Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 49 FRÉTTIR Brunamál og sjúkra- flutningar á nýrri öld Dr. Robert Zubrin. Flytur fyrirlestur um könnun geimsins ÞING Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verðm' haldið dagana 7., 8. og 9. apríl nk. í tengslum við þingið verður haldin námsstefna í ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni 6, Reykjavík, undir yfir- skriftinni Bnmamál og sjúkraflutn- ingar á nýtri öld. Námsstefnan er öll- um opin. „Námsstefnunni er skipt í tvo meg- in flokka og er í'yrri hlutinn um brunamál fyrir hádegi og hefst kl. 10.15. Um er að ræða bæði fyrirlestra og verklega kennslu/vinnustoíú á bílastæði baklóðar í Borgartúni 6. Þar verður m.a. fjallað um: Brunamál á nýrri öld, íyrirlesari Nils Andrésson, varaslökkviliðsstjóri í Gautaborg. Björgun fólks úr bílflökum, leiðbein- andi sýnikennsla. Viðbrögð við meng- unaróhöppum þar sem t.d. verður sýnd notkun efna gegn mengunar- óhöppum. Nýjungar í endurlífgun þar sem t.d. verður kynning á notkun hálfsjálfvirks hjartastuðtækis. Eftir hádegi verður námsstefnunni fram haldið og fjallar sá hluti um sjúkraflutninga á nýrri öld og er nám- stefnustjóri Gestur Pétursson, áhættustjóri íslenska álfélagsins. Walt Stoy, fyrri fyrirlesari eftir há- SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS á íslandi hafa stofnað deild á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Stofnfundur var haldinn hinn 30. mars síðastlið- inn. Deildin verður starfrækt af sjálf- boðaliðum. Starf samtakanna, hér á landi sem annars staðar, byggist að mestu leyti á sjálfboðaliðum en starfsmenn AFS á Islandi eru þrír. Reykjavíkurdeildin mun, í samvinnu við starfsfólk, skipu- leggja og bera ábyrgð á starfsemi fé- lagsins á höfuðborgai'svæðinu. A stofnfundi Reykjavíkurdeildar- innar var kjörin fimm manna stjórn og er formaður Sigrún Valsdóttir. Jafnframt voru skipaðir ýmsir starfs- hópar. Þátttaka var með miklum degi er lektor við University of Pitts- burgh og fjallar hann um samnefnt efni: Sjúkraflutninga á nýrri öld. Walt Stoy er einni íremsti sérfræðingur á sviði sjúkraflutninga og því áhuga- vert fyrir alla sem á einhvem hátt koma nálægt sjúkraflutningum að hlýða á mál hans, segir í fréttatil- kynningu. Seinni fyiTrlesturinn er um fram- farir í sjúkraflutningum á Akureyri, fyrstu niðurstöður sem Jón Þór Sverrisson hjartasérfræðingur flyt- ur. Mun hann kynna athyglisverðar niðurstöður um notkun hálfsjálfvirks hjartastuðtækis á Akureyri en miklar breytingar hafa orðið á þjónustu sjúkraflutninga á Akureyri. Pallborðsumræður verða að lokn- um fyrirlestrum og þar sitja: Walt Stoy, University of Pittburgh, Jón Þór Sverrisson, hjartasérfræðingur, varaslökkviliðsstjóramir Jón Viðar Matthíasson og Birgir Finnsson, svo og fulltrúar RKÍ og heilbrigðisráðun- eytis, segir í tilkynningunni. Seinni hluti námsstefnunnar byrj- ar kl. 13.15 og er námsstefnugjald 3.500 fyrir félagsmenn en 2.500 kr. fyrir aðra. Skráning fer fram hjá LSS. ágætum og mikill áhugi meðal félaga AFS um hina nýju deild. AFS-deild er einnig starfandi á Eyjafjarðarsvæðinu og í undirbún- ingi er stofnun deildar á Suðurlandi. Markmið AFS hafa frá upphafi verið að treysta vináttu þjóða og stuðla að réttlátari og friðsælli heimi með nemendaskiptum. Á þann hátt öðlast fólk reynslu og skilning á ólík- um menningarheimum. Það er nauð- synlegt í alþjóðlegum samskiptum og til að fyrirbyggja átök milli þjóða. Öll- um þeim sem em áhugasamir um stofnun AFS-deilda í sínum lands- hluta er bent á skrifstofu AFS á Is- landi, Ingólfsstræti 3,101 Reykjavík. Veffang: www.afs.is DR. ROBERT Zubrin, „einn kunn- asti geimvísindamaður nútímans, mun heimsækja Island nú í apríl- byrjun. Hann kemur hingað í boði Saga Film til að koma fram í heim- ildarmynd eftir Viðar Víkingsson þar sem landafundir fyrri tíma eru tengdir við könnun geimsins. Jafn- framt mun Zubrin halda fyrirlestur í Háskólabíói þann 7. apríl kl. 17.30 á vegum Eðlisfræðiskorar H. í. og menntamálaráðuneytisins. Fyrir- lesturinn er ókeypis, öllum opinn og krefst engrar sérþekkingar áheyrenda utan enskukunnáttu," samkvæmt því sem segir í fréttatil- kynningu. „Zubrin er verkfræðingur að mennt og starfaði á geimferðasviði Lockheed Martin flugvélaverk- smiðjanna áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki. Bók hans „The Case for Mars“, (Hvers vegna Mars), sem út kom 1996 vakti gíf- urlega athygli. I henni setti hann fram byltingarkenndar tæknilegar hugmyndir um hvernig einfalda mætti ferðalög manna til Mars og gera þau miklu ódýrari. Jafnframt lagði hann ríka áherslu á sögulega nauðsyn þess að mannkynið kynnt- ist nýjum landamærum. Um þessa bók sagði dr. Carl Sagan: „Bob Zubrin, nánast aleinn, gjörbreytti hugmyndum okkar um ferðir til Mars.“ Zubrin hefur nú fyllt það skarð sem myndaðist við fráfall Sagans og er nú þekktasti talsmaður geim- ferða í heiminum. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hyggst prófa hugmyndir hans í fyrirhug- uðum sýnatökuferðum til Mars.Vís- indanefndir á vegum bandaríska þingsins hafa stuðst við sérþekk- ingu hans. Zubrin er formaður „The Mars Society“ sem er alþjóð- legt félag áhugamanna um könnun rauðu plánetunnar.Veffang þess er:http://www.marssociety.org/Rit- gerðir eftir Zubrin má finna á: http://www.nw.net/mars/,“ segir í fréttatilkynningu frá SAGA film. ---------------------- Gengið á milli Holta HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrh’ gönguferð í kvöld frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin kl. 20. Farið verður með Austurhöfninni og Sæbrautinni inn á Rauðarárvík og áfram upp á Rauðarárholt að Sjó- mannaskólanum. Þar verður val um aðfara til baka með SVR eða ganga um Skólavörðuholtið og Þingholtin niður að Hafnarhúsi. Allir eru vel- komnir. Styrkir veittir úr norskum SJOOl ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið sam- þykkti í tilefni ellefu alda afmælis ís- landsbyggðar 1974 að færa íslending- um eina milljón norski’a króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, vaxta- tekjum af höfuðstól sem varðveittur er í Noregi, varið til að styrkja hóp- ferðir íslendinga til Noregs. Styrkh- voru fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram 23. úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 601.058 kr. Styrktarumsóknir voru 15 en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila. Skátafélagið Hraunbúa, bogfimi- deild Iþróttafélags fatlaðra í Reykja- vík, nemendur í 10. bekk Háteigs- skóla og nemendur í 2. bekk á stærðfræðibraut í Menntaskólanum við Sund. Vitni óskast LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitnum að tveimur árekstrum sem urðu nýlega. Á tímabilinu frá kl. 18 2. apríl til kl. 18 3. apríl var ekið á bif- reiðina 10-921, sem er rauður Mazda fólksbfll, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við BSI við Vatnsmýrarveg. Ekkert er vit- að um þann sem það gerði og er því óskað eftir vitnum að at- burðinum. Þá varð árekstur 3. aprfl um kl. 22.20 á milli bifreiðanna YI-386, sem er grá Daewoo, og IÞ-556, sem er hvítur Subaru Justy, á gatnamótum Skeifunn- ar og Grensásvegar. Ökumenn gi’einh’ á um stöðu umferðar- ljósanna þegar óhappið varð. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Reykj avíkurdeild AFS stofnuð Útboð Búnaður til íþróttaiðkunar/íþróttakennslu fyrir íþróttamidstöd Hauka á Ásvöllum, Hafnarfirði Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum fyrir Hafnarfjarðarbæ í búnað til íþróttaiðkunar/kennslu í íþróttasal íþrótta- miðstöðvar Hauka á Ásvöllum, Hafnarfirði. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtu- deginum 6. apríl á skrifstofu Umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, (3. hæð). Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. apríl 2000 kl. 14.00. TIL, SÖLU Prentvélar til sölu Heidelberg prentvél GTO 52, Ryobi prentvél, Graffopress, pappírsskurðarhnífur Perfecta, 115 cm, og röðunarvél 22ja stöðva. Upplýsingar hjá Guðbjarti í síma 555 6939, 565 3872 og 854 0046. Til sölu landspilda Fyrirhuguð er sala á landspildu úr landi jarðar sunnan Skarðsheiðar ef viðunandi tilboð fæst. Akstur um 15 mín. Akranes/Borgarnes, 40 mín. Reykjavík. Um er að ræða ca 25 ha sem er að mestu ræktað land og liggur að sjó. Sérlega skemmtilegt umhverfi þar sem gætir flóðs og fjöru. Hitaveitulögn liggur með landinu. Landið býður uppá ýmsa möguleika, t.d. undir sumarbústaði fyrir félagasamtök eða einstakl- inga. Landið gæti selst í einu lagi eða í minni eining- um. Áhugasamir hafi samband við Ólaf í síma 863 2622 eða Magnús í síma 893 2621. Steypumót/vinnupallar Doka/Plettac Til sölu ný og notuð steypumót og vinnupallar. Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, sími 577 2050. ■■■■1—— Sólbaðsstofa Til sölu mjög falleg sólbaðsstofa í Graf- arvogi. Sólbaðsstofan er starfrækt í rúm- góðu og vönduðu húsnæði og eru allar innréttingar mjög vandaðar. 6 nýir bekk- ir af fullkomnustu gerð og er sér sturtu- aðstaða við hvern bekk. Ákv. sala. Upplýsingar í síma 898 4125. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Barnamenningarsjóður Auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 2,5 millj. kr. til ráðstöfunar. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðu- neytinu. ítarlegar umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 3. maí 2000. Stjórn Barnamenningarsjóðs, 4. apríl 2000. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.