Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Dúndurfréttir með tvenna tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Hljórasveitin Dúndurfréttir. Frá vinstri: Pétur Örn Guðmundsson, Ólafur Hólm, Ingimundur Óskarsson, Matthías Matt híasson og Einar Þór Jóhansson. Skj aldbökurokk SKJALDBÖKUR eru tignarlegar skepnur. Þær hreyfa sig þó ekki hratt, enda hafa þær nægan tíma til að spóka sig um þar sem margar þeirra verða hátt í tvöhundruð ára gamlar. Hljómsveitin „Dúndur- fréttir" hefur ekki verið sú uppá- tækjasamasta þrátt fyrir fimm ára starfsaidur og hingað til látið sér nægja að spila sína mánaðarlegu tónleika á Gauknum þar sem þeir félagar hafa leikið sín uppáhalds- lög. Á skjaldbökutölti sínu um tón- listarlandslagið hafa þeir félagar samt hægt og rólega undirbúið stórframkvæmdir. í kvöld ætla þeir sér nefnilega það stórvirki að leika ■ög Pink Floyd á tvennum tónleik- um í Borgarleikhúsinu með tilheyr- andi Ijósabúnaði og glæsileika. Meðal annars ætlar hljómsveitin að flytja í heild hið vandaða verk ,,Dark Side of the Moon“ eins og það kemur fyrir á plötunni. Magnað verk Blaðamaður var að velta því fyr- ir sér hvort þetta væri ekki stórt verkefni að takast á við. „Jú,“ við- urkennir Pétur Öm Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari Dúndurfrétta. „En þetta er líka skemmtilegt þar sem við þekkjum þetta allir svo vel.“ „Við erum fimm manna hópur þar sem allir hafa dálæti á Pink Floyd og þeirra tónlist og allir þekkja hana alveg út í gegn, þann- ig að við ráðum vel við þetta,“ bæt- ir Matthías Matthíasson, söngvari °g gítarleikari, við ákveðinn. Platan „Dark Side of the Moon“ er í miklu uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum sveitarinnar enda er hún mjög heilsteypt verk og vand- að. „Þetta er langmest selda platan þeirra,“ segir Matti. „Hún datt t.d. út af Billboard- listanum fyrir aðeins fimm árum, en kom út árið 1973,“ bætir Pétur við. En hvað skyldi hafa verið þess valdandi að eftir fimm ára róleg- heit brýst hljómsveitin fram með risatónleika í Borgarleikhúsinu? ,,Við vorum búnir að velta þessu fyrir okkur í tvö ár,“ segir Pétur og undirstrikar skjaldbökulifnað- inn. „Við bara kunnum ekkert að framkvæma hluti svo við fengum bara mann til að framkvæma þetta fyrir okkur,“ segir Matti. Þessi atorkusami maður sem færði piltunum þetta nauðsynlega spark í afturendann heitir Guð- bjartur Finnbjörnsson og er núver- andi umboðsmaður hljómsveitar- innar auk þess að vera ritstjóri tímaritsins „Lifandi vfsinda". Hing- að til hafa hljómsveitarmeðlimir einungis litið á hljómsveitarstörfin sem áhugamál og skýrir það kannski skjaldbökugöngulag með- ■ima. „Þetta er eiginlega hljómsveit sem við stofnuðum einungis til að spila uppáhaldslögin okkar,“ segir Matti og bendir á að fram að þessu hafa flestir meðlimirnir verið í öðr- um hljómsveitum. Hann var t.d. í Reggae on Ice og Pétur hefur m.a. sungið hlutverk Jesú í söngleik og komið fram með hljómsveitinni Sól- dögg. „Þessir tónleikar eru byrjun- in á því að gera hljómsveitina að einhverju meira en áhugamáli," segir Matti og segir hljómsveitar- meðlimi vera duglega við að semja eigið efni þrátt fyrir að ekkert hafi verið gefið út á geislaplötu ennþá. „Ég vil einungis að hljómsveitin fái einhverja viðurkenningu fyrir að spila á skemmtilegum tónleik- um, “ útskýrir Pétur. „Þessi hljóm- sveit kemur aldrei til með að spila á böllum.“ „Það er ekkert dansað á tónleik- um hjá okkur," bætir Matti glott- andi við. „Það hefur reyndar komið fyrir og það var alveg hræðileg upplif- un, “ segir Pétur og báðir skella upp úr. Upplýstir tdnleikar Tónleikar Pink Floyd eru oftast vel upplýstar uppákomur þar sem hvergi er sparað í leigu ljósabúnað- ar eða hljómflutningstækja. Þetta kallar á stórtækar Ijósatilraunir í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Við sögðum ljósamanninum að gera það sem hann langar til og hugsa um kostnaðinn seinna. Við ætlum að gera það sem við getum gert upp að því marki að fjölskyldur okkar fari ekki á hausinn fyrir vik- ið,“ segir Pétur. Við flutning verksins fá þeir fé- lagar til sín vel valda gestaleikara. Þar á meðal er Jens Hansson saxó- fónsleikari Sálarinnar. „Hann spurði okkur hvort hann mætti vera með,“ segir Pétur. „Það er náttúrulega kostur að fá mann sem kann þetta," og segir hann Jens vera mikinn aðdáanda Pink Floyd. Um bakraddir sjá Andrea Gylfa- dóttir, Regína Óskarsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir. Fyrri tón- leikamir hefjast kl. 20:00 en þeir seinni byija tveimur og hálfum tíma síðar. Miðaverð er með furðu- legasta móti, 1973 kr., en það er gert til þess að heiðra útgáfuár hljómplötunnar „Dark Side of the Moon“ miðasölufólki til mikillar gremju. Morgunblaðið/Jim Smart Hluti nemenda söng- og leiklistarskólans Sönglistar. Sungið af list VORÖNN söng- og leiklistarskólans Sönglistar lýkur þessa dagana og er af því tilefni haldin vegleg söng- Söngskemmtun Sönglistar skemmtun nemenda. Nemendur skólans eru um 100 og því varð að skipta skemmtuninni niður á þrjú kvöld, þ.e. mánudaginn 3. aprfl, þriðjudaginn 4. aprfl og verður sú síðasta í kvöld, miðvikudagskvöld. Nemendur skólans eru á öllum aldri og var þeim blandað saman í sýning- unum svo útkoman yrði lífleg og fjöl- breytt. Sönglist var stofnuð af Ragnheiði Hall og Erlu Ruth Harðardóttur, sem einnig sjá um kennslu ásamt þeim Hrefnu Hallgrímsdóttur, Kristínu Sigurðardóttur, Lindu Ás- geirsdóttur og Völu Þórs. Sönglist er með 12 vikna söng- og leiklistarnám- skeið bæði vor og haust. í söngtímunum er sungið í hljóðnema og áhersla lögð á söng- tækni, öndun og túlkun laga. í leik- listartímunum eru gerðar margvís- legar æfingar, má t.d. nefna æfingar til að efla einbeitingu og hlustun, raddbeitingu og öndun, spuna af öllu tagi og einnig eni nemendur hvattir til að virkja ímyndunaraílið! í sumar verður Sönglist í fyrsta sinn með sumarnámskeið. Þau nám- skeið verða eingöngu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og koma til með að standa í tvær vikur í senn. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 57 _ ...crtikanki Snertir þetta þig? Um leið og þú nýtir þér þjónustu Snertibanka SPRON og SPH ert þú þátt- takandi í léttum og skemmtilegum leik. Þú gætir unnið páskaegg eða ferð fyrir tvo til London með gistingu. Komdu við í sparisjóðnum og snertu til að vinna! í Snertibankanum getur þú: - Greitt gíró- og greiðsluseðla - Millifært - Séð yfirlit og stöðu reikninga - Fengið upplýsingar um gengi og verðbréfaviðskipti - Leitað í þjóðskrá - Verið í beinu tal- og myndsambandi við þjónustufulltrúa *spron V íw/irfw urtu*rt*0t m spbí* SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.