Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 i — MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 FRÉTTIR ÍDAG Málþmg um af ' hverju unglingar hætta í íþróttum A UNDANFORNUM árum hefur þróunin í nútímaþjóðfélagi verið sú að sífellt fleiri unglingar hætta í íþróttum. Ymsar rannsóknir benda til að þeir unglingar sem stunda íþróttir séu í minni hættu á að lenda í vandræðum í sambandi við neyslu vímuefna. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum til að ■* svara þeirri spumingu: Af hverju hætta unglingar í íþróttum? en aftur á móti hefur minna verið gert til að bregðast við þeirri þróun. Til að ræða ofangreinda spumingu og freista þess að koma með tillögur til úrbóta standa íþróttaskor Kennara- háskóla íslands og ÍSÍ fyrir málþingi þar sem þessi mál verða rædd. Meðal fyrirlesara eru: Þóróifui- Þórlindsson, prófessor við Háskóla Islandsm en hann hefur á síðustu tuttugu áram staðið fyrir þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði á Islandi. Hann mun kynna nýjar niðurstöður rannsókna sem nýlega hafa farið fram á íslandi. Ulf Blomdahl, félagsfræðingur frá ~Svíþjóð, mun halda erindi á málþing- inu en hann hefur unnið í mörg ár að rannsóknum á þessu sviði þar í landi. Hann hefur m.a. skrifað nokkrar bækur um hverjar séu ástæður þess að unglingar hætti í íþróttum. Það er enginn vafi á að það starf sem unnið er í grasrótinni vegur þungt í að spyma gegn því að unglingar hætti að stunda íþróttir. Það era mörg dæmi sem sýna þetta og meðal ann- ars hefur íþróttakennarinn Jostein Mjönerud frá Noregi, í samvinnu við foreldra, íþróttafélög og sveitarfélög, náð að byggja upp einstaklega gott íþrótta- og æskulýðsstarf í litlu sveit- arfélagi. Hann mun skýra frá sínum niðurstöðum og aðferðum. Einnig mun Bjami Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi á Dalvík, koma og segja frá svokölluðu „Dalvíkurverk- efni“ sem hefur það að markmiði að auka fjölbreytni í íþrótta- og tóm- stundastarfi unglinga á Dalvík. Málþingið er öllum opið og hefst kl. 9.15 föstudaginn 7. apríl í Kenn- araháskóla íslands v/ Stakkahh'ð, stofu M-201. Fyiirlestrar verða flutt- ir á íslensku, ensku, sænsku og norsku. Þátttakendur skrái sig á skrifstofu ÍSÍ. • • Ossur og Tryggvi á Sauoarkroki ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarsson, formannsefni Samfylkingarinnar, verða á opnum framboðsfundi í Ólafshúsi miðviku- *' daginn 5. apríl, kl 21. Frambjóð- endur kynna stefnumál sín, hug- myndir um hinn nýja flokk sem stofnaður verður formlega í maí, og framtíðarsýn. Þeir halda sams konar fundi í hverju kjördæmi vegna formanns- kosningar. Gestir á fundum fram- bjóðendanna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu varða. Þá verða fjölmiðla- menn á hverjum stað í hópi fyrir- spyrjenda. I upphafi flytja for- mannsefnin stutt ávörp. Brids U m s j ó n G ii 0 m u n d n r Pá11 Arnarson Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 29. mars lauk Landsbankatvímenningi félagsins og urðu úrslit efstu para þessi: ^N-S ’ Vignir Sigursveinss. - Guðjón S. Jensen265 Víðir Jónsson - Karl Einarsson 262 Karl Sigurbergsson - Gísli Isleifsson 253 A-V Karl G. Karlss. - Gunnl. Sævarsson 278 Þröstur Þoriákss. - Heiðar Sigurjónss. 257 Garðar Garðarsson - Óli Kjartansson 239 Þau pör sem unnu til verðlauna í Lands- bankamótinu urðu þessi: Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 796 Vipir Siprsveinss. - Guðjón S. Jensen750 Eðvarð Hallgrímsson - Valdimar Sveins- son og Friðjón Margeirsson 740 í kvöld, miðvikudag 5. aprQ, hefst aðal- sveitakeppni bridsfélagsins Munins og Sparisjóðs Keflavíkur og mun sú keppni standa yfir í 5 kvöld og verður spilað eftir Monrad-fyrirkomulagi og eru menn hvattir * tii að mynda sveitir og Iáta sjá sig. Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðis- veg og hefst keppnin kl. 19.30. Bridsfélag Hreyfils Kristinn Ingvason og Guðmundur Frið- bjömsson hafa nauma forystu eftir tvær umferðir í vortvímenningnum, hafa hlotið 497 stig. Helztu keppinautamir era Óskar Sigurðsson og Björn Stefánsson með 492 stig, Sigurður Ólafsson og Fiosi Ólafsson eru með 487, Rósant Hjörleifsson og Ágúst Benediktsson eru í fjórða §æti með 480 og í fimmta sæti eru Jón Sigtryggsson og ' Skafti Björnsson með 476. Næsta umferð verður spiluð á mánudag- inn kemur í Hreyfilshúsinu, þriðju hæð. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Úrslit dagsins, 30. mars 2000, í tvímenn- ^ ingskeppni Bridgeklúbbs Félags eldri "^jorgara í Hafnarfirði: Guðni Ólafss. - Þorvarður Guðmundss. 91 Ámi Bjamas. - Sævar Magnúss. 90 Jón Pálmas. - Ólafur Ingimundars. 90 Kjartan Elíass. - Rapar Halldórss. 85 Heildarúrslit í tvímenningskeppninni frá ármótum sem nú var að ljúka: Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmas. 21,5 Árni Bjamas. - Sævar Magnúss. 19 Guðni Ölafss. - Þorvarður Guðmundss. 19 Sigurlín Ágústsd. - Guðm. Á.Guðmundss.15 Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda Butler-tvímenningi BK lauk sl. fimmtudag með glæsilepm sigri Magnúsar Aspelund og Steingríms Jónas- sonar. Lokaröð efstu para var þessi: Mapús Aspelund-Steingr. Jónasson 109 Valdimar Sveinss.-Gunnar B. Kristjánss.70 Guðm. Sigurjónss.-Jón St. Kristinss. 61 Baldur Bjartmars.-Ámi Hannesson 54 Guðni Ingvarsson-Rafn Thorarensen 53 Skor kvöldsins var: Magnús Aspelund-Steingr. Jónasson 64 Valdimar Sveinss.-Gunnar B. Kristjánss.49 Siprður Sigurjónss.-Ragnar Bjömss. 46 Guðni Ingvarsson-Rafn Thorarensen 26 Freyja Sveinsdóttir—Sigríður Möller 22 Næstu tvo fimmtudaga verður spilaður páskatvímenningur. Veitt verða bæði kvöldin vegleg verðlaun í formi páskaeggja fyrir þrjú efstu sætin. Seinna kvöldið verða dregin út aukaverðlaun, einnig í formi páskaeggja. Bæjarkeppni Kópavogs og Selfoss Undanfarin ár hafa bridsfélög Selfoss og Kópavogs haldið þeirri skemmtiiegu hefð að hittast árlega eina kvöldstund og keppa sín á milli. Er þessi keppni efiaust í hugum margra ein eftirsóttasta keppni vetrarins. Föstu- daginn 24. mars mættu Selfyssingar í Kópavoginn með sex sveitir. Spiluð var „al- vöru“ 32 spila sveitakeppni og fóra leikar þannig að bæði liðin sigruðu á þremur borðum. Þegar vinningsstig voru síðan iögð saman kom í ljós að Selfoss hafði sigrað með 93 stigum á móti 87. Þökkum við hjá Bridsfélagi Kópavogs Selfyssingum kærlega fyrir skemmtilega keppni og ánægjulega kvöldstund. VELVAK4JVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lélegir samningar EG las í DV mánudaginn 3. apríl sl. að Flóabandalags- samningur hefði verið sam- þykktur með 26 atkvæða mun og vinnuveitendur væru rnjög ánægðir. En það sýnir óánægju fólks hversu naumlega þetta var sam- þykkt. Enn skal herða sult- arólina frægu. Það hefur lengi verið hamrað á því að verðbólgumóri lifni við er lægstu launin hækki. Þvílík- ur heilaþvottur. Mér heíur nú sýnst hann hafa bólgnað vel út, þótt kaupið hafi ekki hækkað. Mörg fyrirtæki blómstra og það er gott, en mér finnst að það eigi ekki að vera á kostnað hins vinn- andi verkafólks, sem fær um hver mánaðamót réttan smápening í sinn vinnulúna lófa. Finnst mér líka að fyr- irtæki sem ekki geta borgað mannsæmandi laun eigi ekld að vera til. Svo eru það öryrkjarnir sem algjörlega eru skildir útundan. Mér fínnst líka hart að mann- eskja sem verður öryrki skuli ekki hafa atkvæðisrétt í kjarasamningum. Nú breikkar bilið milli öryrkja og þeirra sem lægstu launin hafa enn meira og þeir eru enn sem fyrr á hungur- mörkum. Það á eftir að verða mörgum erfitt að framfleyta sér og sínum. Þrátt fyrir þessa samninga er fólk enn á hungurmörk- unum. Er það þetta sem við viljum? Eg er ansi hrædd um ekki. Eg veit að það býr enn eldmóður í fólki hér. Látum ekki valta yfir okkur enda- laust. Sigrún. Select Vesturlandsvegi UNGI maðurinn sem varð fyrir því óhappi að fá lit í föt- in sín þegar hann rak sig ut- an í blómaker hjá Select á Vesturlandsvegi um fjögur- leytið síðdegis föstudaginn 31. apríl si. er beðinn um að hafa samband við Bryndísi Snorradóttur stöðvarstjóra í síma 587-9730. Ferð til Bali ÞAÐ vai’ 27. febrúar sl. sem 40 Islendingar fóru á vegum ferðaskrifstofunnar Urvals- Utsýnar í ferð til Kuala Lumpur í Malasíu og Bali- eyjunnar fögru. Ferðin var mjög vel skipulögð og farar- stjóm þeirra Erlu Ólafs- dóttur og Garðars Siggeirs- sonar í einu orði sagt frábær, svo við fengum eins mikið út úr þessum dögum og hægt var. Hina fögru borg Kuala Lumpur var ánægjulegt að sjá og hin yndisfagra náttúra Bali stórfengleg. Alúðlegt við- mót fólksins var til fyrir- myndar og ánægjulegt að kynnast fjölþættri menn- ingu þessara austrænu þjóða. Þakka ber ferðaskrif- stofunni Úrvah-Útsýn góðu skipulagi á vel heppnaðri ferð, svo og frábærum far- arstjórum, sem sáu um að allir væm ánægðir allan tímann. Bestu kveðjur til samferðafólks fyrir ánægju- lega samveru. Páll Gíslason. Sjö bekkja leikfimi FYRIR sex áram lenti ég í árekstri og hef ekki getað unnið hvað sem er síðan. Eg fékk mjög slæman háls- hnykk. Fyrir tveimur mán- uðum fór ég að æfa hjá Æf- ingabekkir og hreyfing i Armúla 24. Þeir em með sjö æfingabekki, sem búnir vom til fyrir sjúklinga og fólk sem var lamað. Eg var orðin þannig að ég gat hvorki hreyft mig til hægri né vinstri. Eg er einnig búin að vera í félagsskap fyrir fólk með hálshnykk og sækja sjúkraþjáifun, en ekkert hefur dugað. Nú er ég búin að stunda þessa frá- bæm bekki í tvo mánuði og ég er allt önnur manneskja. Nú get ég hreyft mig eðli- lega. Mig langaði að benda fólki, sem á kannski í sams- konar vandamálum og ég, á þessa bekki. Halldóra Sigurðardóttir. Tapað/fundið Gleraugn týndust GLERAUGU í svörtu hulstri týndust á leiðinni frá Hlíðaskóla að félagsheimili Kópavogs fyrir nokkm síð- an. Skilvís finnandi er beð- inn að hafa samband í síma 588-3545. Dýrahald Páfagaukur týndist GRÆNN páfagaukur flaug út um gluggann í vesturbæ Kópavogs laugardagsmorg- uninn 1. apríl. sl. Ef einhver hefur orðið hans var, er sá hinn sami beðinn að hafa samband í síma 863-0073. Gyðja er týnd HÚN Gyðja, sem er bland- aður síamsköttur, hvarf frá heimili sínu að Víðimel 34, fóstudaginn 31. mai-s sl. Gyðja er merkt. Ef einhver hefur orðið hennar var, er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 699- 1916. Byggingarvinna í Áslandi í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... NOKKUÐ er umliðið frá því að dyggur lesandi Morgunblaðs- ins fór þess á leit við blaðið að það skýrði fyrir honum hver væri mun- urinn á ensku orðunum „college“ og „university“ sem gjaman eru bæði þýdd með íslenska nafnorðinu há- skóli. Víkverji tók að sér að skýra þennan mun í dálki sínum og hélt sannast sagna að það væri ekki mik- ið mál að gera grein fyrir þessum tveimur orðum en það reyndist hins vegar mikill misskilningur. Því við talsverða athugun á málinu og eftir þó nokkra fyrirhöfn, kom á daginn að skoðanir eru svo sannarlega skiptar í þessum efnum og merking- armunur orðanna er heilmikill, en þó allt eftir þvi hvar í heiminum þau era notuð. Niðurstaða Víkverja er eigin- lega sú, að hann játar hér og nú, að hann getur ekki skýrt með neinum afgerandi hætti muninn á þessum tveimur nafnorðum. Við efyirgrennslan kom þetta helst í ljós: I Bretlandi er annars konar notkun á þessum nafnorðum en í Bandaríkjunum. Yfirleitt táknar College í Bretlandi háskóla sem er minni háskóli en University. Undan- tekningarnar era þó augljóslega Cambridge og Oxford, þar sem hinir ýmsu skólar heita College, svo sem King’s College, Trinity College, Somerville College o.s.frv. en era allir hluti af University of Oxford eða University of Cambridge. í Bandaríkjunum aftur á móti virðist enginn merkingarmunur vera á orðunum college og univers- ity. Til dæmis Boston University og Boston College. Báðir era háskólar sem taka við nemendum að afloknu stúdentsprófi og bjóða upp á allar prófgráður, allt upp í doktorsgráðu. Rétt hinum megin við Charles-ána, í Cambridge, er hinn frægi banda- ríski háskóli Harvard University. Hann er eins konar samheiti fyrir alla háskólana í Cambridge, að MIT undanskildum, sem er sjálfstæður háskóli. En Harvard skólarnir bera svo mörg mismunandi nöfn, sem einatt enda á skóli, eða School, eins og Harvard Business School, Harvard Law School, JFK School of Govern- ment, The Divinity School o.s.frv. Víkveiji ætlaði að ljúka þessari litlu hugleiðingu á því að endursegja hér helstu skilgreiningarnar á Coll- ege og University sem gefnar era í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs frá 1991, en hætti við það, þar sem þær skera ekki að öllu leyti úr um muninn, þar sem College er m.a. skilgreindur mjög takmarkað, þann- ig að þar sé bara boðið upp á nám til BA prófs, en University bjóði upp á meistara- og doktorsnám einnig. Þetta er auðvitað aðeins ein, og að líkinduip til að flestu leyti, úrelt skýring, og því gefst Víkverji upp á að skýra frekar muninn á þessum tveimur orðum. xxx MIKIL er ferðagleði landans eins og við þekkjum og hún er eig- inlega að verða söm og jöfn árið um kring. Víkverji hafði nefnilega spurnii’ af því að maður sem þurfti að komast til áfangastaðar sunnar- lega í Evrópu átti í erfiðleikum með að fá bókað öraggt sæti þá daga sem hann vildi ferðast. Vélar frá Islandi og heim aftur vora meira og minna fullbókaðar þrátt fyrir að maðurinn hefði. þokkalegan fyrirvara á far- pöntun sinni. Þetta þótti honum und- arlegt en þá skýringu fékk hann að meðal annars væram við farin að ferðast og taka okkur frí utan hefð- bundins sumarleyfistíma og má í sjálfu sér fagna því. Menn verða þá bara að gera ferðaráðstafanir í tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.