Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSIIMGAR lðntœknistofnun Islands vinnur að þróun, nýsköpun og aukinni framleiðni í íslensku atvinnulífL Á stofnuninni fara fram rannsóknir, greiningar, prófanir, tœkniyfirfœrsla, frœðsla og ráðgjöf Frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtœkjum eru veittar almennar upplýsingar og leiðsögn. Ahersla er lögð á náin tengsl við atvinnulífið. VERKEFNASTJÓRI Leitað er að einstaklingi með menntun í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða með sambærilega menntun. Reynsla af stjórnun og rekstri til að geta leiðbeint um stefnumótun og umbætur í rekstri er mikilvæg, jafnframt reynslu af tölvunotkun á þessum sviðum. I Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og f eiga gott með samskipti við aðra. Hvattertil | að jafnt konur, sem karlar, sæki um starfið. | Nánari upplýsingar veita Theódóra | Þórarinsdóttir (theodora@radgardur.is) og I Davíð Freyr Oddsson (david@radgardur.is) Í hjá Ráðgarði frá kl. 10-12 í síma 533-1800. 4-» CD | Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs " fyrir 12. apríl n.k. merktar: | „Iðntæknistofnun-verkefnastjóri" Iðntæknistofnun Söluturn á . höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða starfskraft við afgreiðslu- störf. Um er að ræða vinnu milli kl. 12.00 og 19.00 alla virka daga. Möguleiki á aukavinnu. Nánari upplýsingar gefur Helgi í síma 696 5885 á milli kl. 8.00 og 12.00 og 14.00 og 16.00 alla virka daga. Deildarstjóri á fjármálasviði Kennaraháskóli íslands óskar að ráða deildar- stjóra á fjármálasvið í fullt starf. Starfið heyrir undirframkvæmdastjóra fjármála- og rekstrar- sviðs og felst í ábyrgð á bókunum, greiðslu reikninga, innheimtumálum og öðrum þáttum sem fylgja slíkri fjármálaumsýslu. Viðkomandi þarf að hefja störf sem allra fyrst. Leitað er eftir starfsmanni með góða bókhalds- og tölvukunn- áttu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðherra og opinberra starfsmanna. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð en umsóknum skal skila á skrifstofu Kennara- háskóla íslands við Stakkahlíð, 105 Reykjavík eigi síðar en 11. apríl 2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í síma 563 3800. AKRANESVEITA Laus störf hjá Akranesveitu Akranesveita óskar að ráða verkstjóra við hita- og vatnsveitusvið veitunnar. Menntunarkröfur: Meistararéttindi á sviði pípu- lagna eða vélvirkjunar. Launakjör samkvæmt samningum STAK. Upplýsingar veitir forstöðumaður tæknisviðs í síma 431 5213. Jafnframt óskar Akranesveita að ráða ófag- lærðan starfsmann að rafveitusviði veitunnar. Upplýsingar veitir verkstjóri rafmagnssviðs í síma 431 5222. Umsóknir skulu berast á skrifstofu Akranes- veitu, Dalbraut 8, fyrir 10. apríl nk. merktar: „Starfsumsókn". PIBHBRÍ vesturbæ Afgreiðslustörf Duglegt, röskt og reglusamt fólk vantar nú þegartil afgreiðslustarfa. Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Reyklaust og reglusamt. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 og Margrét í síma 561 1433. Starfskraftur óskast Óskum eftir röskum starfskrafti í glerslípun, gierskurð og fleira á verkstæði okkar. Framtíð- arstarf. Upplýsingará staðnum. Gler og speglar, Dalshrauni 5. Kennarar óskast Við Vopnaf jarðarskóla vantar sérkennara fyrir næsta skólaár. Einnig vantar kennara fyrir eftirtaldar greinar: Almenna kennslu, myndmennt og smíða- kennslu. Vopnafjarðarskóli er eínsetinn og í haust verður ný og glæsileg viðbygging tekin í notkun sem gjörbreytir allri aðstöðu fyrir nemendur jafnt sem starfsfólk. Flutningsstyrkur er greiddur og húsnæðisfríð- indi í boði. Upplýsingarveitirskólastjóri í síma 473 1256, 473 1108, 861 4256 og aðstoðarskólastjóri í síma 473 1256, 473 1245. TILK YNNINGAR Seyðisfj'arðar- kaupstaður Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar Bæjarstjórn Seyðisfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðis- fjarðar 1977 — 1997, skv. 1. mgr. 21. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því að brúarstæði yfir Fjarðará og gatnakerfi innan Dagmálalækjar er breytt. íbúðahverfi er aðlagað breyttu gatnakerfi. Verslunar-, þjónustu- og stofnanasvæði við efri hluta Hlíðarvegar er fellt niður. Opið svæði * til sérstakra nota við Garðarstjörn erfellt niður. Á neðri hluta svæðisins við Garðarstjörn með- fram Fjarðará, innan aðalstöðva Rarik, er skipu- lögð blönduð byggð íbúða, verslana og þjón- ustu. Breytingartillagan verðurtil sýnis á bæjarskrif- stofunni á Seyðisfirði, Hafnargötu 44, frá og með miðvikudeginum 5. apríl nk. til miðviku- dagsins 3. maí 2000. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdirvið breyt'mgartillöguna. Fresturtil að v skila inn athugasemdum ertil miðvikudagsins 17. maí 2000. Skila skal athugasemdum á skrif- stofu skipulags- og byggingafulltrúa, Hafnar- götu 44, 710 Seyðisfirði. Hversá, sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir til- skilinn frest, telst samþykkur henni. Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði. 400 kV Fljótsdalslínur 3 og 4 Fljótsdalur — Reyðarfjörður Mat á umhverfisáhrifum — frumathugun og tillaga að sérstöku svæðisskipulagi Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofan- greindrar framkvæmdar og tillaga að sérstöku svæðisskipulagi liggurframmi til kynningar frá 5. apríl til 10. maí 2000 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Fjarðabyggðar á Reyðar- firði, skrifstofu Austur-Héraðs, skrifstofu Fljótsdalshrepps og Héraðsskjalasafni Aust- firðinga á Egilsstöðum. Einnig í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan eraðgengileg á heimasíðu Hönn- unar og ráðgjafar: http://www.hogr.is. Allir hafa rétt til að kynna sér mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og tillögu að sérstöku svæðisskipulagi og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skrif- legar og berast eigi síðar en 10. maí 2000 vegna mats á umhverfisáhrifum og 17. maí 2000 vegna tillögu að sérstöku svæðisskipu- lagi. Athugasemdir skulu berast Skipulags- stofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 63/1993 og 15. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagsstjóri ríkisins. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ GLITNIR 6000040519 I I.O.O.F. 7 = 18004058V2 = F1. þ SAMBAND (SLENZKRA Y/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Kristniboðsvika Upphafsorð og bæn: Rannveig Káradóttir nemi, Birna G. Jóns- dóttir og Guðlaugur Gíslason flytja þáttinn ( fjötrum í máli og myndum. Ræðumaður: Ragn- hildur Ásgeirsdóttir, djákni. Sönghópurinn Rúmlega 8 syngur. Allir hjartanlega velkomnir. httpj/sik. torg.is/. I.O.O.F. 9 = 180458V2 = Bu. □ HELGAFELL 6000040519 IVA/ REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla RMR - 05 - 04 - VS — FR — BM augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tfma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.