Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR RAGNHILDUR EIÐSDÓTTIR + Ragnhildur Eiðs- dóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðs- firði 15. mars 1930 . Hún lést á líknardeild Landspítalans laug- ardaginn 1. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiður Albertsson skóla- stjóri (f. 19.10. 1890, d. 19.8.1972) og Guð- ríður Sveinsdóttir orgelleikarí (f. 17.5. 1906, d. 22.5. 1986). Systkini Ragnhildar eru Örn, f. 7.7. 1926 , d. 19.12.1997, Sveinn Rafn, f. 22.5. 1928, Berta Rail, f. 10.9. 1933, Kristmann, f. 27.5. 1936, Bolli, f. 4.5.1943, og Albert, f. 9.3.1945. Börn Ragnhildar eru Sandra Ericson Ashford, f. 29.11. 1953, hennar maður er Leonard F. Ash- ford, og Kristmann Ericson, f. 3. 12. 1960. Dótturdóttir Ragnhildar er Magdalena Berg- mann Gunnarsdótt- ir, f. 18.2.1973. Ragnhildur starf- aði meðal annars sem ritari hjá Lands- sambandi veiðifé- laga, sem fóstra og við verslunarstörf. Utför Ragnhildar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var Ijóst frá fyrstu stundu þegar Ragnhildur eða Lillý, eins og allir vinir hennar og ættingjar köll- uðu hana, fór að sinna strákunum okkar að við höfðum ekki bara eign- ast vin og vinnukonu, heldur var komin ný amma í húsið. Æ síðan hef- ur hún verið ein af fjölskyldunni og verið með okkur bæði á góðum stundum og slæmum. Hún fylgdist af áhuga með hverjum áfanga í lífi drengjanna okkar, Bergs og Steins, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnðfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MARÍA ÓLAFSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Leirum, A-Eyjafjöllum, lést á heimili sínu, Óðinsgötu 19, Reykjavík, föstudaginn 31. mars sl. Hún verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju, A-Eyjafjöllum, laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Jón Sigurðsson, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Jóhannes Þorsteinn Helgason, Margrét Sesselja Sigurðardóttir, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, Ingólfur Magnússon, barnaböm og langómmubörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐSSON, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtók hjartasjúklinga. Mikael Ragnarsson, Emil Ragnarsson, Birna Bergsdóttir, Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Gísli Guðjónsson, Brynja Ragnarsdóttir, Ragna Kristín Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BACHMANN, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Birgir Bachmann, Hörður Bachmann, Gísli Bachmann og barnabörn. Þórunn B. Jónsdóttir, Auður Kjartansdóttir, og þeir senda alúðarþakkir og kveðj- ur. Við höfum líka fengið að kynnast börnunum hennar, Kristmanni, rit- höfundi sem búsettur er í Svíþjóð og Söndru listfræðingi sem rekur sýn- ingarsal í Bandaríkjunum. Oft höf- um við notið gestrisni Söndru og manns hennar Leonard F. Ashford og átt með þeim margar góðar stundir. Ein jólin dvaldi Kristmann líka hjá móður sinni hér heima og þá gátum við kynnst honum vel. Ragn- hildur var afskaplega stolt af börn- unum sínum og mátti líka vera það. Hún lét ekki mikið yfir sjálfri sér en hafði þó fulla ástæðu til þess. Hún var greind kona og skemmtileg, vel lesin og lá ekkert á skoðunum sínum ef því var að skipta. Ragnhildur var líka afskaplega músíkölsk og kannski var það sem hún átti erfiðast með að sætta sig við á liðinni ævi að hafa ekki getað lagt stund á tónlist eins og hugur hennar stóð til. Það varð henni þó til gleði þegar tenór- sætið í einum þekktasta kór Banda- ríkjanna, Bach-kórnum í Betlehem, var helgað henni. Tengdasonur hennar, Len, syngur einmitt í kórn- um. Ragnhildur háði harða baráttu síðustu misserin. Seinast var það stríð við erkifjandann krabbameinið sem bæði hún aðrir vissu hvernig lyki. Það var henni líkn í þeim þraut- um að hugsa til barnanna sinna. Hún var stolt af Kristmanni þegar leikrit eftir hann var tekið til sýninga í Sví- þjóð og fylgdist með af áhuga hvern- ig Söndru miðaði við að útbúa og opna sýningarsalinn sinn. Fyrir tveimur vikum fengum við að gleðjast með Lillý á sjötugsa- fmæli hennar í veislu sem systir hennar og mágkonur héldu henni hjá Bertu á heimili hennar í Garðabæ. Þótt mikið væri dregið af Lillý var hún þó afskaplega glöð þetta kvöld. Við vissum ekki þá að endalokin væru jafn skammt undan og raunin varð. En við vonum að sú hlýja og eindrægni sem einkenndu þetta kvöld fylgi Ragnhildi Eiðsdóttir yfir landamærin. Sigurður G. Tómasson, Steinunn Bergsteinsdóttir. öarðskom v/ possvogskifkJMgofð Sími. 554 0500 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri m blómaverkstæði INNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. HULDA HREFNA JÓHANNESDÓTTIR + Hulda Hrefna Jóhannesdóttir fæddist í Hafnar- firði 12. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafharfjarðar- kirkju 4. apríl. Elsku Hulda amma, núna, þegar þú ert horfin af leiksviði þessa heims, vakna spurningar eins og: Hvers vegna? Og: Hvert? Hvers vegna að skipta þeim góðu út? Vantar góða konu annars staðar? Já, góð kona, því það varstu svo sannarlega. Reynd- ar ein sú allra besta. Stór hluti þinnar kynslóðar hef- ur ekki alltaf haft allt til alls og margfalt það. Þú þekktir vel hvernig það er að geta varla mett- að þína nánustu, þvílíka örbirgð þekkja fáir í dag, sem betur fer, en því miður er fátt yngra fólk sem hefur skilning á slíku. Margur hefði varla komið jafn heill og þú út úr slíkum hremmingum og án allrar biturðar út í ósanngirni lífs- ins. Þú barst með þér Ijóma lífs- reyndrar konu og þú vissir alltaf meira um lífið heldur en þú lést í veðri vaka. Ekki barst þú þín vandamál á torg. Ahyggjur þínar snerust meira um hag annarra. Sumar þínar gjörðir jaðra við dæmisögur úr sjálfri biblíunni. Hverjum af okkur svokölluðu nú- tímamönnum, ef skítblankir vær- um, dytti í hug að færa skulduna- utum okkar, sem þá væru í vanskilum, fullan bakka af smur- brauði þegar við þyrftum á greiðslum þeirra að halda? Þú barst með þér mikið af kost- um þinnar kynslóðar, gestrisni þín hafði engin takmörk og þú varðst alltaf hálf leið ef menn vildu ekki þiggja a.m.k. brauð. Að menn færu ekki svangir úr þínum hús- um var þér mikið kappsmál og stundum höfðu menn gaman af öllu saman og þá stóð ekki á þér að taka þátt í gamninu. Talandi um gaman- mál, þá verður hlátur þinn mörgum minnis- stæður, ekki hár en mjóg smit- andi. Það var fátt meira gefandi en að segja þér góða skrýtlu. Og margar skrýtlurnar sagðir þú sem kættu og nærðu andlega. Orðanotkun þín var, á stundum, stórskemmtileg og mörg gull- kornin hafa fest rætur í hugum ættingja þinna og vina. Það sem hérna hefur verið um þig sagt skapaði, ásamt mörgu öðru, þína persónu. Persónuleiki þinn var með eindæmum skemmtilegur og eftirminnilegur. Af þeim sökum munt þú ávallt verða mér ofarlega í huga. Hvað sem við tekur hjá þér og hvar sem þú lendir þá muntu ef- laust hitta fyrir gengna vini. Þessi vísa, sem er úr gömlu vísna- safni höfðar til vinafundar. Hvað er það sem fljótast fær frá oss trega hrundið? Góðan vin sem geymist fjær geta hann aftur fundið. Þessir gengnu vinir munu bíða þín og taka þér örugglega opnum örmum með dúklögðum borðum sem svigna undan kræsingum. Guð láti þér líða vel. Gísli Gunnar Marteinsson. ALMA ELISABET HANSEN + Alma Elísabet Hansen fæddist á Siglufirði 20. júní 1935. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Veturinn hefur ver- ið okkur þungur og erfiður, en birtan og vonin með hækkandi sól er það sem við þráum öll. Góð vin- kona kvaddi er birtan og ljósið voru á næsta leiti. Vinir og ættingjar Ölmu E. Hansen höfðu vonað að með vaxandi sól og yl myndi okkur kannske auðnast að eiga aðeins lengri tíma saman. En ráðstöfun almættisins, sem við hlítum öll, tók okkar elskulegu Ölmu til sín með vaxandi sólarsýn. Leiðir okkar lágu saman fyrir aldarfjórðungi, er ég réðst sem kennari til Tónlistarskóla Garða- bæjar og hún var nýorðin skóla- stjóri. Henni var mjög sýnt um stjórnun, og hún var fljót að átta sig á að velja kennara, sem störf- uðu um árabil við skólann, enda bar hún hag skólans ætíð fyrir brjósti. Hún var úrræðagóð ef vanda bar að höndum, og átti frábært sam- starf við kennara og foreldra. I tið Ölmu óx skólinn og færði út kvíarnar, sem síðar urðu undir- staða þess glæsilega skóla, sem Tónlistarskóli Garðabæjar er í dag. Sú er þetta ritar átti frábært samstarf við Ölmu, bæði sem stjórnanda og vin. Hún hafði sterkt trúnaðartraust, og sótti jafnan styrk í guðsþjónustur kat- ólska safnaðarins, en hún tók katólska trú þegar hún var innan við tvítugt. Ég átti með henni friðsælar unaðsstundir í kyrrð og ró katólsku mess- unnar. Sérlega minnist ég páskahátíðarinnar, þöglu viku og síðan gleðinnar við upprisu- hátíðina á páskadag. Alma þurfti að mæta ýmsu mótlæti á síðari árum. Hún giftist Þorvaldi Ara Arasyni, sambúð þeirra var stutt en hamingjurík, en hann and- aðist eftir stutta sambúð. Einmitt þá var heilsu Ölmu farið að hraka. Ég veit að Alma saknaði manns síns mikið, því hún var einlæg og trygg í lund. En öllu þessu mótlæti mætti hún með hetjulund. Það er margt sem kemur fram í hugann að leiðarlokum. Vináttu Ölmu átt- um við hjónin alla tíð, og jafnframt vináttu systra hennar, Onnu, Hall- dóru og Steinunnar, sem eflst hef- ur með tímanum. Foreldrar Ölmu tóku vinum hennar af sannri gest- risni hvenær sem var. Að eiga slíkt fólk að vinum er ómetanlegur fjár- sjóður. Það bregður skugga á birtu vorsins við brottför svo góðrar vin- konu sem Alma reyndist mér. En vonin um að hittast á ný og mega sinna sínum hugðarefnum, tónlist- inni, hvar sem það kann að vera, gerir okkur lífið léttara. Alma er nú horfin á vit ljóss og birtu. Unnur Arnórsdóttir, Kanaríeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.