Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ V UMRÆÐAN Kaupi og sel, herra Gambel ÁRIÐ 1983 töldu menn að svo hart væri gengið að flskistofnum við land- ið að grípa þyrfti til bráðabirgðaað- gerða og vemda fískistofna við land- ið. í þessu sambandi slumpuðu menn á veiðireynslu sl. þriggja ára frekar en ekkert. Já, jafnvel skipstjóra- reynslu frekar en ekkert. (Einn á báti! ) Mönnum hefur liðið svo vel í kerfinu að þeir vilja ekki láta laust né fast og viðhalda því, eðlilega. Á fimmtudag mun verða lagt lóð á vog- arskálina um það hver veiðiréttur okkar Islendinga er frá upphafi Is- landsbyggðar, í yfir þúsund ár, fram til ársins 1983 þegar veiðar voru heft- ar í sumum tegundum, seinna í öðr- um og meira að segja eru enn til fisk- ar í kring um landið sem öllum er frjálst að veiða, hvemig sem menn fara nú að því?! Maturinn búinn og kokkurinn flúinn Sigurður Líndal lagaprófessor segir í blaðagrein í Fiskifréttum ný- lega eitthvað á þá leið að þeir sem hafi hætt lífsafkomu sinni til fiskveiða hafi átt meira tilkall til veiðiréttinda en aðrir, jæja þá, en skiptir reyndar engu máli í dag þar sem öllum hlýtur að vera ljóst að menn hafa fengið umbun erfiðisins ríkulega og mark- aðurinn verðsett þessi tímabundnu réttindi fyrir milljónir króna. sl. 17 ár. Jafnvel ákvæði í stjómarskrá um það að fiskurinn í sjónum sé eign allra landsmanna og nýlegur Vatn- eyrardómur o.fl. o.fl. ætti að hafa gef- ið innsýn í það sem vænta mætti, og hefur gefið mönnum nægan tíma til umhugsunar og þess að leysa fjár- magn og atvinnubætur út úr grein- inni, enda hafa menn gert það og reyndar nú svo komið að alls konar ^jóðir og pappírar hafa þar tekið ómakið af og hlaupið undir bagga með mönnum hafi þeir viljað leysa til sín þær stórkostlegu bætur sem þeim vom veittar sl. 17 ár undir lok 20 ald- ar. Nýlega kom einmitt fram að um 80% aðila í greininni völdu þessa leið. Flestir sem hafa keypt sig inn í kerfið til baka hafa verið frjálsir og meðvit- aðir um það hvað í gangi er þar sem fjölmiðlar hafa birt umræðuna hundraðum eða þúsundum sinna. Auðvitað verður hlutabréfamarkað- urinn að hafa sinn gang með sitt gambel, vonir og væntingar og kem- ur eigandanum, Jónu Jóns, í sjálfu sér ekk- ert við. Einyrkinn sem lagði allt sitt undir og keypti alla sína lífsaf- komu, „atvinnurétt- indin“ á trilluna sína, er þó í öllu verri stöðu, en handhafar hluta- bréfanna. Stóran, stóran í staðinn Sumir halda því fram að kvótakerfið á Islandi sé fullkomn- asta stjómunarkerfi fiskveiða í heiminum. Lofsöngur sumra er það fallegur að jafnvel aðrar þjóðir hrífast með. Þeir hinir sömu kæmust kannski í hann krappan ef þeir héldu fyrirlestur á stjómaríúndi í japanskri bílaverksmiðju og reyndu að telja mönnum trú um það að það yki hag- ræðinguna að setja t.d. fjórða hvem bíl í raslapressuna. Og senda jap- anskri þjóð síðan reikninginn. Nú eða fjöldaframleiða smábíla í raslapress- una og fá þar með framleiðslurétt á stóram í staðinn. Já, margir fullyrða að umgengnin um auðlindina sé ekki góð og gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn aftur. Margir sjómenn full- yrða að þeim sé nauðugur einn kost- ur. Ef rétt er, er það íslenskri þjóð auðvitað til vansa og ekki hægt að halda svona áfram. Aralangur fagur- gali um breytingar skilar litlu. Fisk- veiðistjómunarkerfið er vonlaust nú þegar og mjög tímabært að nýir aðil- ar fái að koma þar að og nýir og ferskir vindar að blása. Nýlega birtist auglýsing frá ís- lenskum bflainnflytjanda þar sem auglýst var kflóverð á bfl. Það vakti athygli mína að það var ekki langt frá kflóverði á fiskflaki og reyndar lægra séu innflutningsgjöld bflsins dregin frá, og þetta skilur fólk. Hækkandi fiskverð, hækkandi skuldir Ýmsir segja að fiskveiðistjómun- arkerfið hafi skilað feiknagóðum árangri til hagræðingar. Hefúr það alveg farið fram hjá mönnum, að fisk- verð hefur hækkað stórkostlega í gegn um árin? I hvers konar glerhöll búa menn eiginlega? Svo hefur at- vinnugreinin haft 17 ár til þess að lækka skuldir sínar við kjöraðstæður hvað þetta varðar, en þær hafa aukist um tugi milljarða. Allt um kring eiga sér stað gríðarlegar framfarir í allflestum at- vinnugreinum, en hvað með sjávarútveginn? Nú era dregin í land færri tonn af bolfiski en fyrir áratugum þrátt fyrir kvótakerfið! Álitamál ÞorsteinnMár Ef menn era þó ein- Aðalsteinsson dregið þeirrar skoðunar að hagsmunagæsla fjöldans sé best komin á þann veg að fiskurinn í sjónum verði að vera í eigu einhverra sérstakra einstaklinga er augljóst að um endurúthlutun verður að ræða, þó ekki væri nema til þess að taka af þann vafa sem leikur t.d. á því hvort fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra o.fl. hafi verið hæfir að koma að ákvarðanatöku málsins utan bráðaaðgerða. Það er vegna hugsan- legra eigin hagsmuna og skiptir ekki öllu máli hvort tekið var til viðmiðun- ar sl. 3 vikur, 3 mánuðir eða 3 ár. Það er ansi naumt skammtað í lífi heillar þjóðar í yfir þúsund ár og vonandi mörg þúsund til viðbótar. Réttara væri þá að innkalla allar kröfur til veiðireynslu landsmanna og dánar- búa þeirra frá upphafi. Vinsa úr skráðar eða öraggar heimildir um hlutdeildartölur í hverri fiskitegund Fiskveiðistefna Já, jafnvel Byggðastofn- un hafnar ekki tilboði um tonn á móti tonni í viðskiptum, segir Þor- steinn Már Aðalsteins- GARDINUEFNI Fyrir alla glugga . . . saumum eftir þínum óskum O O CTt tn Allt fyrir Sfövmúl* 32 - Rrykjavfk • Tpmargötu 17 - Keflavi www.alnabacr.ís son, og spyr í fyrri grein sinni hvert íslensk þjóð sé eiginlega að fara? fram að kvótasetningu hverrar fyrir sig. Vafaatriði og það sem út af stæði fengi svo íslenska ríkið til ráðstöfun- ar. Meðan innköllun og úrvinnsla fer fram hafa menn strax eitt til tvö ár til að laga til í kerfinu. Varðandi það atriði að um 40 þús- und landsmanna eigi nú í sjávarút- vegsfyrirtækjum vil ég segja að ég er einn af þeim og hef lent í þessu áður, ég átti ásamt 40 þúsund íslendingum í SÍS og hef ekki góða reynslu af því. Fortíð næstu kynslóða Næstu kynslóðir munu væntan- lega verða undrandi og hugsandi þegar þær frétta af aðstæðum okkar við lok 20. aldar. Nokkram aðilum úthlutað ígildi hundraða milljarða kr. á einni nóttu. Eignir og ævistarf annars fólks í mörgum byggðarlögum orðið að engu einn góðan veðurdag. „Kvótaeigendur11 völdu sér fisk- verð til eigin vinnslu. Islenska ríkið greiddi sérstaklega fyrir það að sagaður var bútur úr kjöl smábáta til þess að þeir kæmust aldrei á sjó meir. íslenska ríkið bar einnig á menn fé og peningagjafir ef þeir hættu land- vinnslu, og lokuðu húsum sínum. Menn heima í stofu fengu t.d. 100 krónur fyrir kfló af þorski fyrir að veiða ekki neitt (sem er nú fiskvernd- arsjónannið í sjálfu sér). Áðrir sem „keyptu atvinnuréttind- in“ af þeim fengu t.d. 50 kr. pr. kg af lönduðum þorski. Lýsandi dæmi þess hvað núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi er meingallað er það að fáir nemendur fást í þessa gi'ein atvinnulífsins og ungt fólk hefur lítinn áhuga og til- trúnað á þessari grein, þrátt fyrir það að um helmingur gjaldeyristekna þjóðarinnar komi frá auðlindinni. Stjórn Byggðastofnunar úthlutar byggðakvóta til Vestfjarða og einn af stærstu kvótaeigendum Suðurlands hreppir hnossið. Sá kvótalausi fékk ekkert, en sá sem gaf loforð um lönd- un tvöfaldaði kvótann. Stjórnarfor- maður Byggðastofnunar lét hafa eftir sér í blöðum á þá leið að þetta væri ótrúlega gott dæmi. Já, jafnvel Byggðastofnun hafnar ekki tilboði um tonn á móti tonni viðskiptum. Hvert er íslensk þjóð eiginlega að fara? Eitt æðsta takmark sem mannkyn hefur sett sér til þessa era dómstólar. Menn setur hljóða augnablik þegar aðili óskar eftir því að fá að vera und- anþeginn dómi! Höfundur er fiskverkandi á Dalvík. Mikilvægi nýs sauðfj ársamnings I MORGUNBLAÐINU 25. mars og 1. apríl sl. birtust greinar eftir Egil Jónsson, fyrrv. alþm., þar sem hann fjallar um nýjan sauðfjársamning. Eg verð að segja það hreint út, að mér þykja öll efnistök og umfjöll- un Egils um sauðfjár- samninginn í þessum greinum með algjöram ólfldndum, einkum þegar haft er í huga að hann heíúr verið í for- ustusveit íslenskra bænda til skamms tíma. Eftir að hafa lesið þessar tvær greinar virðist mér sem Egill sjái ekkert jákvætt við samninginn og telji hann verri en engan. Það er dapurlegt hlut- skipti sem Egill velur sér í þessu mikilvæga máli íslenskra sauðfjár- bænda. Einhverjir sem lesa þessar greinar og era lítt kunnir aðdrag- anda samningsins hljóta að halda að einhver fámenn klíka hafi samið hann og ætli að troða honum uppá bændur, svo illa sem innihaldi hans er líst. Umfjöllun um samninginn á þessum nótum kemur engum verr en sauðfjárbændum sjálfum. Með það í huga tel ég rétt að fara yfir aðdraganda samningsins. Á að- alfundi Landssamtaka sauðfjár- bænda sem haldinn var í ágúst 1998 var samþykkt samhljóða ályktun um meginatriði í nýjum sauðfjársamn- ingi sem fundurinn telur brýnt að unnið verði að hið fyrsta. Á aðalfundi Landssamtaka sauð- fjárbænda 7. og 8. des. 1999, þ.e. í miðri samningahríðinni, var sam- þykkt ályktun um nýjan sauðfjár- samning sem er í öllum aðalatriðum samhljóma ályktuninni frá 1998 en þó öllu ítarlegri. Með þetta veganesti héldu samn- inganefndarmenn bænda áfram að vinna að samningagerð ásamt við- semjendum. Það er skemmst frá að segja að öll meginatriði ályktunar síðasta aðalfundar LS hafa náðst fram og era uppistaða nýs sauðíjár- samnings. Þannig verður því ekki á móti mælt að fulltrúar búgreinarinn- ar á aðalfundum hafa haft veralega mótandi áhrif á niðurstöðuna og er það vel. Þegar menn skoða nýjan sauðfjársamning sem skiptir svo gífur- lega miklu fyrir marga, fer eflaust fyrir mörg- um eins og mér að hafa viljað sjá eitt og annað öðravísi, t.d. meira fjár- magn 1 heildarpakkann og ýmsar áherslur öðravísi eins og geng- ur. Hafa verður í huga að það þarf tvo til svo samningar náist í máli eins og þessu. Ég tel að samninganefnd bænda Lárus hafi staðið sig vel í Sigurðsson þessari samningagerð. Nú hefur samningur- inn verið vel kynntur á mörgum fundum víðsvegar um land og einnig nokkuð ítarlega í Bændablaðinu. Það sem skiptir þó megin máli nú er innihald samningsins. Ljóst er að Sauðfjársamningur Ég hvet alla sem kosningarétt eiga, segir Lárus Signrðsson, til að kynna sér samninginn sem best og Ijá honum samþykki sitt. eftir tekjuleysi undanfarinna ára eru allmargir sauðfjárbændur nú í þeirri stöðu, af ýmsum ástæðum, að vilja eða verða að hætta búskap. I samn- ingnum hefur verið komið veralega til móts við þessa aðila með tilboðum um uppkaup á beingreiðslurétti, sem að hluta verður svo úthlutað afturþil þeirra sem eftir verða í búskap. Ég tel að þar sé allvel boðið. Þá era í samningnum augljós sóknarfæri fyr- ir þá sem áfram ætla að vera í sauð- fjárbúskap. Þau sóknarfæri þurfa menn að nýta sér svo sem aðstæður leyfa hjá hverjum og einum. Þá er ótalið að með gæðastýringarákvæði samningsins gefst sauðfjárbændum gott tækifæri til að bæta ímynd síns rekstrar og sinnar framleiðslu sem er mikilvægt atriði og síst ástæða til að vanmeta. Síðar á samningstímanum verða aðilaskipti á beingreiðslurétti heim- iluð. Að mínu áliti hefur það staðið í vegi fyrir hagræðingu hjá ýmsum aðilum með blandaðan búrekstur að ekki hefur verið unnt að færa beingreiðslurétt í sauðfé milli aðila sem hefur komið í veg fyrir að sumir sem gjarnan vildu, gætu einbeitt sér að einni búgrein. Almennt um þá skoðun sem sumir hafa haldið á lofti og m.a. kemur fram sem megin- stefna í sauðfjárframleiðslu í riti Byggðastofnunar „Byggðir á ís- landi“ sem út kom í nóvember s.l. meðan Egill Jónsson sat þar enn á formannsstóli, að svokallað frjálst framsal á beingreiðslurétti milli bænda væri besta leið sauðfjár- bænda til bættrar afkomu, þá er það illskiljanlegt. Eða hvaða tekjuaukn- ing hefði orðið hjá bónda sem þannig keypti greiðslur ríkisins, þ.e. keypti peninga af öðram bónda og yrði síð- an að bíða í 5 til 7 ár (fer eftir verði) eftir að sjá nokkurn arð af þeirri fjárfestingu. Lítið bætti það upp lágar tekjur sem nú eru. Það er örugglega um margar betri leiðir að velja í dag til ávöxtunar fjármuna, hafi bændur þá á annað borð. Þá er það athyglisvert, þrátt fyrir að eftir hafi verið leitað, hefur ekki fengist arðsemismat á þessum tillög- um Byggðastofnunar sem litu dags- ins ljós undir forastu Egils Jónsson- ar. Að lokum. Sauðfjárbændur fá nú í fyrsta skipti að kjósa um nýjan sauð- fjársamning og er það vel. Ég hvet alla sem kosningarétt eiga að kynna sér samninginn sem best og ljá hon- um samþykki sitt. Það væri mjög al- varlega staða sem upp kæmi, yrði honum hafnað. Megi árið verða okk- ur sauðfjárbændum farsælt. Höfundur er bóndi og búnaðar- þingsfulltrúi á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.