyndafræðilegar andstæður væru að leysast upp og við tæki einveldi markaðarins. Þótt myndin sé heldur ekki svo einföld nú, þá liggur fyrir að sameining Máls og menningar og Vöku-Helgafells er byggð á markaðs- legum sjónarmiðum en ekki menningarpólitískum. Yfirlýst markmið forráðamanna fyrirtækjanna er að styrkja þau á innlendum og erlendum markaði. Ætlunin er að byggja upp öflugt útgáfufyrirtæki sem hefur burði til að keppa við erlend risafyrirtæki sem eru að hasla sér völl á Norðurlandamark- aði. Að sögn forráðamanna fyrirtækjanna er með þessu stefnt að því að halda uppi merki íslenskrar þjóðmenningar og tungu á innlendum útgáfu- og miðlunarmarkaði. Það ríður á að Islendingar eigi áfram öflug útgáfufyrirtæki sem hafa menningarlegan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar og bók- mennta. NÝ VIÐHORF Á FJÁRMÁLAMARKAÐI BANKARÁÐ íslandsbanka og stjórn Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hafa staðfest samruna þessara tveggja banka í nýjan sameinaðan banka, sem verður stærsti og öflugasti banki á Islandi a.m.k. á meðan aðrar breytingar verða ekki. Fyrirhug- að er að hinn nýi sameinaði banki taki til starfa eftir u.þ.b. tvo mánuði. Þar með hafa skapazt alveg ný viðhorf á fjármálamark- aðnum. Stærðarinnar vegna nær hinn nýi banki forskoti á keppi- nauta sína á fjármálamarkaðnum. í fyrsta lagi er ljóst, að rekst- ur hans verður mjög hagkvæmur. I öðru lagi er líklegt að hann nái betri lánakjörum erlendis en aðrir íslenzkir bankar. í þriðja lagi er ljóst, að hann getur auðveldlegar þjónað stærstu íslenzku fyrirtækjunum. Eftir standa Landsbanki og Búnaðarbanki og sparisjóðirnir auk ýmissa fjármálafyrirtækja, sem tengjast þeim. Bankaráð Landsbankans hefur þegar lýst áhuga á að hefja viðræður um sameiningu við Búnaðarbankann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst vilja til að sú sameining gerist innan þeirra tímamarka sem sett hafa verið. Það eru stífar kröfur en þó ekki óframkvæmanlegt eins og dæmið um Islands- banka og FBA sýnir. Á hinn bóginn er ekki ólíklegt að for- ráðamenn Landsbanka og Búnaðarbanka standi frammi fyrir erfíðari aðstæðum af þeirri einföldu ástæðu, að stjórnmálamenn- irnir muni vilja hafa sitt að segja og reynslan sýnir að umræður á þeim vettvangi geta stundum orðið erfiðar. En það eru líka dæmi um að þær geti gengið hratt fyrir sig. Möguleikar til hagræðingar í sameiningu þessara tveggja banka eru nokkuð ljósir, þ.e. fækkun og sameining útibúa, en þeirri sameiningu gæti hins vegar fylgt veruleg fækkun starfs- fólks og þess vegna ekki sízt má búast við að þessar sameining- arviðræður verði viðkvæmar frá sjónarhóli stjórnmálamann- anna og þá ekki sízt Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sem ber ábyrgð á þessum málaflokki. Sparisjóðimir ætluðu sér ákveðinn hlut í þessari þróun en það hefur orðið á annan veg. Gera má ráð fyrir, að forráðamenn sparisjóðanna leggi vaxandi áherzlu á að lagaskilyrði verði sköp- uð til þess að breyta sparisjóðunum í hlutafélög til þess m.a. að greiða fyrir sameiningu þeirra. Hins vegar getur sú sameining orðið erfiðari en bankanna. Sparisjóðirnir hafa starfað í meira návígi við umhverfi sitt en bankarnh’. Þeir hafa sprottið upp úr ákveðnum jarðvegi og innan sumra þeirra er til staðar ákveðið stolt yfir því, hversu vel hefur tekizt til um uppbyggingu þeirra. Það er heldur ekki ólíklegt að forráðamenn sumra spai’isjóðanna muni líta svo á að í sameiningu bankanna í æ stærri einingar skapist ákveðið tækifæri fyrir sparisjóðina til þess að eflast og styrkja stöðu sína vegna þess, að almenningur kunni betur við þá þjónustu sem hann fær hjá litlum einingum en stóram. Það for- skot sparisjóðanna kann þó að hverfa að einhverju leyti eftir því sem bankaviðskiptin verða netvæddari og hver og einn getur lokið bankaviðskiptum sínum á Netinu án aðstoðar starfsmanna banka eða sparisjóða. Sparisjóðimir þurfa hins vegar að gera fijótt upp við sig hvaða stefnu þeir ætla að taka við gjörbreyttar aðstæður. Alfróður um eldfjöll Haraldur Sigurðsson, prófessor í jarðvísindum við Rhode Island-háskól- ann í Bandaríkjunum, skilaði nýlega af sér starfí sem yfirritstjóri Alfræðibókarinnar um eldfjöll, en bókin hefur fengið góða dóma vís- indamanna. Ragnhildur Sverrisdóttir spjallaði við Harald, sem sendi einnig sjálfur frá sér bók á síðasta ári og er þegar farinn að huga að þeirri næstu. Morgunblaðið/RAX Haraldur Sigurðsson á Anak-Krakatá - eyjan Krakatá sprakk 27. ágúst 1883 og stór hluti hennar hvarf í hafið. Anak-Krakatá, sem kallað er barn Krakatá, varð til löngu síðar. HARALDUR Sigurðsson hefur alið nánast allan sinn starfsaldur í Bandaríkjun- um. Hann bjó í Stykkis- hólmi í bernsku, hélt þaðan til Reykja- víkur þar sem hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum árið 1960 og hélt síðan til náms í jarðfræði á Norð- ur-írlandi. Að því námi loknu stundaði hann framhaldsnám í Englandi og hlaut doktorsgráðu í bergfræði og jarðefnafræði árið 1970. Á námsárun- um starfaði hann heima á Islandi, m.a. við rannsóknir fyrir vatnsorkuver og rannsóknir á jarðhita. Frá 1970 til 1974 vann hann við eldfjallarannsókn- ir í Vestur-Indíum, en frá 1974 hefur hann starfað við Rhode Island-háskól- ann. Hann hefur jafnframt unnið að rannsóknarverkefnum um allan heim. í október á síðasta ári kom út bókin Alfræðibókin um eldfjöll, eða Encyclopedia of Volcanoes, sem Haraldur ritstýrði. „Ég tók þetta verkefni að mér vorið 1997,“ segir Haraldur. „Ég hófst þá strax handa við að velja hóp vísindamanna til að vinna með mér sem aðstoðarritstjórar og ákvað hvernig bókin skyldi byggð upp. Oft eru alfræðibækur byggðar upp á þann hátt, að öll vísindahugtök og tækniorð eru í stafrófsröð. Ég kaus hins vegar að hafa röðun efnis á þann hátt, að fyrstu kaflamir lýstu jörðinni að innan, því næst væri fjallað um hvers vegna bráðnun ætti sér stað, þá hvemig kvikan þróaðist, hvers vegna hún leitaði upp á yfirborðið, hvað gerðist þegar það ætti sér stað, mynd- anir eldfjalla og áhrif eldvirkni á um- hverfið, andrúmsloft, gróður og jarð- hita. Við höfðum einnig með ýmsa menningarkafla, um eldfjöil og forn- leifar, eldfjöll og list, eldfjöll og bók- menntir og eldfjöll og kvikmyndir.“ Fyrsta bók sinnar tegundar Alfræðibókin er um 1400 blaðsíður í stóra broti og vegur 3,5 kíló. „Þetta er fyrsta bókin af þessu tagi. Henni er skipt í 82 kafla, sem ritaðir era af bestu vísindamönnum á hverju sviði. Ég skrifaði sjálfur nokkra kafla, um tíðni eldgosa, eldfjallalist, eldfjöll í sögu og kvikmyndum og áhrif eldgosa á ferðaþjónustu, en þau áhrif fara ört vaxandi um allan heim. Annars var starf mitt að mestu fólgið í að ýta á eftir öðram vísindamönnum og fylgja því eftir að skrif þeirra væra í sam- ræmi við uppbyggingu bókarinnar. Bókin er líka uppfull af myndum, töfl- um, krjrtum og listum yfir öll virk eld- fjöll. ísland kemur auðvitað töluvert við sögu og Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Islands, ritaði kaflann um jarðhitann." Haraldur segir að vísindamennirnir hafi lagt sig fram um að gera bókina aðgengilega almenningi. „Þeir sem hafa áhuga á eldfjöllum og þurfa að afla sér upplýsinga eiga að geta fundið þær í þessari bók,“ segir Haraldur. „Það er hætt við að sumir kaflanna séu dálítið flóknir fyrir leikmenn, en við reyndum að hafa bókina eins að- gengilega og unnt var og forðast að týna okkur í smáatriðunum. Miðað við Alfræðibókin um eldfjöll, Encyclopedia of Volcanoes. Kápa bókar Haraldar Sigurðs- sonar, Melting the Earth. þau viðbrögð, sem ég hef fengið, þá hefur okkur tekist ágætlega upp.“ Haraldur segir að- spurður að það sé ekki sitt að dæma um hvort það teljist viðurkenning á störfum hans að hann skuli hafa verið beðinn um að hafa yfirumsjón með gerð bókarinnar. „Ég var að minnsta kosti ánægður með að hafa fengið þetta starf, en þetta var mjög tímafrekt og þann tíma þurfti ég að taka frá öðram rann- sóknum. Mér fannst þetta verkefni hins vegar þess virði og hafði ákveðnar hug- myndir um hvernig bókin ætti að vera. Það gekk allt eftir og ég fékk góðan hóp vísindamanna til starfa með mér.“ Bókin Encyclopedia of Volcanoes fæst í öllum helstu bókabúðum Bandaríkjanna og töluvert hefur selst af henni í gegnum Netbókabúðimar amazon.com, borders.com og bn.com. Á þessum heimasíðum er að finna fjölda jákvæðra umsagna vísinda- manna, sem segja útgáfu bókarinnar einstakt afrek og að höfundar hennar séu allir fremstu vísindamenn í heimi, hver á sínu sviði. í vísindatímaritinu Nature var bókinni lýst sem yfirgrips- miklu _og einkar vel skrifuðu vísinda- riti. „Ég er ánægður með viðtökurnar og reikna með að bók af þessu tagi seljist jafnt og þétt á næstu árum, þótt líklega verði eftirspurnin mest fyrstu 2-3 árin. Við bíðum enn eftir að rit- dómar birtist í ritum sem bókaverðir lesa. Ef þeir dómar verða góðir, þá panta þeir bókina inn á bókasöfnin.“ Hugrnyndir manna um eldgos Alfræðibókin er ekki eina ritið sem liggur eftir Harald. Á síðasta ári kom út hjá Oxford University Press bók hans Jörð bráðnar, eða Melting the Earth, sem rekur sögu hugmynda manna um eldgos. „Mér hefur alltaf þótt forvitnilegt að skoða hvernig hugmyndh’ manna um tiltekið efni breytast frá einni öld til annarrar, allt frá tímum Forn- Grikkja og Rómverja. I bókinni, sem ég var fimm ár að setja saman, rek ég þá sögu fram til okkar daga. Menn kom- ust á rétta sporið í byrj- un 19. aldar, en það var ekki hægt að færa sönn- ur á þær kenningar fyrr en um 1965. Menn horfðu á eldgos, en vissu í raun ekki af hverju kvika myndaðist í jörð- inni og eldgos hófust. Jörðin er óbráðin og heil að innan, en kvika myndast á ákveðn- um stöðum." Haraldur segir að ritun þessarar bókar, sem er skreytt 66 myndum, hafi verið eitt skemmtilegasta við- fangsefni hans um ævina. „Eg hef allt- af haft áhuga á sögu, eins og Islend- ingar almennt, og sennilega er sá áhugi minn sterkari en hjá mörgum öðram vísindamönnum. Ég hef alltaf viljað vita hvaðan hugmyndir komu upphaflega, það nægii’ mér ekki að finna nýjustu tilvitnun. í vísindum tíðkast mjög að visa aðeins til nýjustu hugmynda, en þeir sem ýttu ferlinu af stað vilja gleymast. Það er ákveðinn hroki ríkjandi í vísindunum, því marg- h' vísindamenn líta aldrei aftur til að skoða söguna. Mestu framfarir í vís- indum hafa orðið í kjölfar stærstu gos- anna og ég fjalla um þau stig. Þar kemur Island nokkuð við sögu, til dæmis þegar gaus árið 1000 og deilt var um kristnitöku á Þingvöllum. Rit- aðar heimildh- greina frá því að Snorri goði vissi að bergið á Þingvöllum var hraun sem hafði myndast af jarðeldi. Það er merkilegt að þegar á þeim tíma vissu menn að blágrýtið hafði mynd- ast við eldgos." Haraldur segir líka merkilegt, að á íslensku sé talað um jarðeld og þær hugmyndir séu líklega komnar frá Rómverjum, sem töldu hraun og kviku myndast við eld inni í jörðinni. „En það er enginn eldur, sem Haraldur Sigurðsson tekur í sig súrefni. Þau efnaskipti eru ekki fyrir hendi í jarðeldi, heldur bara heit og bráðin kvika.“ Kvikan og þrýstingurinn Haraldur rekur söguna fram til seinni tíma og fjallar m.a. um þýska efnafræðinginn Robert Bunsen, sem kom til Islands í leiðangra á árunum 1840 til 1850. „Hann var merkilegur efnafi’æðingur, sem hafði mikil áhrif á þróun eldfjallafræði. Hann var meðal fyrstu vísindamanna til að halda því fram að jörðin bráðnaði ekki vegna hækkandi hita, heldur vegna lækk- andi þrýstings. Þegar þrýstingur er hár er jörðin óbráðin þótt hún sé mjög heit að innan. Um leið og þrýstingur lækkar bráðnar jörðin sjálfkrafa. Bunsen gerði tilraunir, þar sem hann sýndi fram á að ýmis efni bráðnuðu við lækkandi þrýsting, þótt hitastigið væri óbreytt. Það var svo ekki fyrr en um 1965 sem skýringin fékkst, þegar vísindamenn áttuðu sig á flekahreyf- ingum jarðarinnar og hvernig þrýst- ingur minnkar í sprangum á flekamót- unum. Ég var svo heppinn að vera í jarðfræðinámi þegar flekakenningin var sett fram, svo ég gat fylgst með þessum fræðum frá upphafi og hafði sömu upplýsingar og kennarar mính-.“ Bók Haraldar hefur fengið jákvæða dóma og svo aftur sé vísað á heimasíð- ur netbókabúða er henni þar lýst sem skemmtilegri ferð aftur í tímann, vel ritaðri bók sem sé laus við tæknilega flókið mál og að höfundurinn hafi greinilega lagt sig mjög fram við söfn- un heimilda. Eldfjallalist heillar Haraldur er þegar farinn að huga að frekari bókaskrifum. „Næsta verk- efni verður líklega bók um eldfjalla- list. Ég hef safnað að mér upplýsing- um um málverk og teikningar af eldfjöllum og langar að koma þessu út einhvern daginn. Þetta hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef mjög al- mennan áhuga á öllu því sem snertir eldfjöll. Ég uppgötvaði til dæmis, þeg- ar við unnum að alfræðibókinni, að litlai’ upplýsingar var að hafa um eld- gos í bókmenntum og kvikmyndum, hvað þá eldfjöll og ferðaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Ég hef unnið í 40 ár að „venjulegum" vísindum eins og vís- indamenn gera og skrifað 150 fræði- greinar, en mér finnst mjög gaman að breyta til og fara inn á ótroðnar slóðir. Ég læt áhugann ráða ferðinni." Haraldur hefur unnið að ýmsum rannsóknarverkefnum á Islandi og vonast til að halda því áfram. Undan- farið hefur hann unnið töluvert í Mið- Ameríku og segir að líklega sé hann um fjóra mánuði á ári hverju á ferða- lögum um allan heim, en við Rhode Is- land-háskóla kennir hann eingöngu nemendum sem eru í námi til meist- ara- eða doktorsgráðu. Tengslin við ísland hafa aldrei slitn- að og á síðasta ári keypti Haraldm’ hús á bernskuslóðunum í Stykkis- hólmi. „Ég fer alltaf heim af og til og á öragglega eftir að fjölga heimferðun- um á næstu árum.“ Ymis nýmæli í lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um foreldra- og fæðingarorlof Jafn réttur karla og kvenna verður tryggð- ur á tveimur árum Þrír ráðherrar kynntu í gær frumvarp til laga um foreldra- og fæðing- arorlof sem þeir segja mikla réttindabót. Tekið verður upp eitt kerfí fyrir almennan vinnumarkað og hinn opinbera og sveigjan- leiki verður mikill í kerfínu. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið á yfírstandandi þingi með gildistöku um næstu áramót. Jóhannes Tómasson ______hlýddi á mál_____ ráðherranna. Morgunblaðið/Sverrir Þrír ráðherrar kynntu lagafrumvarpið um foreldra- og fæðingarorlof sem lagt verður fyrir Alþingi næstu daga: Ingibjörg Pálmadóttir, Páll Pétursson og Geir H. Haarde. EITT kerfi foreldra- og fæð- ingarorlofs verður fram- vegis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði og hinum opinbera, jafn réttur karla og kvenna verður tryggður á tveim- ur árum, foreldrar fá níu mánaða fæðingarorlof í stað sex áður og aukin verður vernd kvenna á með- göngu og eftir fæðingu. Þetta er meðal nýmæla í frumvarpi til laga um foreldra- og fæðingarorlof sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á Alþingi næstu daga en verið er að leggja lokahönd á smíði þess. Páll Pétursson félagsmálaráð- heri'a kynnti helstu atriði frum- varpsins á blaðamannafundi í gær ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Fram kom í máli ráðherranna að þau teldu samþykkt þess mikið framfaraspor, það yrði stórt skref í átt til aukins jafnréttis karla og kvenna í þessum efnum og milli þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. I gildi um næstu áramót Ráðherrarnir sögðu ágæta ein- ingu hafa verið um undirbúning frumvarpsins en leitað var til margra aðila og samtaka á vinnu- markaði eftir umsögnum. Leita þarf afbrigða á Alþingi til að fá frum- varpið tekið á dagskrá þar sem lið- inn er frestur til að taka ný mál á dagskrá á yfir- standandi þingi. Telja ráðherrarnir að samstaða náist um það og að takast megi að afgreiða frum- varpið í vor og tækju lögin þá gildi um næstu áramót og myndu ákvæði þess gilda vegna fæðinga frá 1. jan- úar 2001. Frumvarpið felur í sér grundvall- arbreytingu á reglum um fæðingar- orlof og hvort foreldri fær rétt til 13 vikna foreldraorlofs án launa. Fæð- ingarorlof verður níu mánuðir og á hvort foreldri sjálfstæðan rétt til allt að þriggja mánaða orlofs og þrjá mánuði til viðbótar sameigin- lega. Geta þau skipt þeim tíma að vild en þriggja mánaða leyfi hvors um sig er ekki framseljanlegt. Gert er ráð fyrir að lenging á sjálfstæð- um rétti föður til fæðingarorlofs gerist í áföngum þannig að hið nýja kerfi verði komið að fullu til fram- kvæmda í ársbyrjun 2003. Hægt er að taka fæðingarorlof á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu barnsins, ættleiðingu eða töku barns í varan- legt fóstur en leyfið má einnig taka í einu lagi. Eitt fæðingar- orlofskerfi Eitt fæðingarorlofskerfi á að gilda fyi’ir almennan og opinberan vinnumarkað og þá sem eru sjálf- stætt starfandi og segir Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra rétt manna jafnaðan mjög en engir muni þó tapa réttindum séu þau meiri. Þrátt fyrir eitt kerfi er greiðslu- kerfið tvenns konar, þ.e. annað tengt vinnumarkaðnum en hitt er eins konar bótakerfi sem nær til þeirra sem eru utan vinnumarkað- ar, námsmanna eða í minna en 25% starfi. Fæðingarorlofskerfið er launa- tengt og skal mánaðarleg greiðsla nema 80% af meðaltali heildarlauna eða reiknaðs endurgjalds. Greiðsla til foreldris í 25-49% starfi verður þó aldrei lægri en 54.021 kr. á mán- uði og til foreldris í 50-100% aldrei lægri en 74.867. Ekkert þak er á greiðslunum og taldi félagsmála- ráðherra að miðað við mismunandi tekjur karla og kvenna ætti þetta að stuðla að því að karlar tækju fæð- ingarorlof. Sagði hann karla hagnast verulega á nýju kerfi þar sem þeir ættu sjálfstæðan rétt til greiðslna í þriggja mánaða orlofi sem næmu 80% af meðaltali heildarlauna. Þetta væri þeim veruleg réttarbót þar sem núverandi kerfi byði aðeins upp á tveggja vikna fæðingarorlof. Einn- ig væru réttindi heimavinnandi karla og námsmanna til greiðslu fæðingarstyrks tryggð á sama hátt og kvenna en þess hafa þeir ekki notið til þessa. Stofnaður verður Fæðingarorlofssjóður Stofnaður verður Fæðingarorlofs- sjóður til að standa straum af greiðslunum til foreldra á vinnu- markaði. Hann verður fjármagnað- ur með tryggingagjaldi og sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra að vegna góðrar stöðu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs væri nú unnt að taka hluta tryggingagjalds og setja í þennan nýja sjóð. Ekki yrði því um hækkun á tryggingagjaldi að ræða vegna Fæðingarorlofssjóðs. Enn- fremur er lagt til í frumvarpinu að þungaðri konu verði tryggður réttur til greiðslna úr Fæðingarorlofs- sjóðnum í leyfi frá störfum sökum þess að breytingum á vinnuskilyrð- um og/eða vinnutíma hennar verði ekki við komið vegna tæknilegra ástæðna eða annarra slíkra. Foreldrum er tryggð uppsöfnun og vernd réttinda og meðan á fæð- ingarorlofi stendur greiðir foreldri áfram í lífeyrissjóð. Er þannig gert ráð fyrir að Fæðingarorlofssjóður greiði að lágmarki 6% af fæðingar- orlofsgreiðslunum. Einnig reiknast fæðingarorlof til starfstíma, m.a. vegna mats á starfstengdum rétt- indum svo sem orlofi, starfsaldurs- hækkunum, veikindarétti og slíkum atriðum. Þá er í frumvarpinu lagt til að foreldrar á vinnumarkaði skuli hvort um sig eiga rétt til 13 vikna foreldraorlofs til að annast barn sitt. Sagði félagsmálaráðherra þetta nýtt í íslenskum rétti og er þetta sjálfstæður réttur foreldris og ekki framseljanlegur. Skal slíkt orlof tekið áður en barnið nær átta ára aldri. Heimilt er að taka foreldraorlofið í einu lagi eða haga því með öðrum hætti í samráði við vinnuveitanda. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra sagði þetta mikilvægt atriði. Gæti það m.a. seinkað því að senda þyrfti börn í gæslu sem væri fjöl- skyldumál og gott fyrir barnið og kvaðst hún telja að börn væru í dag send of snemma til dagmæðra eða í leikskóla. „Þetta frumvarp er mikil réttindabót fyrir báða foreldra, fyrir konur á meðgöngu, fyrir konur eftir fæðingu, þannig að ég tel að hér sé um svo mikla réttarbót að ræða að við höfum ekki skrifað undir annað eins plagg í mjög mörg ár,“ sagði heilbrigðisráðherra, „og vonandi til góðs fyrir barnið,“ bætti félagsmála- ráðherra við. Samræmt réttindakerfi í einni löggjöf Fjármálaráðherra sagði hér stigið stórt skref bæði í fjölskyldumálum og jafnréttismálum. „Við erum með þessu að ná nokkrum pólitískum markmiðum sem stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin sem heild hafa sett sér. Við erum að leiða til lykta ýmis gömul vandamál og marka hér stefnu fram á veg sem mun skipa okkur í fremstu röð meðal ná-j^ grannaþjóða á þessu sviði,“ sagði fjármálaráðherra. Sagði hann að hér yrði komið á samræmdu réttinda- kerfi í einni löggjöf sem ekki væri fyrir hendi í dag. „Þetta er mikið hagsmunamál vegna þess að það eru engin rök fyrir því að einn hópur landsmanna hafi meiri rétt á þessu sviði heldur en annar. Það er ekki nokkuð leið að rökstyðja það og ekki í samræmi við kröfur tímans.“ Sagði hann að erfitt hefði verið á ýmsum stofnunum ríkisins að fólk sem ynni sömu störf hlið við hlið væri í mismunandi verkalýðsfélög- um og nyti þar með mismunandi réttinda. Hefðu starfsmenn verið að flytja sig milli verkalýðsfélaga_____ vegna þessa. Fjármálaráðherra sagði ríkið greiða í dag um 350 milljónir króna á ári vegna fæðingarorlofs starfsmanna sinna. Taldi hann kostnaðar- aukningu ríkisins verða um 250 milljónir króna ef allir karl- menn myndu nýta sér rétt sinn. Býst hann við að nokkurn tíma taki fyrir feður að venjast því að þeir eigi þennan rétt en engu að síður væri mikilvægt að lögfesta breyt- ingar sem þessar og það myndhf hjálpa mönnum við að nýta sér þennan rétt að sveigjanleiki væri mikill í kerfinu. Einnig sagði fjár- málaráðherra að í framtíðinni yrði mögulegt að bæta við þessi réttindi þegar nýtt kerfi væri komið í lög. Mætti hugsa sér að hlutfall greiðsl- unnar verði hækkað eða orlofsvikum fjölgað. Orlof verdur lengt úr sex mánuðum í níu Verður rétt- indabót fyrir báða foreldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.