Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 *------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur S Astin sigrar South of the Border, West of the Sun, skáldsaga eftir Haruki Murak- ami. Philip Gabriel þýddi. Alfred A. Knopf gefur út í New York 1999. 213 síður innbundin. Kostaði um 1.200 kr. í Amazon. "'V- HARUKI Murakami er með merkilegri rithöfundum síðustu ára. Hann hefur gefið út nokkrar fram- úrskarandi bækur sem náð hafa verulegri hylli, til að mynda A Wild Sheep Chase/Dance, Dance, Dance, The Wind-Up Bird Chronicles, Hard Boiled Wonderland and the End of the World, Norwegian Wood og svo má áfram telja. Murakami er jap- anskur og hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín í heimalandinu ekki síður en utan þess. ■». Líkt og allir góðir rithöfundar er Murakami sífellt að glíma við sama viðfangsefnið. Hans þráhyggja snýst um stöðu mannsins í fjandsamlegum heimi og hann dregur hvað eftir ann- að upp mynd af leiksoppum sem ekki átta sig á að fjandskapurinn er hið innra með þeim, að heiminum er sama um þá sem í honum eru. Erfitt er fyrir þann sem ekki les japönsku að lesa stíl Murakamis af verkum hans, eða það kemur að minnsta kosti í ljós við lestur á bók- inni South of the Border, West of the Sun, sem hér er gerð að umtalsefni. Fyrri bækur Murakamis sem fengist hafa á Vesturlöndum, og einnig þær sem aðeins hafa verið gefnar út á ensku í Japan, Norwegian Wood, ‘Hear the Wind Sing og Pinball, 1973, hefur Alfred Bimbaum þýtt. Stíllinn á þeim bókum hefur verið tær og knappur, nánast berangurslegur á köflum. Að þessu sinni er þýðandinn Philip Gabriel og stíllinn verður fyrir vikið venjulegri, að vísu enn knapp- ur, en öllu þéttari og ekki eins fram- andlegur. Sagan segir frá manni sem rekur djassbar, líkt og Murakami gerði á sínum yngri árum, og hugsar um ást- ina. Þrjár konur eru í lífi hans, sú sem hann elskaði fyrsta og telur sig elska enn, sú sem hann elskaði og sveik og sú sem elskar hann. Fyrsta ástin, sem var sálufélagi hans, er horfin, aðra ástina yfirgaf hann, en V.3Ú þriðja, sem hann er giftur og á börn með, er of nálæg honum. Þar er komið í sögunni að hann er á miðjum aldri, farinn að átta sig á að hann á ekki eftir að upplifa neitt nýtt og spennandi það sem eftir er ævinnar og fyrsta ástin verður sífellt áleitn- ari, ekki síst þegar hún birtist skyndilega á barnum einn góðan veðurdag. Murakami rekur sundur blekk- ingavefinn sem gerir okkur daglegt líf bærilegra og segir listilega frá því hversu ástin getur verið órökrétt og óskiljanleg, en umfram- allt óstöðv- 'Andi. Hann lýsir því af mikilli ná- kvæmni hvernig hún heltekur sögu- hetjuna sem verður þess albúin að fóma öllu til að geta upplifað hana þar til hún áttar sig á að víst sé rétt að fórna öllu fyrir ástina, en málið að velja réttu ástina. Árni Matthíasson FOLKIFRETTUM SKORDÝR ERU VÍÐA ÉTIN MEÐ BESTU LYST Forvitnilegar bækur Pöddur í matinn Vei! ÞAÐ KALLAST entomophagy að éta skordýr og er tiðkað um allan heim. Víða snæðir fólk skordýr af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum, en víðast þó til að halda í sér lífi. Vesturlandabúinn hryllir sig er hann heyrir af fólki sem steikir risaköngurlær á teini, veltir lirfum úr kryddi og djúpsteikir, eða sópar upp í sig hnefafylli af iðandi ormum, en leggur sér til munns margt það sem aðrar þjóðir fúlsa við, súrsaða svínsfætur, myglaðar mjólkurafurðir, sviðna lambahausa og svo má telja. Það er vitanlega ekkert athugavert við það að éta hund eða lamb og engu verra að éta Iirfur og orma en úldinn fisk. Krydd í tilveruna I bókinni Man Eating Bugs lýsa ljósmyndarinn Peter Menzel og Faith D’Aluisio kona hans því hvemig fólk víða um heim neytir skordýra, ýmist sem krydd í tilver- una eða snar þáttur í daglegu fæði. Menzel heillaðist ungur af því að fólk skuli leggja sér skordýr til munns og varð það á endanum til þess að hann eyddi mörgum ámm í ferðalög um heiminn að skjalfesta hvemig fólk bæri sig að víða um heim, hvaða skordýr væm lostæti og hvaða skordýr best í smáum skömmtum. I bókinni segir hann frá ferðalögum um þveran heiminn, til Ástraliu, Japans, Tælands og Kambódíu, Indónesíu, Kína, Mexxkó, Botswana og Suður- Afríku, Uganda, Perú, Venesúela og Bandaríkjanna. Mezel er til í allt. Hann segist reyndar hafa haft sérstakt ógeð á skordýmm allt frá því hann var smápatti, en eftir að hafa tekið fyrsta bitann á trúarhá- tíð í Mexíkó sem fullorðinn leggur hann allt sér til munns. D’Aluisio er matvandari og lætur sér þannig nægja að éta einn fót af tarantula- köngurló á meðan Menzel étur margar heilsteiktar köngurlær af bestu lyst. Sleikjó með pöddu Vestur í Bandaríkjunum hafa menn markaðssett með góðum árangri sleikjubrjóstsykur með skordýmm í sem nutu hylli hér á landi fyrir nokkmm ámm. Frum- byggjar Norður-Ameríku átu skor- dýr á sínum tíma og tilraunir í Utah hafa sýnt fram á að sæmilega rösk- ur maður getur safnað rúmum níu kílóum af engisprettum á klukku- tíma sem samsvara 43 hamborgur- um eða 49 flatbökusneiðum sé litið til prótíninnihalds. Ekki er bara að prótinhlutfall skordýra sé hátt heldur þarf ekki nema tíunda hluta af því sem þarf af fóðri til að búa til 500 g. af naut akjöti til að búa til hálft kíló af kállirfum. Vestrænar matarvenjur og fjöldaframleiddur matur sækir í sig veðrið um allan heim og því er svo komið víða að skordýr eru ekki lengur almennt borðuð; ung fólk kýs heldur að fá sér hamborgara eða flatböku þegar foreldrar þeirra fá sér staðgóða sporðdrekasúpu eða ormastöppu. Víða er skordýra- át talið allra meina bót og sumstað- ar er talsverð hugmyndaauðgi í neyslunni, til að mynd í Liaoning héraði í Kína þar sem alsiða er að drekka te gert úr sníkjusvepp sem þrífst á fiðrildalirfu, en þegar sveppurinn hefur drepið lirfuna er hún þurrkuð og mulin til að gera úr te. Aðrir nota kállirfusaur til að malla heilsute, tsjongtsja, sem bæt- ir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit. Viða koma skordýr að ýmsum notum, til að mynda cochinela- lirfurnar í Mexíkó, sem eru þurrk- aðar og muldar til að gera skær- rauðan lit sem er algengur í mexí- kóskum vefnaði og einnig notaður til að lita Campari svo dæmi séu tekin, en 75.000 lirfur þarf til að búa til hálft kíló af lit. Mexíkómenn virðast gefnir fyrir skordýr og fiestar uppskriftir gefnar í kaflan- Titill: The Comedy Writer. Höf: Peter Farrelly. Útg: Faber and Faber, 2000. Bókin er 351 bls. ÞAÐ er sjaldgæft að handritshöf- undar skrifi góðar bækur og yfirleitt skrifa rithöfundar vond kvikmynda- handrit. Auðvitað eru til undantekn- ingar og líklega þekkjum við flesta þá höfunda sem gera hvorutveggja vel. Peter Farrelly er einn þeirra sem geta þetta allt saman og semui' bæði skemmtileg handrit og fínar bækur. Hingað til hafa handritin þó vakið meiri athygli en hann er annar bræðranna sem standa á bakvið myndirnar Dumb&Dumber, There Something about Mary og Kingpins. Onnur skáldsaga hans, The Comedy Writer, er líka algjört vei. Sölumaðurinn Henry Holloran er í sárum eftir að kærastan sagði hon- um upp og ákveður því að kýla á gamlan draum, gerast handritshöf- undur í Hollywood. En fremur fáleg viðbrögð kvikmyndaframleiðanda við handriti hans, „How I Won Her Back“, eru eins og salt í sárin. Holl- oran er samt boðið að skrifa aðra ást- arsögu en það sem gerir honum dálítið erfitt fyrir er að fram- leiðandinn krefst að aðalpers- óna mynd- arinnar sé fjöldamorð- ingi. Til að bjarga fjár- hagnum bvrj- ar Holloran að vinna sem þjónn og svo undarlega vill til að allir vinnu- félagarnir eru líka handritshöf- undar. Holloran neitar þó að gef- ast upp og eyðir nóttunum við að berja saman ástar- sögu fjöldamorð- ingjans undir sam- farastunum ná- granna síns, undir- fatafyrirsætunnar Tiffany. Þegar gamli draumurinn er löngu orðinn að martröð flytur inn á hann ofvirki geðsjúklingurinn Collen og verður hrifin af honum. En hann alls ekki af henni. Þótt þráðurinn sé frekar klisju- kenndur er hann byggður á eigin reynslu Peter Farrelly. Og þetta er frábær bók. Sagan er rifin áfram á frábærum húmor og mun dempaðri en í handritum Farrelly-bræðra. Hinsvegar er ekki hægt að segja annað en hún sé svona hundrað blaðsíðum of löng. En þótt síðustu kaflarnir séu stefnulausir eru þeir svo fyndnir að á endanum er eins og sjálf bókin sé þrjúhundruð blaðsíð- um of stutt. Fyrri skáldsaga Farr elly heitir Outside Providence og er nýbúið að gera kvikmynd eftir henni. Huldar Breiðfjörð Ætli pöddu-pizza fáist hér á landi? Má bjóða þér orma og spagettí? Engisprettu-Taco ________500 g, engisprettur____ Tvö smátt söxuS hvítlauksrif Safi úr einni sítrónu ______________Salt_____________ Tvær þroskaðar lárperur, stappaSar Sex korn- eða hveititortillur Grillið engisprettumar í 350 C ofni í um 10 mínútur. Setjið í skál með safanum, hvftlauknum og salti að vild. Smyijið lárperumaukinu á Mopane ormar Þrír bollar af ferskum mopane ormum ________(einskonarkállirfur).___ ___________Bolli af salt,_______ Leggið fjóra til fimm orma hlið við hlið í hvorn lófa og kreistið úr þeim hvítt seigfljótandi holdið. Setj- ið ormana í pott með saltinu og vatni svo yfir fljóti. Sjóði yfir eldi í um hálftíma eða þar til þar til vatn- ið hefur gufað upp. Látið ormana þorna í sólinni yfir daginn, snúið þeim reglulega. um um ferð hjónanna til Mexíkó, ekki síst á ýmsum réttum sem gerð- ir eru úr agave-ormum, sem lifa á agave-þykkblöðungum, en úr þeim er mezcal vín unnið. Alsiða er að setja orm í hveija flösku, ekki síst til að undirstrika að í flöskunni sé vín unnið úr agave-þykkblöðung- um, en einnig til að sanna styrk- leika vínsins, enda geymast ormar ekki í víni sem er undir 55% áfeng- isstyrkleika. Sumar lýsingar þeirrar Menzels og D’AIuisio eru krassandi, eins til að mynda af félögunum Li Shuiqi og Yoou Zhiming sem framfleyta sér með því að selja sporðdreka á útimarkaði í Gúangtsú, en sporð- dreka rækta þeir heima hjá sér og eru með 10.000 á fóðrum í einu. Lyktin heima hjá þeim félögum er víst eins og væri íbúðin full af rotn- andi íþróttaskóm. Aðra Iýsingar eru svo lifandi og skemmtilegar að lesandinn fær vatn í munninn og dauðlangar að bragða á kræsingun- um, til að mynda á engisprettutaeo. SkOf(]ý.. Þessi Utla Síl£?teitu'ík fæða e tortillu og stráið engisprettunum yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.